Tíminn - 22.05.1983, Page 12
■HUI'UIL1
SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983
12
leigupennar í útlöndum
■ í síðasta pistli sínum fjölyrti undir-
ritaður tæpitungulaust um ósérhlífna
baráttu íslenskra námsmanna erlendis
fyrir hliðhollri landkynningu á Iandi
allra landsmanna, sumsé íslandinu góða.
En jafnvel útlistaði hann í stuttu máli
hversu oft skorast sjálfsmark í þeim
krappa dansi. Enda er ekki nema ofur-
eðlilegt að sú þjóð, sem lætur ekkert
tækifæri ónotað til að tjá ráðvilltum
erlendingum (gjarnan á vínveitinga-
stöðum) að hún sé „Mesta Bókmennta-
þjóð Heimsins", fái stöku sinnum fretur
sem fídbakk (þ.e.a.s. illar viðtökur) frá
viðmælendum sínum. það er sjálfsagt.
En slík þjóð (innskot: Hér mun átt við
íslendinga) hlýtur að hafa hið ritaða mál
í hávegi og verulegri virðingu og enda
erp bækur haldnar í meiri metum en til
dæmis börn og tófur. Til marks um þetta
má nefna, að íslendingum þykir það
hjóm eitt og hismi og lítt trúverðugt,
sem ekki stendur einhvers staðar á
prenti, en fást að sama skapi til fullvissu
á öllu því sem sannarlega hefur komist á
þrykk, eða verið prcntslegið á annan
hátt eða máta. „Höfúm heldur það sem
rétt er, Haraldur minn“, sagði Ari
heitinn fróði. Því eru allir þeir sem læsir
eru og víðlesnir taldir áreiðanlegri heim-
ildarmenn en þeir dauðans vesalingar,
scm enn eiga stafrófuna óvaxna aftan í
rassinn.
Sem betur fer er ólánið ólæsi jafn
fágætt fyrirbæri og tálkn á tófu á íslandi
og flestir geta barið sér á brjóst eða
bringu (fer eftir kyni og aldri) og sagt sig
skáld eða rithöfund, eða að minnsta
kosti skrásetjara víðlesins lesendabréfs í
dagblaði. Og víst er það, að á meðan
útlcndir fást við pataldur og tófuveiðar í
mörgum manninum, konunni og barninu stundirnar.
■ Óskaplegur fjöldi tímarita er gefinn út í Bretlandi, og víst mun
lestur þeirra stytta
Sérritin
blómstra í
Bretlandi
■ Douglas W.Fergusson les upphátt úr nýjasta tölublaði „Línþvottatíðinda“
fyrir félaga sína í Uppþvottafélaginu.
frístundum, þá berjast íslenskir með
stílvopnum og rífast um hversu margar
ráðskonur geti lokast inni í lyftu í einu
og hvort hyggilegt geti talist að hafa með
sér barn til skrafs og ráðagerða, ef dvölin
dregst á langinn, enda allar ógiftar og
mennirnir hafa öðrum hnöppum að
hneppa (tam. á „dragtinni“ á dægurlaga-
söngkonu, sem hefur dregið sig í hlé og
vinnur hálfan daginn sem einkaritari hjá
litlu innflutningsfyrirtæki í Vesturbæn-
um). Reyndar gerist það æ algengara, að
menn steðji til laxveiða eða útlanda í
tómstundum sínum, en jafnvel þá má
- einatt finna eina litla Njálu í sjópoka-
horninu, sem brúkast sem útrásarventill
ef veiðin bregst eða sólin sest.
íslendingar ekki með
tærnar þar sem Bretar hafa
hælana
En þótt íslendingar séu iðnir og djarfir
við kolann í framsetningu ritaðs máls og
þótt skáldafjöldinn losi dúsín í yngri
bekkjum menntaskólanna, þá komast
þeir þó engan veginn með tærnar þar
sem breska Ijónið hefur hælana í útgáfu-
bransanum. Þar vegur vitanlega þyngst
á metunum óhagstætt hlutfall í höfða-
tölu, en önnur lóð hanga þó einnig í
slánni, eins og Skúli lyftari mundi segja.
Aðstæður fyrir hvers kyns hobbíiðnað
eru ólíkt skárri hérlendis og honum
fylgir ein mögnuð blaðapressa, sem
útlistar í máli og myndum öll þau undur
og stórmerki sem slíkum firnum fylgja.
Sambærilegur litteratúr íslenskur er
t.a.m. stórblaðið „Samúel“ fyrir hobbí-
nauðgara! „Sjávartíðindi" sjómannanna,
„Líf“ handa lekkrum puntupíkum og
svo framvegis ad nausea. En á sama hátt
og upptalning á slíkum tímaritatitlum
íslenskum tæki vart nema eina ögur-
stund, þá yrði sambærileg tala að langri
þulu og vörpulegum langhundi hérlend-
is. Skiljanlega er fátt eitt af þessu
spennandi lesning fyrir alla alþýðu
manna, en hinu ber þó síst að leyna, að
eitthvað má finna fyrir alla, og er það hin
besta skemmtun að gramsa í blaðabunk-
anum til að uppgötva hvílíkar sérþarfir
aðskiljanlegir þjóðfélagshópar hafa
fóstrað með sér, af slíkri ástundun að
ólíkindum er líkast. Mér er t.d. til efs
hvort nægilegur lesendahópur myndi
finnast til að réttlæta útgáfu „Línþvotta-
tíðenda" á íslandi. En hérlendis er
áhuginn á svo merkum vísindum slíkur,
að fá tímaTit finnast glæsilegri en „Was-
hing Monthly“. Reyndar setur að manni
ugg ógurlegan og gríðarlegar grunsemdir
um að lesendahópurinn hlíti titlinum
máske bókstaflega og skóli brækur sínar
einungis undir fullu tungli, aflciðandi
fnyk einn ógurlegan og illa fýlu, en fátt
veit ég um það.
