Tíminn - 07.10.1983, Síða 17

Tíminn - 07.10.1983, Síða 17
FOSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983 17 umsjón: B.St. og K.L. andlát Hjörtlaug Aðalbjörg Jónsdóttir er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Páll Sæmundsson, stórkaupmaður, Mánastíg 6, Hafnarfirði, lést þriðjudag- inn 4. október. Símon G. Melsted, rafvirkjameistari, Efstasundi 62, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 4. okt. Reykjavíkur. Óþarfi er að taka fram, hversu miklar upphæðir myndu sparast fyrir utan erfið ferðalög og fjarvistir frá heimilunum. Góðir Austfirðingar. Tökum nú höndum saman og takið vel á móti konunum, þegar þær leita til ykkar. Munið að margt smátt gerir eitt stórt. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík er að hefja vetrarstarfið og verður 1. fundur vetrarins n.k. mánudag 10. október kl. 20 í húsi SVFl á Grandagarði. Snyrtikynning, óvæntur gestur, kaffi. Mætið vel. Konur eru beðnar að muna hiutaveltuna sunnudaginn 9. októ- ber kl. 14. fundahöld Kvenfélag Neskirkju heidur fund mánudagskvöldið 10. október kl. 20.30 í Safnaðarheimili kirkjunnar. Gestur fundar- ins verður Sigríður Hannesdóttir sem ræðir um væntanlegt námskeið á vegum félagsins. tlmarit tilkynningar Geðhjálp ■ Félagsmiðstöð Geðhjáipar, Bárugötu 11, Rvík. Opið hús laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Þetta „opna hús“ er ekki einskorðað við félagsmenn Geðhjálpar heidur og aðra er sinna vilja málefnum félagsins. Sími 25990. Pennavinir ■ Norskur piltur, sem hefur mikinn áhuga á að skrifast á við íslendinga og hefur áhuga á bréfaskriftum, mynt- og frímerkjasöfnun, leitar eftir pennavinum hér á landi. Það hefur hann reyndar gert áður, en þá varð því miður enginn til að skrifa honum. Vonandi tekst betur til nú. Hann getur skrifað á ensku ef óskað er. t , Naín hans og heimdisfang er: Jan Rolf Karlsen N-8174 Meloy Norge Bókasafn Kópavogs Fannborg 3-5 sími 41577 Opið mánudaga - föstudaga kl. 11-21 og laugardaga (1. okt. - 30. april) kl. 14-17. Sögustundir fyrir 3-6 ára börn á föstudgöum kl. 10-11 og 14-15. sundstaðir Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatimar i Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð i Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartima skipt milli kvenna og karla. Uppl. i Vesturbæjarlaug i síma 15004. í Laugardalslaug í síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatím- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl. 17-21.30, karlatimar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatimar i, baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 I apríl og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — I maí, júní og september ■ verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- • dögum. - I júli og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. 1 Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Afgre.iðsla AkranesLsimi 2275. Skrifstof- an Akranesi sími 1095. . Afgreiðsla Reykjavík, sími 16050. Sitn- svari í Rvík.sími 16420, "■ v 9*s: ÍMw.'