Tíminn - 20.12.1983, Qupperneq 12

Tíminn - 20.12.1983, Qupperneq 12
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Frá ýmsum hliðum Ólafsbók Afmælisrit helgað Ólafi Jóhannessyni sjötugum. Útgefandi Isafoldarprentsmiðja ■ Um það er ekki nema gott að segja að vinir og samherjar Ólafs Jóhannes- sonar setji saman bók um hann sjötugan. Hann á svo mikið starf og merkan feril að baki að fyllilega er frásagnarvert. Hér er sú leið farin að leitað er til 26 manna og er viðtal við suma en aðrir skrifa sjálfstæða þætti. Byrjað er á því að láta Ólaf sjálfan gera grein fyrir uppruna sínum og æsku. Höfundar og viðmælendur eru valdir með það í huga að fram komi um lífsferil og störf Ólafs skýrsla sem nálgast að vera tæmandi. Þetta verður að sjálfsögðu nokkuð sundurleitt og misjafnt en þó verður furðu lítið um endurtekningar. Væri þó naumast tiltökumál í svona riti þó að hittist fyrir grein sem lítið segði annað en það sem sagt er jafnvel eða betur í öðrum köflum bókarinnar. Hér eru birtar tvær greinar sem góður fengur er að fyrir íslenska stjórnmála- sögu og á ég þar við ritgerð Þórarins Pórarinssonar um Landhelgismálið og Ólaf Jóhannesson og grein Magnúsar Torfa um þátt SFV í myndum og lokum fyrstu ríkisstjórnar Ólafs Jóhannesson- ar. Þórarinn þekkir sögu landshelgismáls- ins til hlýtar og rekur hér nákvæmlega forgöngu Ólafs í því máli. Ólafur vinnur sér varanlegt nafn í sögunni vegna starfa sinnar þar með þrautseigju og lagi að sameina sundraða krafta og stjórn sinni á landhelgisgæslunni, sem í senn var gætin og djörf. Enginn mun hafa vitað hvílíka foringjahæfileika Ólafur Jóhann- esson hafði til að bera fyrr en á hólminn kom en þá sýndi hann líka hvað í honum bjó. Ritgerð Pórarins ervandlega unnin og studd samtímaheimildum, m.a. ræðu- köflum Ólafs, sem sýna hann vel. í grein Magnúsar Torfa kemur fram ýmislegt sem ekki hefur verið í dagsljós- inu áður. Magnús segir frá af mikilli ráðvendni og hógværð. Halldór E. Sig- urðsson víkur að sömu atburðum í seinni grein. Frásögn þeirra ber saman svo að hvor styður annan en auðvitað vissi Magnús fyrr og betur hvað þeim félögum í SFV fór á milli. En hér er um að ræða eitt þeirra tilfella þegar fulltrúar alþýðu velja þann kostinn sem verr gegnir fyrir tekjulágt fólk svo að þeir mættu eftir á taka sér í munn ódauðleg orð Guðrún Ósvífursdóttur: „þeim var ég verst er ég unni mest.“ Það ætti að mega læra af svona sögum. Guðmundur Alfreðsson á hér mjög fræðilega ritgerð um útfærslu íslensku ■ Halldór Krístjáns- f \ M ... | son skrifar um bækur fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur og dóm- sögu Alþjóðadómstólsins. Þar varpar hann ljósi á baksvið landhelgismálsins að því er varðar alþjóðlegar reglur svo langt sem þær ná. Eins og áður er nefnt segir Ólafur sjálfur frá æsku sinni. Síðasti þáttur bókarinnar er um heimili hans og fjöl- skyldu, en þar segir Leó Löve frá. Hann var leikbróðir og æskuvinur Guðbjarts einkasonar Ólafs. í þessari bók er fylgt þeirri hégómlegu tísku og birta svokallaða Tabula gratula- toria. Á tuttugu og tveim