Tíminn - 22.05.1983, Page 26

Tíminn - 22.05.1983, Page 26
SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983 26 ■ Foringi undirheimanna - Jabba - ráðfærir sig við einn af ráðgjöfum sínum. Þriðja Stjörnustríðsmyndin frumsýnd í Bandaríkjunum á miðvikudaginn: Ofreskjan ógurlega sem Jabba geymir í kjallaranum og fæðir á óvinum sínum. Eitt af heimilisdýrum Jabba, ófrýnilegt eins og hann sjálfur. JEDINN SNYR AFTUR! ■ Þau eru aftur að koma Luke, Leia, Han Solo, Chewbacca, See-Threepio (C-3PO) og Artoo-De- too (R2-D2) ásamt fjölda nýrra sköpunarverka George Lucasar. Þriðja Stjörnustríðsmyndin, „Ret- urn of the Jedi“ - eða „Jedinn snýr aftur“ - verður frumsýnd í Bandaríkjunum á miðvikudaginn, og því er spáð, að hún verði ein af vinsælustu kvikmyndum Bandaríkjanna eins og tvær fyrri stjömustríðsmyndirnar. Fyrsta myndin - Stjörnustríð - sem var frumsýnd árið 1977, hefur ekki aðeins náð inn 524 milljónum banda- rískra dala í aðgangseyri, heldur kallaði á flóð kvikmynda um skyld efni. Stjörnustríðsmynd númer tvö - „The Empire Strikes Back“ - kom árið 1980 ,og hefur halað inn 365 milljónir dala. Og núna kemur þriðja myndin, sem um leið setur endapunktinn á þennan kafla í stjörnustríðssögu Lucasar. Steven Spiel- berg, sem er náinn samverkamaður Lucasar, segir að þessi þriðja mynd sé þeirra best og muni án efa verða enn vinsælli en fyrirrennararnir - þótt það sé vissulega erfitt, þar sem „Stjörnustríð" var sú mynd, sem gaf mest af sér í sögu bandarískra kvikmynda þar til „E.T.“ Spielbergs sló það met. „Stjörnustríð" er nú í öðru sæti og „The Empire Strikes Back“ í þriðja. Fjöldi nýrra vera í nýju kvikmyndinni, sem frumsýnd verður eins og áður segir í Bandaríkjun- um á miðvikudag, birtast allar gömlu söguhetjurnar, en jafnframt margar nýj- ar og þá yfirleitt af óhugnanlegra taginu. Þarna eru auðvitað aðalsöguhetjurnar, Luke Skywalker, Leia Prinsessa og ævintýramaðurinn Han Solo, sem reynd- ar var orðinn. að ísklump í annarri myndinni. Sá loðni Chewbacca er líka á sínum stað, vélmennin tvö C-3PO og R2-D2 einnig, og sömuleiðis höfuðand- stæðingurinn - Darth Vader eða Svart- höfði. En fjölmargar nýjar verur koma til skjalanna. Þar má nefna risastóra og óhugnanlega veru, sem Jabba heitir - en Jabba er höfuðpaur undirheimanna og hefur safnað í kringum sig ýmsum ferleg- ustu skrímslum heimsins. Eiga mörg þeirra vafalaust eftir að örva hjartslátt bíógesta, þar á meðal ófreskja ein mikil, sem Jabba geymir í kjallaranum hjá sér og notar til þess að ganga frá óvinum sínum. Söguþráöurinn Hver er svo söguþráður þessarar þriðju stjörnustríðsmyndar? ■ Hinn illi keisari í eigin persónu - yfirmaður Darth Vader.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.