Tíminn - 22.05.1983, Qupperneq 4

Tíminn - 22.05.1983, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 Ný-guðfræðin og deilur þær sem urðu henni samfara í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. áttu sér nokkra sögu. Mikið framfaraskeið bæði í tækni og vísindum og almennri menntun oili því að fyrri heimsmynd kristinna manna tók nokkrum stakka- skiptum og kallaði á breytt viðhorf gegn margra alda stöðnuðum kennisetningum. í upphafi verður hér vikið að hinni s.k.' gamalguðfræði og innihaldi hennar, síðan þeirri nýju og reynt að skýra hvað hún hafði fram að færa. Deilur þær sem urðu á Islandi og í Vesturheimi ' gefa nokkra vísbendingu um hvað málið snérist. Það sem hæst bar í þessum deilum var deilan um Biblíuna og innblástur hennar, og um trúarjátning- unaog kenningafrelsi. manna til rétttrúnaðarins. Með tilkomu þessara tveggja hreyfinga urðu þáttaskil að því marki að heittrúin og skynsemis- trúin kepptust um völdin við rétttrúnað- inn. Hvað íslendinga áhrærði má rekja hið trúarlega hugsanakerfi til rétttrúnaðar- ins. Hallgrímur Pétursson söng þá trú inn í hjörtu þjóðarinnar með sálmum sínum og á sama hátt talaði Jón Vídalín af trúarhita og beitti frábærri mælsku og biblíuþekkingu. . Ef höfð er hliðsjón af trúarsögu ís- lendinga var ekki að undra að fram kæmu andmæli þegar ný-guðfræðingar fóru að láta verulega að sér kveða. Ný-guðfræði kemur til sögu Það sem ný-guðfræðingar lögðu mesta áherslu a í upphafi var að trú og trúfræði væri sitt hvað. Þeir töldu að þetta tvennt hefði í gegnum árin valdið ruglingi og misskilningi. Ef þetta væri skilgreint nánar mætti segja að trúin væri varanleg stærð í eðli sínu, en trúfræðin eða að allur meginþorri menntaðra manna um kristinn heim hafi algerlega snúið við henni bakinu.“ í framhaldi af þessu vitnaði hann í ný-gúðfræðinginn prófessor Paul Lob- stein í Strassburg þar sem hann hélt því fram, að sú guðfræði sem væri ákveðin í því að einskorða sig við ákveðinn búning hugmynda frá ákveðnum tímabilum myndi skuldbinda sig til að halda við lýði heimsmyndahugmyndum og heimspeki frá fornöld og miðöldum. Þá segir: „Það sem vér verðum að gera, ef vér viljum þjóna kirkju vorra tíma, er að afklæða hin eilífu sannindi trúarinnar, sem liðni tíminn hefir afhent oss, þeim tímabundnu umbúðum sem þau eru vafin í.“ Máli sínu til frekari stuðnings benti Friðrik á að sífelldar breytingar hefðu átt sér stað í tímans rás hvað hin kristnu trúarbrögð áhrærði. Þannig mætti rekja sig aftur í tímann og segja að guðfræði Faríseanna hafi verið gömul guðfræði en guðfræði Páls postula ný-guðfræði. Þá mætti nefna efasemdirnar á 14. öld um ítarlega grein fyrir eðli trúar annars vegar og vísinda hins vegar. Upphaf hinnar svokölluðu ný-guð- fræði eins og hún kom fram á 19. og 20. öld er oftast rakið til hollenska guðfræð- ingsins Scholten (1811-1885). Hann var einn þeirra fremstu sem beitti sér fyrir sögulegri gagnrýni á biblíuna og leitaðist við að finna það sem hann kallaði nýja og kristilegri lífsskoðun. Það var þó talið að allstór hópur guðfræðinga hafi áður eða á fyrstu áratugum 19. aldar hafið stranga gagnrýni á kenningarkerfi kirkj- unnar og biblíunnar og var þá vitnað til þýska guðfræðingsins Schleiermacher (1768-1834). Þá hefur upphaf nútíma- guðfræðinnar stundum verið rakið til ákveðinna heimspekinga eða