Tíminn - 09.10.1983, Qupperneq 15
Þegar Lindbergh flngkappl kom til
■ Flugvél Lindbergh á leið út úr höfninni í Reykjavík, brottfarardaginn. Vélin var 700 hö, og gat farið með 290-35Ö km.
hraða á klst. (Ljósmynd Skafti Guðjónsson).
Norðurleiðin
um Atlantshaf
Nokkru áður en Lindberghhjónin
komu hafði það frést á íslandi að
ameríska flugfélagið „Panamerican
Airways" hefði fengið hann til þess að
kanna hina svonefndu norðurleið um
Atlantshaf, því augljóst þótti að betri
mann gat félagið ekki valið til þessa
starfs.ÞóttiLindbergh.enda hafa alla þá
þekkingu á flugsamgöngum og öðru því
sem hér til þurfti, auk þess sem vitað var
að á engum manni mundi meira mark
tekið en honum.
Vikum saman var Lindbergh ásamt
konu sinni, Anne Morrow Lindbergh, á
flugferð um Grænland. Kynntist hann
landinu betur en nokkur maður hefur
gert á jafn stuttum tíma. Flaug hann
fram og aftur með fram Vestur-Græn-
landi og tvisvar yfir Grænlandsjökul.
Einnig fram með austurströndinni 'alla
leíð frá Scoresbysundi og suður að
Hvarfi, enda hafði Grænland löngum
■ Þann 15. ágúst fyrir 50 árum fengu íslendingar
heimsókn sem mikla athygii vakti, en þá kom til
Reykjavíkur hinn heimsfrægi flugkappi Charles
Lindbergh og kona hans. Hvert mannsbarn þekkti
hinn fræga mann, eftir að hann hafði unnið það
afrek að fljúga einn síns liðs á flugvél sinni „Spirit
of St. Louis“ fyrstur manna yfír Atlantshaf og enn
hafði athygli heimsins beinst mikið að honum
tveimur árum áður en þá höfðu þau hjón misst bam
sitt í hendur mannræningja og fannst það síðar myrt.
Hér verða rifjuð upp nokkur atriði um þessa
heimsókn flugkappans.
verið talið mesti þröskuldurinn á flug-
leiðinni. Höfðu Danir talið öll tormerki
á því að flugleið yrði lögð um landið, þar
sem náttúruskilyrði væru of erfið.
Frá Angmagsalik
Það var klukkan að ganga þrjú þann
15. ágúst að Lindbergh lagði upp frá
Angmagsalik í flug sitt til íslands. Frá
Angmagsalik flaug hann fyrst til Vatns-
fjarðar, skammt norðan við Angmagsa-
lik, þar sem Watkinsleiðangurinn hafði
bækistöð sína. Þaðan fór hann kl. 3.30
og tók nú stefnuna norðarlega á ísland
ogflaugfyrst til Vestfjarða. Sumirsögðu
að hann hefði flogið alla leið norður á
Strandir.
Eftir því hve snemma hann var kom-
inn að landinu þótti komu hans seinka
all nokkuð, en til hans sást úr Reykjavík
laust fyrir kl. 19.30 um kvöldið.
Eimskipin þeyttu
eimpípurnar
Seinni part dagsins var norðvestan
stinningskaldi og talsverðar öldur á ytri
höfninni. Var honum því símað héðan,
að vafasamt þætti fyrir hann að lenda á
ytri höfninni, en jafnframt bent á, að í
Skerjafirði væri lygnt, og eins væri
lygnara inni í Sundum.
Múgur og margmenni þusti niður til
hafnarinnar, er það fréttist að til hans
sæist og var margt fólk þar fyrir er beðið
hafði þar alllengi komu flugkappans
mikla.
Var nú eftir að vita, hvar hann myndi
setjast.
Hafnarbáturínn var til taks inni á
höfninni til þess að fara út jafnskjótt og
hann settist. Þar var hafnarstjóri, settur
borgarstjóri og forseti bæjarstjórnar
bæjarlæknir og Steingrímur Jónsson raf-
magnsstjóri, en hann var umboðsmaður
hér fyrir Panamerican Airways.
Er Lindbergh flaug fyrst yfir höfnina
var hann allhátt í lofti.
Skip öll er í höfninni voru, en þau
■ Skömmu eftir að Lindbergh var hér á ferð þótti hann vingast full mikið við nýja og umdeilda menn suður í Evrópu.
Lindberghhjónin ásamt Hermann Göring, flugmarskálki í Þýskalandi.
Lindbergh (í dökkum frakka) og kona hans, Anne Morrow Undbergh, ganga upp verbúðarbryggjurnar gömlu. Eftirvænting ungu kynslóðarinnar leynir sér
ekki. Skyldi einhver eldri lesenda okkar þekkja sjálfan sig þarna? (Ljósm. Skafti Guðjónsson)
voru allmörg, þeyttu eimpípur með svo
miklum gauragangi að fólk fékk lokur
fyrir eyrun. En fólkið þusti fram og
aftur til þess að finna sér stað, þar sem
væri útsýni, svo hægt væri að fylgjast
með fluginu.
