Tíminn - 22.05.1983, Side 16
16
SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983
2
Helgar-Tíminn hringir í:
12
06 RÆÐIR VIÐ ELISABETU 6UNNARSD0TTUR; KONU SEM DVELUR
í KVENNAATHVARFINU 06 ÓSKAR NAFNLEYNDAR 06
STEINUNNI BJARNADÓTTUR, STARFSKONU í KVENNAATHVARFINU
„MAÐUR ER ALLT-
AF AD VONA...”
„Kvennaalhvarfið
er varnaraðgerð”
á þaö að þó við séum nú búin að fá
húsnæði er margt eftir. Til dæmis skortir
fé til að tryggja reksturinn og það á eftir
að búa athvarfið húsgögnum og öðru
slíku.“
- Hvemig starfa samtökin sem slík?
„Það er um tvenns konar aðild að
samtökunum að ræða. Annars vegar
geta einstaklingar og félagasamtök verið
styrktarfélagar en hins vegar eru virkir
félagar og þeim er skipt niður í hópa.
Annars vegar eru fastir hópar sem starfa
alltaf að ákveðnum verkefnum - fjár-
mála hús-, kynningar-, og fræðsluhóp-
ur. Kynningarhópurinn sér þá um að
kynna samtökin út á við en fræðsluhóp-
urinn sér um fræðslustarfið innan sam-
takanna. Hann hefur t.d. umsjón með
námskeiðunum sem við höldum fyrir
starfsfólk. Síðan eru hópar sem myndað-
ir eru um skammtímaverkefni. Fram-
kvæmdanefnd myndar svo einn fulltrúi
úr hverjum hópi sem starfandi er hverju
sinni.
Fram að þessu hefur starfið fyrst og
fremst beinst að því að afla fjár til
húsakaupa, koma því húsnæði sem við
erum í núna í stand, sjá um fræðslunám-
skeiðin og loks að kynna samtökin út á
við. Við fórum t.d. norður á Akureyri
og ræddum þar við konur sem hafa hug
á að stofna þar athvarf. Þær telja fulla
þörf á því þar ekkert síður en hér og
vonandi finna þær einhverja lausn. Við
höfum einnig heimsótt félög og skóla í
Reykjavík og nágrenni."
- Hvernig hafa móttökurnar verið?
„Við höfum fengið mjög góðar mót-
tökur, hvar sem við höfum komið, og
góðan hljómgrunn. Ég held að sú
umræða sem varð í kringum fjársöfnun-
ina hafi vakið fólk mjög til umhugsunar.
Þá komu þessi mál upp á yfirborðið og
fólk fór að tala um þetta.
Það sem gerir konum yfirleitt erfiðast
fyrir er hvað þetta er lítið rætt. Þær hafa
sjálfar ekki getað rætt við neinn og því
einangrast í aðstæðum sínum. Maður
þekkir jafnvel dæmi þess að þær fái þá
hugmynd að það sé verra að vera barin
en að berja. Þær skammast sín fyrir
þetta.
Ég álít að það sé ekki síður verkefni
samtakanna að fá fólk til að ræða þessi
mál en að halda athvarfinu opnu og reka
það. Athvarf er í rauninni ekkert annað
en varnaraðgerð sem gripið er til eftir að
skaðinn er skeður. Eins held ég að bara
það að athvarfið er til haldi aftur af
sumum mönnum, að minnsta .kosti
stundum."
von sem maður hefur um að þetta lagist
er horfin þá er ekkert eftir - hvorki ást,
meðaumkun né hatur. Þá er engin taug
eftir - þetta er bara eins og blaðsíða í
bók sem maður flettir við - ég er komin
yfir á næstu blaðsíðu.
„Sárara en höggin...“
|(Ég þurfti stundum að hringja fyrir
hann í vinnuna og segja að hann væri
veikur. Þá lá hann þunglyndur í rúminu,
kannski í 2-3 vikur, og las í bók. Vinnu-
veitandinn hætti svo smám saman að
trúa þessum sífclldu veikindum, en tók
hann þó alltaf aftur í vinnu. Þetta er
nefnilega vel liðinn maður, enda afskap-
lega prúður út á við, eins og ég sagði
áðan. Síðan fór vinnuveitandinn að
koma þegar hann var búinn að liggja
nokkrar vikur og segja honum að drífa
sig nú í vinnuna. Og þá reis minn
maður loks úr rekkju. Núna sækir vinnu-
veitandinn hann á hverjum einasta
morgni.
Fyrir tveimur árum fékk vinnuveit-
andinn hann til þess að fara á Silunga-
poll. Þá ætlaði hann nú aldeilis að breyta
öllu og hefja nýtt líf. En hann kom aftur
tíu dögum seinna og sagðist nú ekki láta
gera sig að alkóhólista þarna. Hann væri
enginn alkóhólisti og réði sko alveg við
sína drykkju.
