Tíminn - 07.10.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 07.10.1983, Qupperneq 6
FOSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983 hefur kynnt sér allt, sem hún hefur komist höndum yfir um einhverf börn og farið á nám- skeið til að læra meðferð þeirra. Hún eyðir nú öllum tíma sínum í að þjálfa og kenna Seargoah og hefur fengið vini sína í lið með sér og heldur því fram, að þegar megi greina batamerki hjá honum. Sylvester Stailone hefur lagt sitt af mörkum til styrktar ein- hverfum börnum með því að gefa ágóðann af frumsýningu nýjustu myndar sinnar, „Stay- ing Alive“ með John Travolta í aðalhlutverki, í sjóð, til- einkaðan þessum börnum. Og hann hefur komið víða fram, þar sem safnað er fé til sjóðsins. En þau hjón gera sér bæði grein fyrir, að framundan er löng og ströng barátta og væg- ast sagt óvíst um árangur hennar. ■ Eins og fram kemur í frétt í Tímanum í dag eru nokkrir áhugamenn um tengsl kynslóð- anna að fara af stað með það verkefni að láta ungt fólk ræða við eldra fólk og færa viðtölin í letur. Þeir kalla þetta framtak sitt „Gagnvegi". Tíminn spurði einn forsvarsmannanna, Þór Jakobsson veðurfræðing, nánar út í þetta verkefni. Þór, hversvcgna kallið þið verkefnið Gagnvegi? - Orðið þýðir beinn vegur, stysta leið. í Hávamálum segir „en til góðs vinar liggja gagn' g- r ir“. Þetta er fallegt heiti. Tillagan er frá Svövu Jakobsdóttur, og lýsir verkefni okkar vel. Þetta þýðir í okkar samhengi beinn vegur á milli kynslóðanna. Hvernig fæðist þessi hugmynd? - Hugmyndin er frá Kanada. Ég kynntist henni þar og stóð þá fyrir svona verkefni og það tókst prýðilega. Síðan hefur alltaf vak- að fyrir mér að kynna hana hér á íslandi og við hrindum þessu saman af stað, ég, Eðvarð Ing- ólfsson aðstoðarritstjóri Æsk- unnar, Níels Arni Lund Æsku- lýðsfulltrúi ríkisins og Agnes M. Sigurðardóttir æsku- lýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar. Þau eru í þessu sem sjálfboðaliðar en með fullri vitund og stuðningi sinna samtaka. Þau ætla að kynna þetta í æskulýðsfélögum um landið, í skólum og meðal fólks sem starfar með ungu fólki t.d. presta. Líka kynna þetta á sama hátt hjá eldri kynslóðinni. En við leggjum mikla áherslu á að allir geri þeita af fúsum vilja og af áhuga. Markmiðið? - Þetta skapar ánægju hjá öllum sem þátt taka. Krakkarnir verða hissa á að heyra hvað gamla fólkið hefur að segja. Það er allt annað að heyra hlutina heldur en að lesa um þá í bókum. Það verður meira lif- andi. Og á hinn bóginn hefur eldra fólkið ánægju af að segja frá sinni æsku. Það er fyrst og fremst ætlast til þess að fó.lk tali svolítið um gamla daga. Um einhver æviatriði eins og fæðing- arár og uppvaxtarstað. Annars. eru engar reglur um það um hvað á að spyrja. Aðferðin er frjáls. Þetta er engin samkeppni. ■ Þór Jakobsson, veðurfræðingur í spegli tímans SYLVESIER BERJAST FYRIR TÍÐSONAR ' ■ Sjúkdómur Seargoah hefur fært þau Sasha og Sylvester Stallone nær hvort öðru. Þa eru staðráðin í að leggja máliefnum einhverfra barna það lið, sem þau mega, og er ekki minhsti liðurinn í því OG SASHA FRAM- ■ Lífið hefur ckki alltaf leikið við leikarann Sylvester Stall- one og konu hans Sasha, en mesta áfallið, sem þau hafa orðið fyrir, var þegar læknir úrskurðaði son þeirra Searg- eoh, þriggja ára gamlan, ein- hverfan, en sá sjúkdómur cr álitinn ólæknandi. Sylvester og Sasha kynntust í New York. Þangað hafði Sasha flust til að leggja stund á leiklistarnám, en Sly, eins og hún kallar hann, er