Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 2
2______ fréttir ÞRIÐJLDAGUR 20. DESEMBER 1983 Margir vilja heldur niður greidda olíu en dýrar hitaveitur Neytendasamtökunum berast kvartanir vegna pöntunarlista Póstas: fA ekki jolagjafir SEM ÞEIR ERU BÚNIR AÐ BORGA AÐ FULLU! ■ „Við höfum ekki fengið aðra skýr- ingu en þá að ásóknin í þessar vörur hafi verið svo mikil að ómögulegt hafi reynst að standa við tímasetningar. Sú skýring getur út af fyrir sig staðist - en kemur þó ekki að miklu gagni fyrir þá sem pantað hafa jólagjafir upp ór þessum lista og eru kannski búnir að eyða sínum síðustu peningum," sagði Guðsteinn V. Guðmundsson hjá Neyt- endasamötkunum í samtali við Tímann. Neytendasamtökunum hafa borist GISnSIMD A AKUREYRI — hóteleigandi kærir einstakl- inga fyrir að bjóða gistingu og morgunverö án leyfa ■ „Málið verður tekið fyrir mjög fljót- lega og þá tek ég ákvörðun um það hvort að ástæða sé til þess að senda það ríkissaksóknara", sagði Sigurður Jóns- son fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri, en Jóhannes Fossdal eigandi Hótel Akur- eyri hefur kært ákveðna aðila þar fyrir að hafa auglýst og selt gistingu og morgunverð, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Þessir aðilar auglýstu m.a.a í bæklingum sem lágu frammi í hótelum og á flughöfnum. Sigurður sagði að lögreglan hefði unnið að rannsókn málsins. Ef málið verður sent ríkissaksóknara tekur hann ákvörðun um það hvort að opinber ákæra verður gefin út, eða hvort að málið verður sent aftur heim í hérað með heimild til að ljúka því með dómsátt, en til þess að slíkt sé mögulegt verða ákærðu að játa sekt sína,. - BK. kvartanir vegna pöntunarlista Póstas hf. Fyritæki þetta gefur einungis upp tvö símanúmer og pósthólf þar sem hægt er að hafa samband við það, en ekkert heimilisfang sem hægt er að snúa sér til ef eitthvað bjátar á. f lista sem dreift var víða lofar fyrirtækið 3. til 4. vikna afgreiðslufresti. Fólki er boðið að greiða verð vörunnar fyrir- fram með gíróseðli til þess að tryggja „fast verð“. Að sögn Guðsteins hefur neytenda- samtökunum borist fjöldi kvartana vegna pantana sem enn hafa ekki yerið afgreiddar þrátt fyrir að varan liafi verið greidd að fullu fyrir nokkru. Þegar reynt var að afla upplýsinga reyndust báðir símar fyrirtækisins upp- teknir dögum saman og þegar bilana- þjónusta Landssímans kannaði málið reyndust símarnir ekki í sambandi við önnur númer. Telur Guðsteinn því að símtólin haf verið tekin af. Guðsteinn sagði að Póstas hf. væri löglega skráð í hlutafélagaskrá. -Sjó. ■ Til greina kemur að banna olíukynd- ingu húsa, þar sem hægt er að koma við innlendum orkugjöfum, eins og heitu vatni eða rafmagni. Til þessa eru heim- ildir í lögum og reglugerðu og þarf þetta því ekki að koma til kasta Alþingis. Þetta kom fram í ræðu Sverris Her- mannssonar iðnaðarráðherra í 3. um- ræðu um fjárlagafrumvarpið. Til niður- greiðslu á olíu til hitunarkostnaðar er varið 61.5 millj. kr. Úr þessum niður- greiðslum er hægt að draga og verja þá einhverju af því sem þannig sparast til að aðstoða húseigendur til að skipta yfir í innlenda orkugjafa. Talið er að um 2000 hús sem nú eru kynt með olíu verði auðveldlega hituð með innlendum orku- gjöfum. Nokkuð hefur borið á því að þar sem nýja hitaveitur eru kæra allir húseigend- ur sig ekki um að sleppa olíukyndingunni og láta leggja heita vatnið í hús sín vegna kostnaðar, en kynda fremur með niður- greiddri olíu. Ekki bætir þetta fjár- magnskostnað nýrra og dýrra mann- virkja til nýtingar heita vatninu. Egilsstöðum: Láta skemmdar- fýsn sína bitna á jólaseríum ■ Skemmdarfýsn manna fær oft sér- kennilega útrás. Aðfarnótt sunnudags gerðu einhverjir sér það að leik á Egilsstöðum að eyðileggja jólatrés- seríur sem komið hafði verið upp á trjám á staðnum. Alls voru 5 jólaseríur eyðilagðar, þar af tvær sem hreppurinn hafði sett upp, ein var í eigu Búnaðar- bankans og tvær í einkaeign. