Tíminn - 19.10.1983, Síða 4

Tíminn - 19.10.1983, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 fréttir Byggingahappdrætti Búnaðarsambands Sudurlands: Fjörkippur í sölu midanna ■ Peir sem hafa komið í réttir á Suðurlandi í haust hafa sjálfsagt veitt hvítri Subarubifreið athygli, en þessi bíll er aðalvinningur byggingarhappdrættis Búnaðarsambands Suðurlands. Búnað- arsambandið verður 75 ára á þessu ári og er stefnt að því að gera tilraunafjósið á Stóra Ármóti fokhelt á afmælisárinu og því var efnt til þessa happdrættis. Að sögn Stefáns Jasonarsonar, for- manns sambandins, hafa miðar verið seldir úr bifreiðinni víða í haust. Nú síðustu daga hefur komið mikill fjör- kippur í sölu miðanna ogsagði Stefán að dæmi væru til þess að keyptir hafi verið 100 miðar á einu bretti. Það er líka hver síðastur að næla sér í miða því dregið verður í happdrættinu síðasta sumardag, 21. október, hjá sýslumanni Árnessýslu. Hver happdrættismiði kostar 100 krónur en heildarverðmæti vinninga er 482.000. Eins og áður sagði er aðalvinn- ingurinn Subarubifreið frá Ingvari Helgasyni hf. -GSH í tengslum við aðalfund Þroskahjálpar var haldin ráðstefna um málefni þroskaheftra. í ræðustól cr Jón Sævar Alfonsson. NEYÐARASTANDIHÐM- US- OG MálfUNAR- MAUIM NtOSKflHEFTRS ■ „Aðalfundur landssamtakanna Þroskahjálpar lýsir ánægju sinni með marga merka áfanga sem náðst hafa í húsnæðismálum þroskaheftra, hins veg- ar er Ijóst að þessi uppbygging hefur að mjóg litlu leyti leyst þariír verulega stórs hóps alvarlega andlega og líkamlega fatlaðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra og virðist sem neyðarástand sé ríkjandi i hcimilis og þjálfunarmálum þessa lióps. Stofnanir virðast og hafa nokkra tilhneigingu til að vísa þessum einstaklingum frá vegna þess hve umönnun þeirra krefst mikils mannafla og aðstöðu í húsnæði“, segir m.a. í ályktun aðalfundarins um vistunarmál þroskahcftra. Aðalfundurinn var haldinn nýlega og sóttu hann fulltrúar hvaðanæfa af land- inu. I tengslum við hann var haldin ráðstefna þar sem fjallað var um Mennta- og skólamál, vistunarmál, at- vinnumál, réttindamál og ráðgjöf og stuðning við fjölskyldur þroskaheftra. Niðurstöðum ráðstefnunnar var vísað til aðalfundarins. I ályktun um menntamál þroskaheftra var þess m.a. krafist „að fötluð börn fái þjálfun og sérkennslu strax og fötlunar' þeirra verður vart og sú kennsla fari fram í eða sem næst heimabyggð án alvarlegrar röskunar á tengslum við fjölskyldu og nágrenni". Þá skorar aðal- fundurinn á Alþingi „að samþykkja hið bráðasta frumvarp um framhaldsskóla óg frumvarp um fullorðinsfræðslu". I atvinnumáium var m.a. krafist þess „að staðið sé við yfirlýsingu S.Þ. um að fullt tillit sé tekið til sérþarfa fatlaðra á öllum stigum félagslegrar og fjárhags- legrar uppbyggingar þ.m.t. atvinnuupp- byggingar‘7 í sambandi við ráðgjöf og stuðning við foreldra samþykkti fundur- inn að verulegra úrbóta væri þörf.. „þannig að þeim verði gert kleyft að ala fötluð börn sín upp án ofurmannlegs erfiðis andlegs og líkamlegs." -BK Adalfundur Þroskahjálpar: Stórátaks er þörf ■ Eggert Jóhannesson var endurkjör- inn formaður landssamtakanna Þroska- hjálpar á aðalfundi sem haldinn var í Reykjavík nýlega. Sóttu hann fulltrúar hvaðanæfa af landinu frá 22 aðildarfé- lögum. Setningarathöfnin var mjög virðuleg, Alexander Stefánsson félags- málaráðherra flutti ávarp og Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra, sem starfar innan samtakanna, flutti ræðu. Á milli dagskrárliða komu listamenn fram. Á fundinum kom ljóslega fram að neyðarástand ríkir nú víða í málefnum þroskaheftra og stórátaks er þörf ekki síst vegna þess að fjárveitingar ríkisins til þessa þjóðfélagshóps hafa dregist saman á undanförnum árum. Varaformaður samtakanna er Jóhann Guðmundsson. Aðrir í stjórn eru Snorri Porsteinsson, Ásta Porsteinsdóttir, Kristján J. Jónsson, Þórhildur Svan- bergsdóttir og Sylvía Guðmundsdóttir. í varastjórn eru Jón Sævar Alfonsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Baldur Kristjánsson. BK Sjá nánar viðtal dagsins bls 6-7 ■ Aðalfund og ráðstefnu Þroskahjálpar sóttu menn allsstaðar að af landinu. Tímamynd Árni Sæberg ■ Helgi Jasonarson, rörlagningarmeistari í Reykjavík og Einar Einarsson ráðsmað- ur á Laugardælum, kaupa miða úr happdrættisbíl Búnaðarsambands Suðurlands í Skeiðaréttum í haust. Tímamynd Stjas. ■ Viðskiptavinir Prentsmiðjunnar Odda komu í heimsókn og kynntu sér starfsemi prentsmiðjunnar í tilefni af 40 ára afmælis Odda. Tímamyndir Árni Sæberg. Prentsmiðjan Oddi átti 40 ára afmaeli ■ Prentsmiðjan Oddi hf. átti 40 ára afmæli nýlega og var þess minnst með ýmsum hætti. Opið hús var fyrir við- skiptavini prentsmiðjunnar og nýttu margir sér það tækifæri til að heimsækja staðinn og kynnast starfseminni. Starfs- menn prentsmiðjunnar gerðu sér síðan dagamun í tilefni afmælisins. Prentsmiðjan Oddi flutti í nýtt prent- smiðjuhús að Höfðabakka 7 fyrir rúmum tveimur árum. Húsið er 5.170 fermetrar að stærð og er nú búið mjög fullkomnum tækjum. Forstjóri Odda er Þorgeir Bald- ursson en hann er sonur Baldurs Eyþórs- sonar sem var einn stofnenda Odda og forstjóri prentsmiðjunnar þar til hann lést árið 1982. -GSH Magnús og Gylfi skemmta saman ■ Magnús Ólafsson og Gylfi Ægisson hafa ákveðið að vinna saman í vetur og skemmta landsmönnum á árshátíðum. ■ Magnús og Gylfi eiga eftir að létta lund landsmanna í vetur. þorrablótum og öðrum mannamótum. Skemmtidagskrá þeirra félaga mun byggjast upp á því að Magnús bregður sér í hin ýmsu gerviog einnig sýnir hann á sér nýja hlið sem eftirherma. Þá verða þeir með gamanvísur og mun Gylfi einnig þenja nikkuna. ■ Prentsmiðjuhús Odda hf. við Höfðabakka

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.