Tíminn - 15.05.1983, Qupperneq 21

Tíminn - 15.05.1983, Qupperneq 21
SUNNUDAGUR 15. MAÍ1983 auðveldara eftir að við liöfum vakið athygli á okkur. NT: Nú eruð þið ennþá á „independ- ant" listunum, ofarlega ef ég man rétt. Fylgist þið citthvað með því? M: Voðalega lítið. Mér (Jóhann) var sagt að plötusalan væri svo lítil þarna í augnablikinu að þetta munaði fáum eintökum. Plata okkar selst ennþá vel en það er svo mikið af öðru efni sem flæðir inn á listann, þannig var það að þegar við duttum niður fyrst á listanum hafði salan aldrei verið betri, hafði aukist um 20-30%, en þá komu tvær mjög sterkar plötur inn sem fóru beint á Topp tíu og það þrýstir hinu niður, þetta voru Bowie, Duran Duran og eitthvað annað band, En við það að fara til baka halda búðirnar að sér höndunum. Þetta er rosalega liarður bisness enda eru gefnar út þarna 250 plötur á viku. NT: En er ekki mctnaður hjá ykkur að vera eitthvað númcr þarna? M: Svo lengi sem áhugi erfyrirplötum okkar þá höldum við áfram. Málið er að við það að fara inn á þessa lista vekjum við áhuga svo víða því þessir listar eru birtir urn allan heim og útvarpsstöðvar taka mikið mark á þeim. Þarna er fullt af svona íhaldssömum stöðvum... (putt- anum beint til RUV)... scm spila bara það sem er í gangi og eru ekkert í því að finna ncitt nýtt. NT: Nú einbeitið þið ykkur eingöngu að þessu en livað voruð þið að gera undanfarna mánuði Itér? M: Vinna í plötubúð, kcnna i skólum...( í Ijós kemur að bra var einu sinni að vinna með Eyþóri í Slippnum „já þegar ég var að læra skipasmíðina" segir hann). Við höfum’verið að gera allt klárt fyrir fcrðina. Ætlum að reyna að vera tilbúnir í upptökur á stórri plötu í ágúst en núna í maí kemur ný lítil plata frá okkur. NT: Þið voruð cinhvern tíinunn spurð- ir að því hvort þið ætluðuð að fá ykkur söngkonu eða söngvara... M: Það er alltaf verið að spyrja okkur að þessu, þið vitið „kemur ekki eitthvað almennilegt næst?“ Þetta er eins og þegar menn eru öskrandi á böllum; af hverju spilið þið ekkert almcnnilegt? NT: Svona eins og Óli Skans... M: Þetta er bara ekkert á stefnu- skránni hjá okkur, okkar tónlist miðar við að hún sé „instrumental". NT: En ættuð þið kannski ekki meiri möguleika þannig? M: Afhverju? Það er ekki víst. Við höfum dálitla sérstöðu svona eins og við erum. Ættum við'meiri möguleika ef við gerðum eins og allir hinir? Hinsvegar höfðar söngur og textar svoldið til fólks en við myndum glata okkar sérkennum. NT: Þið hafið þá enga þörf túlkunar gegnum texta? M:Nei við gerum það gegnum hljóð- færin. NT: Er kominn upp aðdácndaklúbbur þarna úti? M: Einhver vísir að honum, eru ekki tuttugu manns í honum... ég veit það ekki,það er eitthvað í gangi, mikið selt af T-skyrtum og bréf koma nokkuð þétt með fyrirspurnum. Það má hinsvegar segja að þótt við seljum ekki fleiri plötur í Englandi þá eru aðrir stórir markaðir í Evrópu að koma inn í myndina þannig að nóg verður að gera samt. NT: En er ekki erfitt að vera á svona þvælingi fram og til baka? M: Það má kannski segja, ég (Kristinn) man eftir því að þegar við vorum við upptökurnar þarna úti núna í vor þá byrjuðum við á hádegi og héldum áfram til kl. 7 næsta morgun. ÉgogGulli ætluðum heim um hádegið þannig að ekki tók því að fara að sofa svo við drifum okkur á hótelið og fengum okkur alveg sveran tnorgunverð. Fórum svo niður í bæ, hálfruglaðir af svefnleysí. Fórum inn á skrifstofuSteinars ogvorunt að fíflast þar smávegis. Fórum svo aftur upp á hótel til gera ókkur klára, þeir Jóhann og Eyþór fóru beint í rúmið, við drifum okkur í sturtu og út á völl en þegar ég kont í flugvélina man ég ekki ineir eftir mér fyrr en ég vaknaði hálf- frosinn hér hcima. Þetta vcrður örugg- lega ansi oft í sumar. NT: Kemur nokkurn tímann til að þið spilið hér á sama grundvclli og úti, það er hafið hljómsveitina að aðalstarfi? M: Nci það kemur ekki til, við höfum rcynt það en grundvöllurinn ekki til staðar. Við höfum spilað í vetur fyrir 20-30 manns, það hefur enginn hér áhuga á okkur. Maður var orðinn ansi langeygur eftir áhorfendum í vetur og á endanum ákváðum við bara að hætta þessu, hætta að spila hér og einbeita okkur að því sem við erum að gera úti. NT: En má ekki búast við að áhuginn vakni hér í framhaldi af vinsældum ytra? M: Sennilega ckki, Fólk scgir bara; þetta er gott hjá strákunum og hugsar svo ekki meir um það. Jú skoðanir fólks hafa breytst nokkuð hvað varðar hljóm- sveitina, allir halda að við vöðum í peningum og allir lifi flott og er bara hissa ef maður kemur út í sjoppu að selja flöskur eða eitthvað íþá áttina. Það er enginn peningur farinn að koma inn í þetta, það tekur mun lengri tíma. NT: En tekur fólk eftir ykkur á götu hér? M: Ef svo er þá er byrjað á að spyrja: Ertu í Mezzoforte? svariðer já, ogsíðan scgir viðmælandinn: Djöfull gengur vel hjá ykkur, þið eruð orðnir mciriháttar ríkir á þessu. Annars virðist fólk vera fullt samúðar. FRI/bra M: Við fórum raunar til I^jkíu fyrst og síðan beint á einhvern stao þar sem búið var að safna saman blaðamönnum. Þeir tóku viðtöl koll af kolli en svona er búið að skipuleggja allt fyrirfram. Við fengum þarna mann á bíl sem keyrði okkur um. NT: Hvað vildi þetta lið vita? M: Allt um tónlistina á íslandi...sömu spurningarnar aftur og aftur. Eruð þið ekki hissa?..'