Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 HVERJUM ■ Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir (t.h.) og Sigrún Bragadóttir, báðar úr 11 ára bekk, léku lögreglu, bílstjóra og vegagerðarmenn þessa viku. Kannski er það eina sem dugir að hengja ökufantana? kennurum lögðu land undir fót. Frá því á mánudag hefur ríkt hálfgert hernaðarástand í skólanum. Gangar breytast í götur, umferðarljós og gang- brautir á hverju strái og ein kennslustof- an var tekin undir lögreglustöð, hvaðan vaskir þjónar streymdu og fylgdust með því að umferðarreglur væru haldnar. Nemendur höfðu, undir stjórn kennara, unnið heilmikið efni um umferðarmál talið bíla inn og út úr Hólabrekkuhverfi ^kvölds og morgna og útbúið niðurstöð- urnar í súluriti. Teiknað og fest upp veggspjöld í tugatali. Þá ferðaðist hluti 9unda bekkjar um skólann í hjólastól- um, með hendur í fatla, bundið um höfuðið eða við hækjur, allt í þeim tilgangi að vara við afleiðingum umferð- arslysa. Eldri nemar höfðu og haldið fyrirlestra um umferðarmál. Það hafði lögreglan líka verið með svo og fulltrúi frá umferðarráði. Þá leystu nemar hjól- reiðaþrautir úti á plani. Bíómyndirsýnd- ar og þannig mætti endalaust telja. Það hvarflaði að manni að nær allt starf skólans ætti að fara fram með þessum þætti. BK — Endapunkturinn á velheppnaðri' umferðarviku í Hólabrekkuskóla ■ „Svona á að vera í skólanum á hverjum degi“, sagði ein hnáta sem rakst á okkur í Hólabrekkuskóla á fimmtudag, en þar hefur staðið yfir umferðarvika sem náði hámarki sínu í gær er nemend- ur og kennarar gengu fylktu liði búnir trumbum og áróðursspjöldum um Hóla- hverfið og það var sko ekki nein smáræð- is skrúðganga þegar nemendur eins stærsta skóla landsins með skylduliði og II Það er dýrlegt að vera ungur og ■ j göngunni voru nokkrir hávaxnir nemendur 9. bekkjar. Nxst fremst fer bifreiðin upplifa þennan skrítna heim. R-9511 í mannslíki. Reykur í mann- lausri íbúð ■ Slökkviliðið í Reykjavík fékk til- kynningu um að reyk legðj út úr mannlausri íbúð í Blikahólum 2 á föstudag. Árbæjarlögreglan kom strax á staðinn en þá kom í Ijós að gleymst hafði áð slökkva á eldavél og var pottaleppur á henni farinn að loga. Ekki urðu neinarskemmdirá íbúðinni. GSH Landsfundur Bandalags jafnaðarmanna ■ Landsfundur Bandalags jafnað- armanna verður haldinn helgina 4.-6. nóvember að Munaðarnesi, og er hann öllum opinn. Á landsfundinum verður Bandalagi jafnaðarmanna settar skipulagsreglur, auk þess sem fjallað vcrður um stjórnmál almennt. Þess utan flytja erindi Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Jóns Kristjánsson, ristjóri. Ásmundur mun fjalla um lýðræði í verkalýðshreyfingunni, en Jónas um frjálsa fjölmiðlun. -Sjó. Forsetinn heimsækir Portugal ■ Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hefur þegið boð forseta Portúgal, Antónío Ramalho Eanes, um að koma í opinbera heimsókn til Portúgal. Heimsóknin verður frá 21. til 24. nóvember næstkomandi. Norræn farand- sýning á ís- lenskri list- og iðnhönnun ■ Listiðnaðarsafnið í Helsinki, Norr- æna húsið í Reykjavík og Samstarfs- nefnd um kynningu á hönnun vinna nú að sýningu á íslenskum listiðnaði og iðnhönnun, sem verður opnuð í List- iðnaðarsafninu í Helsinki 14. mars á næsta ári. Sýningin verður farandsýn- ing og verður haldin í fjórum söfnum í Finnlandi og síðan á öilum hinum Norðurlöndunum, þar með töldum Færeyjum. Gert er ráð fyrir að milli 30 og 40 íslenskir hönnuðir verði kynntir á þessari sýningu, en hún nær til kera- míkur, tcxtíl, silfursmíði, glers, ýmissa greina iðnhönnunar auk Ijósmynda. Hönnun sýningarinnar annast Stcfán Snæbjörnsson. Iðnrekstrarsjóður h<^f- ur styrkt þessa sýningu og auk þess nýtur hún fyrirgreiðslu frá Mennta- málaráðuneyti Finnlands, Norræna Menningarsjóðnum ( Menningarsjóði íslands og Finnlands Undirbúning fyrir sýninguna hafa annast Jarno Peltonen, forstjóri List- iðnaðarsafnsins í Hclsinki, Stefán Snæ- björnsson innanhússarkitekt og Ann Sandelin. forstöðumaður Norræna hússins. Að auki hefur starfað sýning- arnefnd. Ástþór Ragnarsson iðn- hönnuður, Guðrún Auðunsdóttir tex- ‘tíllistamaður, Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður. Jónína Guðnadóttir lcir- listamaður. Sigrún Einarsdóttir gler- listamaður og Tryggvi Gunnarsson grafíkhönnuður. Aðalgrein í sýningar- skrá verður rituð af Hrafnhildi Schram. JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.