Tíminn - 15.06.1983, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1983
7
■ „Eigum við að hlaupa einu sinni enn í kring um engið, eða
eigum við að hvíla okkur fyrst?“ spyr Cisela litla pabba sinn.
AUGU DOTTURINNAR
SJÁ FYRIR ÞAU
FEÐGININ BÆÐI
■ Rune Stridh og dóttir hans taka sér daglega góðan
hlaupatúr. Hún er 8 ára, en Rune pabbi hennar 36 ára.
Arið 1969 slasaðist Rune við störf sín í herþjónustu, og
lá lengi milli heims og helju. Hann missti svo til alveg
sjónina og taka varð af honum báðar hendur og
handleggi um olnboga.
Þegar slysið varð var Rune
trúlofaður, og var SaUy kærast-
an hans löngum við sjúkrabeð
hans. Þegar hann hresstist giftu
þau sig, og nú eiga þau lítið hús
á Gotlandi í Svíþjóð og tvö
börn. Dóttirin Cisela hefur
verið sérstaklega iðin við að
aðstoða pabba sinn við
trimmið. Þcgar þau fara út að
hlaupa, þá bindur hún teygju-
band í handleggsstúf pabba
síns, og svo hlaupa þau í takt.
Rune sér aðeins mun dags
og nætur, en hefur nú fengið
vonir um að hægt verði að
hjálpa honum við að fá aftur
sjónina. Rússneskir og banda-
rískir læknar hafa náð langt í
þeim augnaðgerðum, sem
hann þarfnast, og bíður hann
nú eftir því að komast að hjá
sérfræðingum öðru hvorum
megin Atlantshafsins.
Assil að algert stríð ríkti nú í
öllum 26 fylkjum landsins.
„Sovétmenn beita nýjustu vopna-
tegundum í styrjöldinni, en
andstöðuna skortir mjög vopn,“
og eitt af erindum mínum á
vesturlöndum er að hvetja til
aukinnar hernaðaraðstoðar við
andspyrnuhreyfinguna í landi
mínu. Að meginhluta til eru þau
vopn sem hún hefur yfir að ráða
sovésk vopn sem fallið hafa
henni til í orustum."
80% landsins er nú á valdi
andspyrnuhreyfingarinnar, en
stríðið heldur áfram og Sovét-
menn reka eyðingarstríð gegn
afgönsku þjóðinni. Engin verk-
smiðja er lengur starfandi í
Afganistan, þeir drepa búpening
og eyðileggja akra, eins og þeir
vilji eyða allri lífsbjörg fólksins.
Ein af afleiðingum stríðsins er
sú að íbúum Afganistan hefur
fækkað um meir en 5 milljónir.
4 milljónir hafa fallið, flestir
óbreyttir borgarar, þ.á.m. börn,
konur og gamalmenni sem ekki
geta borið hönd fyrir höfuð sér.
1.5 milljón hefur flúið land,
flestir til íran og Pakistan, en
einnig til vesturlanda.
Hvaða hjálp geta vesturlönd
látið ykkur í té?
Númer 1, vopn. Vesturlönd
verða að átta sig á að við erum
að heyja frelsisbaráttu, ekki bara
fyrir okkur sjálfa heldur einnig
vesturlönd. Hernaður Sovét-
manna í Afganistan er aðeins
æfing fyrir frekari landvinninga,
sem hafa það markmið að kom-
ast yfir olíulindirnar við Persa-
flóa og hvar standa vesturlönd
þá. Við þurfum einnig hjálp til
að geta haldið uppi læknisþjón-
ustu við sjúka og særða, en
Sovétmenn hafa drepið marga af
læknum okkar. Við þurfum póli-
tískan og siðferðilegan stuðning
og við biðjum þá sem vinna við
fjölmiðla að gleyma okkur ekki
né baráttu okkar.
