Tíminn - 09.10.1983, Page 5

Tíminn - 09.10.1983, Page 5
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 5 íslendinga. Aðalbreytingin gerist 1619, þegar konungur ákveður að það skuli aðeins eitt verslunarfyrirtæki hafa ís- landsverslunina með höndum, það skuli vera einn verðlagstaxti yfir allt ísland og hann skuli vera ákveðinn í Kaupmanna- höfn en ekki á íslandi eins og áður hafði verið. Á hvaða hátt hélt einokunarverslunin efnahagskerfinu í þessum skorðum? Hvernig kom hún í veg fyrir framfarir í fiskveiðum? Sjáðu til, í fyrsta lagi var einokunar- verslunin aðeins framhald fornra versl- unarhátta, sem voru orðnir úreltir í Evrópu, þegar hún hélt innreið sína hér, hvað þá á 18. öld, sem var öld mikilla framfara í Evrópu, að undanskildu ís- landi. Ef við athugum þetta aðeins betur, þá fól einokunarverslunin í sér ákveðna takmörkun utanríkisverslunar. Þar af leiðandi var það að meira eða minna fyrirfram ákveðið hvað það þýddi að framleiða mikið fyrir útflutning á íslandi. Það var tii dæmis tilgangslaust að auka framleiðsluna í góðæri. I öðru lagi voru verslun og framleiðsla aðskilin. Kaupmenn máttu ekki eiga báta sem íslendingar unnu á, þeir máttu ekki ráða íslendinga í vinnu, þeir máttu ekki hafa vetursetu, m.ö.o. þeir máttu ekki taka þátt f framleiðslunni. Þetta þýddi svo aftur að hagnaðurinn af versluninni var fluttur úr landi. Þetta var kaupmönnun- um ekkert sérstaklega sárt, en jafnvel þótt þeir hefðu haft áhuga á að fjárfesta eitthvað á íslandi, þá máttu þeir það ekki. mönnum á íslandsförunum og þeim sem framleiddu þær vörur sem notaðar voru í einokunarversluninni og urðu að koma frá Danmörku ef frá er skilið dálítið af norsku timbri. Einokunarverslunin tryggði stöðu Kaupmannahafnar Þetta hafði grundvallarþýðingu fyrir uppbyggingu Kaupmannahafnar. Það eru tvö atriði sem talið er að hafi valdið því að Kaupmannahöfn gat haldið áfram að vera stór borg - þrátt fyrir hernað Svía á hana og innilokun hennar oft á tíðum. Það var búseta kóngsins þar, og það var að íslandsverslunin var staðsett þar. í sumum árum, t.d. 1711-1720, var svo til öll utanríkisverslun Dana sjóð- leiðina, sem máli skipti, við Island. Þetta var ekki bara til að tryggja íslendingum vistir, það var nóg af þjóðum sem sigldu á íslandsmið og gátu gegnt hlutverki Dana þar hvað verslun snerti, heldur til að tryggja stjórn Dana á íslandi og einkum og sér í lagi að tryggja tilvist Kaupmannahafnar sem siglingaborgar. íslandsverslunin var slík trygging. Þetta var óbeini gróðinn. Þá er þáð hinn beini gróði. Það er aðeins hægt að mæla hann örugglega frá 1743. Raunar má giska á hann frá 1733. Það má orða það þannig að verðlag miðað við kostnað var þannig, að það átti að koma út sómasamlegur gróði í meðalárferði. Ekkert stórkostlegur ■ Dr. Gísli Gunnarsson Tímamynd GE Fiskveiðarnar greiddu niður innflutninginn I þriðja lagi má benda á sjálft verðlags kerfið, sem var einhvers konar framhald af búalögunum. 1 því fólst að útflutning- svörum sér í lagi fiski var haldið í mjög lágu verði. Á móti fluttu kaupmenn til íslands ýmsar innflutningsvörur á mjög lágu verði, sem þýddi það að fiskútflutn- ingurinn sér í lagi greiddi niður alls kyns innflutningsvörur fyrir allt ísland. Þeir sem aðallega framleiddu fisk voru að styðja þá sem einkum framleiddu land- búnaðarvörur til að kaupa innfluttar vörur á ódýrara verði en ella. Það var því ekki möguleiki að fjárfesta í fiski. Nú var landbúnaðurinn alla tíð aðal- bjargræðisvegur íslendinga, en vaxtar- broddur efnahagslegra framfara hlaut að búa í fiskveiðunum. Þessi vaxtar- broddur var tekinn frá fslendingum, þéttbýlismyndun gat ekki átt sér stað og þróun í fiskveiðum gat ekki átt sér stað. Var þá mikill gróði af einokunarversl- uninni? Gróðinn var aðallega tvenns konar. í fyrsta lagi hinn óbeini gróði sem aldrei skyldi vanmeta. Hann fólst í þeirri miklu atvinnu