Tíminn - 09.10.1983, Qupperneq 4
4
'sÍJNNUDÁ'Gu'r 9. OKTÓBER 1983
■ 19. september síðastliðinn varði Gísli
Gunnarsson hagsögufræðingur doktorsrit-
gerð við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Ritgerðin
sem er á ensku ber heitið „Monopoly Trade
and Economic Stagnation, Studies in The
Foreign Trade of lceland 1602-1787“, eða
Einokunarverslun og efnahagsleg stöðnun,
athuganir á utanríkisverslun Islands 1602-
1787.
Gísli Gunnarsson er fæddur í Reykjavík
1938, sonur hjónanna Gunnars Jóhannesson-
ar og Málfríðar Gísladóttur. Hann lauk prófi
frá Edinborgarháskóla 1961 og stundaði síð-
an framhaldsskólakennslu í Reykjavík til
1972. Eftir það hefur hann stundað fram-
haldsnám, háskólakennslu og rannsókna-
störf. Hann er kvæntur Sigríði Sigurbjörns-
dóttur skrifstofumanni hjá Reykjavíkurborg
og eiga þau þrjár dætur.
Við ræddum við Gísla á dögunum og báðum
hann að segja okkur frá helstu niðurstöðum
sínum í ritgerðinni, sem ekki er að efa að eiga
eftir að vekja mikla athygli, enda þar í mörgu
tilliti um brautryðjandarannsóknir að ræða.
fer nokkuð stór hluti ritgerðarinnar í að
gera þessum þáttum skil, þótt ekkert af
þessu komi beinlínis verslunarsögu við.
Þetta tók allt sinn tíma, því að jafn-
hliða varð ég auðvitað að sinna mínu
lifibrauði og sinna rannsóknum í tengsl-
um við mína deild, hagsögudeildina í
Lundi, á ýmsu sem ekki kemur íslenskri
sögu við, enda voru rannsóknir mínar
fjármagnaðar að hálfu leyti af sænskum
styrk og að hálfu leyti íslenskum. Svo að
allt í allt má segja að 8-9 ár hafi liðið frá
því að ég hóf rannsóknirnar þar til ég
varði doktorsritgerðina."
Hjónaband, spurning
um land eða kofa
Geturðu sagt í örfáum orðum frá
niðurstöðum þínum varðandi mann-
fjöldasöguna.
„Já, ég athugaði annars vegar gifting-
artíðni og frjósemi og hlutfall kynjanna
hins vegar. Varðandi giftingartíðnina
þá komst ég að því að hún helst í hendur
við efnahag þjóðarinnar og í heild þá
voru mínar niðurstöðu þær að mun fleiri
íslendingar lifðu ógiftir og ókvæntir en
títt var annars staðar í Evrópu. Og eftir
því sem ástandið á landinu var verra,
þeim mun færri voru í hjónabandi.
Óskilgetin börn voru að sama skapi
hlutfallslega mörg. Ástæðan var ekki sú
að ógift fólk væri svo „ósiðlátt" ef þannig
má að orði kveða, heldur var það bara
svo margt. Nei, þetta var ekki fyrst og
fremst lagaatriði. Eftir að kom fram á
19. öld þá kom í lög bann við svokölluð-
um öreigagiftingum. En á þessum tíma
einfeldningslegum skýringum á þessu
sviði eins og ég sagði áðan. Tengslin
milli veðurfars og samfélags á þessum
tíma eru áhrif veðurfars á landbúnað og
fiskveiðar. Þessi tengsl eru síður en svo
einföld. Veðurfræðingar, fiskifræðingar,
landbúnaðarfræðingar eru enn þann dag
í dag langt frá því að vera sammála um
áhrif veðurfars á þær atvinnugreinar sem
þeir eru að rannsaka, hvað þá ef verið er
að rannsaka fortíðina. Ástæðan fyrir því
að ég hef snúist gegn þessum þankagangi
að álykta sem svo; veðurfarið var slæmt
og þess vegna dóu svo og svo margir, en
sú að þar með er búið að gera manninn
að máttlausu fórnarlambi náttúruafl-
anna. Ég tel mikilsverðara að athuga
hversu vel eða illa samfélagið var búið
undir áföll af völdum veðurfars. Sann-
leikurinn var auðvitað sá að íslenska
samfélagið var illa búið undir náttúr-
uhamfarir vegna þess að það var fátækt.
