Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 7 : Eftir 30 ára hlé: Loks ný kvikmynd með Mikka mús! ■ Þó að Mikki mús lifí enn góðu lífí í íslenskum kvik- myndahúsum, eru engu að síður liðin 30 ár síðan hann lét sig síðast hafa það að koma fram í kvikmynd. En nú skal ráðin bragarbót þar á. Um jólaleytið verður frumsýnd um víða veröld kvikmynd með þessari vinsælu persónu í aðal- hlutverki. Myndin, sem ber nafnið „Jólasögur Mikka", er 24 mín- útna löng og fjallar um jóla- ævintýri Dickens í frjálslegum búningi. Auk Mikka taka hinir ■ Mikki mús og vinir hans hafa ekkert elst á þeim 30 árum, sem liðin eru síðan þeir komu síðast saman fram í kvikmynd vel þekktu vinir hans þátt í myndinni. Að sögn aðstandenda Mikka músar í kvikmyndaverinu í Burbank í Kaliforníu er æti- unin að láta ekki sitja við þessa einu mynd með vini okkar, heldur stendur til að helja nú framleiðslu af krafti á nýjum myndum af Mikka mús og vinum hans. Skyldi hann geta fengið sólningu? ■ Stundum er sagt sem svo (á mánudagsmorgni): Ösköp eru að sjá þig. Þú ert eins og „slæptur hundurV Hann Bonzo hér á myndinni er alveg dæmigerður „slæptur hundur". Hann er gamall og þreyttur og er varðhundur í vöruhúsi hjá fyrirtæki sem sólar gömul dekk og selur sem ný. Bonzo á víst að fara bráðlega á eftirlaun, - cða kannski hann geti fengið sólningu? fram, frá þeim punkti sem Al- þýðuflokksráðstefnan var á í september, en hún fjallaði um það hvort launamisrétti væri milli kynja. Við færum um- ræðuna til þess hvers vegna er þetta misrétti og hvað gerum við til að leiðrétta það. Þær sem flytja erindi um orsakirnar eru Helga Sigurjónsdóttir og Bjarn- frt'ður Leósdóttir. Að opnun lok- inni skiptast ráðstefnugestir niður í hópa og vinna í hópum til þess að ræða frekar, út frá framsöguerindum og eigin brjósti um orsakir og leiðir. í hádegishlé skemmtir Kvennaleikhús okkur og Stella Hauksdóttir. skemmtir okkur með vísnasöng. Að hádegishléi loknu verða framsöguerindi um leiðirnar sem verða flutt að Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og Lilju Ólafsdóttur og það efni síðan unnið áfram í hópum. Seinni part dags munu hópstjór- arnir síðan draga saman megin- niðurstöður úr hópvinnunni, og verður svo í lokin, milli kl. 4 og 6 gefin ein heildarskýrsla úr hópvinnunni og umræður um hana.“ - Hvaða leiðir kæmu til greina að þínu mati, til þess að leiðrétta þetta launamisrétti kynjanna? „Við höfum m.a rætt það í þessum undirbúningshóp fyrir þessa ráðstefnu að nú vilji svo til að kjarasamningar verði lausir á sama tíma fyrir öll verkalýðs- félög í landinu, þ.e.a.s. í febrúar þegar bráðabirgðalögin falla úr gildi. Þar væri hugsanlega mögu- leiki, til þess að konur úr hinum ýmsu starfshópum, gætu staðið saman og barist fyrir sínum rétti við samningagerðina. Það er óvenjulega gott tækifæri núna, vegna þessarar tímasetningar að hugsa um eitthvað slíkt. Þá hugsa ýmsir með hálfgerðum trega til Kvennadagsins 1975, og minnast þess hvað það var stór- kostlegur dagur, hvað maður fylltist mikilli von, bjartsýni og fann fyrir miklu afli, sem var óbeislað. Þegar maður hugar að leiðum, þá kemur það óneitan- lega upp í hugann hvað við erum raunverulega sterkar, ef okkur auðnast að finna okkar farveg. Það er því síður en svo upp- gjafartónn í okkur konum." - AB erlent yfirlit ■ Fyrir síðustu helgi tók til starfa í Washington nefnd, sem ætlað er að vinna að framboði þeirra Reagans og Bush í forsetakosningunum, sem fara fram fyrsta þriðjudaginn í nóv- ember á næsta ári. Formaður nefndarinnar er Paul Laxalt öldungadeildarþingmaður frá Nevada. Laxalt er talinn nánasti vinur og ráðunautur Reagans. Áður en nefndin tók til starfa, hafði borizt bréf frá Reagan, þar sem hann lýsir yfir því, að hann viðurkenni nefndina sem kosn- inganefnd sína og henni sé því leyfilegt að vinna að undirbún- ingi framboðs hans. Jafnframt tók Reagan svo fram, að hann hefði enn ekki afráðið endan- lega, hvort hann yrði í framboði. Hann muni ekki tilkynna neitt um það fyrr en á næsta ári. Það mun ekki hafa gerzt áður, að slík nefnd hafi unnið að endurkjöri forseta með leyfi hans áður en hann hefur lýst því yfir endanlega, hvort hann verði í kjöri. Flestir fréttaskýrendur líta á þetta, sem raunverulega stað- festingu á því, að Reagan verði í kjöri. Larry Speakers, blaða- ■ Paul Laxalt að tilkynna að Reagan hafí viðurkennt kosninganefndina Blóðþrýstingur sagður í bezta lagi hjá Reagan Líklegast þykir að hann sæki um endurkjör fulltrúi Reagans, hefur líka látið hafa eftir sér á eigin ábyrgð, að Reagan eigi ekki annað eftir en að lýsa því yfir formlega, að hann verði í framboði. Undir venjulegum kringum- stæðum yrðu