Berrössuðu blöðin
áberandi
Vitaskuld er þetta aðeins eitt af fjölda-
mörgum undarlegum fyrirbærum, sem
finna má hjá blaðasalanum á horninu,
og vitanlega eru mest áberandi móðu-
blöðin og tískuritin, sem og berrössuðu
blöðin, sem gefast í svo þykkum upp-
lögum, að kristileg tímarit forsvúndast
og týnast í þeim fans. En sé glöggt gáð
og af miklum áhuga og offorsi, þá má
skjótt finna hin fróðlegustu rit. Til
dæmis er sá þrýstihópur, sem hvað
ötulast berst fyrir endurhönnun á ímynd
Skaparans, vöðva-, þrýsti- og tútnunar-
menn og boddfbildarar, sérlega iðinn
við útgáfu.na og má hver sá sem lystina
hefur versla ein átján aðskiljanleg tíma-
rit, umfjallandi þeirra veigamiklu vísindi
og væntanlegan árangur. Hafi menn hins
vegar meiri hug á að kanna annarra
hnatta lifnaðarhætti og framtíðarinnar
furðuverk, þá er og nægilegt lesefni á
boðstólum og billega til að duga þeim til
dægrastyttingar uns boðskapurinn öðlast
þrívíðan veruleik við andlátið. Slíkur
litteratúr er kallaður skífí,(science fict-
ion), og á uppruna sinn að rekja til H.G.
Wells og álíka kappa.
7 tímarit fyrir
gæludýraeigendur
Af öðrum bitastæðum gómsætindum
mætti nefna 7 aðskiljanleg tímarit fyrir
gæludýraeigendur, þar af þrjú sem ein-
göngu fjalla um ketti og hunda. Bretar
eru öðrum þjóðum geggjaðri og eitt af
sjúkdómseinkennunum er dæmalaus
gæludýramanía þeirra. Allir kannast
reyndar við hundspott drottningarinnar,
en auk hennar starfrækja flest allir
Bretar eitthvað kvikindi í heimahúsum.
Talandi dæmi um þessa endaleysu er
það, að á meðan er Landssamband um
hömlun á barnamisþyrmingum, þá er
Konunglega dýraverndunarfélagið og er
það haft í mun meiri hávegum en hið
fyrra. Og einatt er 1/6 hluti matvæla-
verslana helgaður hundakexi og katta-
mat. Og svo 7 tímarit. Er þetta vit?
Af fagídíótum og þess háttar fólki eru
tölvufræðingar og bílaáhugamenn einna
ötulastir við blaðaútgáfu um þessar
mundir. En aðrir leggja einnig hönd á
plóginn. Byssubófar og veiðiskotmenn
gefa út í þ.m. 4 mismunandi blöð,
siglingamenn einnig 4 , áhugamenn um
járnbrautarlestir gefa ársfjórðungslega
veglegt rit, auk þess sem má kaupa
grammófónsplötur með frægum lestum,
bæði skrölti þeirra og pípi: Þulur: „Nú
kemur „rauðhærði smyglarinn
(lestin) tuff-tuff-tuff-tuff-tuff-tuff-tuff-
tuff-tuff-tuffitítuff-tuff-tuffitítuff.. .tuff-
BÚÚÚÚÚ!!“ Intersant? Af ólíklegri
hópum má geta „Landsambands áhug-
amanna um sjálfblekunga", sem gefur út
mánaðarlega blaðið „Pen“. Þar er lýst
nýjum týpum og gömlum, rætt um
blöndun bleks, pappísstærðir og
-þyngdir, sem og snotrar rithendur
hinna ýmsustu kalla og kellinga. Það
held ég nú.
Páll páfí 6. reykti pípu
Nýlega rakst ég á afmælis-hátíðarrit
„Pipesmoking now & always", sem er
útgefið af pípureykingamönnum um all-
an heim. Þar mátti lesa sitthvað fróðlegt
um pípur og píputóbak, sem og lærðar
greinar um aðferðir við reykingar. Þar
voru.einnig viðtöl við fröma reykjara og
upprifjaðar sögur af stóráföngum í sögu
reykinga. Ekki hefi ég áður séð þetta rit,
en hef fullan hug á að fylgjast með næstu
tölublöðum. Það er ekki á hverjum degi,
sem maður kemst að því að Páll páfi 6.
reykti pípu á námsárum sínum !
Endalaust mætti telja upp in kynleg-
ustu rit og undarlegustu titla. Ég gæti til
dæmis sagt ykkur frá stéttarmálgagni
Vitavarðafélags Stóra-Bretlands, eða
tímariti eldspýtnastokkasafnarafélags-
ins, nú eða fræðiriti uppstopparasam-
bandsins og fiðrildasafnaranna (samein-
uðust 1967). En mergurinn málsins er
sá, að öll virðast þau seljast og því eiga
þau sjálfkrafa fullan tilverurétt, í það
minnsta ef beitt er lýðræðislógíkinni
frægu. Og fjarri veri það mér að rengja
slíkan vísdóm. Einn var sá kall til fyrir
næstum fjeritigi árum, sem hafði litla trú
á slíkri lógík. Taldi sig alvitran, og
fullfæran um að vega og meta þarfir
mannskepnunnar. Hann hét Adólf og
var Hitlefsson í föðurætt (íslendingar í
Þýskalandi kalla hann Hjalta). í liðinni
viku voru birtar á prenti falsaðar ævi-
minningar hans. Þá var sko fjör.
Guniilaagw 0
skrifar frá
Jfohnson