Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 6
■ Dansahöfundurinn og dansarinn Flemming Flindt og kona hans, dansmærin Vivi Flindt fengu tilboð frá Dallas í Texas um að koma og taka að sér að stjórna balletsýningum þar í borg. Ballettinn í Dallas byrjaði 1969 með því að rúss- neski dansarinn og dansahöf- lUndurinn George Skibine tók að sér danshóp, sem starfað hafði í borginni, og stofnaði formlega fyrirtæki sem nefnd- ist „Dallas Ballet“. Géorge Skibine dó á sl. ári og var þá sextugur. Þá var leitað til Flindt-hjónanna og þau tóku tilboðinu tveimur höndum og fluttu sig yfir hafið. Á blaðaviðtölum má sjá, að þeim hafi þótt vera deyfð yfir listalifinu í Danmörku, því Flindt segir: „Það er einhver munur hér í Dallas, hér eru peningamenn og fyrirtæki sem styrkja listgreinar með frjáls- um framlögum. Einnig vill borgin sjálf gera sitt til að auðga listir og leggur því fram peninga til þess, t.d. með styrk í nýtt leikhús, sem Dallas Bal- let er að byggja. Heima í Danmörku er bara beðið með hendur í skauti eftir því, að því opinbera þóknist seint og um síðir að sjá af einhverri upphæð, sem er ætluð til styrktar listum, en listafólkið sjálft cr óduglegt í peningaút- ■ Vivi og Fiemming Flindt í Dallas, þar sem þeir snjöllu og dugmestu komast áfram: „Það verður áreiðanlega langt þar til við hugsum til að flytjast aftur til Danmerkur.“ ■ Heima í Danmörku dansaði Vivi Flindt nakin í ballettinum „Salome“, - en það gengur ekki í Dallas, þá verður hún í húðlitum samfesting! , ABRA UFOG HOR í USTAUFNJ HÉRIDAUAS", segir Daninn heimsfrægi Flemming Flindt, sem nú er ballettstjóri við ballettinn í Dallas í Texas. þakklát vfir að fá svona tæki- færi.“ Flindthjónin fengust ekki til að segja neitt ákveðið um það, hvort þauí kæmu til með að vinna meira að dansmálum eða stjórna ballett í heimalandi sínu, Danmörku. vegunum og fæstum fram- kvæmdamönnum eða fyrir- tækjum dettur í hug, að það sé þeirra að styrkja listir.“ Vivi Flindt sagði, að þau hjón myndu sjá um að setja upp sýningar, og þau hefðu framúrskarandi bandaríska og útlenda dansara til að taka þátt í þcim, en þau myndu ekki dansa mikið sjálf. Þau dönsuðu þó saman í balletinum Salome, þar sem Vivi hafði dansað aðalhlutverkið nakin heima í Danmörku. Slíkt er ekki leyfi- legt í Dallas, svo hún lét gera sér þunnan húðlitan samfesting til að dansa í. „Við erum ákveðin í að vera hér í Dallas í nokkur ár“, sagði Flindt, „Tvö yngri börn okkar eru hér hjá okkur og elsta dóttir okkar kemur til okkar á næstunni til að eiga hér heima með okkur. Fjölskyldan kann mjög vel við sig, og við erum Brostu nú broðir — sagði Ijósmyndarinn ■ Ljósmyndaranum þótti sem Álthorp greifi, sein er 19 ára bróðir Díönu prinsessu, væri aivarlegur á svipinn, ■ Althorp greifi, bróðir Di- önu prinsessu hann hefði ekki lært að brosa eins og prinscssan, en hún hefur skreytt forsiður blaða viða um heim með sínu fallega brosi. Reyndar var ekkert undarlegt við það að Althorp væri alvarlegur á svip á þcss- ari mynd, því að hann er þarna að koma frá því að hlusta á dóm fyrir of hraöan akstur sem hann hlaut nýlega - og einnig fékk hann áminn- ingu, sem greinilega hefur haft sín áhrif. vidtal dagsins „ENGtM UPPGIAFAR- TÓNN í OKKUR" segir Guðrún Jónsdóttir, borgar- fulltrúi, sem verður fundarstjóri á ráðstefnu í Gerðubergi í dag um launamál kvenna. ■ Ráðstefna um kjör kvenna á vinnumarkaði verður í Gerðu- bergi, félagsmiðstöð Breiðhylt- inga í dag, og hefst hún kl. 9.30. Tíminn fékk Guðrúnu Jónsdótt- ur, borgarfulltrúa Kvennafram- boðsins til þess að segja lítillega frá þessari ráðstefnu, en hún verður fundarstjóri á henni. „Við byrjuðum nokkrar konur í Kvennaframboðinu að vinna með þessa hugmynd í sumar, og síðan bættust æ fleiri konur í hópinn utan Kvennaframboðs- ins, þannig að þessi ráðstefna hefur í reynd verið undirbúin af hópi kvenna sem vinna hin ýmsu störf í þjóðfélaginu, svo hún er ekki á vegum neinna stjórnmálasamtaka, heldur þessa sjálfsprottna hóps. Við byrjuðum ráðstefnuna með tveimur framsöguerindum um orsakir misréttis kynjanna í launum, því við göngum út frá því að slíkt misrétti sé fyrir hendi og við teljum að nægilega mikið af gögnum þar um liggi nú þegar fyrir skjalfest, þannig að við þurfum ekki að ræða það frekar. Við viljum því færa umræðuna ■ Guðrún Jónsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.