Tíminn - 15.05.1983, Síða 14

Tíminn - 15.05.1983, Síða 14
SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 ■ Kynvilllir eöu kurlclskir karlar (svo nolað sé hlcypidómalaust oróalag) sýktusl fyrsl af AIDS arió 1981. Nú liefur sjiikdoniurinn Urciðsl úl fyrir raftir þcirra. Gála áunninnar ónæmisbæklunar (AIDS) er enn óráðin V. og sjúklingar deyja umvörpum: fár að ræða” i ■ Dr. Hclgi Valdiinarsson, prófessor í óna-misfræði við Háskóla íslands, ræðir við blaðamann Ifclgar-1 inians á kaffistofu Rannsóknarstofu Háskolans. Enn sem komið cr hefur dr. Hclgi enga rannsóknaraðstöðu hcr á landi og veröur að l'ara lil Lundúna til að greina sýni. segir dr. Helgi Valdimarsson prófessor í ónæmisfræði ■ Áunnin ónæmisbæklun (á ensku Acquired Im- mune Defíciency Syndrome-AIDS) nefnist nýr sjúkdómur sem talsvert hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi og erlendis upp á síðkastið. Þessi sjúkdómur lýsir sér með þeim hætti að hluti af ónæmisvarnarkerfí líkamans bilar og þar með viðnám hans gegn ýmsum alvarlegum sjúkdómum, mjög oft með þeim afleiðingum að sjúklingurinn deyr. Orsakir þessarar ónæmisbæklunar eru óþekktar, þótt margar tilgátur séu á Iofti, og eins er ekki nákvæmlega vitað með hvaða hætti smitun fer fram, ef í raun er um smitsjúkdóm að ræða, eins og flestir álíta þó. Þegar ónæmisbæklunar af þessu tagi varð fyrst vart árið 1981, voru sjúklingarnir lang- flestir kynvilltir karlar, og svo er enn þótt síðan hafí fleiri orðið fárinu að bráð: eiturlyfjaneytendur, vændiskonur, blæðarasjúklingar og nú síðast börn. Sá maöur hér á landi sem best þekkir til þessa sjúkdóms er Helgi Valdimars- son læknir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla íslands. Helgar-Tíminn hitti hann að máli á dögunum. Við spurðum Helga fyrst unr það hvernig þessi áunna ónæmisbæklun lýsti sér. „Hún lýsir sér meðþví aðsjúklingur- inn fær útbreiddar eitlastækkanir, svita- köst og hita. Jafnframt horast hann og fær stundum niðurgang. - Það eru svo venjulega svæsnar sýkingar, einkum lungnabólga, eða þá óvenjulegar teg- undir krabbameins, sem draga sjúkling- inn til dauða." Aunnin ónæmisbæklun er scm sé ekki sjúkdómur sem slíkur? „Nei, hér er um að ræða margvísleg sjúkdómsmynstur, sem eiga rætur að rckja til þess að vissir þættir í varnarkerfi líkamans hafa bilað með þeiin afleiðing- um að ákvcðnar tegundir æxla og sýkla, scm eru tiltölulega meinlausar fyrir fólk með heilbrigt varnarkerfi, verða mjög illvígar. Það er kannski rétt að víkja að því strax hvað sýklar eru, því menn átta sig ekki alltaf á því. Flestar örverur í umhverfi okkar eru ekki sýklar í þeim skilningi að þærvaldisjúköómum. Þann- ig er t.d. mikill fjöldi örvera á slímhúð- - Ónæmiskerfi lík- amans bilar, og þar með viðnám hans gegn ýmsum alvar- legum sjúkdómum, mjög oft með þeim afleiðingum að sjúkl- ingurinn deyr. um og í görnum sem aldrei gera neinn óskunda og eru jafnvel gagnlegar. Svo eru aðrar örverur sém eru meinlausar meðan varnarkerfi líkamanserheilbrigt, en þegar það bilar grípa þær tækifærið og sýkja og geta þá orðið býsna illvígar. Ég kalla slíkar Iífverur tækifærissvkla, og geta þar átt hlut að máli jafnt einfrumungar sem sveppir, vcirur og bakteríur. Það eru fyrst og fremst slíkir tækifærissýklar, sem herja á AIDS sjúk- lingana. Hinir eiginlegu sýklar eru hins vegar örverur eins og t.d. mislingaveiran sem sýkja alla heilbrigða einstaklinga er ekki hafa náð að mynda sérstakar ó- næmisvarnir gegn þeim. Varnarkerfi líkamans skiptist í tvo meginþætti. Annars vegar svokallað vessaónæmi með mótefni sem mikilvæg- asta hlekkinn og hins vegar frumubundið ónæmi þar sem frumur koma í staðinn fyrir mótefni. Það er fyrst og fremst þessi frumubundni þáttur varnarkerfisins sem bilar í þeim sjúklingum sem við