Þá er ekki hægt að segja að mannfellir
hafi orðið af völdum harðæris, heldur
var samfélagið ekki í stakk búið að mæta
harðæri vegna fátæktar. Menn hafa
stundum verið að gera líkön þar sem
þeir sýna hafís fyrir Norðurlandi, sem
síðan á að útskýra allt mögulegt. Hafís
fyrir Norðurlandi gat haft mjög slæm
áhrif á landbúnað víða á Norðurlandi,
einkum og sér í lagi á útnesjum. Aftur á
móti hafði hafís fyrir Norðurlandi mjög
lítil áhrif á landbúnað á Suðurlandi og
jafnvel í innsveitum norðanlands, til
dæmis í Eyjafirði. Það má sýna fram á
það með talsverðum rökum, sem margir
bændur á Suðurlandi vita núna líklega
mæta vel, að haustrigningar eru miklu
stjórnun. í dag höfum við ríkisvald og
kjósum stjórn þess lýðræðislega ef svo
má orða það á ákveðnu millibili, síðan
höfum við embættismenn til að fram-
fylgja ákvörðunum ríkisvaldsins og við
ímyndum okkur stundum að þannig hafi
þetta alitaf verið. En málin voru ekki
þannig. Það voru tvær grunneiningar í
gamla íslenska samfélaginu að mínu
mati, lögbýlið og fjölskyldan. Fjölskyld-
an var neyslueining, framleiðslueining
og endurframleiðslueining. Með endur-
framleiðslu er átt við framleiðslu næstu
kynslóðar. Fjölskyldunni tilheyrði
vinnufólkið, allir urðu að eiga Iögheimili
og tilheyra einhverri fjölskyldu og helst
Iögbýli líka. Og allt var þetta bundið
ákveðnum böndum og ekkert mátti
riðlast. Fólk var hrætt við breytingar
vegna þess að ef eitthvað í þessum vef
brysti óttaðist fólk að samfélagið hryndi.
Síðan kom yfirbygging samfélagsins,
ofan á þennan grunn og þar koma hlutir
eins og stjórnvöld til sögunnar. En
meginatriðið er að samfélagið byggðist
á þessu tvennu sem ég nefndi. Þetta var
staðlað samfélag og verðlag var fast.
Búalögin voru eins og vefur, ef einn
þráðurinn var rofinn óttaðist fólk að
allur vefurinn færi í sundur. Þess vegna
var megináhersla lögð á að halda öllu
óbreyttu. Þetta var samfélag þar sem
fólk óttaðist um tilveru sína ef á því urðu
breytingar. Þess vegna var líka umburð-
arleysið algert ef vikið var frá þessum
föstu grunneiningum og hver stétt átti að
vera á sínum stað ef svo má segja. Það
mátti enginn fara út af þeim stað sem
honum var afmarkaður í samfélaginu.
Einokunarverslunin hélt við
úreltum samfélagsháttum á
Islandi og festi Kaupmanna-
höfn í sessi sem hafnarborg
— rætl við dr. Gísla Gunnarsson, hagsögufræðing um nýja doktorsritgerð hans
Stefndi ekki að
doktorsgráðu
„Ég var kennari í Reykjavík frá 1961
til 1972 og fór þá til Lundar í launuðu
ársleyfi og hugsaði mér upphaflega að
vera þar tvö ár alls. Ég ætlaði mér að
auka menntun mína almennt, en ég
stefndi þá alls ekki að því að ljúka
doktorsgráðu. En eftir eitt og hálft ár þá
var ég innritaður í doktorsnám í hagsögu
við Lundarháskóla. Ég hafði alltaf haft
mestan áhuga á hagsögu innan sagn-
fræðinnar og hafði raunar lært hagfræði
ásamt sagnfræðinni. Og hagsaga ereigin-
lega þvervísindagrein hagfræði og sagn-
fræði. En þetta var sem sagt aldrei
ætlunin, þetta gerðist næstum því án
þess að ég vissi af.“
Var ástæðan kannske sú að þú varst
búinn að finna rannsóknarefni sem þú
gast ekki slitið þig frá?
„Já, einmitt, ég var búinn að finna
rannsóknaverkefni og það var einokun-
arverslunin. Þegar ég byrjaði að kynna
mér þau mál þá vöknuðu með mér
spurningar sem urðu æ áleitnari og mig
langaði til að fá svör við. Það voru
spurningar eins og þessar: Var Kaup-
mannahöfn byggð að verulegu leyti fyrir
íslenskt fé? Var ísland arðrænt af Dan-
mörku? Hvaða áhrif hafði einokunar-
verslunin á þjóðfélagsuppbygginguna á
íslandi og hagkerfi þess? .
