Tíminn - 22.05.1983, Side 9

Tíminn - 22.05.1983, Side 9
Þegar islendingar gerðu tilkall til eigin auðlinda ■ Fáar þjóðir eða engar eru eins háðar auðlindum hafsins og íslending- ar, og er óþarfi að fara nánar út í þá sálma en benda má á, hve gífurlega mikill hlutur sjávarafla er í þjóðartekj- um og útflutningsverðmæti og hvað það þýðir fyrir efnahagslífið í heild þegar afli bregst eða glæðist, svo ekki sé talað um afleiðingamar af því þegar heilir fiskstofnar hverfa, hvort sem er af mannavöldum eða óþekktum nátt- úmlegum orsökum. íslandsmið er sú auðlind sem erlend- ar þjóðir hafa sótt í og í gegnum tíðina hafa íslendingar iðulega verið beittir ofríki og orðið að gjalda aflsmunar í viðskiptum við útlendinga sem hingað hafa sótt. Saga fiskveiða útlendinga við ísland er orðin löng en hún hefst þegar á 14. öld og gekk á ýmsu allt þar til 200 mílna auðlindalögsaga var viðurkennd sem alþjóðalög. Núlifandi mönnum er enn í fersku minni hvernig íslendingar hafa boðið erlendum stórveldum birginn með því að færa út fiskveiðilandhelgina og bægt erlendum veiðiskipum frá feng- sælum miðum og uppeldisstöðvum fisksins sem heldur sig í hafinu um- hverfis landið. 1954 var lögsagan færð úr 3 mílum í 4 og línan dregin milli ystu nesja þannig að fjörðum og flóum var lokað, svo að hafsvæðið sem lenti innan lögsögunnar var í raun miklu stærra en sem svaraði einnar míiú útfærslu frá þriggja mílna línunni. 1958 var fiskveiðilögsagan færð út í 12 mílur, í 50 mílur 1972 og 1975 loks í 200 mílur. Þessar útfærslur gengu ekki þrauta- laust fyrir sig og kostuðu þorskastríð með miklum átökum á hafinu og íslensk stjórnvöld stóðu einnig í stríðu að afla hverri útfærslu viðurkenningar á alþjóðavettvangi og ekki síst meðal þeirra þjóða sem beinna hagsmuna höfðu að gæta og misst spón úr aski sínum þegar fiskimiðin við Island lok- uðust hvert af öðru. En sigur vannst að lokum og gerir nú enginn erlendur aðili tilkall til að nýta íslenska fiskislóð. Níu áratuga sókn En þótt verulegur árangur til að bægja útlendingum frá íslandsmiðum hafi ekki náðst fyrr en á síðari tímum, hefur baráttan verið löng og ströng. í jólabókaflóðinu s.l. vetur kom út bók sem fjallar um hluta þessarar baráttu og ekki hins ómerkasta tímabils í fiskveiðisögunni. Bókin er Breskir togarar og íslandsmið 1889-1916 eftir Jón Þ. I>ór sagnfræðing. Tímabilið hefst með bresku gufutogurunum, sem voru öflugustu og stórvirkustu veiði- tæki þeirra tíma og lýkur er Bretar hættu að senda togara til íslands vegna heimsstyrjaldarinnar fýrri. En þær veiðar tóku þeir síðar upp á nýjan leik í enn stærri stíl en áður. En saga breskrar togaraútgerðar hér við land nær yfir hartnær níu áratugi. Með tilkomu gufutogaranna urðu gífurlegar breytingar á veiðitækni og aflabrögðum og voru Bretar frum- kvöðlar að notkun þeirra. Enda leið ekki á löngu frá þvf að þeir voru teknir í notkun að sneyðast fór um afla í Norðursjó og nálægari miðum og þá var leitað lengra og nýrra miða fyrir hin stórvirku tæki. Breskir fiskimenn þekktu vel til miðanna við ísland eftir aldalanga sókn, en skipin og veiðarfær- in voru önnur. En brátt tóku togararnir að sækja á íslandsmið. Almennt hefur verið álitið að þessar veiðar hafi hafist árið 1891 en Jón Þ. Þór sýnir fram á að sókn togaranna við íslandsstrendur hafi byrjað tveim árum fyrr og hefst því tímabil bókar hans árið 1889. Sá afli sem bresku togararnir sóttu helst í var koli, sem var verðmætasti fiskurinn á Bretlandsmarkaði. Það voru því kolamiðin sem helst voru í hættu, en íslendingar veiddu lítið af þeim fiski, enda réðu þeir ekki yfir skipum né tækjum til slíkra veiða. En botnvörpungamir skröpuðu botninn og drápu allt kvikt sem nærri vörpu