-'■ w.' Eiðfaxi 9. tbl. 1983, er kominn út. Að þessu sinni er blaðið að stórum hluta helgað Evrópumótinu í sumar, sem fram fór í Nettersheim-Roderath, en þar stóðu íslend- ingar sig mjög vel. Þá segir Árni Þórðarson frá fundi um hrossaeign og hrossabúskap, einkum með landnýtingu og markaðsmál í huga, sem Búnaðarfélag Islands boðaði til 15. ágúst sl. Maja Loebell ritar grein um mótahald. Sagt er frá ýmsum hestamótum, sem farið hafa fram víðs vegar um landið í sumar. Ægir 9. tbl. 1983, er kominn út. Þar eru m.a. birt erindi eftir þá Jónas Bjarnason og Ólaf Jónsson, sem þeir héldu á ráðstefnu um gæðamál í sjávarútvegi. Ólafur Karvel Pálmason skrifar grein um eftirlit með þorsk- veiðum á Islandsmiðum 1975-1983. Fjallað er um brunann í Gunnjóni GK 506 og minnst þeirra þriggja skipverja, sem þar fórust. Björn Björnsson segir frá ráðstefnu um þorskeldi og fiskeldismöguleika á jslandi. Sagt er frá nýjum fiskiskipum, sem bæst hafa í flotann. Fastir liðir eru á sínum stað, s.s. töflur um útgerð og aflabrögð, heildarafia og ísfisksölur. Forsíðumyndin er eftir Rafn Hafnfjörð og er frá Vestmannaeyjahöfn. Hitstjórar Ægis eru Þorsteinn Gíslason og Jónas Blöndal. BHM-blaðÍð málgagn Bandalags há- skólamanna, 3. tbl. 7. árg., er komið út. Þar er m.a. greint frá því, að BHM hafi verið úthlutáð lóð í Suður-Selási. Gerð er grein fyrir endurmenntun fyrir háskólamenn, sem hefst nú í haust. Endurmenntunarstjóri er Margrét S. Björnsdóttir. Birtur er gerðar- dómur um dagpeninga BHM-manna. Rætt er við Sigmund Stefánsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóra bandalagsins. Ásthildur Er- lingsdóttir segir frá starfsmannafundi í Kaup- mannahöfn og þingi í Osló. Endurprentuð er grein úr Tímariti lögræðingafélagsins eftir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., sem ber heitið Verðbólga og lagareglur. bókafréttir Steini sterki og ET ■ Bókin „ET - geimdvergurinn góöi“ er komin út hjá Setberg. Hún er gerð eftir f lokksstarf i samnefndri kvikmynd Steven Spielbergs, sem sýnd var hér á landi við gífurlegar vinsældir mánuðum saman. Vissulega var ET jafngamall stjörnunum og gáfaðri en jarðarbúar, en hann var hjálpar- vana á jörðu niðri, fullur heimþrár og dauðskelfdur. Flest var ET andsnúið, lög- reglan á hælum hans og enginn til bjargar - þangað til hann hitti börnin - og þessum vinum sínum átti hann aldrei eftir að gleyma. Og nú er „ET - geimdvergurinn góði" kominn í bókaverslanir. Þýðandi er Oskar Ingimarsson, en bókin er skreytt 50 stórum litmyndum. Komin er út sjötta bókin í teiknimynda- flokknum um Steina sterka. Höfundur er Peyo, en Hörður Haraldsson kennari íslensk- aði. Þessi nýja bók heitir Rauðu leigubílarnir og er 64 blaðsíður í stóru broti. Útgefandi er Setberg. Gítarskóli Eyþórs endurútgefinn ■ Setberg hefur endurútgefið Gítarskólann eftir Eyþór Þorláksson. í bókinni eru öl| undirstöðuatriði gítarleiks, svo og ásláttar- æfingar við ýmis létt lög. Einnig er í bókinni svonefnd stofntónatafia, en með góðum skilningi á henni geta nemendur svo lagt í að æfa upp erfiðari verkefni. Með hjálp þessarar kennslubókar á nemandinn að geta leikið einföld grip með opnum strengjum, sem nota má til undirleiks við söng eða annan hljóð- færaleik, og þá einnig þvergrip í dúr og moll með sjöundargripum, dimgripum og stækk- uðum fimmundargripum. Höfundur Gítarskólans, Eyþór Þorláks- son, er einn af þekktustu gítarleikurum landsins. Hann stundaði nám í kontrabassa- leik við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Royal ManchesterCollege of Music. Lagði stund á hljómfræði og kontrapunkt hjá Dr. Urbancic. Eyþór lagði síðan leið sína til Spánar og stundaði þar gítarnám í nokkur ár hjá þekktum kennur- um. Eyþór Þorláksson er nú starfandi gítar- kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hjalti Jónsson, verkstjóri, Karfavogi 