Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.09.1983, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 5 ■ „Aðalávinningurinn með þessum breytingum er sá að þrátt fyrir allan þennan samdrátt í þjóðfélaginu og niður- skurð á fjárlögum og víðar, þá hefur tekist samstaða um það í ríkisstjórninni, að auka verulega hlut húsbygginganna, því það er gert ráð fyrir sama byggingar- magni, en hækkandi lánum. Það má því gera því skóna að byggingariðnaðurinn mun ekki dragast saman að þessu leyti, og menn eiga nú möguleika á því að geta haldið áfram að eignast húsnæði,“ sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráð- herra í viðtali við Tímann í gær, er hann var spurður hvern ávinning hann teldi að því að ríkistjórnin samþykkti tillögur hans í húsnæðismálum á fundi sínum í gærmorgun. Alexander sagði að þessi samþykkt tryggði jafnframt ýmsar nýjungar og breytingar sem hann vænti að kæmu fram með nýjum húsnæðislögum. Þar á meðal væru byggingarsamvinnufélög, ■ Frá fundi félagsmálaráðherra með fréttamönnum í gær. Frá vinstri eru Sigurður E. Guðmundsson hjá Húsnæðismálastofnun, HaHgrímur Dahlbert ráðuneytisstjórí, Magnús Torfi Ólafsson blaðafulltrúi ríkisstjómarínnar, Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra, Jóhann Einvarðsson aðstoðarmaður ráðherra og Hilmar Þóris- son hjá Húsnæðismálastofnun. Tímamynd Róbert Húsnædismálastofnun og Veðdeild Landsbankans sameinuð f einn Húsnæðisbanka? „ÞAÐ VÆRI SKYNSAM LEGT AÐ LATA SKOÐA ÞAÐ í ALVÖRU” — segir Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, ium breytingar á húsnæðislánum o.fl. HliSNÆÐISMÁIA T1L- LÖGUR ALEXANDERS — sem samþykktar voru á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun ■ Tillögur félagsmálaráðherra um breytingar á útlánareglum Byggingar- sjóðs ríkisins frá 1. janúar 1984. 1. Öll lán hækki um 50% 2. Nýbyggingarlán til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, skulu greidd í tveimur hlutum þ.e. fyrri hlutann mánuði eftir fokheld- isstig og seinni hlutann sex mánuð- um frá útborgun fyrri hlutans. Út- borgun lána til annarra skal vera óbreytt frá því sem nú er. 3. Lánstími nýbyggingarlána lengist úr 26 árum í allt að 31 ár. 4. Lánstími lána til kaupa á eldra húsnæði lengist úr 16 árum í allt áð 21 ár. 5. Öll lán verða afborgunarlaus fyrstu tvö árin. 6. Gjalddögum húsnæðislána verði fjölgað í 4 á ári. Tillögur félagsmálaráðherra til lausnar vanda húsbyggjenda sem fengu frumián til nýbygginga og lán til kaupa á eidra húsnæði á árunum 1982 og 1983 úr Byggingarsjóði ríkisins. 1. Ofangreindum aðilum skai gefinn kostur á viðbótarláni ailt að 50% af upphaflega láni þeirra. 2. Samkomulag hefur verið gert við innlánsstofnanir um skuldbreytingu til 8 ára. sem þyrfti að efla, þá sagðist hann telja það mikinn ávinning og mikilsverðan, að samstaða skyldi hafa tekist um það í ríkisstjórn, að rétta hlut húsbyggjenda sem hefðu verið að byggja s.l. tvö ár, og hefðu vissulega verið í miklum vanda staddir. „Ég er vissulega mjög hreykinn af því að okkur skyldi takast að ná samstöðu um að koma til móts við þetta fólk, í þessum erfiðleikum sem nú blasa við í fjármálum ríkisins. Það verður kannski ekki í þeim mæli, sem fólkið hefði kosið, en er samt sem