þeirra kom og eyðilögðu veiðarfæri og spilltu afla íslensku sjómannanna. Bresku togarakarlarnir voru ekki lengi að finna kolamiðin í Faxaflóa og þar var rányrkjan hreint ofboðsleg. íslenskir sjómenn og yfirvöld reyndu hvað þeir gátu að bægj a þessum vágest- um frá, en alþjóðalög um landhelgi voru mjög á reiki og óhægt var um vik. Ekki er trútt um að íslendingar hafi orðið til að hjálpa útlendingunum við veiðarnar með ýmsum hætti. Það gat verið stundargróði fyrir einstaklinga að vísa þeim á miðin og kenna þeim að veiða við ísland. Þá var mikið stunduð sú „útgerð" af háflu íslendinga, að kaupa við vægu verði þann fisk, sem bresku togaraskipstjórarnir kærðu sig ekki um og hentu fyrir borð á fyrstu árum togaraútgerðar hér við land. Það var aðallega þorskur, sem þannig var farið með, en hann gaf ekki eins mikið í aðra hönd í útgerðarbæjum á Bret- landseyjum og flatfiskur og annað góðmeti sem breska yfirstéttin hafði smekk fyrir. Menn fóru þá á bátum sínum út á miðin og sömdu við tog- araskipstjórana um að fá að hirða þennan úrgangsfisk og virðist gjald- miðillinn af hálfu íslendinga aðallega hafa verið áfengi og gæruskinn. Eitthvað hafa íslendingar haft í aðra hönd fyrir að þjónusta togarana í landi. En allt voru þetta smámunir hjá þeim mikla auði sem Bretarnir mok- uðu úr sjónum uppi í landsteinum og á hefðbundnum miðum íslensku smá- bátanna. Kolagöngurnar höfðu mikil áhrif á hvar Bretarnir leituðu fanga hverju sinni og sóttu fast áð fá að veiða í friði fyrir afskiptum íslendinga og danskra varðskipa þar sem flatfisks var von. Kotkarlar og stórkarlar Frá öllu þessu skýrir höfundur nefndrar bókar á auðskilinn og fróð- legan hátt. En aðalviðfangsefnið er stjórnmálalegs eðlis. Eru rakin m.a. afskipti kotkarla á Suðurnesjum við togarakarlana' og innlend og dönsk yfirvöld, farið yfir afskipti Alþingis og landshöfðingja af landhelgismálum og viðskipta dönsku og bresku stjórnanna af málunum og er fróðlegt að sjá í sömu köflum bréf og kærur frá fá- tækum fiskimönnum við Faxaflóa og bréfaviðskipti danska forsætisráðherr- ans við breska forsætisráðherrann um sama efni, en á þessum tíma bar breska heimsveldið ægishjálm yfir önnur stórveldi. Innrás á miðin Innrás breskra togara á Íslandsmið leiddu til umdeildra samningagerða og að lokum landhelgissamningsins milli Dana og Breta 1901, sem var í gildi í rúmlega hálfa öld. Oft hefur verið deilt á framkomu Dana og undanlátssemi við breska hagsmuni og á meðan á þorskastríðunum stóð heyrðust oft þær raddir að þetta hefði verið svikasamn- ingur og Danir hefðu selt íslenska hagsmuni til að vernda og efla markaði sína fyrir danskar landbúnaðarvörur í Bretaveldi. En Jón Þ. Þór er á öðru máli. Flann skoðar málin á hlutlausan hátt eins og sagnfræðingi sæmir. í stuttri samantekt um aðdraganda samninganna segir hann: „Um það bil sem breskir togarar hófu veiðar við ísland, voru íselnsk landhelgismál nán- ast í lausu lofti og dönsk stjórnvöld hikandi í þeim efnum. Má með nokkr- um rétti halda því fram að tvenns konar landhelgi hafi gilt hér við land á þeim tíma. Að nafninu til var 4 sjómílna landhelgi enn í gildi, en henni hafði ekki verið haldið til streitu um alllangt skeið, og gæsla landhelginnar var miðuð við 3 sjómílur. Var það í samræmi við þær reglur, sem giltu um fiskveiðilögsögu í Norðursjó og bæði Bretar og Danir höfðu samþykkt 1882. Sú samþykkt náði þó aðeins til þeirra hafsvæða sem lágu sunnan við-61. gráðu, og tók því ekki til íslandsmiða. Þegar í upphafi veiða sinna á ís- landsmiðum fóru breskir togaramenn með offorsi og ollu íslendingum stór- tjóni, skemmdu fyrir þeim veiðarfæri og hröktu þá af miðunum. Sáu forystu- menn íslendinga að við svo búið mátti