Tíminn - 22.05.1983, Síða 6

Tíminn - 22.05.1983, Síða 6
SUNNUDAGUR 22. MAI1983 ■ Hljómsveitin Tappi tíkarrass kemur fram í mvndinni og auðvitað er söngkonan Björk í hópnum. ■ Eirikur Sigurðsson leikur bónusvíkinginn Axel. Þarna er hann í átökum við dyravörð í Alþýðuhúsinu sem leikinn er af Sigurgeir Scheving aðstoðarleikstjóra. ■ Eggert Þorleifsson leikur Þór, þjón úr Reykjavík á vertíð í Eyj- um. Ný íslensk gamanmynd frumsýnd í haust: Tökum á lífi” er lokið ■ Magnús Magnússon leikur Sigurð mayonnes og Karl Ágúst Úlfsson leikur matsveininn Daníel. ■ Tökum á gamanmyndinni Nýtt líf, sem þeir Práinn Bertelsson og Jón Hermannsson standa að, lauk nýverið í Eyjum. Er nú unnið að klippingu og hljóðsetningu og að því stefnt að myndin verði tilbúin til frumsýningar 24. september n.k. Nýtt líf rekur sögu tveggja brokkgengra Reykvíkinga: þjónsins Þórs, sem Eggert Þorleifsson leikur og matsveinsins Daníels, sem Karl Ágúst Úlfsson leikur. Þeir eru reknir frá Hótel Sögu og ákveða þá að freista gæfunnar á vertíð í Eyjum. Þar ráða þeir sig til starfa í frystihúsi og síðar á bátnum Glófaxa. Lenda þeir félagar síðan í hinum fjölbreytilegustu ævintýrum. Þeir Þráinn og Jón fengu 600 þúsund króna styrk úr Kvikmyndasjóði til að gera myndina, en að sögn Þráins verður kostnaður við gerð hennar einhvers staðar á fjórðu milljón. Tökur hófust í Eyjum 21. mars s.l. og lauk um síðustu helgi. Leikararnir eru flestir áhugamenn á staðnum. ■ í stofu heima hjá Ása skipstjóra sem er lengst t.h. Það er Sveinn Tómasson sem fer með hlutverk Ása. Konan er tengdamóðir hans, eigandi útgerðarinnar, leikin af Unni Guðjónsdóttir. Lengst t.v. er Runólfur Dagbjartsson sem leikur Víglund verkstjóra í frystihúsinu, sem að sjálfsögðu er alltaf kallaður Lundi. ■ Kvikmyndagerðarmenn í Eyjum: Frá vinstri Magnús Magnússon sem sér um leikmynd, Þráinn Ber- telsson leikstjóri og höfundur handrits, Sigurgeir Scheving aðstoðar leikstjóri, Jón Hermannsson fram- kvæmdastjóri og hljóðmeistari og Jón Karl Helgason aðstoðar kvikmyndatökumaður. Aðaikvikmynda- tökumaðurinn er Ari Kristinsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.