heimspeki- stefna, svo sem „spekulativri" guðfræði eins og hún kom fram hjá Hegel, Schelling og Fichte. Þá hefur einnig verið talað um Túbingen skólann í þessu sambandi. Nafnið mun þó ekki eiga við neinn einstakan mann, heldur við alla þá stefnu vísindalegrar guðfræði nútím- ans, þar sem rannsókn biblíunnar hefur verið lögð til grundvallar - rannsókn, Þorvaldur Bragason rifjar upp deilur um nýja og gamla guðfræði: „Við heimtum full- komið hugsanafrelsi" — sögðu ný-guðfræðingarnir ■ Sem löngum fyrr hefur saga kristinn- ar kirkju fléttast rétttrúnaðarhugtakinu. í tímans rás hafa arfgengar trúarsctning- ar orðið að heilögu kenningarkerfi og öðlast viðurkenningu og álit almennings. Samkvæmt hugmyndum rétttrúaðra urðu menn hólpnir ef þeir fylgdu í einu og öllu því kenningarkerfi sem rétttrún- aðurinn bauð. Ef ekki, þá var voðinn vís. Hin kaþólska kirkja barðist ötullega fyrir því að kenningarkerfi hennar væri virt í einu og öllu, en kjörorðið var að utan hennar væri enga sáluhjálp að fá. (Extra ecclesiam nulla salus). í bréfum páfa frá hinum ýmsu tímum má finna fjölda dæma máli þessu til sönnunar. Sögulegur bakgrunnur gömlu guðfræðinnar Kirkjudeildirnar tvær, sú grísk-ka- þólska og rómversk-kaþólska tóku þó upp tvær mismunandi stefnur í tímans rás. Síðan árið 842 hefur grísk-kaþólska kirkjan haldið rétttrúnaðarhátíð fyrsta sunnudag í föstu til minningar um mynd- dýrkunardeiluna sem þá var til lykta leidd. Rétttrúnaðarhugmynd sína batt hún við Nikeu-játningarnar sem sam- þykktar voru í Nikeu 325. Talsvert mikið var lagt upp úr játningum þessum og leitast var við að halda þeim sem upprunalegustum. Grísk-kaþólska kirkjan hefur því staðið meira í stað en nokkur önnur deild kristinnar kirkju, sbr. eftirfarandi ummæli: „Hvergi hefir önnur eins áhersla verið lögð á rétttrúnaðinn og þar. Hvergi reynt með öðrum eins heljartökum að láta gamla guðfræði halda áfram að vera gamla guðfræði um aldur og æfi. Og hvergi hefir mannsandinn verið jafn-kyrrstæður innan kristninnar og þar, bæði í trúarefnum og öðrum framfaramálum mannkynsins." Rómversk-kaþólska kirkjan lagði töluvert mikið upp úr rétttrúnaðinum, en þó ekki jafn afdráttarlaust og sú gríska. Það er talið að með kenningu sinni um óskeikulleika páfans hafi hún fundið leið út úr sjálfheldu játningarinn- ar. Þannig var látið að því liggja að það væri mikið auðveldara og léttbærara fyrir mannsandann að skipa mann á páfastól og láta hann skera úr og segja til um hvað væri sannleikur í hinum æðstu efnum frekar en farið væri eftir dauðum bókstaf. Fastheldni rómversk- kaþólsku kirkjunnar var samt sem áður mikil og jafnvel það mikil, að einstak- lingurinn hafði engan skoðanarétt í trúarcfnum. Það kom síðar fram hjá talsmönnum ný-guðfræðinnar að þeir lögðu mikla áherslu á hvernig kaþólska kirkjan krafðist fórnar skynseminnar af einstaklingnum. Eftir að kaþólska kirkj- an lét af ofsóknum sínum á hendur hinum s.k. trúvillingum sannfærðust ný- guðfræðingar um að rétttrúnaðarhugtak- ið ætti einkum við hina kaþólsku kirkju. Þcgar siðabótarkirkjan kom fram á sjónarsviðið varð lítil breyting á afstöð- unni til rétttrúnaðarins, annað en nafnið, en nýja heitið var „hin evangeliska kirkja" sem gerði þá kröfu að vera sú eina sem ætti fagnaðarerindi Jesú í hreinni og ófalsaðri mynd. Það risu því brátt deilur meðal þessara tveggja kirkjudeilda um rétttrúnaðarkröfuna. Brátt mátti ekki á milli sjá hvor var kröfuharðari til þegna sinna páfakirkjan eða sú evangelíska, einkum eftir að Ágsborgarjátningarnar komu fram. Evangeliska kirkjan kom brátt fram með nákvæmlega sömu kröfuna og sú kaþólska, þ.e. að í trúarefnum ættu allir að fylgja nákvæmlega sömu skoðun, og beitti hún til þess hinum áhrifamestu valdatækjum. Ofanverð 16. öld og 17. öldin er tímabil sem oftast var kennt við rétttrún- að í N.