ekki standa, en tóku sig til og settu lög um bann við botnvörpuveiðum í land- helgi árið 1894. Sú lagasetning var merkileg fyrir margra hluta sakir. Þá gengu alþingismenn í fyrsta skipti fram fyrir skjöldu í máli sem snerti samskipti íslendinga við aðrar þjóðir án samráðs við dönsku ríkisstjórnina, sem bar að annast þau mál. í annan stað var lagasetningin merk sökum þess, að hin nýju lög voru óvenjulega hörð og sýndu ótvíræðan ásetning íslendinga til að verja lífshagsmuni sína. Ekki getur leikið á tvennu að 3. gr. landhelgislaganna frá 1894 braut í bága við þær reglur, er myndast höfðu um siglingu skipa á höfnunum, og mun a.m.k. hinum lögfróðustu í hópi al- þingismanna hafa verið það ljóst frá upphafi. Dönskum stjórnvöldum þóttu lögin ísjárverð en engu að síður hlutu þau staðfestingu konungs. Jafnframt afréð danska stjórnin að freista þess að framfylgja lögunum og sendi mun fullkomnara herskip til gæslu við ís- land en áður.“ 3. greinin sem hér er minnst áfjallar um að þung viðurlög voru sett við að skip hefði botnvörpu innanborðs í landhelgi þótt það væri ekki að veið- um. Danska landhelgisgæslan fram- fylgdi þessu ákvæði og tók að minnsta kosti þrjú skip á milli lands og Eyja sem svona var ástatt fyrir og miklar deilur risu milli Dana og Breta vegna þessa. Um þetta segir í samantektinni: „Bretar mótmæltu hinum nýju land- helgislögum þegar í upphafi, og þegar danska varðskipið færði togara til hafn- ar þar sem þeir voru dæmdir fyrir brot á 3. gr. þeirra vorið 1896, var þeim nóg boðið. Kvartanir togaramanna og tog- araeigenda vegna harðneskju danskra varðskipsmanna streymdu inn á borð stjórnarherranna í Lundúnum, og snemmsumars 1896 afréðu þeir að senda æfingardeild úr breska flotanum á fslandsmið.“ Yfirmaður flotadeildar- innar var Atkinson sem átti eftir að koma mikið við sögu landhelgismála og réttindabaráttu íslendinga næstu árin. Merkur áfangi Ekki er vitað með vissu hvaða fyrirmæli Atkinson hafði frá breskum stjórnvöldum, en margt bendir til að hann hafi haft heimild til að leita einhvers konar bráðabirgðasamkomu- lags við Magnús Stephensen lands- höfðingja, sem hann og gerði. Samkomulagið er merkur atburður í sögu íslenskra utanríkismála. Þá samdi íslenskur embættismaður í fyrsta sinn um langt skeið við fulltrúa erlends ríkis án samráðs við dönsk stjórnvöld. Um þessar viðræður, að- draganda þeirra og þýðingu er fjallað ítarlega í bókinni. „Samkomulag heið- ursmannanna tveggja, Magnúsar Step- hensens og Atkinsons, reyndist að vísu ekki haldmikið, en hvorugur þeirra verður þó sakaður um það. Engu að síður var með samkomulaginu fenginn umræðugrundvöllur, sem stjórnir Danmerkur og Bretlands gátu notfært sér, en þær tóku að leita fyrir sér um frambúðarlausn á landhelgisdeilunni. Þess vegna verður gerð samkomulags- ins seint ofmetin og með því urðu þáttaskil í deilunni." Samkomulag þetta var í stuttu máli, að breskir togarar stunduðu ekki veið- ar á veigamiklum miðum á sunnan- verðum Faxaflóa. Með því fékkst viðurkenning Breta á nauðsyn þess að friða flóann. Breskir togarajálkar brutu þetta samkomulag náttúrlega fyrr en varði og það fékkst ekki staðfest af réttum yfirvöldum, enda mun það aldrei hafa verið nema munnlegt. En það mega þeir Magnús Stephensen landshöfðingi og Atkinson flotaforingi eiga að þeir voru fyrstu mennimir sem gerðu alvarlega tilraun til að fá viðurkennd friðunarsjónarmið á íslenskum fiskimiðum og mikilvæg- um uppeldisstöðvum. Síðar sóttu Bretar fast að fá að veiða í íslenskri landhelgi utan Faxaflóa og stóð landshöfðingi fastur á móti því svo og dönsk stjórnvöld og flestir íslendingar. En Bretar vildu fá veiði- heimildir gegn gjaldi. Þeir vildu fá að veiða á kolamiðunum