blaðsíðum eru birt nöfn manna, sennilega nær 900 manns. Hin latneska yfirskrift mun vísa til þess að þetta fólk óski Ólafi Jóhann- essyni heilla. Þetta er hinsvegar skrá yfir áskrifendur bókarinnar og er þó ekki tæmandi. Þeir sem óska Ólafi Jóhannes- syni góðs eru þó mörgum sinnum fleiri en þetta, þó að þeirra sé að engu getið hér. Ljúkum þessu nöldri. Hitt er meira vert að hér hefur merkum stjórnmála- manni, fræðimanni og kennara verið sýndur maklegur sómi og gefin hefur verið út bók með frásögnum sem margt má læra af. Ungu fólki ætti það að geta verið styrkur til að ná stjórnmálaþroska að lesa þetta rit. Og víst er þörf að glæða pólitískan þroska almennings í þessu góða landi. H.Kr. Þriðja bindi íslenskra sjávarhátta Lúðvík Kristjánsson: íslenzkir sjávar- hættir III. Bókaútgáfa menningarsjóðs 1983. 498 bls. ■ Þriðja bindi íslenskra sjávarhátta cr margbreytilegast að efni, þeirra binda ritraðarinnar, sem þegar eru út komin. Það skiptist í þrettán meginkafla, sem allir skiptast í marga undirkafla. f fyrsta kafla er fjallað um skinnklæði og annan fatnað sjómanna á áraskipum. Þar segir fyrst frá verkun skinna, sem notuð voru í sjóklæði, frá áhöldum og aðferðum við skinnasaum, frá skinnklæðum, gerð þeirra og hirðingu, frá skinnaverði og saumalaunum, frá vettlingum, höfuð- fötum, sjóskóm og öðrum fatnaði og loks er þáttur um sjóklæði og þjóðtrú, sem þeim tengdist. Á fyrri öldum var ýmisleg trú við lýði varðandi sjóklæðnað og átti þá eitt að leiða illt af sér, en annað gott. Sem dæmi um trú, sem var við lýði í þessu viðfangi framundir okkar daga má nefna, að aldrei mátti taka sjóklædd- an mann höndum eða til yfirheyrslu. Allur er þessi kafli stórfróðlegur og Lúðvík Kristjánsson sýnir glögglega fram á, hve gífurleg vinna fór í að gera skinnföt og hve langan tíma hún tók. Verkun skinnanna sem slík tók í besta falli nokkra mánuði og þá var eftir að sníða og sauma. 1 kaflanum eru birtar myndir af skinnfötum og skinnklæddum sjómönnum frá ýmsum stöðum á landinu og skýringarteikningar fylgja, er sýna ýmis áhöld, sem notuð voru við skinna- verkun og skinnasaum. Auk íslenskra skinnklæða er í stuttum kafla sagt frá norskum og grænlenskum sjófötum og mun það frekar ætlað lesendum til samanburðar, en beinlínis til fræðslu um sjófatnað þessara tveggja grannþjóða. Þessu næst taka við tveir ýtarlegir kaflar um uppsátur og uppsátursgjöld allt umhverfis landið. Þar er fyrst sagt frá uppsátrum og lendingum af öllum gerðum og síðan fjallað um hróf og naust. Að eiga góð uppsátur voru mikil hlunnindi á sjávarjörðum og algengt var að þeir, sem stunduðu mikla útgerð reyndu að tryggja sér góð uppsátur, þar sem skammt var til fiskisælla miða. Þetta átti til að mynda við um kirkjur og biskupsstóla og þeir bændur, sem áttu stærri uppsátur, en þeir þurftu sjálfir að nota, leigðu gjarnan út aðstöðu. Gjöld fyrir afnot af uppsátri fóru eftir ákveðn- um reglum, og uppsátur voru einnig mismunandi og báru þá nöfn samkvæmt því. Um allt þetta er ýtarlega fjallað í þessum köflum. Þá kemur kafli, sem heitir Skyldur