Tíminn - 09.10.1983, Síða 6

Tíminn - 09.10.1983, Síða 6
„Tólf smáar eirlengjur í þeim indianska skipsbotni Merkisrit komin út hjá Sögufélagi ■ Sögufélagið sendir frá sér í ár margar og fróðlegar öndvegisbækur að vanda og er þar á meðal að nefna fimmta bindið af Jarðabók Árna Magnússonar og 15. bindið af Alþingisbókum íslands, svo dæmi séu nefnd. Hér á eftir er farið nokkrum orðum um þessar bækur og önnur rit félagsins: Alþingisbækur íslands 15. bindi Útgáfa þessa safnrits hófst árið 1912 í umsjón dr. Jóns Þorkelssonar, fyrsta forseta Sögufélags. Er þetta viðamesta heimiidarit, sem Sögufélag hefur gefið út. Hefur félagið hin síðustu ár notið sérstaks styrks frá Alþingi til útgáfunnar. Alþingisbækur íslands eru gerðabæk- ur hins forna Alþingis við Öxará. Þær fjalla um það, sem þar fór fram eftir að tekið var að rita það á bók á síðari hluta 16. aidar og til ársins 1800, þegar þingið var lagt niður. Alþingisbækur íslands eru stórmerkar frumheimildir um sögu íslands á niður- lægingaskeiði þjóðarinnar, tímabili Stóradóms, einokunarverziunar, galdra- ofsókna, heittrúarstefnu og Móðuharð- inda. Þær eru fjölbreyttar að efni. Þar má finna dóma í fjölda málum, þ.á.m. dauðadóma, ennfremur lýsingar á strokumönnum, konungsbréf og til- skipanir til íslendinga, auglýsingar emb- ættismanna og jarðakaupabréf. Alþingisbækur íslands eru heimildir um lagasetning og stjórnmálaviðburði og þær endurspegla vel aldaranda. Hvert bindi tekur yfir gerðir Alþingis 10 -20 ár í senn og myndar sérstaka heild, sem njóta má óháð öðrum bindum. Nýjasta bindið tekur yfir árin 1766 -1780, en tvö bindi munu vera eftir, svo að útgáfu sé lokið. Umsjón með fyrri bindum Alþingis- bóka hafa annast hinir færustu fræði- menn, auk dr. Jóns Þorkelssonar þeir dr. Einar Arnórsson. Einar Bjarnason prófessor, og um hin síðustu bindi hefur séð Gunnar Sveinsson skjalavörður. Hvað má finna í alþingísbókunum? í alþingisbókunum kennir ýmissa grasa og má finna margt forvitnilegt ef grannt er skoðað. T.d. var skylt að lýsa vogrekum í lögréttu og má kanna hvort eitthvað komi fram um gullskipið marg- umtalaða. Leitin ber árangur því að í alþingisbók frá 1716 (X.bindi (útg. 1967), bls. 265) segir að fundist hafi árinu fyrr hvítt léreft, rekið í smápörtum víða á fjörur í Hornafirði og þyki mönnum „líkast sé af því austindíaniska fari sem á Sandfjörum í Öræfum við Skeiðarárós uppstrandað hefði nú fyrir 49 árum“ Á næsta ári var eftirfarandi m.a. lýst í lögréttu: að á Sandfjörum í Öræfum hafi fundist með stórstraum í sjó tilvaðið 12 smáar eirlengjur, að vigt fjórar merkur, í þeim indianiska skipsbotni sem í sjó liggur, uppströnduðum fyrir 50 árum; item (einnig) þar úr tekið járn, 3 fjórð... Skv. þessu er sú tilgáta röng að skrokkur skipsins hafi strax sigið í sand og geymst þar heill. (Úr sama bindi, bls. 321). Enn var lýst í lögréttu árið 1722 (XI(1969)79): Á Sandfjörum fundið atker (er mein- ast af því indíaniska kaupfari sem strandað hafði við þær fjörur fyrir 55 árum), að vigt 13 fjórð (um 65 kg) með hring einum. Item eikartré, 8 al (um 5 m) að lengd, gagnlaust (meinast úr sama skipi); járn í því 4 fjórð. 