áður gífurlega mikið átak,“ sagði Alexander, og bætti við: „Nú, þegar ég les Þjóðviljaforsíðuna í dag, þar sem yfirskriftin er „Loforðin svikin" þá verður mér óneitanlega hugs- að til fyrrverandi félagsmálaráðherra. Það hefði kannski verið ástæða til þess að Þjóðviljinn og þeir sem að honum standa, hefðu rekið upp svona kvein fyrir ári síðan, eða rúmlega það. Vissu- lega þurfti að koma til móts við þetta fólk og skilja hversu vandamálið var stórt. Ég vona að þessi áfangi sem við höfum nú ákveðið komi þessu fólki að verulegum notum.“ Verður stofnaður Húsnæðismálabanki? - Lítur þú svo á, að með þessum tillögum, sem nú hafa verið samþykktar, þá sé úrbótum á sviði húsnæðismála lokið í bili? „Nei, síður en svo. Ég geri ráð fyrir að það þurfi að takast á við þennan málaflokk ennþá meira og hyggst því láta vera í gangi frekari endurskoðun á þessu, bæði hvað varðar Húsnæðismála- stofnunina sjálfa og kerfið í heild. Það getur vel komið til greina að við þurfum að gera stórtækar breytingar þarna á, og þá er ég bara að miða við reynslu annarra þjóða. Ég er t.d. þeirrar skoðun- ar, að það væri skynsamlegt að láta skoða það í alvöru, hvort ekki væri rétt að sameina Húsnæðismálastofnunina og Veðdeild Landsbankans og láta gera úr þessum tveimur stofnunum Húsnæðis- banka. En almennt hvað snertir bank- ana, þá tel ég að það þurfi að tengja bankakerfið í landinu meira inn í hús- byggingaþáttinn heldur en gert hefur verið. Það er m.a. verkefni næstu ára, auk þess sem við verðum að vinna að því að setja upp skipulag á þessi mál, svo við lendum ekki í því sem nágrannalöndin hafa sum hver lent í, þ.e. að fara að offjárfesta í húsbyggingum." - Nú hefur komið fram í máli ykkar ráðherranna, að m.a. muni verða útveg- að nægt fjármagn í þennan svokallaða húsnæðismálapakka, með því að fá lífeyrissjóðina til þess að standa við skuldbindingar sínar um 40% greiðslur í framkvæmdasjóðina af ráðstöfunarfé - hvað munt þú sem félagsmálaráðherra gera, ef ekki tekst að afla þeirra 1200 til 1400 milljóna frá lífeyrissjóðunum, sem um er talað? „Ef ekki næst samkomulag útúr þeim viðræðum sem ég vona að fari af stað nú um mánaðamótin, við lífeyrissjóðina, þá mun ég .ekki hika við að standa við lagasetningu um þessi efni, en ég vil jafnframt segja, að ég tel að öllum sé fyrir bestu, að góð samvinna verði um þessi mái. Það má einfaldlega ekki horfa framhjá þeirri staðreynd, að þarna er mikið fjármagn, sem að vissu marki þarf að stýra.“ „Mikill munur á því hvort þeir sem eru að byggja í fyrsta sinn eða allir sem fá aðstoð“ - Nú hafa gagnrýnisraddir heyrst, þess efnis að þið hafið stefnt að því að lána 50% staðalíbúðar, en nú er Ijóst að lánið um áramót verður um 30% af staðalíbúð. Hvað vilt þú segja við slíkri gagnrýni? “Auðvitað stefnum við að því að lánshlutfallið verði hærra, - við höfum það sem markmið að hægt verði að lána 80% af byggingarkostnaði. En þaðverð- ur að hafa það í huga, þegar hvað mest var rætt um 50% staðalíbúðar, að þá var eingöngu rætt um lán til þeirra sem væru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Þegar hins vegar ljóst var orðið, að vandi þeirra sem voru ekki í þeirri stöðu var svo mikill að nauðsyn bar til þess að veita þeim einnig aukin