Tíminn - 15.05.1983, Page 12

Tíminn - 15.05.1983, Page 12
SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 12 fólk í listum ■ Robert von Bahr heitir maður sænskur og rekur stærsta útgáfufyrirtæki í klassískri tónlist á Norðurlöndum, BIS. Von Bahr er reyndar ekki aðeins eigandi fyrirtækisins, heldur stjórnar hann öllum upptökum á vegum þess og er nánast fyrirtækið ásamt konu sinni, en saman vinna þau bókstaflega allt sem gera þarf til að hljómplata geti orðið til nema prenta umslögin og pressa plöturnar. Fyrirtækið BIS dreifir hljómplötum sín- um víða um heim, um Kanada og Bandaríkin, flest lönd V-Evrópu, Ástra- líu, Taiwan og Japan. Um 7-8000 tryggir kaupendur eru að plötum hans. Von Bahr tekur upp með digital tækni og svokölluðu DMM, sem undirritaðan brestur tækniþekkingu til að útskýra hvað í felst, en þessi tækni þykir sú fullkomnasta sem völ er á. BIS hefur gefið út um 230 hljómplötur, margar með heimsþekktum tónlistarmönnum, og má þar nefna söngvarana Birgit Nilsson og Elisabet Söderström, finnska hljómsveitarstjórann Okko Kamu, feðg- ana Ib Lansky-Otto og Wilhelm Lansky- Otto, kanadíska flautuleikarann Robert Aitken, Erling Blöndal Bengtson, Tai- pola kórinn finnska, Utvarpshljómsveit Vínarborgar og London Simphonic Orc- hestra. BIS hefur gefið út verk Griegs í heildarútgáfu og nú er unnið að heildar- Kór Langholtskirkju ásamt stjórnanda sínum Jóni Stefánssyni organista. held ég það strangasta sem kórinn hefur lent í og það að við skyldum þurfa að flytja okkur austur í Skálholt gerði það að verkum að við misstum heilan dag úr upptökunum og setti auðvitað á okkur enn meiri pressu. En þetta hafðist og von Bahr var á endanum ánægður með árangurinn. Platan mun hefjast á lagi úr Þoriáks- tíðum, María meyjan skæra, ef menn þekkja ekki lagið undir því nafni kannast þeir kannske við það undir heitinu Ó mín flaskan fríða. Þá kemur Þjóðsöngur- inn, síðan Lofsöngur eftir Helga Helga- son, Látum sönginn glaðan gjalla og Fjallkonan, eftir Sigfús Einarsson, þrjár þjóðlagaútsetningar, Ég að öllum háska hlæ, í útsetningu dr. Hallgríms Helga- sonar og Krummavísa og Sofðu unga ástin mín í útsetningum Jóns Asgeirsson- ar, þá Requiem eftir Jón Leifs, Hún var þaó allt ogHaldið ’ún Gróa hafi skó úr Kiljanskviðu Gunnars Reynis Sveins- sonar, Orðskviðir Salomons eftir Jón Ásgeirsson, The sick Rose eftir Atla Heimi Sveinsson og loks Davið 92 og Hósíanna eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en í síðastnefnda verkinu syngur einsöng Sigríður Gröndal, nýbakaður sigurveg- ari úr söngvarakeppni sjónvarpsins. - Von Bahr hannar sjálfur plötuumslagið og allir textar fylgja með á fimm tungu- Sænskt útgáfufyrirtæki gefur út og dreifir plötu með flutningi Kórs Langholtskirkju á íslenskum kórverkum: Plötunni dreift 1 þúsundum eintaka ífjórum heimsálfum úlgáfu á verkuni Sibeliusar hjá fyrirtæk- inu og hefur það sem út er komiö hlotið frábæra dóma, sem og Grieg útgáfan. Nú hefur Kór Langholtskirkju hlotn- ast sá heiður að syngja inn á hljómplötu, sem von Bahr mun gefa út og eins og sjá má af upptalningunni hér á undan eru kórinn og stjórnandi hans, Jón Stefáns- son, þar í góðum félagsskap. Upptakan fór fram í Skálholtskirkju seint í apríl síðastliðnum. Tónlistin á plötunni verð- ur íslensk kórtónlist, allt frá upphafi Þorlákstíða á 14. öld til okkar daga, öll verkin sungin án undirleiks. Platan mun bera heitið „An anthology of Icelandic choirmusic.