Tíminn - 23.09.1983, Page 17

Tíminn - 23.09.1983, Page 17
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 17 andlát Kristján Arnljótsson, fyrrv. rafveitu- stjóri á Húsvík, lést 20. september. Sigríður Bjarnadóttir, fyrrv. aðalgjald- keri Ríkisútvarpsins, andaðist í Sunnu- hlíð, hjúkrunarheimili aldraðra t' Kópa- vogi 20. september. Jóhann Ólafsson, Björk v/Freyjugötu, Sauðárkróki, lést 14. september. Arnað heilla 70 ára er í dag Bjami Jóhannesson, framkvæmdastjóri Utgerðarfélags Kaupfé- Iags Eyfirðinga. Bjarni er fæddur í Flatey á Skjálfanda árið 1913, sonur hjónanna Bald- vins Jóhannesar Bjarnasonar hreppstjóra og frú Maríu Gunnarsdóttir. Bjarni er búsettur á Akureyri, kvæntur Sigríði Freysteinsdóttur ogeigaþau7börn. Þaueruaðheiman ídag. minningarspjöld Minningarkort Áskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúðinni Kleppsveg 152. Holtsapóteki Langholtsvegi 84. Helenu Halldórsdóttur, Norðurbrún 1. Kirkjuhús- inu, Klapparstíg 27. Rögnu Jónsdóttur, Kambsvegi 17. Þuríði Ágúsdóttur, Austur- brún 37. Þjónustuíbúðum aldraðra V/Dal- braut. sundstaðir Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30 Sunnudaga kl. '8-17.30. Kvennatimar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð í Vesfubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug í sima 15004^ Laugardalslaug i síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, álaugardögumkl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9—16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími áþriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatím- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatimar á þriðiud. og fimmtud. kl., 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar í baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Frá Reykjavfk Kl. 8.30 Kl. 10.00 kl. 11.30 kl. 13.00 kl. 14.30 kl. 16.00 kl. 17.30 kl. 19.00 I april og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — I maí, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- .dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldterðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Afgreiðsta Akranesi sími 2275 Skrifstof- an Akranesi simi 1095. Afgreiðslá Reykjavík, sími 16050. Sím- svari i Rvík, sími 16420, - • - FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 tilkynningar Leiðsögunámskeið ■ Ferðamálaráð íslands mun í vetur halda námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið hefst 29. september n.k. og lýkur í maí næsta vor. Fluttir verða fyrirlestrar tvö kvöld í viku, mánudags- og fimmtudagskvöld, og próf verða haldin í nóvember og maí. Umsóknar- leyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Ferðamálaráðs, Laugavegi 3, (4. hæð), R., en umsóknarfrestur rennur út 15. sept. n.k. Námskeiðsstjóri verður Birna G. Bjarn- leifsdóttir Fréttatilkynning frá Norræna húsinu 15.9.1983 ■ Eftirfarandi tónleikar verða í Norræna húsinu á næstunni: Þriðjud. 27. sepf. kl. 20:30 SVEN NYHUS, fiðluleikari, Noregi: Á efnisskránni norsk þjóðlög leikin á fiðlu og Harðangursfiðlu. Þriðjud. 4. okt. kl. 20:30 FINLANDIA tríóið, Finnlandi: Ulf Hást- backa, fiðla, Veikko Höylá, selló, Izumi Tateno, píanó. Á efnisskránni - finnsk tónlist. Miðvikud. 5. okt. Id. 20:30 FINLANDIA tríóið, Finnlandi: Á efnis- skránni einleiksverk f. fiðlu, selló og píanó. Félag einstæðra foreldra heldur „Haust-flóamarkað“ ■ Félag einstæðra foreldra heldur sinn árlega haust-flóamarkað í Skeljanesi 6 helg- ina 24.