Tíminn - 09.10.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.10.1983, Blaðsíða 2
2, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 Átta flugfélög fengu yfir 4 í einkunn af 5 mögulegum, í skoðanakönnun bandaríska blaðsins International Travel News Air New Zealand á toppnum Flugleiðir komu vel út og urðu í 13. sæti af 45 félögum ■ Eins og greint var frá í Tímanum fyrr í þessari viku, þá komu Flugleiðir mjög vel út úr skoðanakönnun bandaríska blaðsins International Travel News um þjónustu flugfélaga, en þessi könnun stóð allt s.l. ár. Urðu Flugleiðir í 13. sæti af 45 félögum og hlutu einkunnina 3.74 stig, en lélagið sem varð í efsta sæti var Air New Zealand með 4.49 stig, en hæst var gefið 5 stig. Ég hef nú fengið í hendur eintak blaðsins þar sem gerð er grein fyrir þessum úrslitum, ásamt því að birtar eru athugasemdir lesenda, sem margar hverjar eru skemmtilegar og fróðlegar. Ég hef valið af handahófi nokkur flugfé- lög og umsagnir um þau og ætla að snara efninu yfir á íslensku, lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Fyrst tilgreini ég að sjálfsögðu sovéska flugfélagið Aeroflot Soviet Airlines, sem fékk allra lökustu útkomuna í þessari skoðanakönnun, eða 1.23. Algengast var að lesendur gæfu félaginu O. í einkunn, cn þó gerðist það að félagið fékk 4 í einkunn. Þeir sem standa að skoðana- könnuninni skýra einkunnirnar svo: 5 er frábært, 4 betra en í meðallagi, 3 í meðallagi, 2 fyrir neðan meðallag, 1 - afleitt, 0 - verra en afleitt. Nokkrar athugasemdanna sem lesend- ur létu fylgja eru svohljóðandi: „Matur og drykkur fyrir neðan allar hellur, enginn af starfsliðinu talaði ensku - ælulykt út um alla flugvél - flugfreyjurn- ar óvingjarnlegar - öryggisbeltin ónýt - flugvélin var skítug, ég myndi aldrei fljúga með félaginu á nýjan leik,“ og svo mætti lengi telja. Ég verð að upplýsa það hér að ég get tekið undir allt sem þarna kemur fram, nema hvað það var engin ælulykt í Aeroflotflugvélinni sem ég flaug með til Moskvu í sumar. Matur og þjónusta var fyrir neðan allar hellur og málakunnátta nánast engin. Air New Zealand á toppnum 69 umsagnir bárust um Air New Zealand og fær félagið þá frábæru út- komu að vera með 4.49 í meðaleinkunn. Algengasta einkunnin var 5, en lægst fékk félagið 2 stig í einkunn. Nokkrar athugasemdanna um félagið eru svo- hljóðandi: „Eitt af uppáhaldsflugfélög- unum mínum - maturinn var frábær - starfsfólkið vingjarnlegt, kurteist, hjálpsamt, elskulegt - mjög elskulegt starfsfólk og mjög góð þjónusta. Drykkir og kvikmyndasýningar farþegum að kostnaðarlausu - of mikið af því góða fyrir mig, ég tek Aeroflot framyfir - er ánægður með þjónustuna, og gæði mál- tíðanna voru vissulega fyrir ofan meðal- lag - flugvélin var of full, en þjónustan var góð - alltaf frábærir - Það væri gaman að prófa eins og eitt flug með Air New Zealand - ekki satt? Önnur flugfélög sem komu mjög vel út úr skoðanakönnuninni, voru Singa- pore Airlines, en það hlaut 4.40 stig, Swissair sem hlaut 4.35 stig, Varig Brazilian Airlines hlaut 4.30 stig, Scan- dinavia Airlines System hlaut 4.27 stig, Thai Airways International hlaut 4.26 stig, Cathay Pacific Airways hlaut 4.13 stig og Japan Air Lines hlaut 4.01 stig. Önnur flugfélög hlutu minna en 4 stig. Flugleiðir Félagið fékk að meðaltali 3.74 stig. 31 unlsögn barst. algengast