Nú tók Lindbergh að fljúga yfir bæinn
inn yfir Sund og suður yfir Skerjafjörð.
Var vindur farinn að lægja, svo menn
bjuggust jafnvel við að hann myndi nú
setjast á ytri höfnina.
En er hann hafði sveimað yfir bæinn
og nágrennið upp undir það fjóiiðúng
’ stundar renndi hann niður á Viðeyjar-
sund austanhalt við eyna í skjóli wið
hana.
Sté á land
í Vatnagörðum
Mótorbátur úr Viðey kom brátt nú til
hans og bátskekta frá Vatnagörðum en
þar sá Grierson flugmaður til ferða
Lindbergh og fór til hans.
Renndi Lindbergh sér nú upp undir
Viðeyjarbryggjur og batt vél sína þar við
dufl.
Kom nú hafnarbáturinn innanað. Var
Lindbergh boðið að koma í honum til
bæjarins. En hann óskaði heldur eftir
því að fara í land í Vatnagörðum til að
athuga hvort þar væri nægilega gott
uppsátur fyrir flugvélina og sjá flugvéla-
skálann.
Fór nú hafnarbáturinn með þau hjónin
þangað.
En er þangað kom var kominn fjöldi
fólks úr Reykjavík í einum 50-60 bílum.
Þyrptist fólkið þarna niður í flæðarmál
og niður á bryggju. Hrópaði hver húrra
sem betur gat til að fagna komu hinna
frægu fluggesta. En troðningur var svo
mikill að úr athugun á staðháttum gat
ekki orðið að því sinni.
Fóru Lindberghshjónin í bíl sem þar
beið með Steingrími rafmagnsstjóra og
Sig. Jónssyni flugmanni. Óku þau upp á
Suðurlandsbraut og síðan inn í Sog og
fram í Vatnagarða aftur en þá var
mannfjöldinn þaðan farinn.
Þaðan kvaðst Lindbergh vilja fara
aftur út í flugvél sína. Akkeri vantaði
hann stærra en hann hafði í upphafi
fengið. Og við flugvélina vildu þau ekki
skilja meðan hún væri ekki í tryggari
höfn.
Kváðust þau hjón hafa gist flestar
nætur í flugvélinni, síðan þau komu til
Grænlands.
En um nóttina bjóst Lindbergh við
því að fara með flugvélina inn á innri
höfn. Óskaði hann ekki eftir neinni
aðstoð við það.
Var af öllu sýnilegt að þau hjón voru
til þess útbúin að fara ferða sinna um
óbyggðir og bjargast upp á eigin spýtur.
Mannsöfnuður
við „Borgina“
Nú víkur sögunni til bæjarins.
Fyrst beið fólkið við höfnina uns það
var úrkula vonar um að Lindbergh kæmi
með hafnarbátnum.
Síðan safnaðist múgur og margmenni
fyrir framan Hótel Borg, því búist var
við, að Lindbergh kæmi þangað.
En er koma hans dróst, flugu alskonar
getsakir um það hvað af honum hefði
orðið uns Steingrímur rafmagnsstjóri
kom þar og sagði sem var, að þau hjónin
væruekkivæntanlegfyrrien næstadag.
í boði forsætisráðherra
Lindbergh dvaldi hér á landi í nokkra
daga og gerðu fyrirmenn í Reykjavík sér
að vonum all títt um hann, m.a. var
honum boðið í tedrykkju hjá forsætis-
ráðherra og Steingrímur rafmagnsstjóri
var sem alsjáandi vendarengill hans
hvert sem hann fór. Þessa daga var
staddur hér á landi sjálfur ríkiserfinginn,
Friðrik prins, og hittust þeir flugkappinn
að máli í fyrrgreindu teboði.
Meðan á heimsókninni stóð kom hing-
að gufuskip Panamerican Airways,
„Jelling" sem hafði verið Lindbergh til
aðstoðar á Grænlandi og var flugvél
hans tekin um borð í skipið til athugun-
ar.
Von var að mönnum á íslandi árið
1933, þætti fróðlegt hvað garpurinn
segði um möguleika á flugi þessa leið.
Var Lindbergh sagnafár, en þó hafðist
þetta helst upp úr honum:
Hægt að fljúga hvar
sem er ef flugtækin
eru vönduð
„í raun og veru er hægt að fljúga hvar
sem er ef flugtækin eru vönduð, flug-
menn duglegir og kunnir staðháttum.
Það er því enginn efi á að hægt er að
fljúga þessa leið og það á hvaða árstíma
sem er.
Það mun að vísu vera eitt tekniskt
vandamál, sem óleyst er enn. Hingað til
hefir mönnum ekki tekist að setja þre-
• faldan undirbúnað á flugvélar. Menn
hafa á flugvélum tvenns konar útbúnað
samtímis, t.d. hjól og flotholt svo flug-
menn geta sest hvort heldur þeir vilja á
vatn eða auða jörð, eða skíði og flotholt,
svo hægt sé að setjast á fönn eða vatn.
