Tíminn - 15.06.1983, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjóifsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Magnússon,
Heiður Helgadóttlr, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar:86387og 86392.
Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Sala samkeppnis-
fyrirtækja ríkisins
■ Nokkrar umræöur hafa risið í tilefni af því, að Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra hefur látið í ljós þá skoðun, að
athuga beri vandlega, hvort ekki sé tímabært að ríkið selji eitthvað
af þeim fyrirtækjum eða hlut í fyrirtækjum, sem það á nú.
Ummæli þau sem fjármálaráðherra hefur látið falla í þessu
sambandi, hafa verið túlkuð nokkuð frjálslega. Meðal annars
hefur það heyrzt, að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sé meðal
þessara fyrirtækja og jafnframt muni hún vera það ríkisfyrirtækið,
sem mörgum muni þykja ábatavænlegast að festa kaup á!
Hið rétta mun, að athugun sú, sem Albert Guðmundsson vill
láta fara fram beinist fyrst og fremst að þeim fyrirtækjum, sem
rekin eru í samkeppni við einkafyrirtæki og samvinnufyrirtæki.
Vissulega gildir allt öðru máli um þessi fyrirtæki en þau, sem
rétt hefur verið talið að væru ein um hituna, því að samkeppni
hentaði ekki á viðkomandi starfssviði. f þessu sambandi má nefna
raforkufyrirtækin, Áburðarverksmiðju ríkisins, Sementsverk-
smiðjuna o.s. frv. Um það hefur verið alger samstaða hingað til,
að þessi fyrirtæki væru opinber eign og rekin í samræmi við það.
Allt öðru máli gegnir um ríkisfyrirtæki, sem eiga í samkeppni
við einkarekstur eða samvinnurekstur. Til eignar ríkisins eða
sameignar á þessum fyrirtækjum hefur oftast verið stofnað vegna
sérstakra ástæðna á sínum tíma - ástæðna, sem eru ekki lengur
fyrir hendi.
Breyttar aðstæður geta þannig valdið því, að. ekki er lengur
eðlilegt, að ríkið eigi þessi fyrirtæki eða hluta í þeim. Þess vegna
virðist athugun sú, sem Albert Guðmundsson er að efna til, eiga
fullan rétt á sér.
Slík athugun hefur reyndar áður farið fram, eða í fjármálaráð-
herratíð Matthíasar Mathiesen. Þingflokkur Framsóknarmanna
var þá fylgjandi því, að athuguð yrði sala á vissum fyrirtækjum,
en þegar til kom strandaði framkvæmdin á ráðuneytunum, ekki
sízt ráðuneytum, sem heyrðu undir ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Af hálfu Framsóknarflokksins var lögð áherzla á það, að ef til sölu
umræddra fyrirtækja kæmi, yrði starfsfólki þess gefinn kostur á að
gerast eignaraðili, að öllu leyti eða einhverju leyti, eftir því, sem
aðstæður leyfðu. Þessi afstaða Framsóknarflokksins er óbreytt .
En það er víðar en hjá ríkinu, sem athuga þarf um sölu á
opinberum fyrirtækjum, sem rekin eru í samkeppni við einkafyrir-
tæki.
Framsóknarmenn hafa t.d. beitt sér fyrir því, að Reykjavíkur-
borg hætti rekstri einokunarfyrirtækis, sem vafalítið á sinn þátt í
því, að Reykvíkingar búa við óhagstæðari brunatryggingar en ella.
Vonandi verður umrætt frumkvæði Alberts Guðmundssonar til
þess, að forráðamenn Reykjavíkurborgar taka þetta mál til
afgreiðslu.
Þinghaldið
Um langt skeið var það eitt helzta árásarefni Sósíalistaflokksins
á hendur Bjarna Benediktssyni, að hann hefði ekki látið kalla
Alþingi saman, þegar gengið var frá varnarsamningnum milli
íslands og Bandaríkjanna vorið 1951, heldur látið nægja að kynna
sér, að samningurinn hafði yfirgnæfandi þingfylgi.
Það þarf ekki að taka fram, að þessi afstaða Bjarna Benedikts-
sonar var í alla staði lögmæt og eðlileg.
Nú hafa arftakar Sósíalistaflokksins tekið upp svipaðan áróður
og krafizt þess, að Alþingi verði kvatt saman vegna bráðabirgða-
laganna um efnahagsmálin, enda þótt vitað sé að þau hafa
yfirgnæfandi þingfylgi.
Vitanlega krafðist Sósíalistaflokkurinn þess ekki af neinni
lýðræðisást eða þingræðisást, að Alþingi væri kvatt saman 1951.
Krafa arftaka hans er heldur ekki sprottin af þeim rótum. í
umræddum ástæðum báðum er tilgangurinn að fá vettvang til
aukins áróðurs.