Sovétmenn reyna að þvinga
upp á okkur hugmyndafræði
sinni, en það tekst þeim ekki og
til þess hafa þeir engan rétt. Við
eigum sjálfir okkar eigin hug-
myndafræði, og fyrir hana, sjálf-
stæði okkar og fullveldi munum
við berjast meðan einn sovéskur
hermaður er eftir á afganskri
grund.
- JGK
erlent yfirlit
■ Veðráttan hefur verið ís-
lendingum erfið undanfarna
mánuði, en þó einkum norðan-
og austanlands. Það eru hins
vegar miklu fleiri en íslendingar,
sem hafa þessa sögu að segja, og
hana raunar miklu verri.
Þannig telja Bandaríkjamenn
að veðráttan í vetur og vor hafi
verið hin versta hjá þeim um 40
ára skeið, þótt nokkuð sé þetta
misjafnt hjá þeim eftir lands-
hlutum, eins og hjá okkur.
Marga aðra hefur veðráttan
þó leikið enn grálegar. Þetta
gildir ekki sízt um Afríku-menn,
en í a.m.k. 18 löndum Afríku
hafa verið svo miklir þurrkar um
lengra skeið, að mikil hætta er á,
að hundruð þúsunda manna deyi
úr hungri, ef ekki berst stóraukin
hjálp utan frá.
Víða í þessum löndum þykir
■ Þar sem vatnsmiklar ár runnu áður er nú nær ekkert vatn að fá.
Suður-Afríku, en þeir eru taldir
þeir mestu, sem þar hafa orðið í
heila öld.
Þótt þurrkarnir hafi orðið
verulegir í nokkrum hluta Tanz-
aníu, hafa þeir ekki enn valdið
eins stórfelldu tjóni og í Mosam-
bik og Suður-Afríku. Zambía og
Zimbabve hafa orðið illa úti, en
þó tæpast eins og tvö áðurnefndu
löndin.
I Zimbabwe hefur það komið
sér verst, að þurrkarnir hafa
orðið mestir í Matabelelandi, en
þar hefur ríkt ófriðarásand og
aukið á vandræðin.
í Mosambik er ástandið talið
mjög alvarlegt. Þar hafa haldizt
miklir þurrkar í átta af tíu fylkj-
um landsins. Hinar hefðbundnu
vorrigningar urðu þar hinar
minnstu í manna minnum og
mun það valda miklum upp-
Mikill mannfellir vofir yfir
Afríku vegna þurrka
Ástandið verra en 1972-1973,þegar 2-300 þús. horféllu
Dökku blettirnir sýna helztu þurrkasvæðin í Afríku.
nú stefna í sömu átt og á árunum
1972-1973, en þá ríktu miklir
þurrkar í sex löndum sunnan við
Sahara, eða í Senegal, Mauri-
taniu.Malí, Efri Volta, Niger og
Chad.
Þrátt fyrir mikla erlenda hjálp,
sem þjóðum þessara landa barst,
er talið að milli 200-300 þúsund
manns hafi orðið hungurmorða
á umræddu tímabili.
ÞURRKARNIR, sem nú
ógna lífi hundruð þúsunda og
jafnvel milljóna manna í Afríku,
ná yfir miklu víðlendara svæði
en 1972-1973.
í Vestur-Afríku eru það
Mauritanía, Mali, Ghana og
Togo, sem hafa orðið harðast
úti. í Ghana er ástandið enn
verra sökum þess, að um ein
mílljón Ghanabúa, sem höfðu
setzt að í Nígeríu, voru reknir
þaðan á síðastliðnum vetri. Þetta
fólk hefur flest ekki haft að
neinu að hverfa eftir heimkom-
una til Ghana.
í Marokko hafa einnig orðið
verulegir þurrkar, en ástandið er
þó ekki eins slæmt þar og í
hinum löndunum. Hins vegar er
það mjög slæmt á Grænhöfða-
eyjum (Cape Verde), en íbúarn-
ir þar hafa fengið talsverða hjálp
utan frá, m.a. frá íslendingum,
sem hafa verið að kenna þeim
fiskveiðar.
