Tíminn - 19.05.1983, Qupperneq 3
„ÞETTA
GERÐIST
ÓTRÚLEGA
HRATT’
Allir sem vettlingi geta
valdið prjóna með
MILWARD prjónum
enda er heilnæmt að hafa ávallt eitthvað á prjónunum.
MILWARD býður uppá hringprjóna, fimmprjóna, tvíprjóna, heklunálar
og margt, margt annað.
Og nú er einmitt rétti tíminn að hafa eitthvað á prjónunum með
MILWARD.
segir Ivar
Magnússon,
sem varð
eldsins var
fyrstur manna
■ Agnar Þorkelsson, verkstjóri, tók þátt í umpökkuninni af miklu kappi.
■ „Þetta gerðist ótrúlega hratt. Ég var
að koma heim úr vinnu og sá að reyk
lagði út um glugga á gafli frystihússins.
Mér datt fyrst í hug að hann kæmi frá
ammoníaki, en fór á og aðgætti og
komst þá að raun um að svo varekki.
Ég rauk beint inn, hringdi í lögregluna,
fór út aftur og þá var reykjarmökkurinn
orðinn hreint ofsalegur,“ sagði Ivar
Magnússon, starfsmaður í áhaldahúsi
Keflavíkur, en hann varð eldsins í
Hraðfrystihúsi Keflavíkur var fyrstur
manna.
„Eftir þetta leið dágóð stund þar til
eldtungurnar fóru að gægjast upp úr
þakinu og síðan dreifðist eldurinn um
það á örskammri stundu," sagði ívar.
ívar býr í húsi sem stendur aðeins
örfáa metra frá hraðfrystihúsinu ásamt
eiginkonu og aldraðri tengdamóður.
„Það var fljótlega sýnt að ekki var
þorandi að vera í húsinu svo að við
yfirgáfum það fljótlega. Reyndum þó
fyrst að loka gluggum svo að reykur
kæmist ekki inn. Það dugði þó ekki alveg
til því að allt tau, gardínur og fatnaður,
angar af reykjarlykt. Hvort tekst að
hreinsa það veit ég ekki,/ en það eru
hreinsunarmenn heima núna og ég bara
vona það besta,“ sagði ívar.
-Sjó
Eins og sjá má var eldsmaturinn nógur.
AMMONUKKUTURINN HÉKK Á
l£WSUINUM EINUM SAMAN’’
sagdi Marteinn Sigurðsson, vélstjóri í frystivélasal
■ ívar Magnússon varð eldsins var
fyrstur manna.
■ „Það var mesta mildi að ekki kom
gat á ammoníakkútana. Einn þeirra
hékk uppi á leiðslunum einum saman -
allar festingar voru brunnar i sundur,“
sagði Marteinn Sigurðsson, vélstjóri í
frystivélasal, þegar Tíminn hitti hann í
sótsvörtum salnum í gær.
”Ef leiðslurnar hefðu rifnað hefði það
getað skipt sköpum í slökkvistarfinu,
því ekki var á óloftið bætandi," sagði
Marteinn.
Aðspurður um skemmdirnar í frysti-
vélasalnum sagði hann þær í raun ótrú-
lega litlar. Að vísu væri sót yfir öllu og
gólfin flóandi í vatni, en vélarnar sjálfar
virtust næstum óskemmdar.
- Sjó.
■ Efst til vinstri getur að líta ammon-
íakkútinn sem hékk á leiðslunum einum
saman mcðan slökkviliðsmenn voru að
berjast við eldinn.
■ Marteinn Sigurðsson, vélstjóri.