10 merk. (um 22.5 kg) með ryðinu... Jarðabók Árna Magnussonar og Páls Vídalíns Sögufélag hefur umboð fyrir Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmann- ahöfn, en á vegum þess er nú unnið að nýrri Ijósprentaðri útgáfu á Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árunum 1702 -1714. Jarðabókin var gefin út í Kaupmanna- höfn í ellefu bindum á árunum 1913 - 1943 og er sú útgáfa löngu uppseld. Endurútgáfa hófst árið 1980 og eru nú komin út fimm bindi, en hið sjötta er væntaniegt í haust. Ný skáldsaga eftir Olaf Hauk Símonarson: Vík milli irina ■ Vík milli vina nefn- ist ný skáldsaga eftir Ólaf Hauk Símonarson sem væntanleg er frá Bókaforlagi Máls og Menningar innan skamms. Undirrituð gekk á fund Ólafs nýver- ið og krafði hann sagna: „Ja, sagan gerir grein fyrir hópi fólks sem hefur að vissu marki orðið samferða í lífinu - gegnum menntaskóla og há- skóla, heima og erlendis. Nú, þetta fólk er snúið heim til starfa að loknu eða óloknu háskólanámi og sagan greinir frá því hvað tengir þennan hóp og hvað sundrar honum. - Er þetta raunsæisleg skáldsaga? „Já, innan þeirra víðu marka sem þessi merkimiði, raunsæ skáldsaga, hef- ur má segja að söguaðferðin mundi flokkast til raunsæislegs frásagnarmáta.“ - En nú segir ungur bókmenntafræð- ingur í viðtali við Helgar-Tímann síðasta að raunsæislega skáldsagan sé dauð, hvað viltu segja um það? „Um leið og því er haldið fram er verið að segja að skáldsagan sé dauð, vegna þess að grunnform skáldsögunnar er hin raunsæislega frásögn, én auðvitað með ótal blæbrigðum. Það er engin ástæða til að ætla að það klippist á þann þráð skyndilega hér og nú - enda er verið að semja raunsæisleg skáldverk í öllum heimshomum. Á hinn bóginn er sú merking sem menn leggja í þennan merkimiða, raunsæi, skilyrt af því menn- ingarlega umhverfi sem skáldverkin eru sprottin úr. Það segir sig sjálft að raunsæisleg frásögn sem skrifuð er í hitabeltinu eða í Suður-Ameríku er önnur en sú sem skrifuð er hér uppi a íslandi. Þannig heldur t.d. Gabriel Gar- cia Marques því fram að það sé bara misskilningur hjá Evrópumönnum að bækur hans séu furðufrásagnir, öllu því sem hann lýsir megi finna stað í því umhverfi sem bækur hans eru sprottnar úr, þ.e. suður-amerisku þjóðlífi. Ég tel mikinn misskilning ef menn halda að hægt sé að flytja Gabriel Garcia Marques, Grillu-Robba eða aðra slfka blóðhráa inn til eftirhermu - úr því yrði aðeins rótslitinn bastarður." - Þú ætlar ekki að láta þér nægja að gefa út þessa einu skáldsögu nú í ár, hef ég heyrt? „Nei, það kemur væntanlega út eftir mig frumsamin bamabók um þá félaga Hatt og Fatt, og Mál og Menning mun einnig gefa út eftir mig 22 sönglög sem ætluð eru börnum á öllum aldri! Síðan kemur þýdd barnabók sem er framhald á bókinni Veröld Busters sem kom út í fyrra, og heitir sú Kysstu stjörnurnar." „- Sú skemmtilega bók, Veröld Bust- ers sem þú þýddir í fyrra, fékk þýðingar- verðlaun Reykjavíkurborgar - er árang- ur þýðingar alfarið í höndum þýðandans eða verður hann að hafa úr góðu að moða til að vel fari? „Bækurnar um Buster eru unaðslegar á frummálinu og fylla upp í eitthvert gap sem hefur verið í barnabókaútgáfunni hér á landi undanfarin ár. Þær eru í senn raunsæislegar og ljóðrænar og fullar af manneskjulegum húmor.“ - Hefurðu eitthvað sinnt leikritaskrif- um síðan þú skrifaðir Blómarósir hér um árið? „Já, ég hef nú nýlokið við að semja tvö leikrit. Þessi leikrit eru tengd og ég vildi því helst láta sýna þau saman en það er erfitt hér á landi. Þjóðleikhúsið hefur keypt annað leikritið til sýningar en hinu er alveg nýlokið.“ - Þetta er feikilega mikil framleiðsla hjá þér! „Já hefur Steingrímur ekki einmitt lagt áherslu á það að við verðum að vinna okkur upp úr kreppunni með aukinni framieiðslu og betri nýtingu hráefna?