sem verslunin veitti kaup- mönnunum sjálfum og þeirra fólki, sjó- gróði, en sómasamlegur. Enda kemur í Ijós ef maður athugar bókhaldið, sem ég hef gert fyrir hvert einasta ár frá 1743-1759 og síðan aftur frá 1764-1787, að flest þessi ár skilaði einokunarversl- unin gróða, þótt oft væri hann ekki mjög mikill. Hér ber að athuga að einokunar- verslunin eins og svo margt annað var miðuð við eðlilegar aðstæður. En þegar t.d. algert hrun varð á framleiðslu út- flutningsafurða vegna hungursneyðar á íslandi, þá hrundi verslunin líka og skilaði tapi, þannig að hinn beini ágóði var ekki mjög mikill. Það var út af fyrir sig viss trygging fyrir íslendinga sem ekki má gleyma að kaupmenn voru skuldbundnir til að sigla til Islands á sínum 20 skipum eða svo á 24 hafnir að meðaltali á hverju vori, hvemig sem áraði með ákveðnar vörur, án tillits til möguleika á gróða af verslun- inni. Hitt var annað mál að stundum sneru skipin meira og minna tóm til baka, eða þau fóra með vörumar sem þau komu með vegna þess að þær seldust ekki. I vissum árum höfðu landsmenn mjög lítið til að greiða þær með. En þeir urðu að fara með þær til landsins þannig að fasti kostnaðurinn var alltaf sá sami. Við megum ekki gleyma því að láns- viðskipti voru takmörkuð og nær óþekkt var að íslendingar ættu fé hjá kaup- mönnum. Þetta var vöruskiptaverslun, vara skyldi koma fyrir vöru. Jafnvel eftir að peningaverslun var komin á laggirnar annars staðar hélt einokunarverslunin áfram að vera vöruskiptaverslun og það voru ýmsar ráðstafanir gerðar af hálfu konungsvaldsins til að hindra peninga- viðskipti. Þetta er enn eitt dæmið um áhrif einokunarverslunarinnar til stöðnunar. Menn gátu ekki notað góðæri til að safna peningum og notað þá í hallærum. Þetta er um tapið og gróðann og margir kynnu að freistast til að álykta að Islandsverslunin hafi ekki skipt Kaup- mannahöfn svona miklu eins og ég hef verið að útskýra. En ég held ég megi fullyrða að til 1730, jafnvel fram til 1750 hafi íslandsverslunin verið bakhjarl verslunar Dana við fjarlæg lönd. Þetta var eina samfellda, stóra verslunarfyrir- tækið sem rak utanríkisverslun. Á 17. öld og framan af þeirri 18. virðast flest meiriháttar skip sem til voru í Kaup- mannahöfn hafa verið notuð til íslands- verslunarinnar. Þetta var eins og ég sagði áðan hinn óbeini ágóði. Það kemur því ekki við þótt sum ár væri táp á þessari verslun, og sum ár væri önnur verslun umfangsmeiri. Það sem skiptir máli að þetta var eina samfellda verslun- in. Ég er með ýmsar töflur í bók minni sem sýna þetta, sýna m.a. hvert dönsku skipin fóru frá Kaupmannahöfn. Þegar mestu umræðurnar komu upp um einok- unarverslunina á síðari hluta 18. aldar og efasemdirnar um hana fóru vaxandi, ekki síst af hálfu Dana, þá voru hlutirnir orðnir öðru vísi. Þá voru þeir búnir að byggja upp sína utanríkisverslun miklu meira og hlutfallsleg þýðing íslandsversl- unarinnar fyrir þá var mikiu minni en fyrr. Hamborgarar áfram ráðandi Þú kemst líka að þeirri niðurstöðu að áhrifa Hamborgarkaupmanna hafi gætt miklu meira á tímum einokunarverslun- arinnar en áður hefur veri talið. I hverju fólust þessi áhrif? Hamborgarar héldu áfram að vera ráðandi á mörkuðum íslensku skreiðar- innar mest allt einokunartímabilið. Þeir komast mjög snemma að samkomulagi við dönsku kaupmennina um að selja skreiðina til kaupendanna sem voru flestir í Mið-Evrópu á þessum tíma. Við skulum athuga að skreiðin var mikil gæðavara. Það var engin skreið jafn verðmikil á erlendum mörkuðum og sú íslenska. Því hef ég komist að með verðsögulegum athugunum. Og millilið- irnir voru margir. Einokunarkaup- mennirnir keyptu hana á Islandi, síðan seldu þeir Hambogurum hana að meg- inhluta, sem aftur seldu hana sínum viðskiptavinum í Mið-Evrópu. Þessi tök Hamborgarakaupmanna haldast að mestu allt einokunartímabilið og það segir sína sögu um það hve vanbúin