var að gefið væri 3.4 stig og stigin dreifðust frá 2 og upp í 5. Ég læt hér til gamans fljóta með umsagnir lesendanna um Flugleiðri: „Áhöfn og þjónusta góð, en flugvélarnar venjulega of seinar. - Buðu upp á frábæra þjónustu. Tek þetta flugfélag fram yfir öll önnur sem ég hef flogið með. - Meðalgott að gæðum, við völdum flugfélagið vegna hins frábæra þriggja daga „stopover" á íslandi og vegna áætlunarstaðarins Luxemburg,- Frábært félag, og á mjög svo réttlátu verði. Þjónusta og matur til fyrirmyndar. - Flugvélarnar eru litlar, en starfsfólkið leggur sig allt fram um að veita góða þjónustu. - Mín eina kvörtun er tilkomin vegna þess að of þröngt var um mann og sköpuðust óþægindi þar af. Þetta er alltaf sama vandamálið í DC - 8 vélun- um, þær eru of litlar og rými fyrir fætur er of lítið. Takmörkun á handfarangri ekki skýrð nógu vel fyrir okkur, og á leiðinni til baka voru reglumar um takmörkun handfarangurs ekki þær sömu og í fyrra fluginu. - Verðið er heldur fyrir neðan meðallag. - Fullnægj- andi - Elska Flugleiðir og „stopover“ í Keflavík er hreint frábært." Eins og sjá má fær félagið mjög lofsamlega dóma, því svo til eina nei- kvæða umsögnin er vegna þrengsla í DC-8, og mega Flugleiðir og starfsfólk félagsins því vel við una. | Umsjón Agnes Bragadóttir ■ Þeir sem á annað borð höfðu yfir einhverju að kvarta yfir þjónustu Flugleiða, sögðu að DC-8 þotur félagsins væru þröngar og of litið rými væri ffyrir fætuma í farþegarýminu, en þeir tilgreindu þá jafnframt að þessi ókostur einkenndi allar DC-8 þotur. Bretar hafa aðra skoðun Breska flugfélagið British Caledonian Airways fær titilinn ,,besta flugfélag heinss” Þ:ið er nú kannski frekar til gamans að ég greini hér um leiö frá breskri skoðanakönnun um besta flugfélagið. því mér hefur borist bréf frá British Calcdonian Airways, þar sem segir að félagið hafið verið útnefnt ..Flugfclag" ársins“ Það sem inér þykir skemmtilegt við þetta er að í öðru sæti í skoðanakönnun breska blaðsins Executive Travel Maga- zine.er British Airways og í þriðja sætir er Swissair. En Swissair var nijög ofar- lega í bandarísku könnuninni sem skýrt er frá hér á síðunni, með 4.35 stig, en Britlsh Airways miklum mun neðar. með 3.11 stig. í fréttinni bresku segir að innanríkis- ráðherra Breta, David Mitchell. hafi afhent forráðamönnum féiagsins gulilík- an af Concord í verðlaun fyrir þessa útnefningu. Þar sem bresk flugfélög eru í efstu tveiinur sætunum í þessari bresku skoð- an.ákönnun, þá hef ég tilhneigingu til þess að álykta sem svo, að minna sé að marka þessa bresku könnun en konnun bandaríska blaðsins Internationai Travel News, því ekki eitt einasta bandarískt flugfélag er í átta efstu sætunum í þeirri könnun. En kannski er þetta eintóm tilviljun. Filippseyjadagar ■ Filippseyjadagar standa nú yfir á Hótel Loftleiðuin o ger þctta í fyrsta sinn sem kynning fer fram á Filippseyjum á Loftleiðum. Boðið er upp á filippeyska þjóðarrétti úr fiski og kjöti, sem að sjálfsögðu cru matreiddir af matsveini frá Filippseyjum. Þar að auki sýnir dansflokkur frá’Filippseyjum þarlenda dansa og þjóðbúninga eyjaskeggja. Auk þess verður sýning á munum frá eyjunum og Ferðaskrifstófan Farandi annast ferðakynningar, en ferðaskrif- stofan skipuleggur einmitt ferðir til Filippseyja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.