Tíminn - 19.10.1983, Page 13

Tíminn - 19.10.1983, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 17 á vettvangi dagsins Á sviði kirkjumála er gert ráð fyrir að endurflytja frumvarp til laga um kirkju- sókn, safnaðarfundi o.fl. Utanríkismál. í utanríkismálum legg- ur ríkisstjórnin höfuðáherslu á varð- veislu sjálfstæðis landsins og hvers kyns gæslu hagsmuna okkar gagnvart öðrum árinu 1984 og spáð er 1983, eða frá 300 til 320 þúsund lestir af þorski og svipað af öðrum botnfiski. Gert er ráð fyrir því, að loðnuafli geti orðið 400 þúsund lestir 1984. Þetta er vitaskuld spá, sem háð er verulegri óvissu, því að fiskifræðingar hafa ekki enn getað aflað nauðsynlegra veitenda og launþega um kaup og kjör. Ekki er þess að vænta, að gengið verði fellt til þess að koma til móts við óraunhæfa samninga, eða samningum breytt með opinberum aðgerðum. í þessu sambandi er jafnframt nauð- synlegt að hafa í huga að svigrúm til þess. HEILBRIGT EFNAHAGSUF ER F0RSENDA BÆTTRA LÍFSKJARA Úr stefnurædu Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra ríkjum. Hún vill m.a. taka þátt í að efla norræna samvinnu, svo og starf Samein- uðu þjóðanna til eflingar friði, mannúð og mannréttindum. Því miður er ástand alþjóðamála enn ótryggt. Það er skoðun ríkisstjórnarinn- ar, að öryggi og sjálfstæði íslands verði best tryggt með aðild að Atlantshafs- bandalaginu og samstarfi við Bandaríkin á grundvelli varnarsamningsins frá 1951 og viðbótarsamkomulags frá 1974. Jafn- framt vill ríkisstjórnin leggja lið raun- særri viðleitni til gagnkvæmrar alhliða afvopnunar undir öruggu eftirliti. Brýnt er, að árangur náist á því sviði í næstu framtíð. Fullgildingu fslands á hafréttarsátt- málanum verður hraðað og hvatt til þess, að hann taki gildi sem fyrst. í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórn- arinnar og vilja Alþingis, verður einnig áfram unnið að því að tryggja frekar hafsbotnsréttindi fslands í suðri og á Reykjaneshrygg og sporna gegn lax- veiðum í hafinu sem andstæðar eru hagsmunum okkar. Jarðvegsframkvæmdir við byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli eru hafnar á grundvelli 10 milljón króna lántökuheimildar Alþingis, svo og samn- ings við Bandaríkin frá 5. júlí s.l. Stefnt er að því, að framkvæmdir við 2. áfanga, sem er fokheld bygging, hefjist næsta vor, að fenginni lánsfjárheimild Alþing- Endurskipulagning stjórnkerfis og pen- inga- og lánastofnana Stjórn landsmála felst ekki eingöngu í því að beita þeim tækjum, sem stjórn- völd ráða yfir á líðandi stundu, heldur einnig á því að bæta sjálft stjórn- og hagkerfið. Því ákvað ríkisstjórnin að beita sér fyrir umtalsverðum breytingum á stjórnkerfinu. Markmiðið er að einfalda opinbera stjórnsýslu, bæta hagstjórn og samræma ákvarðanir í opinberri fjárfestingu,draga úr ríkisumsvifum og efla eftirlit löggjaf- arvalds með framkvæmdavaldinu. Skipulag peninga- og lánastofnana er mikilvægur þáttur efnahagsmála. Brýnt er að tryggja aukna arðgjöf fram- kvæmdafjár. Ríkisstjórnin hefur skipað nefndir til þess að vinna að athugunum og tillögu- gerð um þessi málefni, og er ráðgert, að þegar á þessu þingi muni koma fram lagafrumvörp um sum þeirra. Horfur og markmið 1984 Ég mun nú gera grein fyrir horfum 1984 og'þeim markmiðum, sem ríkis- stjórnin telur rétt að setja fyrir næsta ár. Botnfiskafli er áætlaður sá sami á gagna. Þó er vitað, að loðnustofninn er vaxandi. Líklegt virðist að viðskiptakjör