erum að tala um. Þeir verða því þeim tækifæris- sýklum að bráð, sem venjulega er haldið í skefjum af frumubundna varnarkerf- inu, og á þetta einkum við um sveppi og vissar veirutegundir." Orsakir áunninnar ónæmisbæklunar Hvað halda mcnn að orsaki þessa ónæmisbæklun? „Það eru nú býsna margar tilgát- ur á sveimi í því sambandi. Sjálfur hallast ég helst að því að um nokkra - Sjúklingar fá út- breiddar eitlastækk- anir, svitaköst og hita. Þeir horast og fá stundum niðurgang. — Orsakir áunninnar ónæmisbæklunar eru óþekktar en margar tilgátur á sveimi. samverkandi orsakaþætti sé að ræða og þar á meðal veirusmit, sem þá sýk- ir líklega fyrst og fremst þær tegundir hvítra blóðkorna, sem sjá um frumu- bundnar ónæmisvarnir líkamans. Hvítu blóðkornin eru sem kunnugt er þær frumur, sem sjá um varnir líkamans. Það eru ntjög margar tegundir af þcssum blóðkornum, og gcgnir hver tegund sérhæfðu hlutverki í vörnunum. Sú tegund, sem aðallega bilar í AIDS sjúklingum kallast T-hjálparfrumur en þær hafa m.a. það hlutverk að örva átfrumur til þess að gleypa og drepa sveppi og veirur. Einnig bilar í sjúkling- unum önnur tegund hvítra blóðkorna (natural killer cells), sem geta af eigin rammleik drepið þær frumur líkamans, sem orðið hafa afbrigðilegar af völdum veirusýkinga eða krabbameins. Við höfum sem sagt ónæmisfræðilega skýr- ingu á sjúkdómsmynstrum AIDS sjúk- linganna, en um orsök eða orsakir ónæmisbilunarinnar sjálfrar er ennþá allt á huldu. Nýlega hefur athyglin beinst að svokallaðri „Haiti Connection" vegna þess að innflytjendur frá Haiti til Banda- ríkjanna sem hvorki eru kynvilltir né eiturlyfjaneytendur hafa fengið sjúk- dóminn. Einhver bönd hafa borist að veiru úr svínum á Haiti, en þessi tilgáta er nú meira eða minna úr lausu lofti gripin." Er það rétt að menn geti gengið lengi með áunna ónæmisbæklun án þess að veruleg sjúkdómseinkenni komi fram? „Já, það er rétt. Ég vann til skamms tíma á St. Mary’s sjúkrahúsinu í Lund- - Fyrst voru sjúkling- arnir kynvilltir karlar, síðan eiturlyfjasjúkl- ingar, vændiskonur, biæðarasjúklingar, og nú síðast börn. únum en þar er ein stærsta kynsjúk- dómadeild Bretlands. Þar hefur verið í gangi um nokkurt skeið ónæmisfræðileg athugun á karlelskum körlum. Spurning- in er hvort þeir hafi eitthvað svipaða ónæmisbæklun og sjúklingar sem þjást af AIDS, áður en þeir fá einkenni sjúkdómsins. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa enn ekki verið formlega birtar, en þær benda ótvírætt til þess að ónæmisbæklun af því tagi sem við erum að tala um, sé tiltölulega algeng í einkennalausum hommum.Það er þann- ig líklegt að eitthvað í hátterni homma geti valdið ónæmisbæklun, sem síðan ágerist, og kannski er veirusmitun bara dropinn sem fyllir mælinn. Ef ónæmis- bæklunin kemst á nógu hátt stig er jarðvegurinn svo tilbúinn fyrir krabba- meinin og tækifærissýklana." Hommar ættu ekki að gefa blóð Við höfum heyrt að smitunarleiðir í sambandi við áunna ónæmisbæklun gætu einkum verið þrjár: kynmök, eitur- lyf í æð og blóðgjafir. „Ef þetta er a.e.l. smitsjúkdómur, þá þarf býsna mikla eða óvenjulega snert- ingu til að sýking eigi sér stað. í þessu sambandi hefur verið rætt um saurveirur og einnig um þann möguleika að sæði geti haft ónæmisbælandi áhrif ef það lendir inn í endaþarm. Þá virðist smit- valdurinn einnig geta borist milli manna með óhreinum nálastungum og blóð- gjöfum." — Aðal áhyggjuefnið er sá möguleiki að ónæmisbæklunarfar- aldurinn breiðist mik- ið út fyrir raðir homma og eiturlyfja- neytenda ■ Börn í Bandaríkjunum hafa nýverið orðið bráð áunninnar ónæmisbæklunar og smitun virist hafa átt sér stað við blóðgjöf. Það hefur komið frani að lítið barn hlaut ónæmisbæklun vcgna blóðgjafar og í framhaldi af því hcfur orðið vart mikils ótta