þetta talin óvenju- leg vinnubrögð af hálfu Reagans. Menn finna þó gilda ástæðu til að réttlæta þennan drátt hans. Reagan er nú elzti maðurinn, sem skipað hefur forsetaembætti Bandaríkjanna. Hann verður 73 ára í febrúarmánuði næstkom- andi. Hann verður tæplega 74 ára, þegar hann sezt í forseta- stólinn í annað sinn í ársbyrjun 1985, ef hann nær endurkosn- ingu. Hann verður nær 78 í lok kjörtímabilsins, ef honum endist aldur. Það er af þessum ástæðum m.a. sem fjölmiðlar reyna eftir megni að fylgjast með heilsufari hans. Nýlega hefur t.d. verið skýrt' frá því, að hann vegi 190 ensk pund eða 9 pundum meira en fyr- ir tveimur árum. Þetta sé ekki óeðlileg þyngd manns sem sé 6 fet og einn þumlungur á hæð. Þá hefur verið sagt frá því, að blóðþrýstingur hans sé fyllilega eðlilegur eða 128/82. Sama gildi um slátt slagæðar, er sé 68 á mínútu. Blóðfita sé einnig fylli- lega eðlileg. Þá þjái hann engin sérstök veikindi. Ekki verði vart neinna alvarlegra áhrifa frá kúlunni, sem fjarlægð var úr brjósti hans eftir skotárásina, sem hann varð fyrir. Bæta megi úr lítillega auk- inni nærsýni með réttum gleraug- um. Einnig megi bæta úr auknu heyrnarleysi á hægra eyra með réttu heyrnartæki. Þannig hefur þetta verið rakið enn nánara, að ekkert sé við heilsu Reagans að athuga. Þá gæti hann þess vel að mataræði hans sé í lagi. Hann iðkar íþróttir í hófi. T.d. fæst hann við viðar- högg, þegar hann dvelur á sveita- setri sínu. HEILSUFAR Reagansvirðist þannig ekki þurfa að standa í vegi þess, að hann bjóði sig fram aftur. Til öryggis er þó Bush varaforseta teflt fram með honum. Kjósendur þurfi því ekki að óttast það, að óhæfur maður komi í stað hans, ef hann forfallist á kjörtímabilinu. 'velta þeim fyrir sér og sýnist nokkuð sitt hverjum. Allmargir telja hann sigurvænlegan, en aðrir telja útlitið tvísýnt. örðugt sé þó að dæma um þetta, þar sem margt geti breytzt þangað til í nóvember á næsta ári. Yfirleitt virðist álitið, að þrátt fyrir hið mikla atvinnuleysi í Bandaríkjunum og hinn mikla halla á ríkisbúskapnum, sé þró- un efnahagsmála heldur hagstæð Reagan. Þetta stafar af því, að verðbólgan hefur minnkað og vextir lækkað. Haldi sú þróun áfram, mun það styrkja hlut Reagans. Svipað geti gilt um flest önnur innanlandsmál. Það er á sviði utanríkismála, sem Reagan virðist standa hallari fæti hjá bandarískum kjósend- um. Ástandið í Austurlöndum nær er nú öllu uggvænlegra en oftast áður. Ekkert gengur að semja um takmörkun eldflauga. Flest bendir til að það geti valdið miklum klofningi í Natóríkjun- um, ef Bandaríkin hefjast handa um staðsetningu nýrra meðal- drægra kjarnaflauga í Evrópu og Rússar svara með staðsetningu kjarnaflauga íTékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi. Sá maður, sem gæti orðið skæðasti keppinautur Reagans í forsetakosningunum, Glenn öldungadeildarmaður, leggur því til að staðsetningu kjarna- flauganna verði frestað og reynt til þrautar að ná samkomulagi. Fátt yrði Reagan meira til stuðnings en að hann næði sam- komulagi við Andropov um meðaldrægu kjarnaflaugarnar og þetta gerðist á fundi þeirra, sem færi fram með pomp og prakt. Hann gæti þá teflt sér fram sem friðarhöfðingi í kosningabarátt- unni. EITT af fyrstu verkum nefnd- ar þeirrar, sem mun vinna að framboði þeirra Reagans og Bush, er að afla fjár í kosninga- sjóðinn. Stefnt er að því, að hann verði a.m.k. 26 milljónir dollara. Ætlunin er að nefndin sendi þegar frá sér um tvær milljónir bréfa, þar sem farið verður fram á framlag í kosn- ingasjóðinn. Þær undirtektir, sem nefndin fær, munu vafalítið ráða veru- lega um hver endanleg ákvörðun Reagans verður. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ Reaganhjónin við bænagjörð Það mun ekki hafa gerzt áður að varaforsetaefni hafi þannig verið teflt fram við hlið forseta- efnis. Hins vegar hefur það verið venjan, að maður, sem hefur verið valinn til framboðs í for- setakosningum, fái að ráða því hver sé valinn varaforsetaefni. Reagan kann vegna aldursins að vilja draga það sem lengst að ákveða framboð sitt. Fleira kem- ur þó til. Meðal annars mun hann taka tillit til Nancy konu sinnar. Nancy er sögð því frekar mót- fallin, að hann fari aftur í framboð. Hún er sögð óttast stöðugt um líf hans síðan hann varð fyrir skotárásinni. Þá er hún ekki sögð heilsuhraust. Þrátt fyrir þetta, þykir ekki líklegt, að Nancy standi í vegi þess, að Reagan fari í framboð, ef hann vill það sjálfur. Þegar allt kemur til alls, mun það • sennilega ráða mestu um endanlega ákvörðun Reagans, hvernig hann metur sigurlíkur sínar. Ýmsir fréttaskýrendur hafa að undanförnu verið að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.