batni á þessu ári um 3,5 af hundraði. Vegna erfiðleika á fiskmörkuðum er ekki gert ráð fyrir því, að viðskiptakjör batni frekar á næsta ári. Nauðsynlegur sam- dráttur þjóðarútgjalda mun valda því, að þjóðarframleiðsla kann að dragast saman um 2-2,5 afhundraði. Landsfram- leiðslan minnkar þó væntanlega minna, eða um 1,5 af hundraði. Flest bendir til þess, að þar með verði botni náð í þeim öldudal, sem þjóðarbúið hefur verið í um tveggja ára skeið, og grundvöllur myndist að nýju bataskeiði. Á þessum megin forsendum byggir ríkisstjórnin ákvörðun um markmið í efnahagsmálum á næsta ári. Þau eru þessi: Ríkisstjórnin telur mikilvægt, að verð- bólga í lok næsta árs verði orðin sem næst því, sem er í viðskiptalöndum okkar. Því hefur verið ákveðið sem markmið, að verðbólga í lok ársins 1984 verði undir 10 af hundraði á ársgrund- velli. Áhersla er jafnframt á það lögð, að erlendar skuldir þjóðarinnar aukist ekki í hlutfalli við þjóðarframleiðslu, en lækki fremur á þann mælikvarða. Ríkisstjórnin mun áfram leggja áherslu á aðhald og sparnað í ríkis- rekstri. Þess verður þó gætt, að ekki verði skert sú félagslega þjónusta, sem nauðsynleg er til þess að tryggja jöfnuð og öryggi þegnanna í landinu. í peningamálum verður jafnframt gætt aðhalds, en þó þannig, að ekki leiði til stöðvunar atvinnuvega og atvinnuleysis. Vextir verða lækkaðir eins hratt og hjöðnun verðbólgu leyfir, og ættu því miðað við ofangreind markmið að verða komnir niður undir 10 af hundraði í lok næsta árs. Að því er stefnt, að raunvextir verði jákvæðir, og þannig verði stuðlað að auknum sparnaði. f fyrsta lið um efnahagsmál í stefnuyf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Festa verði sköpuð með raunhæfri gengisstefnu, sem ásamt aðhaldssamri fjármála- og peningastefnu myndi um- gerð ákvarðana í efnahagslífinu". í samræmi við þetta stefnir ríkisstjórn- in að sem mestri festu í gengismálum á næsta ári. Seðlabankinn mun því halda gengi krónunnarsem stöðugustu á næsta ári, innan markanna 5 af hundraði til hvorrar áttar, eftir því sem nánar verður ákveðið. Slík gengisstefna er að sjálf- sögðu háð ýmis konar óvissu, sérstaklega vegna breytinga á gengi gjaldmiðla er- lendis og annarra breytinga á ytri skilyrð- um þjóðarbúsins. En frá viðnámi við innlendri verðbólguþróun verður ekki hvikað, og verður sú stefna einnig studd með aðhaldi á öðrum sviðum hagstjórn- ar. Innan þessa ramma, sem nú hefur verið lýst, er gert ráð fyrir, að efnahagslíf landsins þróist, m.a. samningar vinnu- að takast á við erfiðleika eða skakkaföll er mjög lítið vegna mikilla erlendra skulda. Það einstigi, sem fara verður út úr efnahagserfiðleikum þjóðarinnar, verður því að feta með varúð. Miðað við þann góða árangur, sem þegar hefur náðst í hjöðnun verðbólgu, telur ríkisstjórnin ofangreind markmið raunhæf. Ef forsendur þjóðhagsáætlunar 1984 standast, er hvorki nauðsynlegt né eðlilegt að skerða kaupmátt frekar en orðið er á síðustu mánuðum þessa árs. Nú er viðfangsefnið að leggja grundvöll að framförum. Launahlutföll hljóta hins vegar að ráðast í kjarasamningum. Ég vona að jöfnun kjara verði höfð að leiðarljósi í væntanlegum samningum. Ríkisstjórnin mun áfram leggja áherslu á gott samráð við aðila vinnu- markaðarins um þróun efnahags- og þjóðmála. Samráðsfundir hafa verið haldnir í sumar og haust, og m.a. hefur verið tekið upp það nýmæli að kveðja saman til fundar efnahagssérfræðinga allra aðila, ásamt