Komstu þá að því að þessu efni hefði
verið gerð minni skil af sagnfræðinj- n
en ætlað hafði verið?
Það er aðallega eitt atriði. Ég var í
hagsögu en ekki hefðbundinni sagnfræði
og þar eru notaðar ýmsar aðferðir seni
ekki eru notaðar í sagnfræði almennt.
Þar má til dæmis nefna vísitöluútreikn-,
inga. Ég reiknaði t.d. mjög snemma á
mínum rannsóknaferli út viðskiptakjör
kaupmanna. Mér fannst að það þyrfti að
gera hreina og klára hagfræðilega úttekt
á þessu sögulega viðfangsefni. Það hefur
margt verið skrifað um verslunarsögu,
en mikið af því eru frásagnir. Frásagnir
af framferði einstakra kaupmanna, sam-
skiptum íslendinga við þá og þar fram
eftir götunum.
Hliðarsporin urðu mörg
Hvað tók þig langan tíma að vinna að
þessu?
„Já, það er nú það. Fyrst verð ég að
taka fram að hliðarsporin urðu ansi
mörg. Rannsóknin leiddi mig í margar
fræðilegar áttir. Fljótlega eftir að ég fór
að velta þessu verkefni fyrir mér komst
ég að þeirri niðurstöðu að ég gæti ekki
rannsakað einokunarverslunina og áhrif
hennar fyrr en ég væri búinn að gera mér
sem best grein fyrir þessu gamla íslenska
samfélagi og uppbyggingu þess og borið
saman við gerð annarra fornra samfélaga
áður en kapítalismi og markaðsbúskapur
hélt innreið sína. í þessu efni leitaði ég
mikið fanga til mannfræðinnar (social
anthropology), sem mér finnst gefa
meira þegar um er að ræða rannsóknir á
þessum gömlu samfélögum en hagfræð-
in.
En hliðarsporin urðu sem sagt mörg
og ég gaf út nokkur rit um ýmis efni1
samhliða rannsóknunum. Þar má nefna
mannfjöldasögu, þar hef ég gefið út rit
um giftingartíðni og frjósemi, og annað
um ungbarnadauða og hlutfall kynjanna,
ég hef rannsakað ' eðurfarssögu því að
ég hef verið gagnrýninn á það sem ég hef
kallað einfeldningslegar skýringar á
sambandi árferðis og sögu. í því sam-
bandi hef ég reynt að gera heildarfram-
leiðsluúttekt á hlutum eins og aflamagni
og heyfeng eftir árstíðum og eftir lands-
hlutum. Ég athugaði uppbyggingu ís-
Ienska samfélagsins, t.d. verðlagskerfi
þess og skrifaði grein í Sögu um það efni
1980. Margt fleira mætti tína til og það
sem ég fjalla um, þá er þetta fyrst og
fremst spurning um aðgang að landi. Ef
fólk hafði ekki aðgang að landi eða
kofum á landareign annarra, þaðan sem
það gat stundað fiskveiðar t.d., þá gat
fólk ekki gifst. Þá varð það að vera í vist
og vinnufólk gat ekki gengið í hjóna-
band, nema það ætti vísan aðgang að
jarðnæði eða kofa. Samfélagið gat tak-
markað giftingar í gegnum leyfi til lands
og kofa.
Um kynjahlutfallið er það að segja að
ég gerði á því athugun að mun fleiri
konur en karlar voru á íslandi á þessum
tíma. í sumum árgöngum voru konur
allt að helmingi fleiri en karlarnir.
Skýringar á þessu? Margir hafa viljað
nefna hinar hættulegu og mannfreku
fiskveiðar, en ég tel það ekki skýringu,
heldur ungbarnadauðann. Ungbarn-
adauði var meiri hér en í nokkru öðru
evrópsku landi svo að vitað sé. Á
árunum 1770 til 1800 var ungbarnadauð-
inn 37.1% að meðaltali. Framan af 19.
öldinni var hann oftast yfir 30%. Það er
nú einu sinni þannig að það deyja fleiri
karlar en konur og það gildir líka um
ungbörn. Þegar svona mörg ungbörn
deyja, þá þýðir það einfaldlega að kynja-
hlutfallið ruglast mjög rækilega. Ég hef
leitað skýringa lækna á þessu, en þar
hafa engin svör á því hvers vegna
sveinbörn deyja frekar en meybörn
fengist. Það hefur einnig komið í ljós að
fósturlát eru algengari ef um karlfóstur
er að ræða og sama gildir um andvana
fædd börn.
