Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 4
Idnadarrádherra boðar skýrslur: fllilR SAMMÍLfl AÐ ORKU- VERÐK) SÉ ALLTOF Hfln — en hins vegar greinir þingmenn á um hverjar orsakirnar eru ■ í umræðum um orkuverð í samein- uðu þingi á fimmtud. voru allir sem til máls tóku á einu máli um að orkuverð til almennings væri óeðlilega hátt og að leita yrði skýringá á hvers vegna innlend orka væri eins dýr og raun ber vitni. Eiður Guðnason mælti fyrir þingsá- lyktunartillögu sem þingmenn Alþýðu- flokksins flytja um að skipuð verði nefnd þriggja óháðra sérfræðnga til að kanna hið háa raforkuverð til almennings og gera tillögur til úrbóta. Flutningsmaður sagði að það væri vissulega mjög alvar- legt mál ef raforka framleidd með afli íslenskra fallvatna væri ekki lengursam- keppnisfær við innflutta orku svo sem olíuoggas. Spurðihann hvortorsakanna væri að leita í óhóflegri skattlagningu orkunnar, er virkjunarkostnaður óeðli- lega hár? Er yfirbygging orkufyrirtækj- anna, Orkustofnunar, Landsvirkjunar og Rarik of mikil? Er þar gætt aðhalds og hagsýni í rekstri? Er dreifingarkostn- aður orkunnar óeðlilega hátt hlutfall þess verðs sem almenningur greiðir? Meðal þess sem Eið langar til að vita er t.d. hvað laxveiði kostar Landsvirkjun á ári. Hann spurði einnig hvort gert hafi verið ráð fyrir að hliðarráðstafanir í sambandi við Blönduvirkjun færu upp í 10% af heildarvirkjunarkostnaði og er samt eftir að semja unt vatnsréttindi. Ef tala ætti um vatnsorkuna sem auðlind yrði hún að fást á samkeppnishæfu verði. Eiður tók dæmi af fjölskyldu sem kyndir 110 fermetra hús sitt með raf- magni og mun greiða 46 þúsund kr. rafmagnsreikning á þessu ári. Eru það 2-3 mánaða laun húsbónda á því heimili. Hjörleifur Guttormsson sagðist taka undir það að full ástæða væri til að fara ofan í saumana á jafngildum þætti í þjóðarbúskapnum og orkuverðið er. Hann minnti á að á undanförnum árum hafi verið tilreiddar skýrslur um þetta efni fyrir Alþingi ogalmenning. En hann kvaðst sakna þess í framsögu þingsálykt- unartillögunnar og greinargerð með henni, að ekki væri þar minnst á þann þátt í orkuverðinu sem augljósastur væri og ætti mestan þátt í háu orkuverði til almennings, en það er orkuverðið til stóriðjufyrirtæja í landinu. Bókasafn Nor ræna hússins: Nýjar norræn- ar bokmenntir ■ í bókasafni Norræna hússins er jafnan að finna nýjar norrænar bók- menntir á frummáiinu auk ýmis konar tímarita um bókmenntir. t>ar eru einnig til hljómplötur og snældur með upplestri norrænna rithöfunda, sem og videóband með 11 dönskum nútímahöfundum. Allt er þetta efni til útlána um lengri eða skemmri tíma og á það við um landið allt, en ekki einungis Stór-Reykjavíkur- svæðið. Ennfremur er hægt að fá lánaðar tvær veggspjaldasýningar, sem unnar hafa verið á vegum norrænu menningarmála- skrifstofunnar í Kaupmannahöfn, og sýnir önnur ýmsar staðreyndir tengdar bókmenntaverðlaunum Norðurlandar- áðs, en hin er um bókmenntir og bók- menntahefð Færeyinga, Grænlendinga og Sama. Eru textarnir á þessum vegg- ipjöldum á íslensku. -BK ■ Eiður ■ Hjörleifur Um umframkostnað við Blöndu- virkjun sagði Hjörleifur, að alþingis- mönnum ætti ekki að koma hann á óvart þar sem samningar lágu fyrir við þá heimaaðila þegar Alþingi tók ákvörðun um virkjunina. Væri rangt að kalla þetta umframkostnað því mestur hluti hans tengdist virkjunarframkvæmdunum svo sem vegagerð o.fl. Hjörleifur benti á að sjálfsagt væri að bæta heimamönnum þann skaða sem þeir verða fyrir vegna virkjunarframkvæmdanna. Um síðustu áramót námu erlendar skuldir 1200 milljónum dollara og þar af var um helmingur vegna orkufram- kvæmda. Kvað Hjörleifur mikilvægt að fjárfestingin skili sér. En aðatriðið er að það verður að jafna þann hrikalega mismun sem er á orkuverði til stóriðju- fyrirtækja og almenningsnota. Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra boðaði framlagningu skýrslna í sinni ræðu. Hann endurtók það sem komið hefur fram í fjölmiðlum, að það hafi komið sér á óvart að umframkostn- aðurinn vegna Blönduvirkjunar stefni í 257 millj. kr. Auðvitað verður að bæta tjón sem verður af völdum virkjunar- framkvæmda, sagði iðnaðarráðherra, en þetta þykir honum fullmikið. Hann sagði að í næstu viku verði dreift á Alþingi álitsgerð um samningagerð við Alu- suisse. Orkustofnun vinnur að skýrslu um innlenda orkugjafa og þýðingu þeirra. Þá fer fram úttekt á starfsemi og rekstri risanna, Orkustofnunar og Landsvirkj- unar, og verður sú skýrsla tilbúin um áramót. En iðnaðarráðherrasagðistekki vera neitt á móti því að nefnd verði skipuð til að fjalla um þetta mikilvæga efni. Páll Pétursson sagði þessa umræðu tímabæra og að einskis ætti að láta ófrestað til að ráða bót í því ófremdará- standi sem orkumálin eru í. Hann taldi ■ Um næstu helgi, þann 28. og 29. október mun Kiwanishreyfingin gangast fyrir sölu á K-lyklinum undir kjörorðinu „Gleymið ekki geðsjúkum", og rennur ágóði af sölunni fyrst og fremst til ■ Sverrir ■ Páll vandfundna þrjá sérfræðinga sem ekki hefðu á einn hátt eða annan vera viðriðn- ir orkuframkvæmdir. Hann sagðist ekki skilja þá gleymsku flutningsmanna til- lögunnar, að líta ekki á þátt stóriðjunnar í orkuverði. Rafmagnsmálasaga okkar á undan- förnum árum er sorgarsaga, sagði Páll, og þar hefur ríkt mikil óheillaþróun. Að sumu leyti hefur þetta verið óviðráðan- legt af okkur Islendingum, en að sumu leyti er þetta sjálfskaparvíti vegna þess að vitlausar ákvarðanir hafa verið teknar. Sú auðlind sem við héldum að við ættum í vatnsafli hefur orðið með einum og öðrum hætti okkur að tjóni. Það hefur kostað of mikið að beisla orkuna og að forvalta hana og orkunni hefur verið ráðstafað að sumu leyti óskynsam- lega til fyrirtækja sem hafa keypt mikið af orku en ekki greitt nægilega fyrir. Og sumum af þeim fyrirtækjum sem stofnuð voru beinlínis til þess að nýta orkuna, hefur síðan þurft að gefa með. Um samningana um Blönduvirkjun sagði Páll, að þeir væru bæði óhagkvæm- ir fyrir landeigendur og virkjunaraðiia, og væri það meistarastykki út af fyrir sig. Minnti hann á að hann hefði oftlega bent á vankanta þessara samninga og hafi á sínum tíma lagt til að önnur leið væri farin við virkjunina, en það varð ofan á að fara þá leið er valin var. Páll sagði að sér fyndist iðnaðarráð- herra tala nokkuð glannalega um um- framkostnaðinn, og tölurnar sem upp eru gefnar vera háar og líklega orðum auknar. Það væri eitthvað á skjön í þeim útrekningum. Hann kvaðst óttast að ef áætlanir hafi reynst svona rangar um þetta atriði þá kunni þær að vera það víðar í sambandi við virkjunina alla og fleira eigi eftir að hækka pn hinn svokall- aði umframkostnaður. uppbyggingar endurhæfingarheimilis fyrir geðsjúka staðsettu í Reykjavík,en einnig til ýmissa verkefna fyrir geðsjúka víðs vegar um landið. Er þetta í fjórða sinnið sem K-lykillinn er seldur, og ■ Ólafur Þ. ■ Kari Steinar Ólafur Þ. Þórðarson sagði að aðal- atriðið fyrir hinu háa raforkuverði vera hulið í tillögunni og sé því ekki seinna vænna að sérfræðingar fjalli um þetta mál og veiti þá nauðsynlegustu grunn- fræðslu sem eðlilegt er að þingmenn hafi á þessu sviði miðað við þá miklu um- fjöllun og það mikla lestrarefni sem fyrrverandi iðnaðarráðherra afhenti þinginu. Staða þessara mála er mjög alvarleg og sennilega er ekkert eitt, sem stuðlar meira að byggðaröskun en hvern- ig er komið í raforkumálum. En það eru fyrst og fremst sölumál raforkunnar sem hafa brugðist. Hitt er svo alvarlegt umhugsunarefni að ef til vill hafa þingmenn, með því að afhenda Lands- virkjun virkjunarréttinn yfir Blöndu og yfir Fljótsdalsvirkjun verið að bjarga gjaldþrota fyrirtæki ef það væri látið standa uppi með sína samninga. Ólafur kvað athugandi að athuga hvort það dæmi gengi upp að láta sjálfstætt virkjunarfyrirtæki virkja Blöndu og á Fljótsdal og selja þá orku á eðlilegu verði. Þá er hætt við að kurr yrði í því Iiði sem greiðir kostnaðinn af þeim misheppnuðu samningum sem gerðir hafa verið. Karl Steinar Guðnason kastaði fram spurningum um hvað lekinn