sérfræðingum ríkis- stjórnarinnar og Þjóðhagsstofnunar. Hefur sú nýbreytni mælst vel fyrir. Þessu mun fram haldið og áhersla á það lögð að aðilar vinnumarkaðarins geti fylgst náið með allri þróun mála. Framtíðin Við Islendingar verðum að vinna okk- ur út úr þeim erfiðleikum, sem við eigum nú við að stríða, með aukinni framleiðslu og hagvexti, en án þess að til verðbólgu komi að nýju. í því skyni mun ríkis- stjórnin leggja áherslu á hagkvæma fjár- festingu og hagræðingu á öllum sviðum, bæði hins oþinbera og atvinnuveganna. Ríkisstjórnin mun kappkosta að styðja nýjar og álitlegar framleiðslugreinar, bæði stórar og smáar. f þessu sambandi verður að sjálfsögðu fyrst og fremst byggt á framtaki einstakl- inganna, sem við eðlilegar aðstæður í efnahagslífi eiga að geta gert öruggari áætlanir en verið hefur. Lögð verður áhersla á að virkja rannsókna- og þjón- ustustofnanir hins opinbera til þess að veita þá þjónustu, sem þær mega í þessu sambandi. Lokaorð Þegar ríkisstjórnin tók við völdum, blasti við stöðvun atvinnuvega og at- vinnuleysi, og reyndar var sjálft efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í mikilli hættu vegna hraðvaxandi verðbólgu og erlendar skuldasöfnunar. Með rót- tækum og samstilltum aðgerðum hefur tekist að bjarga þjóðinni frá þessum voða. Vegna mjög erfiðrar stöðu at- vinnuveganna eftir verðbólgu undanfar- inna ára, hafa launþegar orðið að bera miklar byrðar af þessu átaki. Enda má segja að þeir hafi ekki síst átt til mikils að vinna - atvinnuöryggis. Mikill árangur hefur náðst. Verðbólg- an mun í lok ársins verða komin niður fyrir 30 af hundraði, fjármagnskostnaður fer ört lækkandi, atvinnuvegirnir eru alltraustir og atvinna næg. Þannig hefur verið brotið í blað í íslenskuefnahagslífi. Með staðfestu og aðgæslu á næsta ári má tryggja þann mikla árangur, sem hefur náðst, og koma verðbólgunni niður undir það, sem er í helstu við- skiptalöndum okkar. Til þess að það megi takast, hefur ríkisstjórnin mótað nýja stefnu í efnahagsmálum með því að ákveða umgjörð, sem aðilum vinnu- markaðarins og atvinnuvegunum og ein- staklingunum, er ætlað að starfa innan án íhlutunar ríkisvaldsins. Því verður aldrei neitað, að fyrir þjóð, sem svo mjög er háð óviðráðanlegum duttlungum náttúrunnar og þróun efna- hagsmála í umheiminum sem við íslend- ingar, geta ætíð verið hættur á næsta leiti. Til þess að geta brugðist við slíku og tryggt lífskjörin er nauðsynlegt að efnahagslífið sé heilbrigt, og markvisst að því unnið að auka framlciðsluna og hagvöxtinn. Þannig verða lífskjörin og mannlífið sjálft bætt, því að auður þessa lands og hugvit einstaklinganna er næsta óþrjót- andi og ber ríkulegan ávöxt, ef rétt skilyrði eru sköpuð. ESAB Góö þjónusta er einkennandi fyrir ESAB. Um gæöi ESAB suðuvéla, fylgihluta og efnis efast enginn. Þjónustudeild okkar veitir allarupplýsingarog ráögjöf um ESAB. Hafðu samband. = HÉÐINN = . SCUAVEGI ? SIMI 21260 BILAPERUR ÓDÝR CÆÐAVARA FRA MIKIÐ ÚRVAL ALLAR STÆRÐIR HEILDSALA - SMÁSALA FhIHEKLAHF M Laugavegi 170-172 Sími 21240 Hefur það bjargað þér r ------jlujjwROAn 0_____ Snjóruðningstæki: Framleiðum snjóruðnings- tennur fyrir vörubíla og dráttarvélar. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða þær fyrri part vetrar. StalIækni sf. Síðumúla 27, sími 30662 Við minnum á gíróreikning Hjálparstofnunar kirkjunnar 2Ö005-0 Sparisjóðurinn í Kefiavík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.