Leitt er til þess að vita, að sumir þeirra, sem réttilega vörðu
afstöðu Bjarna Benediktssonar 1951, skuli nú hafa viilzt undir
fána sósíalista.
skrifad og skrafað
Hörmungarnar
aukast
■ Á sama tíma og dreg-
ur úr umferðarslysum í
nágrannalöndunum auk-
ast þau á íslandi. Fyrir
tíu árum var hlutdeild
slysa af heildarinn-
lögnum á sjúkrahús í
Finnlandi 24 af hundraði
en er nú ekki nema 10 af
hundraði og er þessu
svipað farið á öðrum
Norðurlöndum.
Þetta kemur fram í
skýrslu Ólafs Ólafssonar
landlæknis sem birt er í
síðasta tölublaði sveit-
arstjórnarmála.
Þótt þrástagast sé á
því að hér á landi ríki hin
mesta ómenning hvað
umferð varðar og að úr-
bætur séu náuðsynlegar
og aðhald aukið, sígur
samt á ógæfuhliðina á
sama tíma og aðrar þjóð-
ir sem búa við svipuð
skilyrði vinna skipulega
að því að bæta öryggi í
umferð hjá sér með ágæt-
um árangri.
Gerð var athugun á
tíðni umferðarslysa á
tímabilunum 1975-77 og
1978-80. Veruleg aukn-
ing varð á slysum milli
tímabilanna, sérstaklega
meðal ungs fólks. Á fyrra
tímabilinu voru tæp 50%
slasaðra undir 20 ára
aldri en á síðara tímabil-
inu var rúmur helmingur
slasaðra 20 ára og yngri.
í ljós kom að ungl-
ingum á aldrinum 15-20
ára er 4-5 sinnum hættara
að hljóta meiðsl eða bana
í umferðarslysum en fólki
á aldrinum 25-64 ára.
Landlæknir segir:
„Með hliðsjón af hinni
háu slysatíðni meðal
unglinga verður að fara
vel ofan í saumana á
ökukennslu og þeim
reglum, er gilda um veit-
ingu réttinda til að aka
vélhjólum og bifreiðum.
Ljóst er að verulegum
hluta unglinga er skilað
út á götuna alls ófærum
um að stjórna ökutækj-
um.“
Kennslu ábótavant
Hér kemur landlæknir
að máli sem einstaka
sinnum hefur'verið impr-
að á áður, en yfirvöld
skellt skollaeyrum við,
að minnsta kosti eru eng-
ar úrbætur sjáanlegar,
eins og sjá má á síaukinni
slysatíðni. Ökukennslu
er áreiðanlega mjög
ábótavant. þaðgeturver-
ið matsatriði hvort öku-
kennurum er um að
kenna eða meingallaðri
löggjöf um ökukennslu
og réttindi þeim til
handa, er bílum aka eða
þeysa um á vélhjólum.
Það er óþarfi að vera að
leita uppi einhvern söku-
dólg í þessu efni. Aðal-
atriðið er að svo verði
um hnútana búið að
ökukennsla og réttindi
til að stjórna vélknúnum
ökutækjum sé í samræmi
við þær kröfur sem hljóta
að vera gerðar til þeirra
sem fá að stjórna öku-
tækjum. Þetta er mál
sem þolir enga bið. Úr-
bóta er þörf og það strax.
Það er óþarfi að málefni
af þessu tagi veltist í
ráðum og nefndum í
lengri tíma.
Meðal þess sem land-
læknir bendir á að skilji
okkur frá nágrannaþjóð-
unum í ökuver.jum er að
hér á landi nota aðeins
15% ökumanna bílbelti
en annars staðar 80-90%,
og telur hann miður að
viðurlög skuli ekki vera
vegna brots á þessu at-
riði. í ljós kemur erlendis
að með almennri notkun
öryggisbelta lækkar dán-
artíðni af völdum um-
ferðar um 30%.
En notkun öryggis-
belta er ekki einhlít því
hér á landi er tíðni slysa
á gangandi vegfarend-
um hærri en annars
staðar.
Bílstjórar kvarta oft
sáran yfir því að fólk
hlaupi fyrir bíla þeirra og
hagi sér stórhættulega í
umferðinni, en þeir hinir
sömu ásamt með yfir-
mönnum lögreglu og um-
ferðarskipulags ættu að
leggja á sig að fá sér
göngutúra annað slagið
til að kynnast af eigin
raun hversu gróflega eru
brotin lög á gangandi
vegfarendum, sem alltof
margir bílstjórar virðast
álíta að eigi sér engan
rétt til að komast leiðar
sinnar þótt lággíraðir séu
og fari sér hægt.
Þeir sem skipuleggja
gatnakerfi og umferð
ættu einnig að taka tillit
til þeirra sem potast leið-
ar sinnar á tveim jafn-
fljótum, en hugsa ekki
nær eingöngu um að bíla-
umferð geti gengið sem
greiðlegast.
