Tíminn - 19.05.1983, Qupperneq 20

Tíminn - 19.05.1983, Qupperneq 20
Fálegar undirtektir vid málaleitan Svavars: „EKKI AÐALATRHHÐ AÐ FA í HENDUR SVONA GAFNAPRÖF’ — segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins ■ „Það hefur náttúrlega reynst ákaflega erfitt fyrir Alþýðu- bandalagið, að hafa forystu um stjórnarsamstarf," sagði Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, er Tíminn spurði hann í gær hvort hann liti á tilraunir Svavar Gestssonar til stjórnarmyndunar sem tímasóun. Steingrímur sagði að hann myndi hitta Svavar að máli síð- degis í dag, þannig að Svavar er ekki alvcg á lciðinni að skila umboði sínu til stjórnarmyndun- ar, eins og margir viðmælendur Tímans töldu í gær að Itann myndi gera strax árdegis í dag. ^ Steingrímur sagði jafnframt, er hann ræddi þessar tilraunir Svavars: „Frá hcndi okkar fram- sóknarmanna, þá er ekki aðal- atriðið að fá í hendur svona gáfnapróf, eins og þennan spurn- ingalista Svavars, heldur er aðal- atriðið hvað Alþýðubandalagið leggur til í efnahagsmálum. Það er ekki enn komið fram, en ég vænti þess að ég fái að sjá það á fundinum á morgun.“ „Ég skal engan dóm fella um það, hvort þessar viðræður Sva- vars eru tímasóun eða ekki,“ sagði Geir Hallgrímsson að- spurður í samtali við Tímann í gær. „Ég hef tjáð Svavari," sagði Geir, „að ég telji ekki ástæðu til þess að svara þessum spurninga- lista hans, fyrr en hann hefur svarað sínum eigin spurningum sjálfum. -AB Ölvaður ökumaður á stolnum bíl: Ók á 5 bíla og eitt hus ■ Ölvaðurökumaðurástoln- um bíl ók utan í fimm bíla og eitt hús við Vcsturberg í Breið- holti í gærmorgun. Atburður þessi átti sér stað um 7 leytið og var ökumaðurinn að koma akandi eftir Vesturberginu er hann missti stjórn á bílnum, ók yfir umferðareyju og utan í eina fimm bíla sem stóðu á bílastæði. hvern á fætur öðrum auk þess að ökumaðurinn skcllti bílnum utan í húsið að Vesturbergi 1. Engin slys urðu á fólki við þetta en eignartjón er mikið • -FRI Menntamálaráðherra um tillögurnar um nýskipan fræðslumála í Reykjavík: „Mun ekki samþykkja tillögur ■ Ingvar Gíslason menntamálaráðherra sendi Davíð Oddssyni borgarstjóra orðsendingu í gær, þar sem segir að tillögur þær um breytta tilhögun á stjórn fræðslumála séu að hans mati óaðgengilegar bæði formlega og ekki síður efnislega. Kveðst menntamálaráðherra því ekki samþykkja þær, og lýsir þeirri von sinni að borgarstjóri athugi tillögurnar nánar áður en hann leggur þær fyrir borgar- stjórn, enda breyti samþykkt borgarstjórnar engu, þar þurfí lagabrcytingar af hálfu alþingis að koma til. Ennfremur segir menntamála- ráðherra að hann sakni þess úr tillögum nefndarinnar að þar sé ekki minnst á brýn úrlausnar- efni, svo sem nýtingu skóla- húsnæðis borgarinnar og húsnæðisþörf ýmissa skóla, svo og skipulagsgrundvöll þeirra og nefnir þar til Myndlista- og handíðaskólann og Tónlistar- skólann. Ennfremur segir mennta málaráðherra í orðsendingu sinni: „Ég harma það hversu gagn- VÉLSKÓFLA ÓK ÖF- AN Á FÓLKSBÍL ■ Alvarlegt umferðarslys varð á horni Miklubrautar og Grens- ásvegar er vélskófla ók aftan á fólksbíl, lagði hann á hvolf og endaði ofan á honum. Tildrög slyssins voru þau að fólksbíllinn ók austur Miklu- braut og staðnæmdist við beygju- ljósin inn á Grensásveg. Kom vélskófla á eftir honum niður akgreinina og mun ökumaður hennar hafa misst vald á vélinni með fyrrgreindum afleiðingum en fólksbíllinn lagðist að mestu saman við slysið. