Tíminn - 22.05.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.05.1983, Blaðsíða 14
SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983 SUNNUDAGUR 22. MAl 1983 Helgar-Tíminn hringir í: Ofi RÆBIR VIÐ ELÍSABETU CUNNARSDÓTTUR; KONU SEH DVELUR f KVENNAATHVARFINU 06 ÓSKAR NAFNLETNDAR 06 STEINUNNI RJARNADÓTTUR, STARFSKONU f KVENNAATHVARFINU ■ „Samtök um kvennaathvarf voru stofnuð í byrjun júní á síðasta ári,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir sem starfar með kynningarhópi samtakanna. „í sumar og haust fóru kraftarnir aðallega í það að koma formi á starfið og að leita að húsnæði, en það var aðal vandamálið. Ýmsum þótti einum of mikil bjartsýni að halda að hægt yrði að opna kvennaat- hvarf fyrir áramót, sérstaklega þegar haft var í huga að samtökin áttu enga peninga. Það tókst þó að opna það í byrjun desember, en aðeins í bráða- birgða leiguhúsnæði þannig að við urð- um eiginlega strax að fara að leita að framtíðarhúsnæði og afla fjár til að kaupa það. Athvarfið var opnað með mjög litlum stofnkostnaði, sjö þúsund krónum. En margir lögðu okkur lið, fyrirtæki, félög og einstaklingar gáfu vinnu sína, hús- gögn o.fl. Áður en athvarfið var opnað héldu samtökin námskeið fyrir þá sem vinna þar. í Kvennaathvarfinu vinna tveir fastráðnir starfsmenn á dagvöktum, en konur úr samtökunum sjá um öll kvöld, nætur og helgar. Þegar hafa verið haldin tvö námskeið fyrir starfsfólk og það þriðja er að fara í gang núna í byrjun júní. -Hvemig hefur gengið að fjármagna Kvennaathvarfið? „Við vorum með fjársöfnun og merkjasölu 8-9. apríl, sem gekk mjög vel. Við seldum merkin hérna á höfuð- borgarsvæðinu, en það hringdu ýmsir í okkur sem voru að fara út á land og buðust til að taka með sér merki, þannig að þau bárust víðar. Allt starfið í kringum fjársöfnunina var unnið í sjálf- . SpP'rí:- Elísabet Gunnarsdóttir „Kvennaathvarfið er varnaraðgerð” boðavinnu svo að kostnaðurinn var mjög lítill - innan við 4% af söfnunarfénu. Fólk í samtökunum, kvenfélögin og nemendur í framhaldsskólunum á höfuðborgarsvæðinu unnu þetta allt í sjálfboðavinnu, það voru engin sölulaun greidd. Öll undirbúningsvinnavareinnig unnin í sjálfboðavinnu, það gildir jafnt um gerð merkisins og prentun þess, ásamt gerð auglýsinga í blöð og sjónvarp. Sölufólkið vann geysilega mikið og gott starf, gekk um bæinn þveran og endilangan og norpaði í kuldanunt. Reynsla okkar er sú að þegar við höfum beðið um aðstoð þá hefur fólk tekið okkur ínjög vel. Ofbeldi á heimilum hefur verið mikið feimnismál hingað til og það cr eins og fólk sé fegið að gcta lagt Kvennaathvarfinu lið þegar einhver hefur loksins kveðið upp úr með það.“ -Hversu mikið fé safnaðist? „Við fengum rúmlega 1.7 milljónir út úr söfnuninni. Áður höfðum við leitað til ríkisins, Reykjavíkurborgar og ná- grannasveitafélaganna um styrk og þeir styrkir nema til samans um það bil einni milljón króna. Þar sem við höfum hvorki notað söfnunarféð né opinberu styrkina í reksturinn getum við látið þetta fé renna óskipt í húsakaupasjóð. Við erum nú búin að festa kaup á húsnæði sem við flytjum í á næstunni, en símanúmerið verður óbreytt. Þetta er mjög gott húsnæði og heldur stærra en það sem við erum í núna. Við vonum bara að peningarnir dugi til að byrja með. Við verðum að halda áfram að kosta rekstur Kvennaathvarfsins með félags- gjöldum og styrkjum frá einstaklingum og félagasamtökum en nú eru 300 félags- menn í samtökunum. Það hefur verið taísvert um það að fólk styrki okkur og þess vegna höfum við ekki þurft að ganga neitt á húsakaupasjóðinn. í framtíðinni munum við á hinn bóg- inn fara fram á að reksturinn verði styrktur af opinberum aðilum, vegna þess að það hafa verið brotin lög á þeim konum sem leita til okkar. Hið opinbera verður því að veita þeim einhverja raunhæfa aðstoð með því að styrkja Kvennaathvarfið því að það hefur eng- inn annar aðili sinnt þessu máli.