Tíminn - 15.05.1983, Qupperneq 10

Tíminn - 15.05.1983, Qupperneq 10
SUNNUDAGUR 1S. MAÍ1983 10 erlend hringekja ■ „Svo sannarlega sem Guð er faðir okkar þá er hann líka móðir okkar.“ Englendingar eignast verndardýrling jafnréttisins og: „Öllu verður snúið tíl betri vegar” áttunda maí í fyrsta sinn upp á \ei, nei — hann var ekki stéttaróvinur heldnr: ”FARVE6UR BYLT- INGARINNAR” ■ Nýtt nafn endurómar nú í breskum dómkirkjum. Guðsþjónustur til dýrðar Julian frá Norwich hafa þegar verið haldnar í Durham, York og St. Pauls og verða eða hafa þegar farið fram í fjölda annarra kirkna. Julian var kona. Hún bjó eins síns liðs í smákompu við hliðina á St. Julian kirkjunni í Norwich í lok 14. aldar og byrjun þeirrar fimmtándu. Sennilega hefur hún nefnt sig eftir kirkjunni. Hún trúði því að guð væri að hluta til . kona. Áttunda maí 1373, þá þrítug að aldri, sá hún sýnir sem hún kallaði „sýningar" á guðlegri ást. Þegar hún skrifaði um þessar sýnir tuttugu árum síðar - fyrstu bókina sem kona skrifaði á ensku - sagði hún: „Svo sannarlega sem guð er faðir okkar þá er hann einnig móðir okkar." Og um sakramentið sagði hún: „Jesús, okkar elskaða móðir, fæðir okkur á sjálfum sér.“ Það er þess vegna sem hún er nú komin á skrá hjá kirkjunni. J orðú kveðnu er ástæða þess sú að fyrir þremur árum var hún tekin inn í almanak ensku kirkjunnar, þó ekki sem dýrlingur heldur sein svo merkileg manneskja að vert þóttf að minnast hennar opinberlega. Dagurinn sem helgaður skyldi minningu hennar, var ákveðinn áttundi maí, og nú í ár bar sunnudag. En hin raunverulega ástæða fyrir Julian-messunni ersú að Julian erorðin óopinber verndardýrlingur hreyfingar sem bcrst fyrir vígslu kvenna, MOW Enska kirkjan hefur enga kvenpresta innan sinna raða. MOW hefur ekki tekist að sannfæra ensku prestastefnuna um rétt kvenna til kjóls og kalls en sífellt fleiri biskupar og prófastar snúast nú á sveif með þeim. „Julian flytur kvenlegan skilning inn í guðdóminn“, segir Margaret Webster ritari MOW (og eiginkona prófastsins við St. Paul dómirkjuna). Það sem skiptir kvenprestana mestu í þessu sambandi er það að hluti af starfi prestsins felst í því að koma fram sem fulltrúi guðs. Ef guð er eingöngu álitinn karlmaður, þá þjónar prestastétt sem eingöngu er skipuð karlmönnum því hlutvcrki fullkomlega en sé ekki litið á guð sem karlntann eingöngu þá þjónar sík prcstastétt ekki því hlutverki. Móðir Julian (eins og hún er oft nefnd) er fleirum en kvenprestunum mikilvæg, því hún hughreystir allar manneksjur. Hún trúði því að guð frelsaði alla, hvort sem þeir tryðu eða ekki. í því felst mikilvægi frægasta spakmælis hennar: „Allt mun verða gott, og öllum mun líða vel, og öllu verður snúið til betri vegar.“ ■ Næstliðin vika mun vafalaust verða kristnum Austur-Þjóðverjum minnisstæð, en þá hófust hátíðahöld vegna fimmhundruð ára afmælis Martins Liíters í Wartburg þar sem hann m.a. sneri biblíunni yfir á móðurmálið. Hátíðahöldin marka athyglisverða uppreisn æru. í nýrri austurþýskri goðafræði hefur Wartburg nefnilega verið vörumerki tveggja strokka bifreiða sem framleiddar eru í Eisenach, en þeirri borg mun Wartburgarkastalinn tilheyra, og Lúter kallast „Stéttaróvinur“ og „bölvaður svikari við bændur“. Þær kirkjur