Næstu fimm helgarnar á eftir smakk-
aði hann ekki vín, en upp úr því var hann
orðinn svo geðvondur að maður var
farinn að efast um hvort hann væri skárri
fullur eða geðvondur. Fljótlega eftir
þetta fór hann að drekka á föstudags-
kvöldum og skreppa á hádegisbarinn á
laugardögum, en var svo edrú á laugar-
dagskvöldum. Þannig gekk þetta í smá
tíma og jókst svo smám saman þar til hann
var farinn að drekka alla helgina. Nú í
vetur hefur hann látið mig hafa 500
krónur til að kaupa mat fyrir alla vik-
una.“
- Gastu aldrei leitaö til annarra með
vandamál þín?
„Maður kærði sig ekki um að láta aðra
vita af þessu. Fyrstu árin sárnaði manni
að maðurinn manns skyldi ekki vera
betri við mann en þetta. Að honum
skyldi ekki þykja vænna um mann og
bera meiri virðingu fyrir manni en svo að
hann misþyrmdi manni bæði andlega og
líkamlega. Það var sárara en höggin, í
mörg ár. Nú undrast ég mest að ég skyldi
ekki sjá þá að maðurinn er í rauninni
einskis virði - en þá kemur þetta tilfinn-
ingarugl til sögunnar.
En ég á eina góða vinkonu sem ég get
leitað til. Fyrst sagði éghenni reyndar að
ég hefði gengið á skáp þegar ég var með
glóðarauga eða lemstruð á annan hátt,
en hún hætti fljótlega að trúa því. Og
það var hún sem fann mig um morguninn
og fór með mig í Kvennaathvarfið. En
áður en ég kom heim hafði maðurinn
hótað elsta syni okkar með saxi. Mið-
sonur minn sagði mér frá þessu síðar og
einnig því að hinir 2 synirnir gengu um
götur bæjarins alla nóttina til klukkan 10
um morguninn."
Getur eitthvert fjölskyldulíf þrifíst við
slíkar aðstæður sem þessar?
„Það verður af sjálfu sér ekkert fjöl-
skyldulíf við þessar aðstæður. Til þess er
andlega stressið á öllum í fjölskyldunni
alltof mikið. Á mánudegi byrja aliir að
kvíða helginni. Það eru því engin fjöl-
skyldutengsl fyrir hendi, strákunum væri
öllum sama þótt þeir sæju föður sinn
aldrei aftur. Meira að segja þeim yngsta,
sem nú er sextán ára. Þegar við skildum
í fyrra sinnið var hann ófermdur og þá
vildi hann fá pabba sinn heim aftur, en
nú bíður hann óþolinmóðastur allra eftir
því að hann fari. Þessi maður hefur
aldrei gert neitt fyrir börnin sín.
Fyrr í vetur gripu synir okkar í
taumana eitt sinnermikið gekk á. Satt
að segja hélt ég að þá hefði hann fengið
þá ráðningu sem hann þurfti. En síðan
hefur þetta bara verið ennþá verra, nú
röflar hann yfir þeim og kvartar undan
því að hafa getið „slíka sadista" af sér.
Enda hafa strákarnir unnið eftirvinnu
allar helgar til þess að þurfa ekki að vera
heima. '
„Synirnir eru
Ijósi punkturinn í
öllu myrkrinu“
- Heldurðu að þú hefðir losað þig útúr
þessu fyrr ef þú hefðir getað leitað
aðstoðar í Kvennaathvarfi fyrr?
„Ég er alveg sannfærð um það að ef
Kvennaathvarf hefði verið til þegar ég
skildi í 6 mánuði, þá hefði ég aldrei tekið
hann aftur, vegna þess að þá hefði ég
fengið skýringu á svo mörgu sem ég vissi
ekki áður og miklu víðtækari skilning á
hlutunum. Auk þess^hafa starfskonur
Kvennaathvarfsins aðstoðað mig við að
ganga frá lagalegu hliðinni á mínum
málum. En þær konur sem starfa þarna
eru alveg einstakar, svo hlýjar og góðar
að öllu leyti, sama hver þeirra er. Þær
eiga eftir að verða mörgum konum stoð
og stytta og þessi starfsemi á eftir að
aukast mikið þegar konur gera sér grein
fyrir hvað í rauninni fer fram þarna. Því
það er því miður alitof mikið um ofbeldi
í bænum.“
-Hvernig hefur lögreglan reynst þér?
„Hún hefur reynst mér mjög vel.
Sennilega væri ég ekki á lífi ef þeir tveir
lögregluþjónar sem búa úti á Nesi hefðu
ekki reynst mér eins vel og raun ber
vitni. Þegar mér hefur tekist að komast
í síma hafa þeir komið alveg eins og skot
og fjarlægt manninn"
- En hvað um framtíðina?
„Ég kvíði ekki framtíðinni. Núna bíð
ég eftir lögskilnaðinum sem á að ganga
í gegn nú á næstu dögum. Ljósmyndir af
áverkunum þarna um nóttina, ásamt
skýrslum sem lögreglan úti á Nesi er fús
til að leggja fram ef nauðsyn krefur, eiga
að tryggja að skilnaðurinn gangi fljótt
fyrir sig. Og þegar hann er kominn í
gegn get ég látið fjarlægja manninn, en
hann hefur ekki ennþá komið sér út. En
íbúðin er þinglýst á mitt nafn og elsta
sonarins, sem hefur verið mín stoð og
stytta undanfarin ár. Ljósi punkturinn í
öllu myrkrinu hefur verið hve góðir
synir mínir eru. Og ég ætla að búa með
þeim og hugsa um það eitt að búa þeim
gott heimili.