fyrir suður- og austurströndinni. Þeir bentu á að þau mið væru ekki nýtt af íslendingum vegna hafnleysu og það mundi draga úr sókninni í Faxaflóa og önnur mikið sótt mið. Sem betur fer féllu íslendingar aldrei í þá freistni að selja aðgang að land- helginni þótt gull væri í boði og jafnvel vilyrði um sauðasölu. En ekki er trútt um að sumum íslenskum ráðamönnum hafi litist allvel á þessi tilboð. Minna má á að löngu síðar tóku nokkur Suður-Ameríkuríki sér 200 mílna fiskveiðilögsögu löngu á undan öðrum þjóðum og seldu síðan er- lendum fiskiskipum aðgang að henni. Engin alþjóðalög til Um landhelgissamninginn frá 1901 hefur margt verið rætt og ritað, sér- staklega um afstöðu Dana. Um það atriði dregur Jón Þ. Þór athuganir sínar saman: „Um afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar í landhelgisdeilunni verður ekki annað sagt en hún hafi verið skynsamleg. Og það áttu Danir sameiginlegt með Bretum í þessu máli, að þeir reyndu að komast eins langt og þeir gátu. Danir reyndu aldrei að halda fram 4 sjómílna landhelginni gagnvart togur- unum, enda hefði það vafalítið reynst tilgangslaust. Þeir höfðu fyrir löngu fallið frá henni í reynd. Aftur á móti létu Danir reyna á landhelgislögin frá 1894, og var það sjálfsagt eins og í pottinn var búið. Með því styrktu þeir vígstöðu sína, og þegar þeir féllust á að milda 3. greinina, gat ekkert annað en „Norðursjávarlandhelgi" komið í staðinn. Og eftir að kom fram á útmánuði 1897 hvikuðu Danir hvergi. Tvennir tímar Niðurstaða deilunnar, landhelgis- samningurinn frá 1901, var eðlilegasta lausnin. Það er ef til vill full fast að orði kveðið að segja að „Norðursjávarland- helgi" hafi verið alþjóðalög á þessum tíma, einfaldlega vegna þess að engin alþjóðalög voru til um landhelgismál, en hún var það fyrirkomulag, sem komst næst því að geta kallast almenn regla um þessar mundir, a.m.k. á norðurhveli jarðar. Allar vangaveltur um einhvers kon- ar svik Dana við Íslendinga í landhelg- ismálinu eru út í hött. Og sama er að segja um ásakanir íslendinga í garð dönsku varðskipsmannanna. Hið eina, sem við getum ef til vill áfellst Dani fyrir, er að þeir skyldu ekki hafa fleiri skip við gæslu á íslandsmiðum. Og þó, þegar fjallað er um dönsku landhelgis- gæsluna við ísland um síðustu alda- mót, mátt hennar eða máttleysi, verð- ur að hyggja að tvennu. í fyrsta lagi, hversu hagkvæmt var fyrir Dani að halda hér uppi öflugri gæslu með mörgum skipum og í öðru lagi, hve mikilli gæslu gátu þeir haldið uppi?“ í bókinni etu töflur um aflabrögð breskra togara sem veiddu á íslands- miðum og um aflasamsetningu og margskonar fróðleikur annar en hér hefur verið tæpt á. Þá eru einnig tölur um skipsskaða og dregið er saman hvaða þýðingu íslandsútgerðin hafði fyrir Breta. En það er bagt að sjá hve fátækir og vanbúnir íslendingar sjálfir voru til að nýta eigin auðæfi og koma þeim í verð. Á þessu varð þó breyting síðar og vafalítið hefur rányrkja og auðsöfnun útlendinga við nefið á íslendingum flýtt fyrir, að þeir hófu sjálfir togaraút- gerð og margfölduðu sókn sína á eigin mið. Sú þróun að íslendingar tóku sjálfir að ná yfirráðum yfir eigin auðlindum og nýta þær á sér langa sögu og ekki þrautalausa. Það er því vel þess virði að þeir sem ekki muna tímana tvenna og aldrei hafa séð flota erlendra fiski- skipa ösla um allan sjó allt upp í landsteina, líti upp úr vídeóinu sínu eða dýra bílnum og kynni sér fyrir hvað þau tæki ásamt öðrum neyslu- gæðum eru keypt,og fyrir hverju menn hafa verið að berjast með útfærslum fiskveiðilögsögunnar og eflingu fiski- skipastólsins. Oddur Olafsson, r itstj ór nar f ulltrúi, skrifar WMt/á

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.