lán, þá lá það að sjálfsögðu ljóst fyrir um leið að minna kæmi i hlut hvers um sig. Ég vil hins vegar undirstrika að þessi áfangi, sem við náum núna 1. janúar nk. hann gerir það að verkum að við getum lánað 50% byggingarkostnaðar miðað við vísitöluíbúð." Alexander greindi í þessu sambandi frá því, að verð á staðalíbúð væri hærra en verð á nýrri íbúð í fjölbýlishúsi, og þannig væri ef til vill vafasamt að nota staðalíbúðina sem viðmiðun. Sagði hann að staðalíbúð fyrir tveggja til fjögurra manna fjölskyldu, væri áætluð um 2 miiljónir, og að nú væri lánað 389 þúsund til slíkra húsbygginga eða kaupa, sem væri 19.4% kostnaðar. Eftir að nýju reglurnar tækju gildi, þá yrðu lánaðar 583 þúsund, sem þýddi að lánið hækkaði um 194 þúsund, eð aum 50%. „Full ástæða til þess að taka fasteignamarkaðinn til gagngerr- ar endurskoðunar“ - Má ef til vill reikna með því að fasteignaverð hér á markaðnum, hækki í einhverju hlutfalli við hækkun lán- anna? „Ég ég tel að það megi alveg reikna með því, eins og fasteignamarkaðurinn er rekinn hér hjá okkur. Það er að mínu mati nauðsynlegt að taka þessi mál föstum tökum, og nýta í einhvers konar endurskoðun á þessum málum hæfustu menn og starfskrafta, eins og til dæmis Stefán Ingólfsson, sem hefur að mínu mati ýmislegt gott til málanna að leggja á þessu sviði. Hann hefur t.d. bent á að þessi mikla útborgun sem á sér stað á markaðnum hér hjá okkur, frá 60% og allt upp í 80%, sé stór hluti þess mikla vanda sem húsa- og íbúðakaupendur eiga við að stríða. Annars staðar tíðkast ekki að útborg- un sé hærri en 20 til 30%, þannig að ég tel fulla ástæðu til þess að taka fasteigna- markaðinn hér til gagngerrar endur- skoðunar." Annað sem má benda á í þessu sambandi, er hið gífurlega ósamræmi sem er milli fasteignamats og brunabóta- mats. Ég vona að athugun sú sem ég læt framkvæma leiði til þess að þessar tvær stofnanir verði gerðar að einni, þar sem samræmi er á rnilli." - Ertu bjartsýnn á að fjármagn fáist? - Nú er greinilegt að til þess að leysa gamlan vanda, þ.e. vanda ca. 6000 íbúðaeigenda frá tveimur sl. árum, þá vantar a.m.k. 200, ef ekki 250 milljónir króna í það dæmi, sem er jú alveg fyrir utan 1600 milljónirnar sem þið gerið ráð fyrir í húsnæðismálin í gegnum fjárlög, og lánsfjáráætlun - Ertu bjartsýnn á að það takist að finna það fé, og það fyrir nóvembermánuð? „Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á það. Menn gerðu sér grein fyrir því í ríkis- stjórninni að það þýddi ekki að sam- þykkja þetta, án þess að standa við það. Ríkisstjórnin mun því nú á næstu dögum, hefja undirbúning að því að undirbúa fjáröflunarleiðir. Ein þeirra verður að nýta þá heimild sem er til, og fjármálaráðherra hefur ekki notað til þessa, en það er að gefa út spariskírteini. Það er mjög gott samstarf milli fjármál- aráðherra og mín í þessum málum, og ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað en við stöndum að þessu sem einn maður að sjá um að við þetta verið staðið." í máli félagsmálaráðherra kom fram að stefnt er að því að hægt verði að byrja að greiða út viðbótarlánin út á tvö sl. ár í nóvember nk. en þar verður um 50% hækkun af upphaflega láninu að ræða. - AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.