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á slysadeild mikið slösuð en er ekki í lífshættu. Rjúfa þurfti þak bílsins til að ná henni út. _FR| dropar barnahorn „Vorharðindin ekkiþað versta...“ ■ Dagur á Akureyri birti ný- lega viðtal við Ágúst Guð- röðarson bónda á Sauðanesi á Langanesi og var umræðuefnið að vonum hið harða vor, en á Langanesi er aðeins smákragi með ströndinni auður. En Ágúst hefur samt ekki mestar áhyggjur af þessu. Hann segir: „Þetta ástand kemur illa við okkur, en við erum vanir and- byr hér um slóðir. Vorharðindi eru heldur ckki verstu harðind- in sem leggjast á bændur. Þau eru náttúruleg og ganga yfir. Astandiö í efnahagsmálum þjóðarinnar leggst þyngra á okkur, þar sem t.d. 33% af tekjum bænda fara í vexti og verðbætur, svo ég nefni dæmi. Það yrði því mikill léttir fyrir okkur ef ráðamönnum tækist að finna brúldega peninga- stefnu...“ formaður Alþýðubandalagsins sé ekki ókunnur þeirri tilfinn- ingu sem þarna er lýst, meðan hann hleypur úr einni blindgöt- unni í aðra í stjórnarmyndun- artilraunum sínum. Krummi ... heyrir að menn séu sammála um að Svavar viti ekki svarið! Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs abriel HÖGGDEYFAR \j QJvarahIutir sSf1 Ljót aðkoma að slysstað eftir að ölvaður ökumaður ók utan í fimm bfla og eitt hús. Tímamynd Róbert Hann ratar ekki Litli maðurinn þarna á myndinni þarf eiginlega að komast til borgarinnar sem þið sjáíð þarna uppi í horninu á myndinni. En eins og þið sjáið er hann í hálfgerðu völundarhúsi og biður ykkur þess vegna að hjálpa sér að fínna réttu leiðina. Hann á að fara eftir einhverri leiðinni sem liggur í áttina að þorp- inu, en hann má alls ekki fara yfír strik. Völundarhúsið ■ Þeir á Þjóðviljanum eru oft meinfyndnir, svo ekki sé meira sagt og grunar menn að umsjónarmaður „Barnahorns- ins“ í blaðinu hafi haft flokks- formanninn í huga, þegar hann valdi mynd handa ungum les- endum blaðsins að glíma við. Þar er sýndur „litli maðurinn“, sem nú er staddur í undarlegu völundarhúsi og kemst ekki lönd né strönd, alveg áttavillt- ur. Gera menn að þvi skóna að 5AMVINNU TRYGGINGAR 8e ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 rýnislaust virðist af sumra hálfu þrýst á um breytingar á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur og án þess að leitað sé samráða við þá, sem þetta níál varðar með einum eða öðrum hætti, s.s. samtök kennara og skólastjóra, og án þess að gengið hafi verið frá samkomulagi milli aðilja málsins á viðhlítandi hátt“. Þetta mál verður tekið til um- ræðu á fundi borgarstjórnar, sem haldinn verður í dag. -JGK FJORIR FLUTTIR Á SJÚKRAHÚS ■ Hörkuárekstur varð skammt sunnan Botnsár í gærmorgun, á móts við Hlað- hamar á sýslumörkunum. Tvær bifreiðar sem komu úr sitt hvorri áttinni rákust saman í beygju sem þama er á vcginum og voru fjórir farþeganna flutt- ir á sjúkrahús, mismikið meiddir en segja má að allir hafi sloppið vel miðað við á- •stand bifreiðanna á eftir en þær -eru sennilega gjörónýtar. Við óhappið lokaðist vegur- inn fyrir umferð á þessum slóð- uni þar til búið var að flytja bílana á brott. -FRl

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.