Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 HARÐAR DEILUR UM PÓU- TÍSKAR RAÐNINGAR í BUR — fhugaði gamli meirihlutinn pólitískar uppsagnir embættismanna? ■ Heitar umræður urðu í borgarstjórn í fyrrakvöld um ráðningu forstjóra BÚR. ' Umræðurnar snerust raunar einkum um það hvort ráðning Brynjólfs Bjamasonar framkvæmdastjóra Almenna bókafélags- ins í stað þeirra Einars Sveinssonar og Yrði sístur manna til að mæla guðlasti bót að rætt hefði verið opinskátt um pólitísk- ar uppsagnir embættismanna. Núver- andi meirihluti hefði engum sagt upp af pólitískum ástæðum, þvert á móti hefðu góðir embættismenn sem ráðnir hefðu verið í tíð gamla meirihlutans verið hækkaðir í tign, þrátt fyrir að vitað væri að pólitískar skoðanir þeirra væru and- stæðar núv. meirihluta. Hann sagði að margt mætti segja um ráðningu Björg- vins Guðmundssonar til BÚR á sínum tíma, sem rifja mætti upp ef þess yrði krafist. Kristján Benediktsson, Sigurjón Pét- ursson og Sigurður E. Guðmundsson vísuðu því á bug að rætt hefði verið um „hreinsanir" embættismanna í tíð gamla meirihlutans, slíkt hefði ekki komið til umræðu, hvorki innan flokka þeirra né þeirra ímillum. Peirlýstuhinsvegarallir þeirri skoðun að uppsögn Björgvins væri af pólitískum toga spunnin. Sigurður E. Guðmundsson talaði í lok umræðnanna og kvaðst vilja fá fram í dagsljósið hvað átt væri við með því að ráðning Björgvins á sínum tíma hefði verið athugaverð, en því var ekki svarað, enda höfðu þá umræður teygst upp í þrjá tíma. JGK Björgvins Guðmundssonar flokkaðist undir pólitíska ráðningu og uppsögn Björgvins undir atvinnuofsóknir af póii- tískum ástæðum. Davíð Oddsson vitnaði til ummæla Bjarna P. Magnússonar í útvarpsþætti þar sem hann hefði sagt að þegar fyrrv. meirihluti borgarstjórnar tók til starfa hefði verið rætt um það að segja þrem tilteknum embættismönnum upp störfum. Sagði Davíð að Bjarni hefði þarna gefið í skyn fáheyrðan hlut, þ.e. ■ Pétur Sigurgeirsson biskup. Álviðrædur í London á föstudag: Samninga- viðræður skipulagðar á þessum fyrsta fundi í London ■ Fyrsti samningafundur fulltrúa Al- usuisse og samninganefndar íslands um stóriðju eftir að bráðabirgðasam- komulagið náðist, fér fram í London nk. föstudag, þann 28. október, þar sem verður fjallað um og reyút að komast um samkomulagi um það hvers konar vinnubrögð skuli viðhöfð í samningaviðræðunum í vetur. Sam- kvæmt heintildum Tímans þá verður á þessum fundi samið fundarprógramm fyrir veturinn. Það vcrður athugað hvaða undirnefndir þurfi að setja á laggirnar, því vinnuhöpar þurfa að yfirfara tillögur og hugmyndir í skatta- málum, endanlegu orkuverði, saman- burði í orkuvcrði, verðhækkunarklá- súlum og fleiru. Er því ekki beinlínis neinna stórtíðinda að vænta af þessum fyrsta fundi. þar sem fyrst og fremst vcrður um skipulagsvinnu að ræða á þessum fundi. ( Reiknað er mcð því, þegar samningaviðræöurnar eru farnar í gang, að um cinn fund á mánuði verði að ræða, cn eins og kunnugt er er stefnt að því að Ijúka endurskoðun samninganna fyrir 1. apríl nk. - AB — segir Pétur Sigurgeirsson biskup ■ „Ég vil bara ítreka það“ sagði Pétur Sigurgeirsson biskup í samtali við Tím- ann í gær „að eina yfirlýsingin af minni hálfu í Spegilsmálinu svokallaða var sú að ég hefði ekki lagt á ráðin um þessar aðgerðir. Ég heyrði það á sínum tíma í óspurðum fréttum, að Spegillinn hefði verið gerður upptækur m.a. vegna guð- lasts. Frétt þessi kom mér til eyma án þess að ég hefði hið minnsta heyrt um það eða séð, og þaðan af síður var beðið um álit mitt á því máli. Hins vegar linnti ekki spurningum til embættisins hvortég hefði lagt á ráðin um þessar aðgerðir. Ég sagði að svo hefði ekki verið . Um sorpblaðamennsku og annan ósóma í fjölmiðlum og blöðum, er það annars að segja, að ég yrði sístur manna, hvort sem er fyrir mína eða kirkjunnar hönd, að mæla guðlasti eða afsiðandi efni bót“ sagði Pétur að lokum. í Tímanum í gær var sagt frá fyrirspurn á Kirkjuþingi varðandi afskipti biskups af Spegilsmálinu og er blaðinu Ijúft að árétta skoðanir biskups, þó þær komi vel fram í fréttinni. Þá má geta þess að í upphafi fundar á Kirkjuþingi í fyrradag urðu umræður utan dagskrár um þennan fréttaflutning Tímans, en í frétt Tímans var fyrirspurn sr. Jóns Einarssonar birt orðrétt og svar biskups síðan rakið mjög nákvæmlega. Fréttin endurspeglaði þannig mjög ná- kvæmlega það sem sagt var um málið á þinginu. (Vegna mistaka í vinnslu blaðs- ins í gær birtist þessi frétt aftur) BK Landanir íslenskra skipa á þýska fiskmarkadnum: „Mikil óánægja er varðandi