og kvaðir og er þar rætt um skyldur sjó- manna og annarra, er nálægt útgerðinni komu, og jafnframt um margskonar útgjöld, sem gjalda ber af útgerðinni, sum til einstaklinga en önnur til konungs og opinberra aðila. Má í þessu viðfangi nefna sætisfisk, sýslumannsfisk, mann- talsfisk, fátækrahlut, hospitalshlut o.sv. frv. Langur kafli er um veðurfar og sjólag og þær aðferðir sem sjómenn höfðu til að átta sig á veðurbreytingum og veður- útliti og síðan greinir höfundur frá veðráttu í öllum helstu verstöðvum allt umhverfis landið. Þá greinir og frá veðurteiknum himintungla og síðan kem- 'ur langur kafli um fiskimið, heiti þeirra, einkenni, legu, hagnýtingu og fleiri í þeim dúr, auk þess sem stórskemmti- legur bálkur er um gamlar miðavísur. Næsti kafli er um viðbúnað manna til vertíða og sjóferða, annar um róður og siglingu og síðan eru tveir ýtarlegir kaflar um fisktegundir, sem mikið voru nýttar á fyrri öldum og með sérstökum hætti. Sá fyrri er um flyðruna, og sá stðari, sem er sýnu lengri, er um hákarl og hákarlaveiðar. Loks er fjallað um þrenns konar veiðarfæri, handfæri, lóð og þorskanet. í bókarlok er útdráttur úr efni bókarinnar á ensku og síðan atriðis- orðaskrá og eftirmáli, ein heimildaskrá er fremst í bókinni. Eins og sjá má af þessari upptalningu er hér fjallað um ákaflega víðtækt efni og því gerð hin ýtarlegustu og allan hátt ágætustu skil. Lúðvík Kristjánsson er allra mana best að sér um forna sjávar- hætti og hann fjállar um viðfangsefni sitt á þann hátt, að útkoma hvers einstaks bindis af Sjávarháttunum hlýtur að telj- ast menningarviðburður. Af frásögn hans má mikið læra og satt best að segja get ég ekki ímyndað mér að hér verði STERKASTI HLEKKURINN BLAÐID KEMUR NYIR KAUPENDUR UM HÆL HRINGIÐ! SÍMI 86300 Óskilahestur í Þingvallahreppi er í óskilumjarpstjörnótturhest- ur. Ómarkaöur. Hreppstjóri um bætt, nema þá kannski í einhverjum örsmáum og staðbundnum atriðum, þykir það þó ótrúlegt. Mikill fjöldi mynda prýðir bókina. Þar eru ljósmynd- ir, sem allar eru mjög vel gerðar og falla vel að efninu og einnig skýringarteikn- ingar af mörgum mikilvægustu áhöldum og mannvirkjum, sem um er fjallað. Þessar teikningar virðast mér vel gerðar og auka þær gildi ritsins að miklum mun. Sjón er alltaf sögu ríkari, jafnvel góðri sögu. Loks ber þess að geta, að allur frágangur bókarinnar er með miklum glæsibrag. Jón Þ. Þór. I Jón Þ. Þór skrifar um bækur 9' ÖT GúÖnÝ Gunnar 1 'áSSUSk HalW^SL, >ÁlXJÓNS§ON FRlÐRÍKPj rók saiban Einstök sk< /Evintýrii n Úrval úr útva Friörik PáU Jo skemrntilegar sem eru Berr steinsson, 1 jónsson, EU: laugsson, G\ dórsdóttir, O arson, Marg i dóttn, Olah 1 steindór Ste 1 steinn Svan |1 in er sérsta k suður Sa"'fr6atei,ur _ Út og suður, sem 3áttunum VJt y. bókmnl eru m hefur annast- ^ hö{unda, ðafrásagnn Bjöm Þor- _ nnftmunasson, j . r VANDIÐ _JVAUÐ_ t>AÐ gerum við bókaútgafmj u ■ Einar BenedrUtsdo ^ ur Arn. madóttn, GuðmGuðný Hall- .dur E»“8“nnn?aug»r »>ð' «wwrevtt lesmng. ^ BORGABTUNI29 s 18860 - 22229

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.