-25. september. Óskum eftir öllum mögulegum munum, sem fólk þarf að losa sig við. Upplýsingar í síma 11822 milli kl. 9-17 og í síma 32601 eftir kl. 19. Sækjum heim ef óskað er. Flöamarkaðsnefndin. Samband verkafólks í matvælaiðnaði á Norðurlöndum kynnir starfsemi sína hér ■ í lok síðustu viku hélt stjórn Sambands verkafólks í matvælaiðnaði á Norðurlöndum fund í Reykjavík. Fundurinn var haldinn hér á landi til þess að kynna starfsemi norræna sambandsins fyrir íslenskri verkalýðshreyfingu ogsérstak- lega Verkamannasambandi íslands og Félagi íslenskra kjötiðnaðarmanna. Þá var stjórnin einnig að kynna sér skipulag og starfsemi íslensku verkalýðshrefingarinnar. í norræna sambandinu eru nú 7 landssam- bönd í Danmörku, Noregi og Svíþjóð með um 160 þúsund félagsmenn. Sambandið heid- ur þing 3ja hvert ár og það kýs stjórn þess, sem skipuð er 2 fulltrúum frá hverju aðildar- landi. Formaður norræna sambandsins-er Lage Andreasson. í Verkamannasambandi Islands hefur farið fram nokkur umræða um að ganga í þetta norræna samband og var þessi fundur liður í þeirri umræðu. Auk fulltrúa Verkamannasambands (s- lands fóku fulltrúar frá Félagi íslenskra kjötiðnaðarmanna þátt í þessum viðræðunt. Gestirnir skoðuðu sig nokkuð um. fóru m.a. til Gullfoss, Geysis og til Vestmanna- eyja. Einnig heimsóttu þeir vinnustaði - Isbjörninn og Mjólkursamsöluna. Friðarhópur einstæðra foreldra Stofnaðurhefurverið í Reykjavík Friðarhóp- ur einstæðra foreldra. ( ályktun, sem hópur- inn samþykkti, segir m.a.: Sú ógnarstefna sem felst í síaukinni kjarn- orkuhervæðingu hlýtur að tortíma heiminum ef almennir borgarar reyna ekki að koma vitinu fyrir stjórnmálamenn í þessum efnum. Þegar þær gífurlegu fjárhæðir sem varið er til hervæðingar í heiminum eru bornar saman við tölur um fjölda þeirra sem deyja úr hungri dag hvern, ekki síst barna, verður manni spurn hvort ráðamenn séu með öllum mjalla. Við (slendingar getum ekki setið þegjandi hjá þar sem stjórnvöld okkar eru á ýmsan hátt samsek í hernaðarglæpnum með því að hafa herstöð annars risaveldisins í landinu. Auknar hernaðarframkvæmdir sem hér eru boðaðar ýta enn undir þá þörf að efia þá . krafta sem berjast fyrir afnámi herstöðva og fyrir friðlýsingu hafsvæða. Við tökum undir þá kröfu, að Norðurlönd verði um aldur ou ævi kjamorkuvopnalaus. Sannarlýðræðisþjóð-. ir ir verða að taka frumkvæði í þessu efni. Sjónarmið stórveldanna tveggja mega ekki endalaust ráða ferðum með kenningunni um ógnarjafnvægi. Uppsetning fleiri kjarnorku- flauga í Evrópu er nýr glæpur gagnvart mannkyninu. Baráttumál einstæðra foreldra hér á landi hafa um árabil verið að efla hag þeirra sem einir hafa forræði barna sinna og jafnframt að gera bömum þeirra kleift að komast sem best af. Þetta hefur allt verið gott og blessað. En séð í stærra samhengi er þetta allt til lítils ef dagar mannkynsins eru brátt taldir og engin trygging fyrir því að börn okkar eigi sér framtíð. Hvert einasta barn sem fæðist í þennan heim fær í vöggugjöf þrjú tonn af TNT sprengiefni. Það þarf ekki neina spá- dómsgáfu til aðsjáfyrirframtíð þeirrabarna, ef slík vitfirring á að fá að halda áfram. En við viljum tryggja þeim framtíð. Við heitum því á alla einstæða foreldra, að þeir taki höndum saman um að krefjast framtíðar fyrir börn okkar - með því að krefjast afvopnunar og afnáms hernaðarbandalaga, að Island taki ekki þátt í auknum kjarn- orkuvígbúnaði og segir sig úr NATÓ. