Tíminn - 07.10.1983, Page 2

Tíminn - 07.10.1983, Page 2
Vélsleða- miðstöðin ■ í dag tekur til starfa sýningarsalur að Bíldshöfða 8 sem kallaður hefur verið Vélsleðamiðstöðin. í húsnæð- inu sem er við hliðina á Bifrciðaeftir- litinu verða til sýnis og sölu notaðir véisleðar, auk þess sem reynt verður að útvega varahluti í flestar gerðir vélsleða. Einnig verður boðið upp á annað sem tengist vélsleðamennsku, t.d. vélsleðafatnaður.Þeimsem kíkja inn verður boðið upp á gott kaffi, vélsleðaspjall og e.t.v. lifandi myndir. Til að byrja með verður Vélslcðamiðstöðin aðeins opin frá kl. 13 -18 frá mánudegi til laugar- dags. Skárust í andliti Ekið á ijósa- staur við Skula- götu í gærkvöldi x ■ Ökumaður og farþegi hans lentu á framrúðunni og skárust í andliti er bifreið þeirra lcnti á Ijósastaur við Skúlagötu um kl. 21 í gærkvöldi. Bifreiðinni var ekið norður Kalkofnsveg og náði ekki beygjunni austur Skúlagötu og hélt áfram þvert yfir götuna og lenti á IjóÉastaur sjávar- megin. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. - BK. FÖSTIJDAGUR 7. OKTÓBER 1983 ■ Bobby Harrisson, söngvan. skemmtir gestum í Þórscafé næstu vikurnar. Hér hcfur hann sest uppá æfmgarhjól með hjáip aðstoðar- stúikna. Vetrar- dagskrá hefst f Þórscafé ■ Vetrardagskrá Þórscafé er að hefjast og mun Bobby Harrison söngvari skemmta matargestum næstu 2 -3 vikurnar. Þá munu þær Saga Jónsdóttir og Edda Björgvins- dóttir sjá um leikþátt og halda uppi fjöri fram að áramótum. Að sögn Péturs Hjálmarssonar skemmtanastjóra verður svipað snið á starfsemi ÞÓrscafé og undanfarna vetur. Dansbandið hefur verið endurráðið en Þorleifur Hauksson saxafónleikari hefur verið ráðinn sér- staklega til að aðstoða við skemmti- atriði. Þó hafa orðið nokkrar breyt- ingar á starfsliði staðarins, meðal annars hefur yfirdyravörðurinn látið af störfum eítir 21 árs starf. Pétur sagði að vetrardagskráin yrði aðallega miðuð við matargesti og aðeins um 200 manns yrði hleypt inn í húsið svo allir geti notið þess að borða. Eins og ætt'ð er lögð niik.il áhersla á snvrtilegan klæðnað gesta. - GSH Deild fyrir blinda og sjónskerta tekur til starfa í Álftamýrarskóla: FJÖUimiNARTÆKI GEFH), SEM GETUR SFÆKKAB 140 SINNUM ■ Á þessu hausti tók til starfa deild fyrir blind og sjónskert börn í Álftamýr- arskólanum í Reykjavík. í sumar hefur verið unnið ötullega að því að innrétta húsnæði fyrir deildina, sem áður var til húsa í Laugarnesskólanum. Tólf nem- endur eru nú í deildinni,6-22ja ára gamlir, og við hana starfa fjórir kennarar, einn uppeldisfræðingur og einn þroskaþjálfi. Blindravinafélag íslands var stofnað 1932, og var eitt af fyrstu verkefnum félagsins að huga að kennslu fyrir blind börn og reyndar fullorðna líka, og sendi félagið kennara erlendis til sérnáms í blindrakennsiu. Ári síðar var fyrsti blindraskólinn stofnaður og hafði hann aðsetur á elliheimilinu Grund. Á árunum 1938-1956 voru aðeins 2 börn blind á skólaskyldualdri og greini- legt af því, að einhvers staðar hefur verið pottur brotinn í greiningu. Á þessu tímabili var enginn sérstakur skóli starf- ræktur en nemendur voru m.a. í Æfinga- skóla Kennaraskólans. 1956 var aftur starfræktur skóli með sérmenntuðum blindrakennara og nú í húsi Blindravina- félags Islands, Bjarkargötu 8 og þar var starfað til 1970, er starfsemin var flutt í Laugarnesskólann. 1978 lét blindra- vinafélagið af rekstrinum og skólinn varð hluti af grunnskólakerfinu. Samt sem áður eru öll tæki sem notuð eru í þessari deild grunnskólans.keypt og gefin af góðgerðarfélögum og þar sem ekki er endalaust hægt að gera kröfur til þeirra þá er deildin mjög vanbúin tækjum. f gær þegar hin nýflutta deild var formlega opnuð gaf Kiwanisklúbbur- inn Vífill fjölritunartæki sem getur stækkað 140 sinnum og þurfti eftirgangs- semi til þess að fá ríkið til að fella niður tolla af þeirri gjöf. Blindir og sjónskertir þurfa að læra margt sem aðrir sleppa við. Að klæða sig, borða og elda mat eru allt skólafög, því að sá sem ekki getur séð um sig sjálfur, kemst tæpast út á vinnumarkað- inn. Annars eru nemendur mjög mis- jafnlega á vegi staddir og þarf að útbúa námsferil fyrir hvern og einn. Sumir eru „aðeins“ blindir eða sjónskertir, aðrir blindir og heyrnarlausir, enn aðrir blind- ir og vangefnir. Það er því dýrmætt að búið sé vel að þessum hluta grunnskóla - nemenda og þess vandlega gætt að þeir gjaldi í engu fötlunar sinnar. Það er farið vel af stað í Álftamýrarskólanum. Húsn- æðið er skemmtilega innréttað og auðséð að lærðir sem leiknir hafa lagt sig fram um það að deildin færi sem best af stað. -BK ■ Agnar Ólafsson, forseti Kiwanisklúbbsins Vífils, afhendir deild sjónskertra og blindra fjölritunartæki sem um leið er stækkari, en þess má geta að öll tæki sem þessi grunnskóladeild býr yfir hafa verið gefin af líknarfélögum. Til hliðar við Agnar er OPIÐ til kl. 22 í kvöld og hádegis á morgunjaugardag í HELGARNIATINN Sverrir Kolbeinsson, starfandi skólastjóri Álftamýrarskóla.og Margrét Sigurðardóttir blindrakennari. Tímamynd Árni Sæberg AUar 5 JL-PORTIÐ , * y,ÖruJ. S NÝVERSLUN a markaosverði. ALUIGARNI NYJA KÖKUHUSIÐ NÝJAR KÖKUR OG BRAUÐ DAGLEGA GRILLRETTIR ALLAN DAGINN RETTUR DAGSINS OPIÐ Á VERSLUNARTÍMA Raftæki Húsgögn e!K° NYJUNG! Jli Mumö okkar hagstæöu greiðsluskilmála 1— ■—t — - J EJUÍJO __ JuuQn.njjJ Jon Loftsson hf. uwn Hringbraut 121 Sími 10600

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.