sem uppi stóðu að lokinni styrjöldinni voru látnar grotna niður ásamt rústum þeirra sem sprungu. Guðsþjónustan sem haldin var í Warlburg næstliðinn miðvikudag sýnir styrk hinnar endurvöktu kirkju í þessu harðlínu ríki. Þúsundir manna sungu sálm Lúthers, Guð er styrkur vor og skjól. Meðal þeirra var margt ungt fólk, sem bar barmmerki er á var letrað „Þorið að treysta", en það munu vera kjörorð hátíðahaldanna sem ná hámarki í nóvember næstkomandi á fimmhundruð ára fæðingarhátíð Lúters. Opnunarathöfnin í endurbættum forsalnum var sem opinberun. Starfsfólk sjónvarpsins var mætt og mun það vera í fyrsta sinn sem austur-þýska sjónvarpið sýnir trúarlegan atburð í beinni útsendingu og það á rás eitt. Þriðji æðsti maður í Sósíalistaflokknum, kommúnistinn og guðleysinginn Horst Sindermann, var einnig viðstaddur athöfnina. „Öreigar allra landa, í Guðs bænunt, sameinist“, er aðalbrandarinn í pólitíska kabarettinum Die Distel, sem nú er sýndur í Austur Berlín með þöglu samþykki valdhafa. Sáttaumleitanir ríkis og kirkju hófust árið 1978, þegar Erich Honecker flokksleiðtogi hitti leiðandi menn kirkjunnar. Honecker var staddur í Moskvu umræddan miðvikudag, en hann hefur haft frumkvæði að hinum bættu tengslum. Hann er formaður nefndar á vegum ríkisins, sem nefnist Martin Lúter ráðið, en sú nefnd hefur samþykkt þessa U-beygju á flokkslínunni sem hefur í för með sér að kennslubækur austur-þýskra skólabarna verða nú skrifaðar upp á nýtt. Aðstoðarkirkjumálaráðherrann, Herman Kalb, segir: „ímynd Lúters hefur breyst dálítið.“ Það er vægt til orða tekið. Sögubækur tólf ára barna geta siðbótarmannsins ekki að neinu nerna því að hann hafi verið „svikari við bændur". Hetjudýrkunin var spöruð handa Thomasi Muentzer, leiðtoga bænda í uppreisn þeirra á 16. öld. Enda hvatti Lúter til þess, í bækling sem hann ákrifaði, að „hinir morðóðu hópar rænandi bænda“ væru barðir niður. Frá og með næsta hausti munu börnin hins vegar læra það að Ltiter hafi verið „farvegur byltingarinnar" og sá sem, eins og Engels orðaði það víst „átti heiðurinn af fyrstu borgaralegu byltingunni". Þetta verður síðan staðfest í kvikmynd, framhaldsmyndaþáttum í sjónvarpi og hundrað nýjum bókum á þessu ári. Hin nýja stefna mun vera svar stjórnvalda við ódrepandi áhrifum kirkjunnar. Um það bil helmingur þjóðarinnar, sem nú telur 17 milljónir, er rómversk-kaþólskur og Honcker vill ógjarnan hæta á að missa tökin á svo stórum hluta hennar. Endurreisn Lúters er hluti af tilraun valdhafa til þess að skrá heildarsögú Austur-Þýskalands. Göethes var minnst með tilhlýðilegri virðingu á dánarafmæli hans í fyrra og Friðrik mikli horfir af hestbaki niður á Austur-Þjóðverja, þegar þeir ganga um breiðgötuna Unter den Linden í Austur-Berlín, rétt hjá Lýðveldishöllinni þar sem flokkurinn heldur ráðstefnur sínar. — segja Austur- Þjóðverjar á fimmhundruð ára afmæli Lúters ■ Hér áður fyrr var austur-þýskum skólabörnum kennt að Lúter hefði veríð „stéttaróvinur“ en nú fá þau að vita það að hann hafi verið „farvegur byltingar- innar.“ Og í Austur-Berlín segja leikar- arnir í kabarettinum Die Distel: „Oreig- ar allra landa, í Guðs bænum, samein- ist.