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum hefur hún ákveðnar grunsemdir um hverjir hafa verið þarna að verki en ekki hefur verið hægt að sanna á þá verknaðinn enn sem komið er. - GSH. Handtekin með eitt kíló af fíkniefnum ■ UngtparvarhandtekiðáKeflavík- urflugvelli á föstudagskvöid. þar sem þau voru að koma frá Luxemburg. í fórum konunnar fundust 920 grömm af hassi og 5 grömm af marijuana og viðurkenndi maðurinn við yfirheyrslur að hafa keypt efnið erlendis. Parinu var sleppt að yfirheyrslum loknum. Maðurinn hefur áður komið við sögu fíkniefnalögreglunnar og þótti ástæða til að kanna hvort hann hefði eitthvað meðferðis. Að sögn fíkniefnalögreglu þótti ekki ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds yfir parinu þar sem játning lá fyrir. GSH ■ Kvikmyndin Skilaboð til Söndru var frumsýnd s.l. laugardag í Háskólabíói. Næstum húsfyllir var á frumsýningunni. Hér hefur aðalleikarinn, Bessi Bjarnason tekið sér sæti við hlið konu sinnar, Margrétar Guðmundsdóttur og forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Tímamynd Árni Sæberg 20 lódum verdur úthlutað við Stigahllð á næsta ári: MUN DfRARI EN LÓD- IR ANNARS STAOAR? Friðar- Ijós á að- fanga- dags- kvöld ■ Kirkjan beinir því til manna að þeir tendri friðarljós á aðfangadagskvöld, beri það að glugga eða gangi með það til dyra svo að friðarloginn lýsi til næstu nágranna með ósk um gleðileg jól, og með bæn um frið á jörðu. Á jólaföstunni hefur Hjálparstofnun kirkjunnar verið með söfnun til hjálpar börnum og fullorðnum á þurrkasvæöum Afríku. Að sögn Gunnlaugs Stefánsson- ar hafa undirtektir við söfnunina verið mjög góðar og þegar hefur safnast nokkuð á fjórðu milljón. Fiskpillur eru framleiddar fyrir það fé sem safnast og í dag flýgur vél frá Amarflugi með 60 þúsund skammta áleiðis til Afríku. Áður FRIÐUR hafa 60 þúsund skammtar farið út. í hverjum skammti er næg eggjahvíta fyrir barn í einn sólarhring og hafa fregnir borist af því að börn sem vor að dauða komin hafi verið farin að hlaupa um og leika sér eftir aðeins eina viku. Hjálparstofnun beinir því til fólks að skila söfnunarbaukum fyrir jól, ef möeu- legt er. _ BK. ■ Meðal þeirra svæða í Reykjavík, þar sem lóðum verður úthlutað á næsta ári er Stigahlíð, en þar verða 20 lóðir til úthlutunar. í framsögu sinni fyrir frum- varpi að fjárhagsástæðum fyrir Reykja- víkurborg á síðasta borgarstjórnarfundi lýsti Davíð Oddsson borgarstjóri þeirri skoðun sinni að til álita komi að krefja lóðarhafa þar um mun hærra gjald fyrir lóðir á svo eftirsóttum stað í frágengnu hverfi, en það sem gildir annars staðar, eða að selja slíkar lóðir. Fyrirkomulag við lóðaúthlutunina í Stigahlíð hefur ekki verið ákveðið. Alls er gert ráð fyrir í áætlun um gagnagerðargjöld að á næsta ári verði úthlutað 292 lóðum fyrir sérbýli, aðal- lega í Grafarvogi eða 164, en einnig við Jakasel, Selás og í nýja miðbænum auk Stigahlíðarinnar. Borgarstjóri sagði að unnt væri að úthluta fleiri lóðum fyrir sérbýli í Grafarvogi, en væru einni í áætluninni og gat þess einnig að verið væri að deiliskipuleggja lóðir fyrir um 17 íbúðir í fjölbýli í Grafarvogi, sem rætt hefur verið um að stjórn verkamanna- bústaða fái til ráðstöfunar að verulegu leyti á næsta ári. Þá verður úthlutað lóðum fyrir 32 íbúðir í fjölbýli í nýja miðbænum og lóð fyrir 60 íbúðir sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur hyggst byggja þar fyrir aldraða. -JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.