Tíminn - 22.05.1983, Side 23
SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983
23
Umsi6n: FrlArfk iadriftason oc Bn(i ÓWww
Lionel Hampton
í Háskólabíói
■ Á þriðjudaginn kemur hefst forsala
aðgöngumiða að tónleikum Lionel Ham-
ptons og sautján manna stórsveitar hans.
Forsalan verður í Fálkanum að Lauga-
vegi 24 en tónleikarnir í Háskólabíói
þann 1. júní.
Óhætt er að fullyrða að þetta er mesti
viðburður í jazztónleikahaldi á íslandi
síðan Louis Armstrong kom hingað með
stjörnuhljómsveit sína 1965 Lionel
Hampton stendur nú á sjötugu og heyrst
hefur að þetta verði síðasta Evrópuför
hans. Hann er þó enn í fullu fjöri og
hefur aldrei dregið af sér á sviðinu og
lagt alla sál sína í leikinn. Hljómsveitin
er skipuð ungum piltum og gömlum
refum og mun trommarinn Frankie
Dunlop þeirra þekktastur, en hann lék
lengi með Thelonius Monk.
Að sjálfsögðu er víbrafónninn höfuð-
hljóðfæri Hamptons, en hann er vanur
að taka nokkra trommusólóa, leika á
píanóið með hinni sérstæðu tveggja-
fingraaðferð sinni og syngja á hverjum
tónleikum. Það er oft orðið nokkuð heitt
í kolunum þegar gamli maðurinn tekur
að syngja Hey ba ba-re-bop og salurinn
tekur undir svo allt ætlar um koll að
keyra. Enginn núlifandi tónlistarmaður
getur látið sveifluna bulla og sjóða eins
og Hampton.
Lionel Hampton var upphaflega
trommari og lék fyrst á víbrafóninn
aðalhljoðfæri hans og hann varð heims-
frægur er hann lék með Benny Goodman
1936-40. Þá stofnaði hann eigin stórsveit
sem varð brátt geypivinsæl og verk eins
og Flying Home og Hamp's Boogie
Woogie seldust í risaupplögum.
Hampton er alltaf jafn vinsæll og það
á hann tvennu að þakka. Tónlist hans er
tær list þegar best lætur og hann kann
einnig þá list að fá áheyrendann til að
taka þátt í tónleikunum af lífi og sál. Það
situr enginn kjurr á Hampton tónleikum
og hann er einn hina örfáu sem getur
sameinað á einum og sömu tónleikunum
listatónlist og dúndursjó.
íslendingar eiga þess tæpast kost að
hlýða á einn af meisturum sveiflunnar
öðru sinni - þeir safnast óðum til feðra
sinna. JAZZVAKNING
■ Lionel Hampton,
Mezzoforte
með tónleika
í Hollandi
— nýja platan Rockall komin út
í Englandi svo og safnplatan
Catching up with Mezzoforte
■ Hljomsveitin Mezzoforte hélt utan
til Englands í byrjun þessarar viku og nú
um helgina heldur hún yfir til Hollands
þar sem áformaðir eru þrennirtónleikar.
Plata þeirra Surprise surprise hefur átt
mikilli velgengni að fagna í Hollandi
undanfarið og er hún í 7. sæti vinsælda-
listans þar þessa vikuna.
í ráði er einnig að skreppa yfir til
Belgíu en þar fór litla platan úr 18. sæti
og í það 9. í þessari viku. Og samkvæmt
því sem við höfum frétt er litla platan
komin í 7. sæti vinsældalistans í Portú-
gal.
í Englandi eru nú komnar út tvær
nýjar plötur með Mezzoforte, annars-
vegar Rockall sem er lítil plata og
hinsvegar safnplatan Catching up with
Mezzoforte sem er efni af plötum þeirra
fyrir plötuna 4. -FRI
Poppbókin
■ Fyrir skömmu birti Tíminn frétt um
væntanlega útgáfu íslenskrar poppbók-
ar. í fréttinni óskuðu aðstandendur
bókarinnar eftir samstarfi við hina ýmsu
aðila er tengjast poppinu. Þeir aðilar
voru m.a. beðnir um að senda upplýsing-
ar um sig og aðra í pósthólf 14 Reykjavík
merkt „Poppbók“.
Svo slysalega vildi til að vegna mistaka
voru öll bréf merkt Poppbókinni endur-
send. Hlutaðeigandi eru því vinsamleg-
ast beðnir um að senda áðurnefndar
upplýsingar aftur í sama pósthólf með
sömu utanáskrift. Þeir eru jafnframt
beðnir góðfúslega afsökunar á mistöku-
num.Um leið eru aðrir sem ekki enn
hafa sent upplýsingar beðnir um að gera
það nú þegar ef þeir vilja vera með í
bókinni.
CLAAS WM 20C Sláttuþyrla m/knosara
Sama sláttuþyrla aö grunni til, hefur
heyknosara að auki Verð kr. 69.300
CLAAS WSDS 280 Stjörnumúgavél
Lyftutengd, ein stjarna með
8 örmum Verð kr. 39.600
CLAAS W 450 Heyþyrla
Dragtengd, 4. stjörnu með 6 örmum hver Verð kr. 48.300
CLAAS LWG 24m3 Heyðhleðsluvagn.
Sterkbyggður og lipur. Stórir hjólbarðar (11.5x15)
Söxunarbúnaður fyrir þurrhey og vothey.
Stillanleg dráttarbeisli. Þurrheysbygging fellanleg.
Hleðslutími er 5 mín. og losunartími allt
niður í 2 mín. Nær upp allt að 1.60 m
breiðum múga. verð kr. 121.000
CLAAS Markant 51 Heybindivél
Vinnubreidd 1.65 m
Stillanleg baggalend frá 0.4 m - 1.10 m.
Geymsla fyrir 4 garnrúllur. Þyngd 1.210 kr. Verð kr. 142.000
CLAAS Baggakastari á heybindivélar.
Fylgir vagninum eftir í beygjum. Stillanleg kastlengd.
Stillanlegt vökvastreymi Verð kr. 35.600
•ShP/aíg"
áfíósf
CLAAS rúllubindivél
Rollant 34, sópari 1.55 m
Verð kr. 209.000
riHIIS
Öryggi í fóðuröflun
- . ..
Claas-menn
eru vel heima í heyverkun
og nú bjóðum við rúllubindivélar,
knosaraþyrlur og fjölhnífavagna í auknu úrvali.
Minnum bændur t.d. á:
CLAAS WM 20 Sláttuþyrla
Vinnubreidd 1.65 m.
6 hnífar, 2 tromlur
Verð kr. 38.900
Kaupfélögin og
Suðurlandsbraut 32 • Sími 86500
Reykjavík