Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H hedd Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö urval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 & abriel HÖGGDEYFAR (jy/arah I uti r ™365iT Hamarshöfða 1 CtTOÍTtít Ritstjorn 86300 - Augfysingar 18300 - Afgreidsla og askntft 86300 - Kvoidsimar 86387 og 86306 Laugardagur 22. október 1983 Hvers vegna tók hálfan þriðja tíma að losa hinn slasaða á Breiðholtsbraut? \mm „EKKI VAR BRAÐ-AÐKALL- ANDIAD LOSA MANNINN — segir Guðmundur Hermannsson, yfirlögregluþjónn, sem segir björgunarmenn hafa fylgt ráðleggingum lækna í hvívetna ■ „Ég er viss um að ef læknir hefði ekki verið á staðnum hefði lögreglan los- að manninn á miklu styttri tíma og kannski meitt hann. En í þessu tilfelli stjórnaði læknir aðgerðum og hann taldi,að það sem þyrfti að gera,svo hættulegt,þar sem maðurinn var klemmdur fastur, að þessu var tekið rólega svo þrýstingurinn yk- ist ekki. Þessu var því tekið með hægð því ekki var bráð- aðkallandi að losa manninn; hann var ekki meðvitundar- laus, ekki brotinn og engar blæðingar né blóðleysi" sagði Guðmundur Her- mannsson yfirlögregluþjónn þegar hann var spurður hvort ekki hefði tekið óeðlilega langan tima að losa manninn sem lenti i bilslysinu á Breið- hoitsbraut i fyrrakvöld, út úr bílnum. „Lögrcglan í Reykjavík á ágætis tæki og í flestum tilfellum duga þau“, sagði Guðmuhdur. „Síðan vitum viðaf betri tækjum í seilingar fjarlægð í sjúkrabíl í Hafnarfirði. Það er að vísu rétt að á klippurnar okkar er notað handafl og þegar klippt er með þannig klippum er hætta á að komi slinkur. Þess vegna fannst okkur rétt að fá vökvaklippurnar á staðinn. En þetta var ekki vandamálið." „Það er að vísu mjög óvana- legt að svona nokkuð taki þetta langan tíma“ sagði Guðmundur ennfremur," en í viðbót við það sem ég hef sagt hjálpaðist margt annað við að gera lögreglunni erfitt fyrir. Það var rok og rigning á staðnum og síðan var svo mikið fólk sem dreif þarna að og flæktist fyrir. Við tókum meðal annars ölvaðan ökumann á staðnum sem kom þarna bara til að forvitnast og það sýnir kannski hvað fólk leggur mikið á sig.“ -GSH (SLEKSKA ÓPERAN VIIL FA VÍNVEmNGALEVFI ■ „Okkur langar til að geta boðið óperugcstum upp á drykk í hléum og þá erum við sérstak- lega að hugsa um létta drykki, t.d. óperukampavín sem er sér- stakt óranskampavín," sagði María Sigurðardóttir fram- kvíímdastjóri íslensku óperunn- ar í samtali við Tímann í gær. Fyrir borgarráðsfundi s.i. þriðju- dag var ósk um umsögn varðandi beiðni Gamla bíós, eða óperunn- ar, um vínveitingaleyfi. Borgar- ráð gerði engar athugasemdir við þá málaleitan. María sagði að hugmyndin væri að bera fram veitingar á svölum Gamla bíós, hins vegar hefði íbúðin á efstu hæð hússins sem notuð var sem veitingastofur s.l. sumar verið tekið undir saumastofur og annað sem fylgir vetrarstarfseminni. JGK VERÐUR STOFNAÐ SÉRSTAKT kjrkjumAlarAðuneyti? ■ Fyrir Kirkjuþingi liggur nú frumvarp til þingsályktunar um stofnun kirkjumálaráðuneytis. Þar segir: „Kirkjuþing ályktar að skora á kirkjumálaráðherra að beita sér fyrir því að stofnaö verði sérstakt kirkjumálaráðu- neyti, aðskilið frá núverandi dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Fjalli það um málcfni þjóðkirkj- unnar og þjóðkirkjusafnaða svo og málefni annarra trúfélaga og málefni varðandi trúarbrögð alntennt. Undirráðuneytið heyr- ir m.a. prestssetursjarðir, emb- ættisbústaðir presta, kirkjujarðir og aðrar kirknaeignir, fjármál kirkjusókna og málefni kirkju- garða og bálstofa. Verksvið ráðuneytisins verði ákveðið með úrskurði forseta íslands sbr. 15. gr. laga nr. 73 frá 1969." BK ■Farartæki framtíðarinnar Timamynd: Róbert Lánsfjáráætlun: „Ætla ekkert að ff segir Albert aðspurdur hvort hann stefni að formannskjöri i' Sjálf stæðis- flokknum ■ „Ég hef ekkert hugleitt að bjóða mig fram í formannssæt- ið og ætla mér ekkert að hug- leiða það, ég hcf nógu að sinna sem fjármálaráöhcrra," sagði Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra er Tíminn spurði hann hvort eitthvað væri hæft í því að hann hygðist bjóða sig fram til forinanns Sjálfstæðis- flokksí is, eins og slegið er upp á forsíáu Þjóðviljans í gær, og Alberi bætti við. „Það er allt