Almennt andvara-
og skipulagsleysi
Landlæknir segir að
fleira mætti telja en
minni notkun öryggis-
belta hér á landi saman-
borið við nágrannalönd-
in að umferðarslys eru
tíðari hér. Hann segir
beinlínis að almennt and-
vara- og skipulagsleysi
sé einn höfuðorðsaka-
valdurinn.
í þessum málum verða
allir að taka á honum
stóra sínum til að lækka
slysatíðnina. það eróþol-
andi að menn horfi að-
gerðarlausir upp á þá
öfugþróun sem hér á sér
stað. Á sama tíma og
umferðarslysum fækk-
ar verulega í nágranna-
löndunumm aukast þau
hér og það er engu líkara
en að menn, sem ætla
mætti að væru ábyrgir,
telji þetta eitthvert nátt-
úrulögmál sem ekkert er
við að gera nema taka
með þolinmæði. En um-
ferðarslys eru af manna
völdum og það er hægt
að koma í veg fyrir þau.
Rannsóknir sýna að
meðal svokallaðra þró-
aðra þjóða fækkar slys-
um í umferð, en fjölgar
meðal þróunarþjóða.
Að þessu leyti eru ís-
lendingar greinilega van-
þróuð þjóð.
í greinargerð sinni
leggur landiæknir fram
tillögur til úrbóta: 1.
Notkun öryggisbelta, ör-
yggisstóla fyrir börn og
hjálma í umferð verður
að auka. Gagnslaust er
að lögleiða notkun þess-
ara öryggistækja, nema
einhver viðurlög komi
til, ef viðkomandi fer
ekki að lögum.
2. efla þarf til muna
alla umferðarfræðslu í
skólum. Eftir að hafa
kynnt mér námsefni í
grunnskólum nágranna-
landanna, er ljóst að við
erum eftirbátar nágranna
okkar á þessu sviði. Taka
þarf upp kennslu í reið-
lijóla- og mótorhjóla-
akstri í grunnskólum. I
sumum löndum fá ung-
lingar ekki leyfi til þess
að aka mótorhjólum,
nema þeir hafi fengið
„ökuskírteini" frá skól-
anum. Stofna ætti slysa-
nefnd í hverjum bekk, er
kanna skal nánar öll slys,
er bekkjarfélagar verða
fyrir. í framhaldsskólum
ber að taka upp kennslu
í bifreiðaakstri. Líklega
er tími til kominn að efla
mjög starf námsstjóra í
umferðarfræðum og
fyrirbyggjandi slysafræði
við grunn-og framhalds-
skóla. Efla þarf kennslu
meðal heilbrigðisstétta á
orsökum slysa. Síðastlið-
in þrjú ár hafa lækna-
nemar á 6. ári fengið
nokkra tilsögn um þetta
efni í sambandi við fé-1
lagslæknisfræðikennslu.
3. Endurskoða þarf
reglur, er gilda um öku-
réttindi. Vitað er, að
hingað koma unglingar
frá nágrannalöndum til
þess að fá ökuréttindi,
þar eð kröfur eru minni
hér en þar. Nauðsynlegt
er, að Umferðarráð og
ökukennarar taki hönd-
um saman og geri róttæk-
ar tillögur til úrbóta hið
bráðasta.
4. Umferðarráð verður
að efla og gera starfsemi
þess fjölbreyttari. Nú
starfa t.d. engir fulltrúar
lækna eða annarra heil-
brigðisstétta í ráðinu. Sú
ráðstöfun er með öllu
óskiljanleg, þegar þess
er gætt, að fáir kynnast
betur afleiðingum um-
ferðarslysa en heilbrigð-
isstéttir. Það skal að vísu
viðurkennt, að læknar
hafa verið heldur af-
skiptalitlir í umræðum
um umferðarslysavarnir.
5. Skipulagsmál gatna
og bygginga þurfa að
vera í stöðugri endur-
skoðun. Sú regla að
byggja og reka skóla og
dagheimili við fjölfarnar
götur getur ekki talizt
heppileg m.t.t. slysa-
varna. Greinilegt er, að
mun verr er búið að
gangandi fólki og hjól-
reiðamönnum í umferð
hér en í nágranna-
löndum.
6. Tryggingafélög mega
ekki sofa á verðinum.
Annars staðar á Norður-
löndum hefur ljóslega
komið fram, að slysa-
greiðslur tryggingafélaga
hafa lækkað verulega,
eftir að öryggisbelta-
notkun jókst þar. Það er
því skylda þessara félaga
gagnvart viðskiptavinum
sínum að berjast af alefli
fyrir bættum öryggisráð-
stöfunum, þ.á.m. örygg-
isbeltanotkun.“
O.Ó