Tíminn - 22.05.1983, Side 22
SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983
nútíminn
heldur hér tvenna tónleika sem verða þeir emu er
þessi þekkta söngkona heldur í allt sumar
■ Hin þekkta söngkona Grace
Jones er væntanleg hingað til
lands í júníbyrjun og mun hún
halda tvenna tónleika hér, þá
fyrri í Sigtúni þann 3. júní og
hinn seinni í Safari þann 4. júní
n.k. Báðir tónleikarnir hefjast
kl. 22.30.
Óhætt er að segja að þessi skvísa sé
hvalreki á fjörur íslenskra poppáhuga-
manna en Grace á sér dyggan hóp
aðdáenda hér og seljast plötur hennar
vel. Þetta mun nókkru hafa ráðið um að
hún kom hingað, svo og að henni þótti
víst „fríkað“ að koma til íslands.
Tónleikarnir hér verða þeir einu sem
Grace heldur í allt sumar en þennan
tíma mun hún einbeitasérað upptökum,
bæði á plötu og vídeó.
Eins og alltaf er hún kemur fram er
hún með segulband með sér og hingað
koma með henni, hljóðmaður, ljósa-
maður og lífvörður en sá síðastnefndi
mun einnig vera ástmaður hennar þessa
stundina.
Grace Jones er vinsælasta klúbbsöng-
kona heimsins um þessar mundir og
seljast plötur hennar í risaupplögum, en
hérlendis hefur hún notið mikillar hylli
á dansstöðum enda tónlistin með „frum-
stæðum" takti seiðandi og framandi.
Sem fyrr segir mun hún starfa nokkuð
að vídeóþáttagerð í sumar en hún hlaut
fyrstu verðlaun í keppni í Bandaríkjun-
um á síðasta ári fyrir vídeóþátt sem hún
gerði. Sviðsframkoma hennar er óvenju-
leg svo ekki sé meira sagt og ætti enginn
sem áhuga hefur á tónlist hennar að láta
þessa skemmtun framhjá sér fara. Miða-
verð er 380 kr. sem mun vera um 40%
ódýrara en almennt kostar á skemmtanir
hennar í New York. -FRI
■ Grace Jones.
■ Merkis tónlistarviðburður mun reka
á fjörur íslenskra tónlistarunnenda næst-
komandi þriðjudag 24. maí. Þá mun
bandaríski tónlistarmaðurinn David
Thomas halda hér sólótónleika, ekki
samt alveg einn því í förinni með honum
er segulbandstæki. Margir gætu kannast
viðnafnið David thomas þó það hringi
ekki stórri bjöllu, hætt er þó við að
nafnið Pere Ubo hringi stærri bjöllu í
þessu sambandi. Thomas er einmitt
söngvari þeirrar ágætu hljómsvcitar.
Pere Ubu hefur nú um nokkurra ára
skeið verið með virtustu og vinsælustu
hljómsveita Breta og annarra sem til
þeirra þekkja. Hvað einkenndi þó Pere
Ubu frá upphafi var hinn sérstæði söng-
stíll Thomas, við getum raunar sagt
einstaki. Nú á síðustu misserum hefur
Thomas brugðið sér einn útum víða
veröld í tónleikahald. Hann hefur unnið
þó nokkuð með Lindsey Cooper og
Chris Cutler, reyndar nýverið gefið út
plötu saman sem tríó.
Hingaðkoma David Thomas verður
að teljast merkisviðburður, langt er
síðan við höfum fengið jafn sérstæðan
gest sem David Thomas er í raun og
veru.
Með Thomas á tónleikunum mun auk
hans spila Þorsteinn Magnússon. Heldur
hljótt hefur verið um hann síðustu
mánuði, en ekki er hægt að efast um í
þögninni hefur Þorsteinn sótt og endur-
nýjað kraft sinn. Brainar er ný hljóm-
sveit sem reyndar hefur gefið út eina
kassettu í tuttugu eintökum, segja verð-
ur að valinkunnir menn séu þar í hverju
rúmi og koju.
David Thomas, Þorsteinn Magnússon
og Brainar undir sama þaki á tónleikum
24. maí.
Nýjar íslenskar plötur
Hljómsveitin ÞEYR hefur nýlega sent
frá sér nýja smáskífu en hún hefur að
geyma lögin The Walk, Positive Affirm-
ations og Lunaire en upptökur á þessum
lögum fóru fram í júní á s.l. ári.
Ill£ WtjlK fviT:/£ fyf'iwisj Luif
■ Þótt vertíð sé nú lokið fyrir skömmu
þá er ein áhöfn sem siglir ótrauð áfram
á „rniðin" en það er áhöfnin á Halas-
tjörnunni og „trollið" að þessu sinni er
ný plata „Ég kveðju sendi - herra".
Hljómplötuútgáfan Geimsteinn gefur
plötuna út en á henni koma fram 6
söngvarar, Hermann Gunnarsson,
Mag'nús Ólafsson, Páll Hjálmtýsson,
Ruth Reginalds, Rúnar Júlíusson og
María Baldursdóttir. Öll lög og textar
eru eftir Gylfa Ægisson en útsetningar
og hljóðfæraleika önnuðust þeir Þórir
Baldursson og Rúnar Júlíusson. Þetta er
fjórða plata áhafnarinnar.
JUNt' 'tl
Kiy t.c.am
Öll lög og textar eru samin af meðlim-
um hljómsveitarinnar og annast þeir
allan hljóðfæraleik nema í einu lagi þar
sem þeir njóta aðstoðar saxófónleikar-
anna Sigurðar Flosasonar og Þorleifs
Gíslasonar. Hljómsveitina Grafik skipa:
Rafn Jónsson, trommur og ásláttarhljóð-
færi, Ramó, söngur, Rúnar Þórisson,
gítar og söngur, Vilberg Viggósson,
hljómborð og söngur og Örn Jónsson,
bassi. Graf s.f. gefur plötuna út en
Steinar h.f. annast dreifingu.
J
■ Nýverið kom út ný hljomplata með
hljómsveitinni Grafik og nefnist hún
„Sýn“. Þetta er önnur plata hljómsveit-
arinnar en fyrri plata þeirra „Út í
kuldann“ kom út haustið 1981. „Sýn"
var tekin upp í stúdíó Graf, en blönduð
í stúdíó Stemmu.
Ný plata hjá
Purrk Pillnikk
■ I*ótt hljómsveitin Purrkur Pillnikk hafi „legið í gröfinni“ nú um fleiri
mánaða skeið virðist enn bærast iífsmark með sveitinni því út er komin ný
plata með þeim „Maskínan“ 12 tonunu 33 sn þar sem er að finna efni af
hljómlcikum og önnur sjaldgæf og illfáanleg lög.
Tónlistin á plötunni spannar allt frá þriðju fónlcikuni þeirra og til þeirra
síðustu, þc. Melarokkstónleikanna en á plötunni er að finna ein fimin lög af
þeim tónleikum, lög sem cinungis voru leikin þetta kvöld, en það er mál
manna að hljomsveitin hafi aldrei verið betri á ferli sínum en eimnitt þá.
Auk þess munu vera lög á plötunni af tónleikum þeim sem Purrkur Pillnikk
lék á í Englandi mcð bresku hljómsveitinni The Fall sejn hér var nýverið, en
í tilkynningu frá þeim köppum segir að þessar upptökur gefi sveitinni
nýjar víddir.
-FRI
DAMD THOMAS
í TJARNARBÍÓI