“ - Hvernig hafa stjómvöld brugðist við samtökunum? „Þau hafa brugðist mjög vel við sem sést best á því áð við vorum komin inn á fjárlög áður en athvarfið var opnað. Einnig höfum við átt mjög gott samstarf við lögregluna og félagsmálastofnun. En í sambandi við fjármáiin má benda ■ „Maðurinn minn sálugi, eins og ég kalla hann núna, er álitinn einstaklega prúður, stilltur og yndislegur maður - í mesta lagi dálítið blautur. Enda kemur hann ákaflega vel fyrir, myndarlegur, viðmótsþýður og ákaflega snyrtilegur maður. Þegar við vorum saman á mannamótum var „konan hans“ alltaf númer eitt - það vantaði ekki. En þó allt virtist í besta lagi opinberlega gat cg átt von á hinu versta þegar við komum heim. í þessum eina manni virðast búa tveir menn, annar fyrir almenning en hinn til heimabrúks.“ Konan sem svo mælir var flutt í Kvennaathvarfið á laugardagsmorgni fyrir hálfum mánuði en starfskonur Kvennaathvarfsins fóru með hana beint á slysadeildina þar sem hún var til sunnudagskvölds. Læknarnir óttuðust að hún væri sködduð innvortis, en svo reyndist ekki, sem betur fer. Hún var handleggsbrotin, með heila- hristing, marin og blá, skorin og sprungin um allan líkamann - líklega eftir skóhæla mannsins sem sparkaði henni um alla íbúðina. Læknarnir töldu það kraftaverki líkast að hún skyldi vera á lífi eftir þessa hroðalegu meðferð. Það síðasta sem hún man eftir þessa nótt er það að hún var dregin 'undan hjónarúm- inu, en þangað hafði hún leitað skjóls. Síðan missti hún meðvitund. - Hefurðu búið við þetta lengi? „Já, alltof lengi, ég hef gengið veginn á enda. Konur eru svo ótrúlega'þolin- útidyrunum - ég var þá með sítt ljóst hár. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, hélt ég hlyti að hafa gert eitthvað rangt eða sagt eitthvað vitlaust. Það er nú eitt: hann hefur alltaf verið að reyna að troða því inn í hausinn á mér að ég væri svo heimsk en hann svo voðalega gáfaður. En það hefur bjargað mér að honum hefur aldrei tekist að brjóta mig niður andlega. Ég hef aldrei trúað því að ég sé heimsk, enda gekk mér alltaf vel í skóla." „Kyngdi stoltinu fremur en að láta börnin svelta“ .Eftir að hann var búinn að slá mig í fyrsta sinn fylgdu fleiri högg á eftir; sá maður sem lemur konuna sína einu sinni gerir það aftur. Rétt eins og hjá alkóhól- istunum, sem drekka meira og meira og alltaf lengur í einu, verða barsmíðarnar stöðugt meiri og tíðari. Og áfengi þarf „MAÐUR ER ALLT- AF AÐ VONA móðar, maður heldur svo lengi í þá von að þetta hljóti að lagast. I rauninni byrjaði þetta áður en við byrjuðum að vera saman. Hann var oft æstur með víni, en móðir hans gat alltaf talað hann til. Þá gerði ég mér alls enga grein fyrir hvers konar skapgerð hann hefði. Núna held ég að til séu mismun- andi tegundir af mönnum, alveg eins og það eru til mismunandi tegundir af öpum. Og ein tegund manna misþyrmir eiginkonum sínum. Það kemur í Ijós þegar maður fer að tala við hinar konurn- ar í Kvennaathvarfinu að reynsla okkar er mjög svipuð, atferli