Tíminn - 15.06.1983, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1983
21
umsjón: B.St. og
K.L.
flokksstarf
hundrað manns, þar af helmingurinn erlendis
frá, koma saman á Laugarvatni og þinga um
krabbamein.
Mánudaginn 13. júní verða tveir fundir.
Annars vegar aðalfundur Norræna krabba-
meinssambandsins (Nordisk Cancerunion)
og hins vegar ársfundur norrænu krabba-
meinsskránna.
Frá þriðjudegi 14. júní til' fimmtudags
verður norræn vísindaráðstefna um tvö af-
mörkuð svið. Fyrst verður rætt um leit að
krabbameini í öðrum líffærum en brjóstum
og getnaðarfærum kvenna. Síðan verður
fjallað um svonefnd fjölæxli, en með því er
átt við að einstaklingar geti fengið fleiri en
eitt krabbamein, sem eru af ólíkum uppruna.
Á vísindaráðstefnunni verða flutt 36 erindi,
og eru fimm lslendingar meðal flytjendanna.
Að þessum fundum loknuni verður nánar
greint frá þeim, en nú eru fimm ár síðan
Norræna krabbameinssambandið hélt fundi
sína síðast hér á landi. Það er Krabbameins-
félag íslands sem hefur undirbúið fundina
hér.
Lauri Nykopp heldur tónleika
í Nýlistasafninu
■ Fimmtudaginn 16. júní heldur finnski
tónlistarmaðurinn, Lauri Nykopp, tónleika í
Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, kl. 20.30.
Lauri Nykopp er saxofónleikari og laga-
smiður, sem er búsettur í París, en þar hefur
hann starfað í Pompidou-menningarmiðstöð-
inni við skrásetningu tækniatriða varðandi
saxofónleik inn á tölvur. Hann er einn af
eftirsóttustu ungu saxafónleikurunum á Vest-
urlöndum í dag. Sem lagasmiður hefur hann
hlotið fjölda verðlauna og styrkja. Hann
kom fram á tónlistarhátíð ungra Norrænna
tónskálda í Reykjavík 1982 þar sem hann
vakti mikla athygli.
Tónleikar Lauri í Nýlistasafninu munu taka
mið af fleiri listgreinum en tónlistinni einni.
Hann stundar myndsköpun og dans j afnframt
tónlistinni. (Hann hefur dansað við finnsku
þjóðaróperuna). Einn aðal þáttur tónlistar
hans er, spuni, svo erfitt er að segja nákvæm-
lega fyrir um það hvernig tónleikarnir verða
- það er háð veðri, mataræði og sálarástandi
flytjandans. Líklegt er að Lauri flétti inn í
þetta allt frá endurrreisnartónlist til nútíma
hræringa. Tónleikar hans hafa oft yfir sér
yfirbragð helgihalds. Lauri dvelst hér á
íslandi í fimm vikur, en þetta verða síðustu
tónleikar hans hér að sinni.
Tónleikarnir verða sem fyrr segir fimmtu-
daginn 16. júní og aðgangur verður ókeypis.
sundstadir
Reykjavlk: Sundhöllin, Laugardalslaugin
og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl.
7.20-20.30. (Sundhöllín þó lokuð á milli
kl.13—15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30.
Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar í
Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl.
21-22. Gufuböð í Vestubæjarlaug og Laugar-
dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og
karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug I síma 15004,
I Laugardalslaug í sima 34039.
Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga
kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19
og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur
klst. fyrir lokun. Kvennatimar þriðjudaga og
miðvikudaga.
Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum
dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á
laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl.
9-12.
Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud.
til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími
á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatim-
ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið
kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna,
kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl.i
17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og
laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar í
baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30.
Sundlaug Breiðholts er opin alla virka
daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga
kl.8-13.30.
áætlun akraborgar
Frá Akranesi
Kl. 8.30
kl. 11.30
kl. 14.30
kl. 17.30
Frá Reykjavík
Kl. 10.00
kl. 13.00
kl. 16.00
kl. 19.00
I apríl og október verða kvöldferðir á
sunnudögum. — I mai, júni og september
vérða kvöldferðir á föstudögum og sunnu-
dögum. - I júli og ágúst verða kvöldferðir
alla daga nema laugardaga.
Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá
Reykjavík kl. 22.00.
Afgreiðsla Akranesi simi 2275. Skrifstof-
an Akranesi sími 1095.
Afgreiðsla Reykjavík, simi 16050. Sím-
svarl í Rvík, sími 16420.
FIKNIEFNI -
Lögreglan í
Reykjavík, mót-
taka upplýsinga,
sími 14377
ferdalög
Rangæingafélagið í Reykjavík efnir til
skemmtiferðar laugardaginn 25. júní n.k.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.
Farið verður í Þjórsárdal um virkjanasvæði
Búrfells, Sultartanga og Hrauneyjarfoss.
Virkjanirnar skoðaðar með kunnugum leið-
sögumanni. Komið að Laugalandi í boði
kvenfélaga Ása- Holta- og Landhreppa.
Skráning og upplýsingar í símum 76238 og
83792.
Sfjórnin
Skógræktarferð F.í. í Heiðmörk
■ Miðvikudaginn 15. júní, kl. 20 er síðasta
skógræktarferðin í Heiðmörk í sumar. Frítt
fyrir þátttakendur. Fararstjóri: Sveinn Ólafs-
son. - Ferðafélag Islands.