á eina bókina lært hjá þessu blaði, Þjóðviljanum. Það er ekk bara logið á innsíðunum, lieldur á útsíðunuin líka." ENGAR LANTÖKUR VEGNA SJALFVIRKA SÍMANS ■ Frumvarp um lánsfjáráætlun 1984 verður lagt fram á Alþingi nú á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Tímans, þá kennir margra grasa í þessu frumvarpi, og einkennast margir lánsfjárlið- irnir af því að ákveðið hefur verið að standa ekki að meiri lántöku crlendis, en sem nemur 4500 milljónum króna, og þarf því víða að skera niöur, eða fresta framkvæmdum. Til að mynda hefur Tíminn heimildir fyrir því að ekki sé gert ráð fyrir lántökuheimild vegna sjálfvirka símans, og mun slíkt hafa valdið mikilli óánægju hjá fjölmörgum iandsbyggðarþingmönnum. Er vart við því að búast að þessi verði niðurstaðan, því Fram- sóknarflokkurinn hefur gert það að algjöru skilyrði að haldið verði áfram við þá símavæðingu sem samþykkt var á Alþingi fyrir tveimur árum. Síminn hefði samtals þurft um 66 milljónir í framkvæmdir við sjálfvirka símann og fleiri þætti, svo sem stækkun á stöðvum hér í Reykjavík, en ekki er veitt heimild fyrir einni krónu af þess- um 66 milljónum, í lánsfjáráætl- unarfrumvarpinu. Þá þykir nokkuð ljóst mál að áfram verði að halda við stækkun á stöðvum í Reykjavík, auk þess sem ekki þykir hægt að stöðva nauðsynlegar breytingar á stöðv- um hér í Reykjavík og Keflavík, en það er byrjað að setja upp svonefndar digitalstöðvar á þess- um stöðum. Tíminn hefur heim- ildir fyrir því að Matthías Bjarnason, samgönguráðherra sé á þeirri skoðun að halda verði áfram með símavæðingu dreif- býlisins, og stækkun stöðva í Reykjavík og Keflavík, þannig að líklegt má teljast að í með- förum þingsins verði ákveðnar breytingar á lánsfjáráætluninni, þannig að hægt verði að halda þessum framkvæmdum áfram á næsta ári. Hins vegar er algjör samstaða um það í ríkisstjórn- inni að erlendar lántökur á næsta ári megi ekki fara yfir 4.5 mill- jarða, þannig að ef símafram- kvæmdirnar komast í meðförum þingsins inn á lánsfjáráætlun, þá þýðir það einfaldlega það, að einhver annar liður fellur út. -AB dropar Dýrt sport að eiga börn ■ Kannanir eru til marga hluta nytsamir. Ein ný hcfur litið dagsins Ijós og fjallar um rekstrarkostnað forráðainanna af framfærslu barna sinna. Sjálfsagt verður hún áhrifa- mikið vopn í höndum ein- stæðra foreldra þegar þeir knýja á um hækkun meðlaga til handa börnum sínum, enda kcmur í ljós að þau ná aðeins fjórðungi framfærslukostnað- Ef hins vegar á að taka könnunina bókstaflcga eins og Dropar vilja gera þá kemur í Ijós, að það er heldur betur dýrt sport að eignast börn og ala þau upp. Þannig myndi það kosta forráðamann (eða menn) þriggja bama (sem ekki er óalgengt) á aldrinum 12,14, og 17 ára um 380 þúsund krónur á ári að framfæra þessi þrjú börn sín, sem aftur myndi þýða að tæpar 32 þúsund krónur gengu til þess arna hvern mánuð ársins, og er þá ótalinn ýmis annar rckstrarkostnaður heimilisins. Ekki sama við hvern er talað ■ Magnús H. Magnússon, varaformaður Alþýðuflokks- ins, er eitthvað misskilinn þessa dagana, eða tvísaga, nema yflrlýsingum hans í Þjóð- viljanum og Alþýöublaöinu sé hagrætt af hvorum aðilanum um sig eins og best hentar fréttaflutningi þeirra. Mál er þannig með vexti að í Þjóðvilj- anum í fyrradag er haft eftir honum að nú þegar sé orðið Ijóst að Alþýðublaöið hætti að koma út sem dagblað, en verið sé að skoða aðra möguleika en að leggja það niður, m.a. hug- niyndir um að breyta útgáfunni i vikublað. I viðtali sem Alþýðublaðið á við Magnús H. í gær að þessu tilefni segir hann: „Þctta er ekki alls kostar rétt eftir mér haft í Þjóðviljanum. Það gætir misskilnings" I Þjóðviljanum sama dag segir hins vegar og er haft cftir Magnúsi: „Ég vil taka það fram að hvert einasta orð sem eftir mér er haft í Þjóöviljanum er rétt eftir haft “?? í wmm Hvor Magnúsinn, en hér er greinilega um tvær útgáfur á sama manninum að’ræöa, talar ■ hvort sinn er ekki hægt að ráða í, en Dropar skora á hinn „rétta Magnús" að láta í sér heyra, og hvorum Magnúsanna hann fyigir að málum. Krummi . . . ...hvað er verið að bruðla með tvær útgáfur af sama Kratanum þegar Alþýðublaðið berst í bökkum....?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.