Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 22. OKTOBER 1983 Félag íslenskra snyrti- fræðinga kynnir nýjungar: ■ Jónína Hallgríms, Snyrtistofu Jónu, leggur síðustu hönd á förðun eins sýningargestsins, en margir þeirra fengu snyrtingu eða förðun þarna á staðnum. ■ Helstu nýjungar Margt nýstárlegt kom fram á þessari snyrtivörusýningu. Má t.d. nefna „Cat- hiodermie-aðferðina", sem Ingunn Þórðardóttir hefur kynnt hér á landi, á Snyrtistofunni Ásýnd. Nú má reyndar fá þessa meðferð bæði í Kópavogi á Snyrti- stofunni Lilju og á Akureyri á Snyrtistof- unni Nönnu. Þessi meðferð er sögð örva mjög efnaskipti húðarinnar, svo endur- nýjun húðfruma eykst og húðin fær aukinn raka ogmýkt. Einnigdjúphreins- ast húðin um leið.Cathiodermie er sögð þægileg og afslappandi meðferð sem tekur um 1 1/2 klst. Hún er fyrir allar húðgerðir, því notuð eru mismunandi „gel“ eftir húðgerðum. Þetta er mjög áhrifarík hreinsun fyrir slæma húð , og' bætandi fyrir allar húðgerðir. Hita-maskar frá Coryse Salomé vöktu mikla athygli, og sýnum við mynd hér á síðunni frá slíkri meðferð. Líka þótti nýstárlegt að sjá aldagamla aðferð notaða við háreyðingu, og má meðsanni segja, að gamalt geti komið fram á ný og þarna mátti sjá hvernig þeir í Egypta- landi báru sig að við að snyrta fótleggi kvenna hér áður fyrr. Það var Snyrtistof- an Ársól í Fossvogi, sem sýndi þetta hvort tveggja. Stærsta snyrti vörusýning á íslandi ■ Margar athyglisverðar nýjungar komu fram á sýningu, sem Félag ís- lenskra snyrtifræðinga hélt sl. sunnudag í Broadway. Einng voru þarna sýningar- básar með snyrtivörum, nxrfötum, gler- augum o.fl. Þarna var sýnt það nýjasta í förðun, og gátu sýningargcstir fengið ýmsa þjónustu snyrtifræðinganna á staðnum. Félag íslenskra snyrtifræðinga verður 5 ára í mars nk. en það var stofnað upp úr tveimur félögum sem sameinuð voru 1979. Félagið ísl. fegrunarsérfræðinga og Félagi ísl. snyrtisérfræðinga. Meðlim- ir eru um 230 en líklega eru ekki nema 70-80 þeirra starfandi, hélt formaður félagsins, Ingunn Þórðardóttir, sem er með Snyrtistofuna Ásýnd í Garðastræti. Hún sagði að mikil gróska væri í starfsemi snyrtistofanna og sífellt fleiri notfærðu sér þjónustu snyrtifræðinga. CIDESCO - alþjóðleg samtök Félag íslenskra snyrtifræðinga er aðili að alþjóðlegum samtökum snyrtifræð- inga, sem nefnast CIDESCO. Samtökin halda mót og aðalfund einu sinni á ári og sækja íslenskir snyrtifræðingar, einn eða fleiri, þá fundi. Þar eru stórar vörusýn- ingar og kynntar nýjungar, sem eru svo síðar kynntar hér heima. íslenskir snyrti- fræðingar fara líka á sérstök námskeið erlendis, stundum í sambandi við hinn árlega alþjóðlega fund CIDESCO. Næsta þing verður haldið í New York. Það verður í júlí á næsta ári, og er mikill áhugi á því hjá snyrtifræðingum, víða um heim. Fegrun og snyrting heitir tímarit Fé- lags íslenskra snyrtifræðinga. Þar eru kynntar helstu nýjungar og niðurstöður rannsókna og annað sem komið hefur fram á alþjóðlegu fundunum. Má