“ Flokkurinn leyfir sér þessar tilslakanir vegna tryggra valda sinna. Sagnfræðingurinn Adolf Laube segir: „Þegar verkalýðsstéttin hefur náð völdunum getur hún litið fortíðina víðsýnni augum en meðan á baráttunni stóð." Honecker segir að ríkið geri sér grein fyrir því hvers virði fremstu synir þjóðarinnar eru. Og Kalb segir: „Við getum ekki látið Vestur-Þjóðverja eina um að skrifa söguna.“ Lúter uppfyllir þörfina fyrir fornar hetjur og hann fæddist, starfaði og bjó í Austur-Þýskalandi: fæddist og dó í Eisleben, var menntaður í Magdeburg og Eisenach, bjó í Erfurt sem stúdent, kennari og munkur, vann í Wittenberg og negldi mótmæli sín á kirkjudyrnar þar. Og tungumálið á biblíuþýðingu hans, sem hafði mjög mikil áhrif á þýska tungu, var málíýska fólksins í Saxlandi og Thúringen. En það eru ýmsar hliðar á þessu ntáli. Kalb segir: „ímynd Lúters er ekki búin til sem áróðurstæki, hún er einfaldlega ákveðin söguskoðun." Hann neitar því að flokkurinn ætli að eigna sér Lúter. Biskupinn í Austur-Berlín hefur þó varað við því að flokkurinn sé einungis að reyna að fegra sjálfan sig. Margir kirkjunnar menn óttast að sá kristni Lúter sem sagði „óttist, elskið og treystið Guði öllu fremur" - sem felur í sér þau skilaboð að trúin sé mikilvægari en pólitíkin - verði látinn víkja fyrir hinni nýju byltingarhetju. Og enn mælir Kalb: „Við tölum ekki um sósíalíska kirkju, hvorugur aðilinn kærir sig um það. Það sem skiptir öllu máli er það að kirkjan lúti lögum landsins. Kirkjan verður að hvetja kristna menn til þess að vinna að sósíalismanum - það er grundvallar- atriði.“ Þótt Austur-Þjóðverjar séu nú farnir að gera við gömlu kirkjurnar sínar og Lúter sé kominn upp á stall, þá nær hann þó ekki á toppinn: Á leiðinni til Wartburgar er stórt skilti með mynd af Marx sem á stendur skrifað: „Karl Marx, fremsti sonur þýsku þjóðarinnar." ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. $/roslvBrh ^3 REYKJAVIKURVEGI 25 Há'fnarfiröi simi 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. Tónlistarskóli Ólafsvíkur Skólastjóra vantar við Tónlistarskóla Ólafsvíkur næsta skólaár, nánari upplýsingar gefnar í símum 93-6274 og 93-6150. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1983 Skólanefnd Ættir Þingeyinga Fjórða bindið af Ættum Þingeyinga er komið út. Áskrifendur í Reykjavíkog nágrenni vitji bókarinn- ar hjá höfundi, Stórholti 17, eða hjá Sögunefndar- mönnum: Snæ Jóhannessyni, Bókinni, Laugaveg 20Beða Jónasi Jónssyni, Búnaðarfélagi íslands. Sögunefndin Volkswagen varahlutir fyrirliggjandi: Bretti framan og aftan Demparar - Spindilkúlur Stýrisendar - Kúplingsdiskar Handbremsu - Kúplings- Bensín vírar og m.fl. Fjaðragormar f/ Audi 100 framan VW Passat framan og aftan VW 1302-1303 framan Eigum ávallt mikið úrval af Landrover varahlutum á mjög hagstæðu verði: Nýkomiö compl. Pústkerfi fyrir Landrover diesel, verö aðeins kr. 1.890.- Króm-Felguhringir Stærðir 12“ 13“ 14“ 15“ Verö 4 stk. 980.- og 1.220,- Framljós Fiat Ritmo Ford Fiesta Fiat 131 vWGolf Fiat Argewnta VW Derby FiatPanda Audi 100 Autobianchi Póstsendum Afturljós og gler: VW Golf VW 1303 VW Transporter Fiat Ritmo Fiat Panda Fiat 132 Fiat 127 78 Alfa SVD Autobianchi Benz vörubíla Erum fluttir í Síðumúla 8 BÍLHLUTIR H/F Sími 3 83 65.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.