“ Jón Stefánsson stjórnandi kórs Lang- hollskirkju sagði á dögunum er við ræddurn við hann að hér væri, að því er hann best vissi, um að ræða fyrstu plötuna tekna upp af erlendum útgef- enda með íslenskum flytjendum og ætl- aða til kynningar á íslenskri tónlist, gamalli sem nýrri. Og með dreifingar- kerfi BIS fyrirtækisins í huga mætti ætla að íslenskir flytjendur og íslensk tónlist hefði adrei komið út á svo stórum nrarkaði erlendis sem raunin verður á nú, en platan er væntanleg á markað í ágúst n.k. „Það var í rauninni Þorkell Sigur- björnsson tónskáld sem kynnti kórinn fyrir von Bahr,“ sagði Jón „Upphaflega var hugmynd hans að gefa út plötu með verkum Þorkels, en við höfum einmitt flutt mikið af kórverkum hans. Svo þróaðist hugmyndin smám saman út í þetta sem nú er orðið að veruleika, að gefa út yfirlitsplötu með íslenskri kór- tónlist. þetta er reyndar búið að vera nokkur ár til umræðu. Fyrst var ætlunin að taka upp plötuna í Langholtskirkjunni nýju og við byrjuð- um raunar þar og von Bahr var afar hrifinn af hljómnum í kirkjunni, en því miður truflaði umferðargnýrinn upp- tökurnar svo að við urðum að flytja okkur austur í Skálholt. Því má skjóta inn að einn af leyndardómunum á bak við þessa makalausu hæfni von Bahrs sem upptökumanns liggur einmitt í því að hann er afar kröfuharður á það húsnæði sem tekið er upp í, hann tekur gjarna upp í tónleikahúsum eða kirkjum sem uppfylla ströngustu kröfur um hljömburð, fremur en í stúdíóum. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því fyrr en ég fór að vinna með von Bahr hvað felst í því að vera góður upptöku- maður. Hann er óhemjulega nákvæmur og hikaði ekki við að láta endurtaka sama lagið 20-30 sinnum, ef hann var ekki ánægður. Og það fór sko ekkert framhjá honum. Ég get nefnt sem dæmi að það kom tvisvar fyrir að ég hreyfði fótinn meðan á upptöku stóð og við það brakaði i ökklanum á mér og það þýddi að endurtaka varð upptökuna. Þetta er málum. Það er ástæða til að vekja athygli á því“ sagði Jón, „að ágæt verk gátu ekki verið með á þessari plötu af þeim ástæðum að sungið er án undirleiks. Ég nefni sem dæmi að ekkert af kórverkum Páls ísólfssonar kom til greina vegna þess að þau eru samin með undirleik, gjarna hljómsveitarundirleik." Og þá er ekki annað eftir en að minna á að í dag kl. 17.00 mun Kór Lang- holtskirkju halda tónleika í nýju kirkj- unni í Langholtinu og þar gefst okkur kostur á að heyra þá efnisskrá sem sungin var inn á plötuna á dögunum. Til hamingju Jón Stefánsson og kór Lang- holtskirkju. -JCK CHF Mikil gæöi á ótrúlegu verði Já þú færð mikið fyrir krónuna þegar þú kaupir SONY CHF kassettur. Og við fullyrðum að gæðin eru langt fyrir ofan hið hagstæða verð: JAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 27133 REYKJAVlK: Japis, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Grammið, Stuð, SS - Hlemmi, Hagkaup, Gallerý. KÓPAVOGUR: Tónborg. HAFNARFJÖRÐUR: Kaupfélagið, Músík og Sport. KEFLAVÍK: Studeo. AKUREYRI: Kaupangur, Tónabúöin. VESTMANNAEYJAR: Músíkog Myndir. NESKAUPSTAÐUR: Bókaverslun Höskuldar Stefánssonar. HÚSAVÍK: Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar. REYÐARFJÖRÐUR: Kaupfélagið. SEYÐISFJÖRÐUR: Kaupfélagið. ÍSAFJÖRÐUR: Epliö. BOLUNGARVÍK: Einar Guðfinnsson. AKRANES: Studeoval, Bókaverslun Andrésar Níelssonar. SAUÐÁRKRÓKUR: Radio og Sjónvarps- þjónustan. HELLA: Mosfell. VOPNAFJÖRÐUR: Bókaverslun Steingríms Sæmundssonar. SELFOSS: Radio og Sjónvarpsþjónustan.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.