nefna t.d. sagði Ingunn að þar verður í næsta blaði þýddur fyrirlestur, sem læknir hélt á síðasta fundi um sólarlampa og okkur þótti mjög fróðlegur. Læknirinn bendir á, að þrátt fyrir hollustu sólarljóssins sé ofnotkun lampanna stórhættuleg, t.d. ef teknir eru margir kúrar í röð eða farið fram yfir hæfilegan tíma hvert sinn. ■ Meðhöndlun með hitamaska frá Coryse Salomé. Við þetta hxkkar hitastigið í 38 gr. C og eykur þannig súrefni fruinanna í gegnum háræðakerfið. „Maskinn kólnar síðan á 20 mín. Snyrtistofan Ársól í Grímsbæ, Fossvogi kynnti þessa aðferð. Gervineglur og „grenningarvafningar“ Á sýningunni mátti sjá gervineglur sem sagðar eru endast mánuðum saman og þola allt það sama og hinarvenjulegu neglur. Það tekur allt að 2 1/2 tíma að steypa þær á fingurgómana í fyrsta sinn, I Hér sést yflr nokkurn hluta hinna 15 snyrtivörubása, þar sem vörnrnar voru kynntar, en básarnir voru skrcyttir blómum og hinir smekklegustu. (Ttmamyndir Arni Sæberg) ■ Hér er verið að framkvæma aldagamla aðferð í háreyðingu á fótleggjum. Aðferð þessi kemur frá Egyptalandi. Notaður er sérstakur þráður við háreyðinguna. en svo má lagfæra þær, síðar og tekur það þá stuttan tíma. Gervineglurnar vaxa fram með hinum náttúrulegu nöglum og líta þær mjög eðlilega út. - Sérstaklega góð aðferð til að venja sig af þeim ósið að naga neglur. sagði Sigríður Eysteinsdóttir í Saloon Ritz á Laugav. 66, en hún framkvæmir þessar naglaaðgerðir. Sigríður kynnti þama annað atriði sem vakti geysilega athygli. Það voru hinir svokölluðu „grenningarvafningar". Þeir eiga að hjálpa til við að losna við óþarfa fitubagga eins og t.d. „lærapoka". Það má nota vafningana hvar sem er á líkamanum eftir þörfum, en algengast er að nota þá á lærin og upp í mitti. Æskilegt er að kúrinn sé a.m.k. í 10 skipti að sögn Sigríðar. Hvert sinn tekur hann 1 1/2 klst. Sérstakt „gel" er borið á líkamann áður en vafið er. Mæling fer fram á undan og eftir hverja meðferð og er munurinn yfirleitt 1-1 1/2 sm eftir hvert skipti. Þessi aðferð er að sögn mjög góð sem hjálparmeðal fyrir fólk sem er í megrun. Þessi aðferð hefur verið notuð lengi í Englandi en Saloon Ritz hefur kynnt hana hér á landi. Aðferðin byggist fyrst og fremst á vökvatapi, en ef manneskjan er á æskilegu megrunarfæði ætti þessi aðferð að vera góð stoð við megrunina. Hverjum kúr fylgir megrunarfæðis- bæklingur og aftan á hann eru skráðar mælingarnar, sem gerðar eru í hvert skipti. Stærsta snyrtivöru- sýning á íslandi Sýningin á sunnudaginn var stærsta vörusýning á snyrtivörum, sem haldin hefur verið hér á landi. Sýndu 18 heild- salar og var kynnir í hverjum sýningar- bás. Tískusýning fór einnig fram, og voru það Model-samtökin sem stóðu að henni. Kynnir var Unnur Arngrímsdótt- ir. Jónína Benediktsdóttir, sem við þekkjum úr leikfimitímum útvarpsins (og nú líka sjónvarpsins) mætti þarna með leikfimiflokk sem sýndi aerobic- leikfimi. Sýningin þótti takast mjög vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.