Vegna þurrkanna hefur ekki
aðeins gróður eyðzt, heldur hef-
ur vatn þornað í vötnum og
fljótum og vatnið spillzt af þeim
ástæðum, m.a. vegna þess, að
saltmagn í því hefur aukizt. Bú-
peningur hefur hrunið niður mun
meira en ella af þessum sökum.
í Mið-Afríku hafa þurrkarnir
orðið mestir í Chad og Kame-
roon. í Chad hefur það gert
ástandið verra, að nær stöðug
borgarastyrjöld hefur ríkt þar
sfðustu árin. Hjálparstarfsemi
hefur sökum þess farið meira og
minna í handaskolum.
I Austur-Afríku hafa þurrk-
arnir verið mestir í norðurhluta
Eþíopíu og hafa haldizt þar um
lengra skeið. Stór landsvæði hafa
verið yfirgefin. Hjálparstarfsem-
in hefur verið heldur í skárra lagi
en víða annars staðar, en þó
gengið misjafnlega. Fyrir
skömmu rigndi þar verulega og
hyggjast því margir ■ hverfa
aftur til fyrri heimkynna. Sá
örðugleiki kemur þá til sögunn-
ar, að búpeningurinn er fallinn
að mestu og endurnýjun hlýtur
að taka sinn tíma.
Þurrkar munu ekki óvenjuleg-
ir í framannefndum löndum, en
það hefur aukið á vandann, að
verulega hefur verið breytt um
búskaparhætti. Áður reikuðu
menn um með hjarðir sínar og
fluttu sig um set eftir veðráttu.
Á síðari tímum hafa bændur
tekið sér fasta búsetu og það
hefur víða haft þær afleiðingar
að gengið hefur verið á gróður-
inn meira en áður. Þegar þurrk-
arnir hafa komið, hefur viðnám-
ið verið veikara en áður.
Loks er svo að geta um þurrk-
ana, sem hafa komið til sögu í
skerubresti. Bersýnilega verður
þar þörf fyrir mikla hjálparstarf-
semi.
Þá veldur það ekki minnstu
áhyggjunum, að óttast er nær
algcrt vatnsleysi í höfuðborginni
Maputo, sem hefur um 850 þús.
íbúa. Á venjulegum tímum hef-
ur verið erfitt að fullnægja vatns-
þörf höfuðborgarinnar, en nú
þykir það viðfangsefni næstum
óleysanlegt.
í sambandsrfkinu Suður-
Afríku hafa þurrkarnir orðið
mestir í þeim landshlutum, sem
aðallega eru byggðir blökku-
mönnum. í sumum þeirra óttast
menn mannfall í stórum stíl af
völdum þurrkanna, nema ríkis-
valdið grípi í taumana með víð-
tæka aðstoð. Það ætti að vera
bót í máli, að Suður-Afríka er
ríkt land og er þess megnug að
halda uppi hjálparstarfseminni
á þessu sviði. Það gildir ekki um
önnur ríki Afríku.
Sjálfstæðu blökkumannaríkin
í Suður-Afríku, Botswana,
Swaziland og Lesotho hafa mjög
orðið fyrir barðinu á þurrkunum
og verða því Suður-Afríku enn
háðari en áður.
FAO.en matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna gengur venjulega undir
þeirri skammstöfun, hefur fylgzt
með þurrkum í Afríku. í nýkom-
inni skýrslu frá FAO, er ástandið
talið enn verra en á árunum
1972-1973. FAO hefur nýlega
sent áskorun til 27 ríkja, sem
helzt gætu veitt hjálp, og beðið
um aðstoð þeirra.
Sum hafa þegar brugðizt vel
við, en mest munar um framlög
Bandaríkjanna, en þau ráða yfir
miklum kornbirgðum. Áætlað
er að Bandaríkin leggi fram 262
milljónir dollara til umræddrar
aðstoðar á þessu ári. Vissulega
munar um það, en vafalítið þarf
miklu meiri hjálp, ef koma á í
veg fyrir stórfellt mannfall af
völdum þurrkanna.
Þórarirm
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar