Tíminn - 19.05.1983, Síða 15
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1983
15
4084 Krossgáta
Lárétt
I) Logann. 5) Gubba. 7) Lægð. 9) Kona.
II) 999. 12) Peningar. 13) Óþrif. 15)
Fæðu. 16) Kveða við. 18) Félausu.
Lóðrétt
1) Leiftur. 2) Þæg. 3) Gangþófi. 4) Tók.
6) Spurðu. 8) Leiði. 10) Pjálfa. 14)
Verkfæri. 15) Ambátt. 17) Baul.
Ráðning á gátu No. 4083.
Lárétt
1) Danska. 5) Ása. 7) Arð. 9) Læk. 11)
Ná. 12) Ra. 13) Gný. 15) Att. 16) Rás
18) Virkin.
Lóðrétt
1) Drangs. 2) Náð. 3) SS. 4) Kal. 6)
Skatan 8) Rán 10) Ært 14) Ári. 15) Ask.
17) Ár.
■ Það mátti sjálfsagt tala um meistara-
heppni hjá Jóni Baldurssyni og Sævari
Þorbjörnssyni í spili 30 á íslandsmótinu
í tvímenning. En hún verður að vera til
staðar svo 115 spila Barómetir vinnist.
Norður. S. 10863 H.A106 T. 97 L. AG43 A/Enginn
Vestur Austur
S. 3 S.G97
H.KD975 H. 43
T. 8 T. DG643
L.1087652 L.KD9
Suður
S. AKD42
H.G82
T. AK1052
L,-
Jón og Sævar sátu ÁV og suður opnaði
á sterku laufi. Sævar kom inná á 1 grandi
sem lofaði hjarta og laufi, norður dobl-
aði, ^ón stökk í 3 lauf og suður sagði 3
spaða. Sævar sagði nú 5 lauf, norður
doblaði, suður sagði 5 tígla og norður
stökk í 6 spaða. Nú doblaði Jón, bæði til
að Sævar færi ekki að fórna og eins til að
reyna að koma andstæðingunum úr jafn-
vægi.
Sævar spilaði út hjartakóng sem suður
tók á ás í borði. Eins óg spilið liggur er
varla hægt að fara niður á slemmunni en
suður valdi ekki bestu leið þegar hann
tók nú laufás og henti hjartagosa heima.
Það hefði verið betra að henda tígli en
best að geyma laufásinn til betri tíma.
Eftir laufásinn tók sagnhafi tvisvar
tromp og síðan ás og kóng í tígli og
trompaði tígul í borði. Þegar hann
trompaði lauf heim kom drottning og
enn var tígull trompaður í borði. Nú gat
sagnhafi unnið spilið með því að trompa
lauf heim. Þegar hann svo tekur síðasta
trompið er vestur í einskonar þvingun og
12ti slagurinn kemur á hjarta. En í stað
þess að spila litlu laufi úr borði bað hann
um laufgosa og nú átti Sævar tvo síðustu
slagina á hjartadrottningu og lauftíu.
Þetta spil gaf 20 stig af 22 mögulegum
en 3 pör enduðu í 7 spöðum 2 niður.
Valur Sigurðsson fór einnig niður á 6
spöðum en það var af því að hann var
svp óheppinn að hafa Jörund Þórðarson
í vörninni. Þar komu AV ekkert inná
sagnir en útspil Jörundar gegn 6 spöðum
var hjartanía! Valur stakk auðvitað upp
ás í borði og eftir það var ekki möguleiki
á að vinna spilið.