Tíminn - 09.10.1983, Qupperneq 17
SUNNUDAGUR 4. OKTOBER 1983
17
leigupennar í útlöndum
Allt viðkomandi tíðarfari landsins s.s.
myndir og textar: „Hvassviðri um land
allt - Einmunatíð! - Verður sól? Gadda-
skór, skóhlífar og mannbroddar komnir
aftur!“ var í þeirri þriðju.
Ég komst ekki hjá því að hrósa
Sigrúnu örlítið fyrir hversu vel hún
undirbyggi nemendurundir íslandsdvöl.
Það þýðir ekkert annað en að undirbúa
fólkið undir það sem tekur við sagði
Sigrún og hló.
Hvernig er með kennslugögn, hafið
þið eitthvert samband við Menntamála-
ráðuneytið? Það höfum við ekki, sagði
Sigrún en hins vegar sér bandaríska
sendiráðið um útvegun á orðabókum
o.fl. semviðpöntum. Einsfæégákveðna
upphæð til kaupa á ýmsum kennslugögn-
um og hef ég verslað talsvert í Bóksölu
Stúdenta í Reykjavík. F.S.I. er áskrif-
andi af tveimur íslenskum dagblöðum
og þó ég gjarnan vildi fá þau öll eru
ákveðin takmörk sem verður að setja.
Eftir 2-3 mánuði læt ég nemendur
byrja að lesa dagblöðin . Að vísu er erfitt
að finna nógu auðveldar greinar til að
byrja með. En jafnhliða náminu hjá mér
eru nemendur skyldugir að fara í svæðis-
kynningu sem er önnur deild innan
skólans. Þarna er sameiginleg svæðis-
kynning fyrir öll Norðurlöndin í tvær og
hálfa klst. einu sinni í viku. ísland hefur
því miður setið á hakanum hjá þeim sem
kennir og hef ég því sjálf þurft að hafa
mína eigin svæðiskynningu. Þetta er
kynning á landi og þjóð frá upphafi og
stjórnmál viðkomandi lands í dag. Ég
hef útbúið landafræðispil sem er nokkurs
konar teningaspil. Það þjálfarbæði mál-
ið og er svæðiskynning í leiðinni. Einnig
hefur það reynst vel í sambandi við
kosningar og kjördæmaskiptinguna. Við
ir Sigrún og hlær. Við notum mikið síma
í kennslunni. Stundum fá nemendur
uppskrifað samtal og stöku sinnum fer
ég út fyrir það. Þannig var ég að ræða
við einn fyrrverandi nemanda í síma.
Hann átti að vera stjórnmálamaður sem
ég var að bjóða í kvöldmat og spyr ég
hvort hann vilji ekki koma með konuna
með sér? Hann svarði: „Konan mín er
dáin en má ég koma með vinnukonuna
með mér?“ Ja, hm, já stundi ég, viltu
koma með vinkonu þína með þér.spurði
ég að bragði enda voru mér strax ljós
mistökin sem hann hafði gert.
Eins skeði nokkuð einu sinni í prófinu
hjá okkur. Nemendur taka próf í lok
námsins og erum við ákaflega stolt yfir
prófkerfinu okkar.enda hafa ýmsir há-
skólar sýnt því áhuga. Þetta kerfi er
algjörlega hannað af okkur sjálfum og er
eingöngu munnlegt, þ.e. gefnar ein-
kunnir fyrir talmál og þýðingu.
Einn hlutinn af prófinu er þannig að
nemandinn velur úr umræðuefnum á
ensku og hefur viðtal við mig um efnið
á íslensku, sem hann þarf síðan að þýða
fyrir prófdómarann yfir á ensku.
Þannig vildi það til að einn nemandi
valdi sér efnið, „Jól þegar ég var barn.“
Eitt af því sem ég sagði honum var að
við krakkarnir fengum alltaf heitt súkk-
ulaði með rjóma hjá mömmu á jólum.
Nú síðan heyri ég hann þýða þetta þanig
að við höfum alltaf fengið heitt súkkulaði
með rommi sem börn á jólum.
„Guð minn góður, hugsaði ég. Nógu
slæmt orð er á okkur þó ég láti mömmu
ekki liggja undir þessum svívirðingum."