“ Blaðakonan brosir vandræðalega, hagræðir sér lítillega í stólnum og spyr að lokum: Hvað er svo framundan? „Gjaldþrot heimilisins eins og svo margra annarra heimila hérlendis á þessum síðustu og bestu framsóknartím- um.“ _ SBJ ■ Ólafur Haukur Simonarson, höfundur skáldsögunnar Vik milli vina sem væntanleg er innan skamms. Auk þess er væntanleg bamabók eftir Ólaf Hauk og þýðing hans á bókinni Kysstu stjörnurnar, sem er framhald bókarinnar Veröld Busters. Þessi bindi taka yfir eftirtaldar sýslur: 1. Vestmannaeyjar og Rangárvalla- sýsla 2. Árnessýsla 3. Gullbringu- og Kjósarsýsla 4. Borgarfjarðar- og Mýrasýsla 5. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 6. Dala- og Barðastrandarsýsla. Áætlað er að ljúka Jarðabókinni með nýju bindi, hinu 12. í röðinni, þar sem birt verða ýmis skjöl, sem varða jarða- bókarverkið, en fæst þeirra hafa verið útgefin áður. Útgáfu þess mun Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur sjá um. Umsjónarmaður útgáfu Jarðabókar- innar er Svavar Sigmundsson cand. mag. Forseti Hins íslenzka fræðafélags er dr. Jón Helgason, prófessor í Kaupmann- ahöfn. Saga, tímarit Sögufélags Þetta er 21. bindi í röðinni, en Saga hefur komið út frá árinu 1950. Saga 1983 er 363 bls. að stærð og er að vanda fjölbreytt að efni. Meðal efnis þessa árgangs er eftirfar- andi: Anna Agnarsdóttir og Ragnar Ámason: Þrælahald á þjóðveldisöld (með myndum) Aitor Yraola: Um baskneska fiski- menn á Norður-Atlantshafi (með myndum) - Summary Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Löggjöf um fátækraframfærslu og stjórn fá- tækramála á 18. öld (með myndum) Sveinbjörn Rafnsson: Um mataræði íslendinga á 18. öld (með mynd) -Summary Lýður Björnsson: Hvað er það sem óhófinu ófbýður? Sigfús Haukur Andrésson: Verzlun- in á ísafirði á fyrstu þremur ára- tugum fríhöndlunar (með myndum) Ritsafn Sagnfræðistofnunar Þá skal hér getið um ritröðina “Ritsafn Sagnfræðistofnunar," en Sögufélag ann- ast sölu og dreifingu á því, og í afgreiðslu þess er tekið við áskriftum. Út eru komin í ritsafninu handbækur og upp- flettirit sem gagnleg eru sagnfræðingum og öðrum áhugasömum en líka hafa birst stuttar ritgerðir um herstöðvamál, eignarhald á afréttum og almenningum, vinnuhjúá 19. öldogsauðagulliðbreska. Fyrsta ritið kom út árið 1979 en hið níunda í röðinni er nýkomið og nefnist: Förándringar í kvinnors villkor under medeltiden. í því eru birt níu erindi sem flutt voru á norrænni ráðstefnu í Skál- holti sumarið 1981 um breytingar á högum norrænna kvenna á miðöldum. Af efni sem íslenskir lesendur munu hafa sérstakan áhuga á má nefna að Anna Sigurðardóttir ritar um þátt ís- lenskra kvenna í skírn og nafngift og Elsa E. Guðjónsson segir m.a. frá íslenskum konum, innan klaustra og utan, sem höfðu launaða atvinnu af útsaum. Þá ritar Else Mundal um hvemig konur munu hafa stuðlað að munnlegri geymd og áhrif skriftarkunn- áttu, þegar hún kom, á þetta hlutverk þeirra; Grethe Jacobsen ritar m.a. um þær breytingar sem urðu á stöðu ís- lenskra kvenna við kristnitöku og Birte Carlé athugar kynferðislegt hlutverk kvenna skv. heilagramannasögum og ber saman við (slendingasögur. Helgi Þorláksson og Silja Aðalsteins- dóttir sáu um útgáfuna sem var styrkt af menntamálaráðuneyti og Menningar- sjóði Norðurlanda.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.