Kaupmannahöfn var að yfirtaka einok- unarverslunina að þegar á fyrstu árum hennar urðu þeir að leita til þeirra sem upphaflega átti að ýta burtu úr íslands- versluninni og biðja þá að taka að sér að selja það sem mestu máli skipti á fjarlægum mörkuðum. Danir höfðu ein- faldlega engin tök á að ráða þessum mörkuðum. Þetta kemur heim og saman við það hvað Kaupmannahöfn var í raun og veru lítils megnug í þessu sambandi og útskýrir um leið hvers vegna íslands- verslunin, jafn fátæk og ísland var, hafði svona mikla þýðingu fyrir Kaupmanna- höfn. Var skreiðarmagnið sem fékkst frá íslandsmiðum þá svo mikið að það hefði úrslitaþýðingu fyrir hinn evrópska markað? Nei. Hins vegar var þetta mjög sér- hæfð vara. Ég hef náð í heimildir, þar sem segir að þetta hafi verið einkum og sér í lagi sú vara sem ríkir kaþólskir menn hafi viljað kaupa á föstunni. íslenska skreiðin var ekki fátækra manna matur. Hún var ríkra manna matur á föstunni. Þaðber ekki að jafna henni við saltfiskinn eða skreiðina frá Nýfundna- landi. Aukið frjálsræði og gjaldþrota einokunarverslun Gísli, við gerum ritgerðinni víst ekki mikið meiri skil í stuttu viðtali en við höfum gert, en þó er ein spurning að lokum. Hvaða rök lágu til þess að einokunarverslunin var lögð niður 1787? Búvélar á haustverði Eigum örfáar eftirtalinna véla á góðu verði og greiðslukjörum. Ath. söluskattur hefur verið felldur niður af landbúnaðarvélum. HRMil MÚGAVÉLAR: " " Sprintmaster 6 hjóla kr. 42.500. 5 hjóla kr. 24.100.4 hjóla kr. 19.200 Áburöardreifarar 3001. kr. 14.600. HEYÞYRLUR: 4ra stjörnu 4 arma dragtengd kr. 43.800 4ra stjörnu 6 arma dragtengd kr. 45.400 4ra stjörnu 6 arma lyftutengd kr. 52.000 SLÁTTUÞYRLUR m/festingum fyrir grasknosara kr. 45.400 SLÁTTUÞYRLUR _____m/grasknosara kr. 68.100_ =$=I\EW HOLLAISD HEYBINDIVÉL 370 kr. 146.000 HEYBINDIVÉL 378 kr. 160.000 RÚLLUBINDIVÉL 841 kr. 226.000 FÆRIBÖND verð breytilegt eftir lengdum FJOLNOTAVAGN m/mykjudreifarabúnaði kr. 72.000 SLÁTTUTÆTARAR m/barkastýringu vbr. 145 cm. verð kr. 56.700 RÖKE bagga 20rúmm. kr. 43.000 VAGNAR KVERNELAND Gnýblásarar kr. 48.000. G/obust> LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 I meginatriðum má tilgreina tvær ástæður. I fyrsta lagi nýjar stefnur í verslunarmálum, sem fólu í sér aukið frjálsræði, t.d. má geta þess að um svipað leyti og einokunarverslunin var lögð niður voru átthagafjötrar danskra bænda afnumdir. Hin ástæðan var sú að konunglega danska einokunarverslunin var komin á hausinn vegna þess að stefna hennar hafði í mörgum efnum verið röng, stjórn hennar slæm og árferði á íslandi var afleitt. Það var því ekki hægt að reka hana áfram jafnvel í góðæri nema með stórkostlegu tapi. Ég færi að því rök í ritgerð minni, en það er flókið mál að fara út í hér, en ég vil nefna þetta tvennt, aukið frjálsræði í verslunar- og atvinnumálum og gjaldþrot einokunar- verslunarinnar. Þar með sláum við botn í spjallið. Það má vel geta þess í lokin að ritgerð Gísla fylgja viðamiklar tölfræðilegar athuganir og í henni er fjöldi taflna og línurita. Þar er gerð úttekt á hagnaði eða tapi ein- stakra ára einokunartímabilsins sem heimildir ná yfír. Þar eru viðamiklir útreikningar á viðskiptakjörum kaup- manna á erlendum mörkuðum byggðir á verðsögulegum heimildum, þar eru sér- stakir kaflar um framleiðslu á fiski og kjötútflutningi, sem var aðallega til Kaupmannahafnar, kaflar um einstök tímabil einokunarverslunarinnar og kaflar um eðli einokunarverslunar nánar en hér hefur verið gerð grein fyrir. Og að lokum. Þeir áhugamenn um sagnfræði sem læsir eru á enska tungu geta enn fengið bók Gísla keypta hjá Bóksölu stúdenta og hjá Sögufélaginu en á báðum þessum stöðum er hún til í takmörkuðu upplagi. Síðan má spyrja hvort íslensk sagnfræði megi án þess vera að hún verði þýdd á íslensku hið fyrsta. JGK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.