.við komum frá íslandi og því litið á okkur sem einhverja eskimóa eða græningja. Ég (Jóhann) man eftir því þegar ég fór fyrst einn í eina viku til Englands,þá kom iðulega fyrir í blaða- viðtölum og útvarpi að spurt var hvort ég væri frá Hollandi, Þýskalandi eða Finnlandi, aldrei íslandi. Það virðist mjög vel falið á kortinu hjá þeint. Svo var einnig nokkuð um að spurt væri um önnur bönd hér, t.d. þegar ég talaði við mann frá Zig Zag í London, sem hafði nú ekki mikinn áhuga á þessu á eftir Englandi. Ólíkt því sem gerist hér þar sem við fylgjumst mjög vel með öllu. Hann sagði að það væri alveg hægt að merkja við það á dagatalinu, það lag sem væri á Top Tíu í Englandi væri það í Finnlandi hálfu ári seinna. Þetta cr svona líka í Svíþjóð og Noregi. NT: Þegar þið komuð fram í Top of the Pops þættinum, hvernig var undir- þessu máli og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þá. NT: Hvenær byrjaði þetta kynningar- starf á ykkur að ráði? M: Stéinar hefur verið maskínan í þessu dæmi allan tímann. Hann er með þetta fyrirtæki úti og hefur farið mjög margar ferðir út og verið sjálfstæður í sambandi við allar ákvarðanir, útgáfu- dag, hvernig á að fara að þessu og fleira. Hefur haft þetta í gangi og haldið þessu við en um leið og við komust inn á lista kom ails konar lið að bjóða þjónustu sína. NT: En þið takið ákvarðanirnar með honum er það ekki? M:jújú. Það sem er svo gott við þetta er að aliar ákvarðanir og hugmyndir koma frá okkur sjálfumog pressan er öll frá okkur sjáifum. ekki einhverjum öðrum. Allt kemur úr okkur eigin her- búðum. Þetta samstarf hefur tekist vel og við erum samtaka í því sem við gerum. Við höfum oft þurft að skreppa út vegna velgengninnar eins og þarna til Hollands um daginn. NT: Hvernig gengur einn svona túr fyrir sig? en það eina sem hann vissi um ísland var „Þeyr" og síðan bjóst hann við að allt annað hér væri á svipuðum línum. NT: Haldið þið að einhver önnur íslensk sveit, til dæmis Þeyr, geti náð einhverjum svipuðum árangri ytra. M: Þessu er varla hægt að svara. Maður veit þetta ekki. Fyrst þið nefnið Þeyr þá er það náttúrulega nokkuð sérstök tónlist sem höfðar til afmarkaðs hóps af fólki sem er náttúrulega stærri út en hér heima en þetta fólk kaupir kannskj ekki plötur. NT: Komu þessar miklu vinsældir í Hollandi ykkur á óvart? að vísu mátti búast við vinsældum þar í kjölfar vel- gengninnar á Englandi. M: England er náttúrulega stökkpall- urinn fyrir Evrópu. Við áttum von á að eitthvað gerðist en bjuggumst aldrei við því að komast svona hátt. Raunar bjugg- umst við yfirleitt ekki við að komast svona hátt í Englandi heldur. NT: Eru Norðurlöndin ekkcrt inn í myndinni nú? M: Jú en það gengur víst allt rólega þar. Við hittum finnskan blaðamann út í London og hann sagði okkur að Norðurlöndin væru alltaf sex mánuðum búningi þá háttað? Okkur skilst að lagið hafi ekki verið flutt „Live" þar. M: Já það er rétt, það var „mímað". Og það má ekki taka lög beint af plötum í þessum þætti, þannig að við fengum þrjá tíma í stúdíói til að taka lagið upp aftur, örlítið breytt. Lagið varð dáldið hrárra fyrir bragðið enda hljóðblandað á 10 mínútum. NT: Voruð þið í einhverju sambandi við fólkið sem var þarna í þættinum, eða þá sem komu fram mcð ykkur? M: Já það eru áhorfendur til staðar. Þetta fer fram í geýsistórum sal með þremur sviðum og einar sex kvikmynda- tökuvélar eru í gangi. Við tókum tvær æfingar á laginu en síðan var það keyrt í gegn. Við höfðum ekkert samband að ráði við þá sem komu með okkkur fram, í mesta lagi að sagt var halló. NT: Svo við komum aftur að förinni út, þá eru möguleikar á því að þið verðið lengur en fram á haust... M: Við miðum við hálft ár til að byrja með, en okkur hefur verið sagt að það sé nóg atvinna fyrir okkur á þessu sviði þannig að við gætum leikið á hverju kvöldi árið út, málið er ekki það heldur að selja plötur, og það verður vonandi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.