Tíminn - 09.10.1983, Page 12

Tíminn - 09.10.1983, Page 12
12 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 „Ég settist í Kennaraskóla íslands 1920 og var þar í þrjá vetur, eins og siður var í þá daga, útskrifaðist 1923 og þar með voru 60 ár liðin í vor frá því er ég tók kennarapróf. Ég er uppalinm í afskekktri sveit vestur á Rauðasandi í Barðastranda- sýslu, fæddur að Stakkadal, sem var næsti bær við Saurbæ á Rauðasandi. Stakkadalur er nú löngu kominn í eyði. Þarna var fátækt og möguleikar til náms fáir, en því man ég eftir að eftir að ég fermdist, 1913, iangaði mig ákaflega mikið til þess að halda áfram námi. En eldri bræður mínir voru farnir að heiman og ég var næstur að aldri til og varð að hjálpa foreldrum mínum með búið. Fyrir bragðið komst ég ekki að heiman fyrr en 1918, þegar þau hættu búskap.“ Þá hefur hugurinn auðvitað verið enn bundinn við það að komast í skóla? „Já, ég fór þá til Reykjavíkur og settist í Samvinnuskólann, en það varð Kennara skólinn 75 ára: . ■ Sextíu ár eru liðin frá því er Sigurvin lauk kennaraprófi. Kona hans, frú Jörína Jónsdóttir, útskrifaðist úr skólanum ári fyrr en hann. (Tímamynd G.E.) ,Eg taldi æfingakennsluna mikils verðasta af öllum námsgreinunum* Rætl við Sigurvin Einarsson, fyrrum alþingismann,sem útskrifaðist frá Kennaraskóla íslands 1923 ■ í dag fagnar Kennaraskóli íslands 75 ára afmæli sínu. Þau eru orðin mörg kennaraefn- in, sem gengið hafa út um dyr skóians á þessum ianga tíma, til þess að færa þá fræðslu sem þau þar nutu út um bæi og byggðir landsins. Segja má að vandf undinn sé því sá íslendingur sem hefur ekki menntast og mótað fyrir áhrif þessa gamia skóla og nemenda hans og á honum því meira upp að unna en öðrum menntastofnunum. Góður kennari hef ur ætíð verið gæfa á vegferð hvers einstaklings og þá hefur Kennaraskóli íslands borið gæfu tii að útskrifa marga. Sumir þeirra gerast nú aldnir og þeirra á meðal er Sigurvin Einarsson, fyrrum alþing- ismaður, sem var meðal hópsins sem útsk- rifaðist 1923. Við ræddum við Sigurvin í tilefni af afmæiinu og rifjuðum upp með honum þessa liðnu skóladaga. ■ Sigurvin Einarsson: „Sigurður var eftirminnilegur kennari og ómögulegt annað en að læra hjá honum.“ (Timamynd: G.E.) varla nema hálfur vetur, því spánska veikin stöðvaði alla skólastarfsemi fram til áramóta. Eftir þennan hálfa vetur í Samvinnu- skólanum, langaði mig til þess að halda áfram námi, en þar sem ég varð alveg að kosta mig sjálfur, þá sá ég ekki að mér yrði fært að leggja í lengra nám en Kennaraskólanám. Að heiman hafði ég ekki annað nám en barnaskólanám, sem þá fólst í far- kennslu nokkrar vikur á vetri. En námið í Samvinnuskólanum hafði vissulega orðið mér mikil hjálp og undirbúningur. Þar var kennd samvinnusaga, mál, stærðfræði, íslenska, íslandssaga og mannkynssaga. Samvinnuskólinn var í Iðnó um þetta leyti en Kennaraskólinn var hins vegar í sínu gamla húsi við Laufásveg." Hver var skólastjóri um þetta leyti í Kennaraskólanum? „Hann var séra Magnús Helgason. Magnús var öldungis frábær skólastjóri og ‘kennari. Hann var svo vel látinn maður af öllum