gædamál” — segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sem segir ekkert hæft í þvf að hann hyggist opna fyrir veiðiheimildir til þýskra togara í ísl. landhelgi ■ „Auðvitað er ekkert hæft í því að ég hyggist opna fyrir veiðiheimildir til þýskra togara. Slíkt er algjör fásinna, sem ég hef að sjálfsögðu aldrei látið mér um munn fara. Aðalatriðið í þessu máli er að okkar stefna er sú að nýta einir okkar landhelgi og um það er fullt samkomulag í landinu,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann í gær. „Ég fór til Þýskalands fyrir nokkru síðan, í boði ríkisstjómar Bremen, til þess að kynna mér aðstæður á fiskmarkaðnum þar, og ég komst að raun um að þar var mikil óánægja varðandi gæðamál," sagði sjávarútvegsráð- herra, og sagðist hann hafa rætt það mál strax og hann kom heim við forráðamann Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, og sagði hann þá hjá L.Í.Ú. hafa nú farið út í aðgerðir til þess að betmmbæta það ástand sem þama hefði verið. „Því er ekki að neita að það er mjög margt fólk sem starfar við fiskiðnaðinn í Bremen, og þar er nú 15% atvinnuleysi, þannig að þeir sækja að sjálfsögðu mjög á um það að fá að veiða í íslenskri landhelgi," sagði Halldór, „og þeir færa fram þau rök að ef þýsku togaramir hafa engar veiðiheimildir lengur, þá muni þýski markaðurinn hrynja og þar af leiðandi muni fslendingar ekki geta selt fisk. Ég sagði þeim að sjálfsögðu að ástandið væri þannig á fslandi að ef við ætluðum að veita Þjóðverjum heimild til veiða hér, þá væri það í reynd það sama og að samþykkja að lækka tekjur íslendinga. Þeir hlytu því að sjá að slíkar beiðnir væm algjörlega óraunhæfar." Tilefni þessa samtals Tímans við sjávarút- vegsráðherra var forsíðufrétt Þjóðviljans i gær, þar sem því er haldið fram að Halldói hafi á blaðamannafundi í Bremen opnað möguleika á veiðum þýskra togara í íslenskri landhelgi og um þessa frétt sagði Halldór: „Ég skil ekki hvernig mönnum dettur í hug að birta slíka frétt, án þess að tala fyrst við mig. Slík blaðamennska er að mínu mati á afskaplega lágu plani.“ Viðerum að bóka SUMARPlLHNl HOLLANDI ★ Óbreytt verð frá 1983 ★ S-L ferðaveltan dreifir greiðslum á yfir 20 mánuði Nú fylgjum við glæsilegu sumri í hollensku sumarhúsunum eitir og hefjum strax sölu á sumarierðunum 1984, - og það á óbreyttu verði frá árinu 1983. í sumar var uppselt í allar ferðir, biðlistar mynduðust og margir urðu frá að hverfa. Við gengum því strax frá samningunum fyrir næsta sumar og opnum þannig öllum fyrirhyggjusömum fjölskyldum leið til þess að tryggja sér heppilegustu ferðina tímanlega og hefja strax reglubundinn spamað með Eemhof Sumarhúsaþorpið sem sló svo rækilega f gegn á sl. sumri. Frábær gisting, hitabeltissundlaugin, fjölbreytt íþrótta-, leikja- og útivistaraðstaða, veitingahús, verslanir, bowling, diskótek, tennis, mini-golf, sjóbretti o.fl. o.fl. o.fl. Endalaus ævintýri allrar fjölskyldunnar. Vetrarsalan opnar þér greiðfæra leið Vetrarsala Samvinnuferða-Landsýnar á hollensku sumarhúsunum er okkar aðierð til Os að opna sem allra flestum viðráðanlega ‘Tgreiðfæra leið ( gott sumarfrí með alla flölskvlduna. f erflðu efnahagsástandi er 'imSlg. að geta tryggt sérharrtt.u ierma með góðum fyrirvara og noUært sér óbreytt verð frá árinu 1983, SL-ferðaveltuna og SL-kiörin til þess að létta á kostnaði og dreifa greiðslubyrðinni á sem allra lengstan tíma. * Eemhof-Kempervennen stóraukið sætaframboð * Fjölskylduferðir í algjörum sérflokki SL-ferðaveltunni. I henni er unnt að spara i allt að 10 mánuði og endurgreiða lán jafnhátt spamaðinum á 12 mánuðum eftir heimkomu. Þannig má dreifa greiðslum á yfir 20 mánuði og gera fjármögnun ferðalagsins miklum mun auðveldari en ella. Og enn munum við bjóða SL-kjörin. Með þeim má festa verð ferðarinnar gagnvart gengisbreytingum og verjast þannig öllum óvæntum hækkunum. Þetta er okkar leið til þess að gera Hollandsævintýrið 1984 að vemleika hjá sem allra flestum fjölskyldum. Kempervennen Nýtt þorp, byggt upp f kjölfar reynslunnar f Eemhof og af sömu eigendum. Öll aðstaða er sú sama og í Eemhof og f Kempervennen er síðan bætt um betur og aukið enn frekar við stærð sundlaugarinnar, veitingastaðanna og sameiginlegrar þjónustu auk þess sem bryddað er upp á ýmsum spennandi nýjungum fyrir bömin. Fyrirfayggja I ferðamálum - elnföld leið til lægri kostnaðar og léttari greiðslubyrði Nýr Hollandsbæklingur á skrifstofunni oghjá umboðs mönnum um allt land Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 2707/ & 28899

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.