borinn þar og barnfæddur í alræmdu hverfl ofbeldis og glæpa. Þegar fundum þeirra bar saman, vann Stallone við að vísa til sætis í bíó og tímalaun hans voru ekki há, aðeins einn dollar. En þrátt fyrir bágar framtíðarlikur á þcim tíma, felldu þau óðar hugi saman og árið 1974 giftu þau sig í Los Angeles. A næsta ári skrifaði Stallone handritið að Rocky, sem hann fór líka með aðal- hlutverkið í, og þar með var teningnum kastað. Hann öðl- aðist heimsfrægð með það sama og innan skamms var hann orðinn milljónamær- ingur, aðeins 29 ára að aldri. Ekki leið á löngu uns önnur verkefni tóku við. Hann fór að leikstýra og framleiða kvik- myndir, m.a. Rocky II og Rocky III. En þessi velgengni á framabrautinni varð heimilis- lífinu ekki holl. Stallone fór að heiman. En sambandið við fjölskylduna rofnaði ekki og smám saman fór Stallone að eyða meiri og meiri tíma með henni. Nú voru börnin orðin tvö, Sage, sem nú er 6 ára, og Seargoah, sem álitinn var „full- komið barn.“ Seargoah þótti bráðþroska barn. Aðeins 6 mánaða gamall var hann farinn að skríða. Atta mánaða gamall settist hann upp og 11 mánaða stóð hann upp. 18 mánaða gamall fór hann með stafróflð, taldi upp að 75 og gat lesið einföld orð, eftir því sem móðir hans heldur fram. Hins vegar gat hann ekki talað, svo að foreldrar hans drógu þá ályktun, að hann væri hin hlédræga, sterka og þögla manngerð, sem hefði fátt við aðra að segja. Það hvarflaði ekki að þeim, að neitt væri athugavert. Önnur afbrigðileg einkenni En smám saman fór Searg- oah að sýna önnur afbrigðileg einkenni. Hann forðaðist að horfast í augu við annað fólk, hann vildi ekki leika sér við önnur börn, stundum var hann „of virkur“, þ.e.a.s. hann stöðvaðist ckki við neitt, og hann skrifaði stafl og tölustafl á stigahandriðið. Þegar hann var tveggja og hálfs ára báru foreldrar hans áhyggjur sfnar undir barnalækna, sem sögðu þeim, að hann ætti eftir að vaxa upp úr þessum ósiðum. En þegar Seargoah var orð- inn liðlega þriggja ára gamall og hafði ekkert breyst, var foreldrum hans orðið verulega órótt. Þau ákváðu að láta fara fram á honum rækilega læknis- rannsókn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar varð sú, að hann væri einhverfur og þriggja ára að aldri hefði hann þroska 16 mánaða gamals barns. Geta má nærri, hvernig Sasha og Sly varð við, þegar þau heyrðu þennan dóm og því bætt við, að hann yrði aldrei heilbrigður. Þau spurðu ýmissa spurninga, svo sem hvernig færi fyrir ein- hverfum börnum, þegar þau eltust, hvort þau yrðu fær um að ná sambandi við önnur börn, hvort þau gætu myndað vináttusambönd, ekið bíl, unn- ið sér til framfæris, gift sig? Þau spurðu og spurðu og svarið var alltaf það sama: Nei. Síð- asta spurning þeirra í þetta skipti var, hvað yrði um þessi börn, þegar þau kæmust á gelgjuskeið. Svarið við þeirri spurningu var, að þá væri þeim flestum komið fyrir á hælum, því að það væri svo erfitt að hafa þau heima fyrir, að þá væri í flestum tilfellum fjöl- skylda þeirra orðin uppgefin. Gefast ekki upp Eftir mikla umhugsun kom- ust þau hjón að raun um, að þau væru ekki reiðubúin að gefast upp og sætta sig við orðinn hlut. Stallone er þekkt- ari fyrir annað en að gefast upp, og þegar hann hvislaði í eyra sonar síns: - Læknaðu þig sjálfur sonur sæll, þú getur það, varð Sasha ákveðin í að láta ekki deigan síga. Hún Vidtal dagsins einkum ætlað 11-18 ára skrásetjurum: „EN TIL GÓÐS VINAR UGGJA GAGNVEGIR”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.