En á þessari leið má búast við að
flugvélar þurfi á vissum tímum árs að
hafa allan þrenns konar útbúnað sam-
tímis, svo flugmenn geti sest hvort
heldur þeir vilja á vatn, fönn eða auða
jörð.
Um undirbúninginn að reglubundnum
í sl. ágúst-
mánuði voru
liðin 50 ár
frá því er
Lindbergh
flugkappi kom
til Islands.
Helgar-Tíminn
rifjar upp
atvik frá
þessum
minnisstæða
viðburði.
flugsamgöngum þessa leið sagði Lind-
bergh m.a.
Á næstu tveim árum, er hægt að koma
í verk öllum þeim undirbúningi sem gera
þarf áður en flugferðir byrja þessa leið,
gera flughafnir, loftskeytastöðvar og
þess háttar.
Hér á íslandi þurfa flughafnir að vera
a.m.k tvær önnur norðanlands og hin :
sunnanlands og þá líklega hér í Reykja-
vík.
Loftskeytastöðvar þarf að reisa nokkr-
ar í landinu til þess að flugmenn geti
þaðan fengið nauðsynlegar veðurfregn-
ir.
Lendingarstaðir þurfa að vera nokkrir
nálægt sama stað svo flugmenn geti valið
um hvar þeir setjast eftir því hvernig
veðri hagar í hvert sinn.“
Lindbergh fór héðan þann 22. ágúst.
Klukkan 9 um morguninn kom hann inn til
veðurfræðinga á Veðurstofu fslands og
spurði um útlit. Leit hann ekki á aðrar
veðurfregnir en þær sem komu frá
íslenskum stöðvum.
Um kl. 10 fréttist um bæinn að þau
Lindberghshjónin ætluðu að fljúga
héðan. Safnaðist þá margt fólk að „Hótel
Borg" þar sem þau voru og beið þar fyrir
utan til þess að sjá þau.
Klukkan 10.30 árd, fóru þau frá
„Hótel Borg" og óku þegar niður að
gufuskipinu „Jelling" sem lá við hinn
nýja austurbakka hafnarinnar. Þar töl-
uðu þau litla stund við trúnaðarmenn
sína um borð í skipinu fengu sér svo bát
og fóru út að flugvélinni sem lá við dufl
úti í hafnarbakkanum hjá Örfirisey.
Rétt á eftir leysti „Jelling" festar og
sigldi út úr höfninni. Meðan skipið var
að fara út hélt Lindbergh kyrru fyrir í
flugvél sinni, en þegar „Jelling“ var
komið út úr höfninni sigldi flugvél Lind-
berghs út fyrir garða og rétt á eftir hóf
flugvélin sig til flugs og skipti þar engum
togum. Þá var klukkan 11.15 er Lind-
bergh hófst á loft. Síðan fór hann einn
hring yfir bæinn flaug hratt og stefndi
síðan út yfir eyjar og sund og inn til
Hvalfjarðar. Þar hvarf flugvélin sjónum
og vissi nú enginn um hríð hverja leið
Lindbergh hefði valið.
■
■ Komið úr heimsókn til forsætisráðherra. Lengst til vinstri er Steingímur
rafmagnsstjóri, umboðsmaður Panamerican Airways á Islandi.
(Ljósmynd Skafti Guðjónsson).
Til Eskif jarðar
Héldu menn nú að hann ætlaði til
Hornafjarðar en rétt á eftir kemur skeyti
þaðan og hermdi það að Lindbergh
hefði farið þar fram hjá og stefnt til hafs.
Menn undruðust þetta flug.hraðann
og hvernig Lindbergh bar yfir og hvaða
leiðir hann hafði valið sér. Af þeim
fréttum sem af honum bárust verður
ekki annað séð en að hann hafi flogið
þvcrt yfir ísland norður úr Borgarfirði til
Eyjafjarðar þaðan síðan þvert suður yfir
landið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls
náð suðurströndinni skammt fyrir austan
Vík og flogið svo austur með landi.
Klukkan að ganga sex kom fregn um
það að Lindbergh hefði lent í Eskifirði
kl. um 5 og bundið flugvél sína við
bryggju þar.
Næsta dag lá svo lcið flugkappans til
Evrópu.
Fimmtíu ár eru liðin frá þessari minnis-
stæðu heimsókn, sem margir eldri Reyk-
víkingar muna cnn. Norðurleiðin yfir
Atlantshaf er ekki vandamál meir og
meðan við Ijúkum lcstri þessara lína um
heimsókn Lindbergh cru sjálfsagt marg-
ar flugvélar á ferð þarna, bæðir austur
og vestur. En því má ekki gleyma að
Lindbergh var meðal þeirra brautryðj-
cnda sem gerðu það mögulegt.
„Spirit of St. Louis“ kemur til London eftir flugið fræga yfir Atlantshaf.
MBi
'
.
SUNNUDAGUR 9. OKTOBER 1983
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983
mmm