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í Friðarhópi einstæöra foreldra hafi samband við Svavar í síma 22570, Mörtu í síma 35253 og Aðalheiði í síma 21809. Allskonar smáprentun Umslög - Bréfsefni - Reikninga - Frumbækur - Vinnulista - Kort. Hverskonar eyðublöð önnur í einum eða fleiri litum - allar tegundir af pappír og umslögum. Sjálfkalkerandi pappír - RúðustrikaÓar blokkir A-4 og A-5 á lager, einnig með sérprentuðu firmamerki ef óskað er. Sjáum einnig um hönnun á nýjum eyðublöðum o.þ.h. Hringið og við veitum allar upplýsingar eða komum til yðar. T >1 TT H -J ' L BOLHOLTI 6 REYKJAVIK SIMI 82143 t Þakkir færum við öllum sem vottuðu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns.föður, fengdaföður, afa og bróður okkar Þorvarðar K. Þorsteinssonar fyrrverandi sýslumanns f.h. aðstandenda Magdalena Thoroddsen flokksstarf Aðalfundur FUF í Reykjavík Aðalfundur félags ungra framsóknarmanna j Reykjavík veröur haldinn sunnudaginn 25. sept. n.k. að Hótel Heklu I sal niðri kl. 14 (kl. 2) Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Tillögur um lagabreytingar verða að hafa borist skrifstofu félagsins I síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Stjórnin. Félag framsóknar- kvenna í Reykjavík Féiagsfundur verður haldinn mánudaginn 26. sept. kl. 20.30 að Rauðarárstíg 18, kjallara. Fundurinn verður með „indversku yfirbragði‘1 Þóra Einarsdóttir formaður Indlandsvinafélagsins segir okkur frá dvöl sinni á Indlandi þar sem hún starfaði meö Móðir Theresu. Haraldur Ólafsson varaþingmaður heldur fyrirlestur um Indland. Konur úr Björk félagi framsóknarkvenna I Keflavík koma í heimsókn og taka með sér gesti af Suðurnesjum. Þá verða indverskir smáréttir á boðstólum. Við vonumst til að þetta verði fróðlegur og skemmtilegur fundur og nú er um að gera að fjölmenna og taka með sér gesti. Nýir félagar sérstaklega velkomnir Stjórnin. Skagfirðingar Sauðárkróksbúar Almennt félagsmálanámskeiö verður haldið í Framsóknarhúsinu, Suðurgötu 3, laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. sept. n.k. Þátttaka tilkynnist í síma 5374 á fimmtudags og föstudagskvöld milli kl. 7.30 og 8.30. Allir velkomnir FUF Skagafirði Launþegaráð Suðuriandi Aðalfundur Launþegaráðs Framsóknarmanna á Suðurlandi verður haldinn að Eyrarvegi 15. Selfossi fimmtudaginn 29. sept. kl. 20.30. Miðstjórnarfundur SUF 1 Dagana 8. og 9. okt. n.k. verður Miðstjórnarfundur SUF haldinn að Bifröst I Borgarfirði og hefst fundurinn kl. 14. þann 8. okt. Kl. 10 sama dag fer rúta frá B.S.i Dagskrá og fundarboð hafa verið send út til miðstjórnarmanna og þeir hinu sömu beönir um að tilkynna sem fyrst tii skrifstofu SUF hvort þeir geti setið fundinn. Framkvæmdastjóri SUF Undirbúningsfundir vegna miðstjórnarfundar SUF. Ákveðið hefur verið að efna til undirbúningsfunda vegna Miðstjórnar- fundar SUF. Hér er um að ræða fundl sem fjalla um þá málaflokka sem teknir verða til sérstakrar umræðu á miðstjórnarfundinum. Þriðjudaginn 27. sept. kl. 16.30 verða fundir sem hér segir: Umhverfismál (Hópstjóri: Áskell Þórisson) Húsnæöismál (Hópstjóri: Helga Jónsdóttir), Unga fólkið og Framsóknarflokkurinn. (Hópstjóri: Egill Ólafsson). Miðvikudaginn 28. sept. kl. 17. verður fundur í þeim hópi sem fjallar um stjórnmál á miðstjórnarfundinum. (Hópstjóri: Finnur Ingólfsson.) Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Framsóknarflokksins. Lögð er áhersla á, að sem flestir miðstjórnarmenn komi á fundi I þeim hópi sem þeir ætla að starfa með á miðstjórnarfundinum. Einnig eru formenn FUF félaga boðnir velkomnir sem og aðrir ungir Framsókn- armenn sem hafa í hyggju að sitja miðstjórnarfundinn. SUF.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.