Arferðið og fátæktin
Veðurfarið og áhrif þess. Þú hefur
komist að merkilegum niðurstöðum um
þau efni?
Ja, það er spurning hvað menn vilja
kalla merkilegt. Ég vara sterklega við
hættulegri fyrir landbúnað en köld vor.
Ég efast um að nokkur sunnlenskur
bóndi sé mér ósammála um þetta, þótt
fræðimenn greini á um það.
Hefurðu dæmi um það að slæmt
árferði á ákveðnum tímabilum hafi haft
mismunandi áhrif, eftir því hvernig
landsmenn voru í stakk búnir til að mæta
því?
Taktu hungursneyðarárin 1756-58 og
móðuharðindin 1783-85. Hvort tveggja
fylgdi þetta hafís fyrir Norðurlandi,
móðuharðindin áttu rót sína þar ekki
síður en í eldgosunum. Berðu þetta svo
saman við 19. öldina. Þá var sultur og
harðæri, 19. öldin var líklega jafn köld
og sú 18. En það varð engin stórkostleg
hungursneyð á 19. öld. Hvers vegna dóu
menn þá ekki á 19. öld eins og þeir gerðu
á 18. öld? Jú, það var meiri samfélags-
legur viðbúnaður.
Lögbýlið og f jölskyldan;
tvær grunneiningar
Þú nefndir samfélagsuppbygginguna,
sem þriðja „hliðarsporið" frá aðalverk-
efninu?
Já, þar kem ég inn á hluti eins og
landareign og landskuld, en þar byggi ég
ákaflega mikið á öðrum íslenskum hag-
sögumanni, sem hefur gert því efni mjög
góð skil, en það er Björn Lárusson,
studierektor við hagsögudeildina við
Lundarháskóla, en hann hefur starfað
þar mjög lengi. Ég slapp þar að verulegu
'eyti við byrjunarrannsóknir, rit hans
um þessi efni standa fyrir sínu. En það
voru aðrir hlutir sem ég þurfti að taka
fyrir frá byrjun, eins og verðlagskerfið,
búalögin og eðli þeirra, mismunandi
stéttir, staða hjáleigubænda og vinnu-
fólks, í stuttu máli samfélagsbyggingin.
Á hverju byggðist hin samfélagslega
Þeir sem það gerðu urðu illa úti. Innan-
ríkisverslunin t.d. mátti ekki byggjast á
hagnaði heldur á skiptum á jöfnu.
Frjáls verslun
aldrei talin möguleg
Ef við víkjum núna að meginkaflanum
í ritgerðinni, einokunarversluninni.
Hverjar eru meginniðurstöður þínar
þar?
Meginniðurstaðan er auðvitað sú að
einokunarverslunin hafi hindrað veiga-
miklar breytingar á íslenskri samfélags-
gerð, þar á meðal í atvinnumálum,
einkum sjávarútvegi, og að það hafi
aðeins verið með auknu verslunarfrelsi
sem efnahagslegar framfarir voru mögu-
legar á íslandi. Einokunarverslunin hélt
við lýði fornum og úreltum samfélags-
háttum. Og það löngum í góðu samspili
við íslendinga. Við skulum athuga þaö
að þetta var ekki eitthvað sem Danir
tróðu upp á íslendinga. Þeir voru sáttir
við þetta fyrirkomulag, a.m.k. hinir
leiðandi íslendingar, þar á ég við yfir-
stéttina í landinu. Það er raunar satt sem
sagt er að enginn sé bóndi nema hann
barmi sér og íslendingar börmuðu sér
oft. Þeir vildu betri viðskiptakjör og því
um líkt. Hins vegar var innleiðing einok-
unarverslunarinnar fyllilega rökréttur
hlutur, vegna þess að frjáls verslun var
aldrei talin möguleg á íslandi hér áður
fyrr. Við skulum athuga það að lögfest-
ing einokunarverslunarinnar 1602 var
ekki svo róttæk breyting, því að fyrir
þann tíma mátti enginn versla á íslandi
nema með konungsleyfi og Hamborg-
arnir, sem hér versluðu fyrir 1602 gerðu
það með leyfi konungs. Það sem gerðist
1602 var einfaldlega það að þá sviptir
konungur þá þessu leyfi og eftir það
mega aðeins danskir þegnar versla við