sem hann þekktu að ég hef aldrei rekist á nokkurn mann sem ekki hefur borið honum aðdáunarvert orð... Hann kenndi fyrst og fremst uppeldisfræði og kennslufræði. Skóladagurinn hófst klukkan átta að morgni og mig minnir að skólinn hafi staðið til klukkan fjögur á daginn, og nokkru lengur þegar söng eða leik- fimitímar voru. Leikfimin var kennd í íþróttahúsi gamla Menntaskólans við Lækjargötu. Ekki man ég nákvæmlega hve mörg við vorum sem hófum nám árið 1920, en við vorum 23 sem lukum prófi vorið 1923. Nemendur Kennaraskólans voru ákaflega lítt efnum búnir á þessum tíma flestir hverjir og reyndu að stunda vinnu eftir föngum á sumrum, til þess að kosta nám sitt. Vafal mst hafa menn skuldað eitthvað að náminu loknu, en varla þá mikið trúi ég. Sj álfur var ég í kaupavinnu þessi sumur norður á Mýrum og í Húnavatnssýslu og fékk Iíka nokkuð að gera í byggingavinnu. Fyrst man ég að ég vann að vegagerð við Elliðaárnar og lagði veg frá þjóðveginum að rafveitu- húsinu, sem þá var í byggingu.“ Hverjir eru þér fleiri minnisstæðir af kennurum skólans? „Nú, minnisstæðastur er mér líklega Sigurður Guðmundsson, skólameistari. Hann var kennari okkar, þegar ég var í fyrsta bekk og auðvitað kenndi hann okkur íslensku. Hann fór til Akureyrar og gerðist þar skólameistari árið eftir, 1921. Sigurður var eftirminnilegur kenn- ari og ómögulegt annað en að læra hjá honum. Hann var þó sérkennilegur og ekki eins og gerist og gengur og oft höfðum við gaman af honum. En af- burðakennari var hann eigi að síður. Aðrir kennarar voru Freysteinn Gunnarsson, Helgi Jónsson, grasafræð- ingur, Björn Jpkobsson, leikfimikenn- ari, sem einnig kenndi heilsufræði og Ólafur Daníelsson, stærðfræðikennari. En ekki má ég gleyma að geta þeirra ágætu manna, sem stjórnuðu æfinga- kennslunni við skólann, því þeir voru Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti fslands og Steingrímur Arason. Þá var það ekki síður valinn maður sem sá um söng- kennsluna, en hann var Sigfús Einars- son, tónskáld." Hvernig var félagslífið í skólanum? „Það var mikið. Ef ég man rétt þá voru samkomur eða fundir hjá okkur um hverja helgi. Aðra helgina voru haldnir nokkurs konar skemmtifundir, en hina helgina fræðslufundir, þar sem skóla- stjórinn hélt yfir okkur fyrirlestra. Já, skólalífið var bæði skemmtilegt og mikið. Á þessum fundum var rætt um allt mögulegt, og talsvert mikið um bók- menntir, skáld og rithöfunda. Oft komu gamlir nemendur Kennaraskólans á þessa fundi til okkar og man ég ekki síst eftir Konráði heitnum Kristjánssyni, en hann dó ungur maður.“ Vistin í Kennaraskóla íslands hefur því orðið þér mikill og ánægjulegur tími? „Já, og ekki síst vegna þess að þar kynntist ég konunni minni, Jörínu Jóns- dóttur, sem einnig var í skólanum. Hún var bekk á undan mér og lauk prófi 1922. Við giftum okkur 1923 og áttum því 60 ára brúðkaupsafmæli á dögunum. Hún kenndi sem stundakennari í Reykjavík þennan síðasta vetur minn, en svo fluttum við til Ólafsvíkur.“ Hvernig var dvölin á Ólafsvik? „Ég gerðist þama skólastjóri árið

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.