-Evrópu. Talað var um hina hreinu kenningu og játningar hafðar í jafnmiklum hávegum og páfinn meðal kaþólskra og svo virtist sem rétttrúnað- arsinnar hafi álitið að síðasta orðið hefði verið sagt í trúarefnum. Játningunum var gert jafnhátt undir höfði og biblíunni og orð Lúthers talin guðlega innblásin. Mcð heittrúarhreyfingunni eða Piet- ismanum og skynsemistrú og upplýsing- um varð nokkur breyting á viðhorfi guðfræðin hefði tekið stakkaskiptum frá því í frumkristni og fram til þessa dags. Um rétttrúnaðarhugmyndir 17. a'.dar skrifaði Friðrik J. Bergmann, einn ötul- asti talsmaður íslenskrar ný-guðfræði í bók sína Trú og þekking (1916): „Sú guðfræði er nú orðin ellihrum og hugsunarhætti nútíðarmanna svo ógeðfelld, að svo má að orði komast, gildi skólaspekinnar þegar „Nóminalist- arnir" hófu andóf sitt gegn veldi páfa- dómsins og rétttrúnaðarguðfræði mið- alda. Kenning „Nóminalistanna" var þá kölluð nýja-guðfræðin og þeir sjálfir ný-guðfræðingar. Þá minnti hann einnig á að grundvöllurinn að skoðunum nú- tímans hefði verið lagður af William Occam og hann verið sá fyrsti sem gerði sem er öldungis óháð trúfræði-setning- um liðinna alda. Hlutverk hinnar nýju guðfræði var að nokkru leyti fólgið í því að færa gömlu trúarhugmyndir kristindómsins í búning sem gat verið í samræmi við þekkingu og hugsanalíf breytts aldarfars. Jón Helgason prófessor, síðar biskup, skilgreindi stefnu ný-guðfræðinnar á eftirfarandi hátt: „1. heimtar fullkomið hugsanafrelsi, að því er trúmál snertir, og rannsókn- arfrelsi, ótakmarkað af sérhverju tilliti til rannsóknarúrslita eldri tíma. 2. fylgir í öllu viðurkenndum hugsana- reglum vorra tíma vísinda án þess hins vegar að loka augunum fyrir tak- mörkunum mannsandans og ófull- komleik mannlegrar þekkingar á þeim efnum, sem liggja fyrir utan skynsemi mannsins og er 3. ávalt boðin og búin til að viðurkenna staðreyndir, sem í ljós koma, og taka tillit til þeirra, hve mjög sem þær kunna að ríða í bág við það, sem áður hefir verið álitið satt og rétt. Samkvæmt rétttrúnaðinum var biblían talin algjörlega heilög og guðlegt orð spjaldanna á milli. Ný-guðfræðin var því allbyltingarkennd þar sem hún vildi skýra biblíuna í sögulegu Ijósi og að hið sögulega sjónarmið væri sá lykill sem veitt gæti gleggstan skilning á henni. Deilur hefjast Viðhorf rétttrúnaðarmanna til ný- guðfræðinnar var nokkuð einfalt og um leið íhaldssamt. Þegar deilurnar fóru að harðna laust eftir 1900 mátti finna margs konar hugmyndir meðal rétttrúnaðar- manna um það sem þeir töldu varhuga- vert í kenningum ný-guðfræðinga. Eitt var það sem þeir kölluðu skaðsemi og ill áform ný-guðfræðinganna. „Heimspekistefna sú eða vantrúar- stefna, sem ekki kannast við neitt • æðra en skynsemina og reynsluvísind- in, hefir verið smám saman að smeygja sér-inn hjá ýmsum guðfræð-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.