í Sigöldu kostaði og hvers vegna ekki væri fram- leidd sú orka í Hrauneyjafossvirkjun sem reiknað var með og hver er kostnað- ur við Kvíslaveitu og fleira. Hann sagði orkumálin hafa verið látin vaða á súðum, vaðið hafi verið í of miklar orkufram- kvæmdir án þess að hyggja að hver kostnaðurinn yrði og til hvers ætti að nýta orkuna. Eiður Guðnason gerði lítið úr því að orkuverðið til ísal væri ekki með í myndinni, þar sem Alusuisse stæði undir kostnaðinum við Búrfellsvirkjun. OÓ hefur hann ávallt verið seldur undir sama kjörorðinu. Er hér um að ræða sameiginlegt verkefni allra Kiwanis- klúbba landsins og er það unnið í nánu samstarfi við Geðverndarfélag íslands. -AB Tímamynd - G.E. „Gleymid ekki geðsjúkum” Kiwanismenn um land allt selja K-lykilinn Málfreyjur hefja vetrarstarfið ■ Fyrsti fundur íslenskra málfreyja á þessum vetri verður haldinn í kvöld í Félagsheimili Stykkishólms, en þar munu fulltrúar úr öllum deildum fé- lagsins hittast. Nú eru starfandi 12 Málfreyjudeildir á landinu, og það er Embla í Stykkishóimi sem er gestgjaf- inn að þessu sinni. Forseti 1. ráðs Málfreyja á íslandi er nú Kristjana Milla Thorsteinsson. Fyrsti fundur í kvöld hjá Kvæða- mannafélag- inu Iðunn ■ Vetrarstarf Kvæðamannafélagsins. Iðunn er nú að hefjast og verður það með hefðbundnum hætti. Fjórða laug- ardag hvers mánaðar verða félagsfund- ir og er sá fyrsti í dag að Hallveigar- stöðum og hefst hann kl. 20.00. Verður ýmislegt til skemmtunar að venju, ss. vfsur, kvæði, söguþættiro.fl. Áfundin- um í kvöld verða t.a.m. kvcðnar 140 lausavísur sem voru ortar í sumar- ferðalagi félagsins. Áhugamenn um þjóðlega hefð í vísnagerð og kveðskap eru velkomnir, sem og félagsmenn. -AB Nýtt sambýli fyrir vangefna ■ Um síðustu mánaðamót varform- lega tekið í notkun nýtt sambýli fyrir vangefna við Háteigsveg í Reykjayfk. Heimilismenn verða sjö taisins og starfa þeir ýmist á almennum vinnu- markaði, eða eru í þjálfun og vinnu á vemduðum vinnustöðum. Þetta er þriðja sambýlið sem Styrktarfélag van- gefinna kemur upp hér í borginni, en samtals dvelja á þeim 22 heimiiismenn víðsvegar að af iandinu. Við opnun hcimilisins gat formaður félagsins, Magnús Kristinsson, góðra gjafa sem heimilinu hafa borist. Lions- klúbburinn Freyr gaf sjónvarp, hljóm- flutningstæki, útvarp og ýmis önnur heimilistæki og Kiwanisklúbburinn Elliði gaf húsgögn í borðstofu og í vaktherbergi, en báðir þessir þjónustu- klúbbar hafa margoft áður gefið rausnarlegar gjafi r til stofnana félags- jns. Þá gaf Mæðrafélagið 125 þús. kr. til kaupa á búnaði og húsgögnum. Sú ákvörðun að koma á fót Ðerri sambýlum er mjög t' anda þeirrar stefnu sem hæst ber í þeim löndum þar sem mál þessi eru lengst komin. Markmið sambýlanna er að aðlaga hinn vangefna því þjóðfélagi sem hann lifir í, m.a. með því að búa í venjulegu íbúðahverfi, en það er stórt stökk að flytjast úr vernduðu umhverfi þegar á fullorðinsár er komið. Hlutverk sambýlanna er fyrst og fremst það að skapa heimilisfólki hlý- legt og gott heintili, þar sem það getur jafnframt notið þeirrar aðstoðar, sem því er nauðsynleg. -BK Stofnfundur Þroskahjálpar á Reykjanesi ■ Á öllum starfssvæðum landsins nema á Reykjanesi, eru nú starfandi öflug félög, scm vinna mikið starf í þágu þroskaheftra. Og nú er ætlunin að skella í síðasta hlekknum og stofna félag sem nær yfir Reykjaneskjör- dæmi. í frétt frá undirbúningsaðilum segir að markmið væntanlegs félags vcrði m.a. að efla tengsl milli foreldra og áhugafólks á svæðinu sem sameinast vilja um þá stefnu að tryggja þroska- heftum fullt jafnrétti á við aðra þjóð- félagsþegna. Það erskoðun undirbún- ingsaðila að gera þurfi sérstakt átak á allra næstu árum í uppbyggingu þjón- ustustofnana og skipulagningu þjón- ustu á Reykjanessvæðinu. Skorað er á foreldra og áhugafólk að mæta á fyrirhugaðan stofnfund Þroskahjálpar á Reykjanesi sem verður n.k. laugar- dag 22. okt. í J.C. heimilinu Dals- hrauni 5, Hafnarfirði kl. 14:00. -BK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.