mannanna er mjög líkt, þetta eru sömu einkennin upp aftur og aftur. Hann veittist síðan í fyrsta sinn að mér þegar ég gekk með elsta son okkar, sem nú er tvítugur. Ég var að hengja upp þvott þegar hann reiddist mér svo heift- arlega að hánn sló mig utan undir og dró mig á hárinu frá snúrustaurunum að ekkert endilega að vera með í spilinu, hann barði mig alveg jafnt hvort sem hann var drukkinn eða ódrukkinn. Hann gat alltaf fundið sér einhverja ástæðu, alveg eins og hann gat alltaf fundið ein- hverja ástæðu fyrir drykkjunni: ef ég sagði já barði hann mig fyrir að segja ekki nei, segði ég nei var viðbúið að hann lemdi mig fyrir að segja ekki já og ef ég þagði var ég barin fyrir að virða hann ekki svars. Við bjuggum uppi í sveit um tíma, þcgar strákarnir okkar þrír voru litlir. Þá lá hann iðulega í þunglyndi, las á næturnar og svaf á daginn en ég þurfti að hugsa bæði um börnin og skepnurnar. Þá var oft þröngt í búi,-því það var takmarkað sem ég gat gert með þrjú lítil börn. Þá reyndist fólkiðí sveitinni mér rnjög vel, sérstaklega hjónin sem bjuggu á næsta bæ. Það var mjög erfitt að þurfa að taka þá ákvörðun að betla, en ég kyngdi stoitinu fremur en að láta börnin Texts: Sonja B. Jónsdóttir. Myndir: G.E. svelta. Síðan þurfti ég að búa til alls konar sögur um það hvernig ég hefði fengið þennan mat, hann hefði barið mig til óbóta ef hann hefði vitað að ég hefði farið og betlað á bæjununi. Þessi bú- skapur var sem martröð og ég veit að fólkið á næstabæ verður fegið að vita að ég sé nú loksins búin að losa mig út úr þessu. Ástandið skánaði svo fyrsta árið eftir að við fluttum aftur í bæinn. Við bjugg- um þá í kjallaranum hjá vinnuveitanda hans og ég geri ráð fyrir því að hann hafi ekki viljað láta hann vita af þessu. En eftir að við fluttum svo út á Seltjarnarnes í leiguíbúð fór allt í fyrra horf, hann braut oft allt og bramlaði og ég gekk um með glóðaraugu. Ég hef alltaf reynt að leyna þessu fyrir sonum okkar en það var ekki hægt endalaust og þegar elsti strákurinn ætlaði eitt sjnn að ganga á milli okkar - hann var þá fjórtán ára - þá sló pabbi hans hann líka. Síðan hefur hann alltaf verið á verði. -Fyrir nokkrum árum skildi ég við hann í sex mánuði og flúði þá upp á Akranes til bróður míns. Maðurinn elti mig þangað og ætlaði víst að tala um fyrir mér en skildi þá að mér var alvara og fór og fékk sér herbergi. Síðan hellti hann sér út í drykkju og kvennafar en þegar hann var orðinn leiður á því fór hann að koma aftur, helgi eftir heigi, undir því yfirskini að hann ætlaði að tala við yngsta strákinn sem var alltaf dálítið pabbabarn. Hann vildi koma heim aftur og lofaði bót og betrun og einnig því að hann skyldi aldrei leggja á mig hendur aftur. Þetta kalla ég væluskeiðið, þá er maður besta og yndislegasta kona í heimi, hann hefur aldrei fyrirhitt jafn dásamlega konu, og hann ætlar aldrei að gera þetta aftur. Og þá tekur sjálfsblekk- ingin yið og vorkunnsemin: maður vor- kennir þessu greyi. Auk þess er eitthvað tilfinningarugl eftir og þeir Hafa‘ sko alveg örugglega lag á því að slá á þá dýpstu strengi hjartans. En þegar sú litla Sjá næslu síðu ■ „Við reynum að hafa Kvennaat- hvarfið eins og venjulegt heimili,“ segir Steinunn Bjarnadóttir, starfskona Kvennaathvarfsins. „Dagurinn markast af því sem konurnar er þar dvelja þurfa að gera. Við byrjun á því að fá okkur morgunkaffi, en um níuleytið byrjum við á því scm gera þarf, hvort sem það er að fara til