Kvöldganga með Útivist
I kvöld, miðvikudagskvöid, fer Útivist í
kvöldgöngu kl. 20.00. Kvöldgangan er „Út í
bláinn". Verð er 150 kr. en frítt fyrir börn í
fylgd með fullorðnum. Brottför verður frá
bensínsölu BSÍ.
■ Átt þú við áfengisvandamál að stríða? Ef
svo er þá þekkjum við leið sem virkar. AA
sími 16373 kl. 17 til 20 alla daga.
andlát
Ólafur R. Guðmundsson, bóndi, Stóra-
Saurbæ, Ölfusi, lést í Borgarspítalanum
10. júní.
Eva María Jónsdóttir, Selavöllum 12,
Grindavík, lést 8. júní. Hún verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 14. júní kl. 15.00.
Eygló Einarsdóttir lést í sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja að kvöldi sunnudagsins 12.
júní.
Þorbjörg Bencdiktsdóttir, fyrrverandi
kennari, Barónsstíg 61, Reykjavík lést
að heimili sínu 10. júní.
Rannveig Ásgeirsdóttir, frá Látrum,
Aðalvík, andaðist á Hrafnistu að morgni
13. júní
Þórður Þorsteinsson, fyrrv. hreppstjóri,
Sæbóli, Kópavogi, lést í Borgarspítalan-
um 11. júní.
Ragnar Ófeigsson, frá Svartadal, andað-
ist í Sjúkrahúsj Sauðárkróks 11. júní.
Sigríður Loftsdóttir, Garðbæ, Grinda-
vík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur laugar-
daginall. júní.
Margrét Þórðardóttir, Birkilundi 15,
Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri 12. júní.
Lausar stöður
heilsugæslulækna
á Akureyri og
Seltjarnarnesi.
Laus er tií umsóknar ein staöa heilsugæslulæknis
á Akureyri og ein á Seltjarnarnesi. Stöðurnar
veitast frá og meö 1. september 1983.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
læknismenntun og læknisstörf sendist ráöuneyt-
inu á þar til gerðum eyöublööum, sem fást í
ráðuneytinu og hjá landlækni fyrir 14. júlí n. k.
Allar nánari upplýsingar veittar í ráðuneytinu.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið,
14. júní 1983.
Framkvæmdastjóri
Prjónastofan Katla hf. Vík í Mýrdal óskar aö ráöa
framkvæmdastjóra. Umsóknarfrestur er til 24.
júní.
Upplýsingar í síma 99-7225 hjá framkvæmda-
stjóra og í síma 99-7201 hjá stjórnarformanni.
Stjórnin.
Kjarnaborun
Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga,
og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar.
HLJOÐLÁTt OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst
ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er.
Skjót og góð þjónusta.
Kjárnaborun sf.
Sfmar 38203-33882
Tamningastöð
Tökum hross í tamningu og þjálfun í sumar frá
20. júní til 30. ágúst.
Upplýsingar gefur Ámundi Sigurðsson, Borgar-'
nesi, sími 93-7760 eða 7650.
Bátsferð Bátsferð
Ungiingakiúbbur FUF í Reykjavfk áætlar að fara í siglingu með
Skúlaskeiði út í Viðey og e.t.v. fleiri eyjar laugardaginn 18. júní kl. 14.
Verð kr. 100.00 Frítt fyrir börn innan 12 ára.
Nánar auglýst síðar.
Þátttaka ekki bundin við meðlimi unglingaklúbbsins.
Tilvalin fjölskylduferð fyrir FUF félaga.
Framsóknarfélag Skagafjarðar
Aðalfundur félagsins verður í framsóknarhúsinu á Sauðárkróki
fimmtudaginn 23. júní kl. 21.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stéfán Guðmundsson mæta á
fundinum.
Stjórnin.
Alúðar fyllstu þakkir sendi ég öllum vinum mínum
og vandamönnum sem glöddu mig á afmælisdaginn
minn 4. júní síðastliöinn. Sérstakar kveðjur til
samstarfsmanna minna innan Samvinnuhreyfingar-
innar.
Narfi Þórðarson,
Nýiendugötu 23.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Þorlákur Sveinsson
bóndi
Sandhól
Ölfusl
lést á heimiii sínu 13. júní
Ragnheiður Runólfsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar og tengdamóðir
Guðrún Jóhannsdóttir
frá Frambæ Eyrarbakka, Hófgerði 18, Kópavogi
lést í Borgarspítalanum 14. júní s.l.
Sigurveig Þórarinsdóttir BaldurTeitsson
Jóhann Þórarinsson Ingunn Ingvarsdóttir
Sigfús Þór Bárðarson
Helluhrauni 5
Mývatnssveit
lést 12. júní á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Jarðarförin fer fram frá
Skútustaöakirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 2.
Bergljót Sigurbjörnsdóttir
Lilja Sigf úsdóttir Sæmundur St. Sigurjónsson
Harpa Sigfúsdóttir Þorsteinn Friðþjófsson
Erla Sigfúsdóttir Hulda Sigfúsdóttir
Bergljót Bára Sæmundsdóttir
Þökkum innilega veittan stuðning við andlát eiginmanns mins, sonar
og föður
Guðmundar Kristjáns Svavarssonar
Vogabraut 6, Höfn
Konny Hallgrfmsdóttir
Þórunn Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
sonar míns, eiginmanns, föður og bróður
Svans Breiðfjörð Tryggvasonar
Elísabet Þórólfsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Sesselja Svansdóttir
Kristín Lilja Svansdóttir
Tryggvi Þór Svansson
og systkini.