Það er augljóst að Sigrún er ánægð m'eð
vinnuna enda getur hún vel verið það
miðað við árangur erfiðisins. Hún þarf
■ „Foreign Service Institute" er til húsa í Rosslyn-hverfi fyrir suðvestan
Potomac-ána.
sýnum kvikmyndir frá íslandi en þær
fáum við lánaðar í sendiráðinu. Við
höfum mikið samband við sendiráðið og
hafa þeir reynst okkur sérstaklega hjálp-
legir. Þangað hef ég farið með nemendur
í kynnisferðir.
Yfirmaður flotastöðvar-
innar á Keflavíkur-
flugvelli í íslenskum
saumaklúbbi í Washing-
ton.
Ég reyni að fara með nemendur allt
sem er tengt íslandi. Undirrituð hefur
ekki komist hjá því að verða vör-við það,
þar sem varla hefur verið hægt að
þverfóta fyrir Sigrúnu með nemendur
sína á íslendingasamkomum!
íslendingar búsettir hér hafa verið
mjög samvinnuþýðir heldur Sigrún
áfram. Ég hef meira að segja verið boðin
í saumaklúbb með nemendur. Núver-
andi yftrmaður flotastöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli og kona hans fóru
t.d. með mér heim til Laufeyjar eigin-
konu Jóns Sigurðssonar forstöðumanns
Þjóðhagsstofnunar og fyrrverandi starfs-
manns Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hér í
Washington. Það er náttúrlega mest
skrafað og minnst saumað og voru
McValden hjónin yfir sig ánægð með
þessa heimsókn.
Manstu eftir einhverju spaugilegu úr
starfinu? Það er alveg nauðsynlegt að
hlæja aldrei að mistökum nemendanna.
Það er bráðnauðsynlegur einginleiki^eg-
engu að kvíða atvinnuleysi því að á milli
þess sem beðið ereftir nýjum nemendum
vinur hún við þýðingar úr Norðurlanda-
málum fyrir bandaríska ríkið og kennir
rússneskum innflytjendum ensku.
Hún sér auk þess um öflun námsgagna
fyrir sýningu sem samtök norrænu félag-
anna í Washington gangast fyrir í febrúar
á næsta ári og ber yfirskriftina" Teaching
English In Scandinavia“. Það er mikill
áhugi fyrir Norðurlöndum eftir Scandin-
avia Today og búist er við mikilli aðsókn
á sýninguna.
En nú líður að lokum þessarar sam-
norrænu þjóðhátíðar og er vel við hæfi
að láta Sydel Maher hafa síðasta orðið
þar sem hún les upp bráðskemmtilega
grein írska stúdentsins:
„fslendingar tala mjög hratt. Þeir eru
næstum eins slæmir og Frakkar og allir
vita hvernig þeir eru. Fyrir viðvaning
getur þetta valdið mesta misskilningi.
Þannig var það bara í síðustu viku
þegar vinur minn var að lesa matseðil á
íslensku veitingahúsi að óvenju aðlað-
andi þjónustustúlka kemur til hans og
segir brosandi: „Kata“.
Þannig hljómaði það a.m.k. í hans
eyrum. Auðvitað hefðu flestir sem
eitthvað hafa dvalið í landinu getað
skilið að stúlkan sagði: „Hvað var það?
En vinurinn eins og sönnum sjentil-
manni sæmir stóð hikstalaust upp, greip um
hönd stúlkunnar og sagði: „Harry".
Heimild: Iceland Reviw,
No 3-4, Vol. 11, 1973
í Washington 2. okt. 1983.
- Sigurborg Ragnarsdóttir
/ upphafi var jörðin auð og tóm, svo kom Aðal Bílasalan og malbikaði 2000 fermetra, setti
niður sín hús og raðaði vörubílum, sendibílum, rútum og allskonár fólksbílum, litlum og
stórum, gömlum og nýjum, út um alla jörð.
Aðal Bílasalan er flutt að
MIKLATORGI
Sunnanmegin, par sem sólin gengur aldrei undir.
Gjörið svo vel og komið á svæðið. Mikið um að vera við Miklatorg — og jörðin er ekki lengur
auð og tóm.
í£a*a&a«t
við Miklatorg. Símar 19181 og 15014
§VNGAPO«f
REKKJAIM
1 FJORUM LITUM
Opið í öllum deildum: mánud.-miðvikud. 9—18,
Fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—12,
u_ lí siandají
23 kiiuaaadj-
Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
Húsgagnadeild
Sími 28601 ^
l«IIS*ariSUtl*í*ÆIBIMMÍ s