21, Reykjavík, andaöist í Landakotsspítala aöjtvöldi 5. október. Fyrir hönd vandamanna: Anna Magnúsdóttir Óli Þór Hjaltason Viðtalstímar Borgarfulltrúar og varafulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík veröa til viðtals næstu laugardaga að Rauöarárstíg 18 kl. 10.30-12. N.k. laugardag 8. okt. munu Auður Þórhallsdóttir og Kristján Benediktsson veröa til viðtals,Auður á sæti í barnaverndarnefnd og Kristján í Borgarráði og Útgerðarráði. Þing Landssambands Framsóknarkvenna verður haldið á Hótel Húsavík síðustu helgina í október. Þátttaka er heimiluð öllum framsóknarkonum. Beint flug verður til Húsavíkur frá Reykjavík, ísafirði og Egilsstöðum. Þingið hefst föstudagskvöld 28. okt. með setningu og samhristingi. Þingið stendur fram á sunnudag 30. okt. Barnagæsla verður á staðnum. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Keflavík Aðalfundur FUF í Keflavík verður haldinn laugardaginn 8. okt. í Framsóknarhúsinu í Keflavík og hefst hann kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál. Stjórnin. Skagfirðingar Sauðárkróksbúar Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra verður á almennum stjórnmálafundi í Framsóknarhúsinu Suðurgötu 3 Sauðárkrókifimmtudaginn 13. okt. kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Laugardaginn 8. okt. kl. 14.30 verður rabbfundur að Rauðarárstíg 18. Við ætlum að ræða vetrarstarfið og fjáröflun (basar) Sigrún Magnúsdóttir formaður Guðný Laxdal formaður basarnefndar. Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur SUF hefst n.k. laugardag kl. 14. Ferð frá BS( kl. 10 fyrir hádegi sama dag. Á laugardagskvöld er afmælishóf SUF, en samtökin eiga 45 ára afmæli á þessu ári. Öllum ungum framsóknar- mönnum er heimilt að sitja fundinn. Til þeirra sem vilja gista aðfaranótt sunnudagsins: Nauðsynlegt er að þið komið með svefnpoka með ykkur. Þar sem aðeins er fyrirhuguð ein sameiginleg máltíð (þ.e. á laugardagskvöldið) eru fundarmenn beðnir um að koma með nesti. Gist er í orlofshúsum skammt frá Bifröst og þar er öll aðstaða til eldunar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 91 -24480 fyrir kl. 14. n.k. fimmtudag. SUF Húnvetningar Sameiginlegur haustfagnaður framsóknarmanna verður í Húnavatnssýslu haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudaginn 14. okt. kl. 21. Dagskrá: Kaffiveitingar Ávörp: Halldór Ásgrímsson og Arnþrúður Karlsdóttir, Jóhann Már Jóhannsson syngur við undirleik Guðjóns Pálssonar. Jóhannes Kristjánsson hermir eftir hinum og þessum en þó aðallega þessum. Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi. Framsóknarfélag V.-Hún. Framsóknarfélag A.-Hún. FUF A-Hún og framsóknarfélag Blönduós. Til London með SUF Þann 2. nóvember efnir SUF til vikuferðar til London. Dvalið verður á London Metopole Hotel í 7 nætur. Innifalið í verði: Flug frá Keflavík til London og til baka aftur. Gisting á framangreindu hóteli ásamt continental morgunverði. Akstur frá flugvelli að hóteli og til baka aftur þann 9. nóvember. Verð: 11.980. Greiðsluskilmálar. Það er ferðaskrifstofan Samvinnuferðir/Landsýn sem annast ferðina og eru væntanlegir þátttakendur beðnir um að panta far sem fyrst. Síminn hjá Samvinnuferðum/Landsýn í Reykjavik er 27077 og 28899. Umboðsmenn eru líka víða utan Reykjavíkur. Þátttaka i ferðinni er ekki bundin við þá sem eru flokksmenn og allir aldurshópar eru hjartanlega velkomnnir. SUF

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.