manna crlcndis einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum, um að þessi sjúkdómur gcti breiðst út gegnum blóðbanka. Brcska blaðið THE OBSERVER greindi t.d. frá því fyrir nokkrum dögum að í Bretlandi væri hafin barátta fyrir því að banna kynvill- ingum að gefa blóð. „Já, þetta hlýtur að vera talsvert áhyggjuefni, sérstaklega í Bandaríkjun- um þar sem stunduð er blóðsala frcmur en blóðgjafaþjónusta. Peningagreiðslur fyrir blóð laða nefnilcga að einstaklinga, sem eru illa staddir fjárhagslega, og þar hljóta áfengis -og eiturlyfjasjúklingar að vera framarlega í flokki. Þctta eru einmitt einstaklingar sem tilheyra á- hættuhópi í sambandi við AIDS, og hætt er við að einhverjir þeirra reyni að villa á sér heimildir fremur en að missa -af blóðsölunni. Þetta mál horfir talsvert öðruvísi við hér á Norðurlöndum og reyndar í flestum Evrópulöndum þar sem blóðsöfnun byggist á gjöfum sjálf- boðaliða. Okkar fyrirkomulag er því mun áhættuminna ekki bara í sambandi við áunna ónæmisbæklun heldur einnig vegna lifrarbólgu ogannarra sjúkdóma, sem geta borist mcð blóðgjöfum. Það er hins vegar alvcg ljóst að meðan ekki hefur tekist að finna hentugar aðferðir til þess að greina AIDS á byrjunarstigi þá eiga hommar ekki að gefa blóð." En er unnt að koma í veg fyrir það? „Það getur trúlega orðið erfitt í -Meðan ekki hefur tekist að finna hent- ugar aðferðir til að greina AIDS á byrjun- arstig eiga hommar ekki að gefa blóð. — 1300 tilvik áunn- innar ónæmisbæklun- ar hafa verið greind; 489 hafa látist. Með svipuðu áframhaldi verða tilvikin orðin fleiri en 2000 í árslok. — AIDS hefur ekki enn borist til íslands. Frétt þess efnis í DV er úr lausu lofti gripin. — Ekki er unnt að greina AIDS á íslandi vegna þess að rann- sóknaraðstöðu skortir. — Skortur á rann- sóknaraðstöðu í læknisfræði er að verða hættulega veik- ur hlekkur í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Bandaríkjunum ncma þeir brcyti sínu blóóbankakerfi." Áunnin ónæmisbæklun enn ólæknandi Er það ckki líka críitt á íslandi? „AIDS hefur nú ekki ennþá borist hingað til lands svo að vitað sé. Gcrist það vcrður vitaskuld mun auðveldara fyrir okkur að bægja hættulegum blóð- gjöfum frá einfaldlega vegna þess að blóösöfnun hér byggist á blóðgjöfum en ckki á blóðsölu. Aðal áhyggjuefnið í þessu sambandi er hins vcgar sá mögu- leiki að ónæmisbæklunarfaraldurinn breiðist út fyrir raðir homma og eitur-, lyfjancytenda. Við vitum nefnilega ekki ennþá hvort þeir sem hafa einkennalausa ónæmisfötlun geta smitað út frá sér. Það cr ckki búið að finna upp neitt einfalt og handhægt blóðpróf til þess að greina einkennalausa smitbcra AIDS líkt og nú er ætíð gert til þess að koma í veg fyrir lifrarbólgusmit í sambandi við blóð- gjafir. Þærónæmisfræðilegu rannsóknir, sem notaðar eru til þess að grcina AIDS á byrjunarstigi eru það tímafrekar og dýrar að varla er raunhæft að beita þeim á alla blóðgjafa." Hvað er hægt að gcra til að hjálpa fólki scm vcrður lyrir ónæmisbæklun? Sóttvarnarstöð er auðvitaö ckki inni í myndinni? „Því miður virðist ónæmisbæklun þessara sjuklinga vera ólæknandi, a.m.k. þegar þeir eru komnir með svæsnar sýkingar eða krabbamein. Ný- lega hefur verið reynt að græða í þá merg og gefa þeim ýmis ónæmisörvandi efni eins og t.d. interferón. Allt eru þetta tilraunir á byrjunárstigi, en fyrstu vís- bendingar gefa þó ekki tilefni til bjart- sýni. Sótteinangrun kemur varla til greina hvorki til þess að hindra að hinir ónæmis- fötluðu veikist né heldur til þess að koma í veg fyrir að þeir smiti ónæmis- bækluninni út frá sér. Tækifærissýklarn- ir, sem eru aðal méinvaldur sjúkling- anna, lifa nefnilega í nánu og stóðugu sambýli við flest pkkar og því ekki unnt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.