Fjárhagslega verð ég heldur ekki verr
sett, ég hef alltaf unnið úti og nú verður
bara einum munninum færra. Hann
hefur heldur aldrei tekist á við nein
vandamál, ég hef alltaf þurft að ráða
fram úröllummálum- fyrir okkur bæði.
Það verður mikill munur að þurfa ekki
að byrja á mánudegi að kvíða helginni -
geta í þess stað unnið vikuna, án þess að
hafa áhyggjur af því hvað verði nú brotið
og bramlað, og hvort ég fái glóðarauga,
og átt síðan rólega helgi.
Ég hef einnig hugsað mér að fara í
námsflokkana og læra vélritun og bók-
færslu til þess að geta síðan fengið góða
skrifstofuvinnu. Eg er einnig ákveðin í
því að ganga í Samtökin um kvennaat-
hvarf og reyna að verða einhverjum að
liði. Það verður mitt fyrsta verk, þegar
ég verð orðin heil heilsu, að fara að
starfa með samtökunum.
Mig langar að lokum að beina því
eindregið til þeirra kvenna sem eiga við
svona vandamál að etja að leita til
Kvennaathvarfsins- alveg skilyrðislaust.
Þangað er ekki bara hægt að koma með
eitt vandamál heldur öll.“
„Erfitt að draga
mörkin milli
ofríkis og
andlegs ofbeldis”
skammur tími liðinn frá opnun athvarfs-
ins til þess að unnt sé að fullyrða um það
hvort svo sé í raun og veru.“
— Hafa eiginmenn þeirra kvenna sem
leita til Kvennaathvarfsins verið eitthvað
til vandræða?
„Þeir hafa ekki sést, ekki einn fugl. Við
áttum þó alveg eins von á því að við
gætum lent í einhverjum vandræðum
með þá. Það hefur einnig verið mjög
lítið um óþægilegar hringingar.
Okkur hefur tekist að halda aðsetri
Kvennaathvarfsins nokkuð vel leyndu,
maður verður oft var við að fólk - bæði
karlar og konur - vill ekkert vita hvar
það er. Það er bara á sínum stað.“
- Hafa konur utan af landi leitað til
ykkar?
„Já, það hefur verið mikið um það.
Konur hafa hringt og komið um langan
veg, bæði úr sveitum og kaupstöðum.
Margar hafa hringt og spurt hvort þetta
sé bara fyrir Reykjavík, en svo er ekki.
Kvennaathvarfið er fyrir allt landið."
- Hvernig gengur samstarfíð við lögregl-
una?
„Lögreglan hefur sýnt mikinn skilning
á þessu, enda leysum við í raun og veru
mikinn vanda fyrir hana. Áður gat hún
ekki verndað konur með neinum hætti
öðrum en þeim að bjóða þeim skjól í
fangageymslum sínurn."
- Nú hefur maður heyrt því varpað
fram að karlmenn þyrftu líka á athvarfi
að halda - hafíð þið orðið varar við það?
„Ég hef nú heyrt þetta líka, en ég veit
ekki hvort þessari spurningu er varpað
fram í gamni eða alvöru. En það er
sjálfsagt fyrir karla að stofna athvarf ef
þeir telja sig þurfa á því að halda.
Ef einhverjar konur berja karla sína
þá held ég að það sé mjög sjaldgæft og
einangrað en það virðist hins vegar vera
mjög algengt að karlar beiti eiginkonur
sínar ofbeldi.
Ástæðuna til þess má eflaust rekja til
þess að konur yfirleitt standa höllum fæti
í samfélaginu. Ég á t.d. bágt með að trúa
því að karlmenn myndu koma algjörlega
peningalausir í karlaathvarf, ef slíkt
athvarf yrði opnað. Það gera konur hins
vegar iðulega - þó svo að fjölskyldur
þeirra búi við ágæt kjör og séu síður en
svo við sultarmörkin^eru konurnar al-
gjörlega félausar.
Það sem kemur oft fram í því ofbeldi
sem konur verða fyrir er kvenfyrirlitning
og þá á ég ekki við fyrirlitningu á þeirri
tilteknu konu sem verður fyrir ofbeldinu
hverju sinni, heldur bara fyrirlitningu á
konum yfirleitt."
Sími 44566
RAFLAGNIR
Héraðsráðunautur.
Búnaöarsamband Dalamanna óskar áö ráða héraðs
ráðunaut.
Upplýsingar veita Jón Hólm Stefánsson í síma 93-4160
og Sigurður Þórólfsson i síma 93-4937
Umsóknum skal skila til Sigurðar Þórólfssonar Fagradal
Sauðbæjarhreppi 371 Búðardalur fyrir 15. júní nk.
Búnaðarsamband Dalamanna