lögfræðings, félagsráðgjafa eða annað. Þær eru ekki margar konurnar sem fara til vinnu frá okkur, heimavinnandi húsmæður eru í miklum meirihluta. Ástæða þess er hugsanlega sú að eigin- menn eigi auðveldar með að kúga heima- vinnandi konur vegna þess að þær eru fjárhagslega ósjálfstæðar - þær eru oft alveg peningalausar þegar þær koma, eiga jafnvel ekki fyrir daggjaldinu. Það er einnig hugsanlegt að útivinnandi kon- ur eigi auðveldara með að leita til annarra vegna þess að þær eru ekki eins einangraðar og heimavinnandi konurn- ar. Auk þess eru þær ekki háðar eigin- mönnum sínum fjárhagslega og hafa því frekar færi á að leigja sér herbergi eina og eina nótt. Við segjum þeim konum sem hringja að þær geti komið á hvaða tíma sólar- hringsins sem er, en ef þær kjósa frekar að leigja sér herbergi þá vísum við þeim á gistiaðstöðu á Flókagötu 5.“ - Hvað hafa margar konur leitað til ykkar? „131 hefur hringt en 58 konur hafa dvalið í Kvennaathvarfinu um lengri eða skemmri tíma, ásamt 63 börnum. Þær konur sem til okkar leita eru beittar ofbeldi, andlegu eða líkamlegu eða hvoru tveggja. Þær eru oft í mjög miklu uppnámi þegar þær hringja og Iýsa Steinunn Bjamadóttir yyErfitt að draga mörkin milli og andlegs ofbeldis’ stöðu sinni, og spyrja hvort þær megi koma. Stundum dregst svo af einhverj- um ástæðum að þær komi, en stundum koma þær strax. Þær þurfa oft að bíða eftir því að komast í síma til þess að geta tjáð sig. Stundum eru þær búnar að gera ráð fyrir þessu fyrirfram, jafnvel búnar að taka saman föt og annað til að hafa meðferðis og þá hringja þær bara, spyrja hvort þær megi koma og birtast svo innan stundar.“ - I hverju birtist andlegt ofbeldi c-inkuin? „Það er oft erfitt að draga mörkin á milli ofríkis og andlegs ofbeldis. Þetta byrjar oft með því að konur eru beittar ofríki sem eykst síðan og endar í andlegu ofbeldi - þannig að konan getur hvorki setið né staðið svo eiginmannin- urn líki. Þessu fylgja ógnanir sem stund- um er fylgt eftir með líkamlegu ofbeldi ef ógnunin dugar ekki. Þetta er oft eins og víxlverkandi og konumar eru oft gjörsamlega ráðþrota í þessum aðstæð- um. Fyrir nú utan það að þær eru iðulega alveg peningalausar og geta sig því hvergi hrært. Vín eða aðrir vímugjafar eru stundum með í spilinu, en þó alls ekki alltaf. Vínið er ekki orsök heldur virðist það fremur vera hvati sem ýtir geðrænum vandamálum og ofbeldishneigð upp á yfirborðið. Það sem einnig gerir konum oft mjög erfitt um vik er það að fjölskyldur þeirra, kunningjar og vinir leggja oft mjög hart að þcim að halda fjölskyldunni saman. Fólk á erfitt með að trúa því að ástandið sé eins slæmt og konan lýsir því og þó konan geti enga björg sér veitt þá ætlast fólk samt til þess að hún bjargi börnunum og manninum. Við höfum orðið varar við það að, konur láta oft undan þessum þrýstingi, þær snúa aftur fyrir fortölur ættingja sinna. Margar konur hafa sagt okkur að í Kvennaathvarfinu fái þær loksins næði til að hugsa og taka sjálfstæðar ákvarð- anir. Þar er enginn að ivvna að hafa áhrif á þær og við hlevpi . heldur engum símtölum í gegn ner, sjálfar taka þau. konurnar vilji Konunum gengur etur að gera sér grein fyrir vanda / sínum þegar þær geta talað við . sur sem búa við sömu aðstæður. nrnefnilega í Ijós að mál þessar: eru furðu- lega lík. Ofbeldi ilum virðist dreifast nokkuð ja illar stéttir þjóðfélagsins. Ef I er þó of Sjá næs; síðu V-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.