Tíminn - 20.12.1983, Qupperneq 7

Tíminn - 20.12.1983, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 7 ■ Það er nærri 50 ára aldursmunur á Grant-hjónunum. sem nú eiga von á sínu fyrsta barni. Cary Grant á fvrir eina dóttur með Dyan Cannon leikkonu, en þau voru gift í nokkur ár. Cary Grant áttræður — og hamingjusamur verðandi faðir ■ í nýlegu dönsku blaði voru sagðar fréttir frá Hollywood, sem blaðamaðurinn gat helst ímyndað sér að Danir hefðu áhuga á. Þar á meðal var sú gleðilega frétt, að Cary Grant, sem er að verða áttræður og kona hans, sem er 31 árs, ættu von á barni. Fréttin byrjaði á þá leiö hjá Dönum, að ekki væri hægt að segja, að hinn áttræði Cary Grant lægi í leti (Cary Grant ligger ikke pá den lade side...) - eða öllu heldur, að hann lægi ekki á liði sínu, eða þannig sko... - og síðan hélt fréttin áfram um það, að Grant-hjónin ættu von á barni, og frúin hefði sagt glöð í bragði, að læknar sínir segðu að allt virtist vera í stakasta lagi, og þau væru auð- vitað mjög farin að hlakka til að eignast barnið. Blaðamaður, sem skrifaði fréttina í Hollywood, sagði að margir hefðu orðið hissa þegar Charlie Chaplin hefði orðið faðir 75 ára, en nú myndi Cary Grant slá hann út! stífna upp. En læknavísindunum lleygir áfram og varð það að ráði, að læknar tækju eitthvert stykki úr mjaðmarbeini og græddu í höndina. Þeir fullvissuðu Farrah um, að þessi aðgerð væri sú eina, sem vonir væru til að gæti gefið höndinni sinn fyrri sveigjanleik. Farrah ber sig vel og hlakkar í reyndinni til lækningarinnar. Aðspurð um hvort hún kvíði því ekki, að örið á mjöðminni verði til lýta, svaraði hún því til, að það skipti hana engu. Ef örið sæist, væri hún að vísu vís með að klæöast heilum sundboi í stað bikinisins, sem hún hefur hingað til haldið tryggð við. Það væri alit og sumt. ■ Farrah Fawcett hefur til þessa íátið handarmeinið lítið á sig fá, en nú er svo komið að eitthvað verður að gera, ef hönd- in á ekki alveg að stífna upp. ■ Dúkkur munu vera nýjasta „æðið“ í Bandaríkjunum og er ásóknin í þær svo mikil að heilu bæjarhverfin fara á annan end- ann ef fréttist af þeim í búð í grenndinni. Fólk hefur jafnvel nær orðið úti í biðröðum eftir þessum dúkkum. Sálfræðingar skýra fyrirbærið í hverju blaðinu á fætur öðru en skynsamir menn hrista höfuðið, en það eru tii dúkkur af öllum stærðum og gerðum þar á meðal svokallaðar eldhúsdúkkur og eldhúsgrýlur en á bakvið þær hér í bæ stendur svolítili heimilisiðnaður tveggja kvenna, þeirra Magneu Sigur- jónsdóttur og Huldu Bjarnadótt- ur en verslun þeirra með dúkk- urnar er að Vesturgötu 12b. ..Magnea hefur gert þetta í mörg ár heima hjá sér og ég lærði þetta hjá henni fyrir tveimur árum", sagði Hulda Bjarnadóttir í samtali við blaðið er við rædd- um við hana og Magneu Sigur- jónsdóttur um þennan iðnað. Hjá þeim kom fram að þær hefðu lítið hugsað um að selja þetta fyrr en í ár en þá slógu þær sér saman um að opna búðina á Vesturgötunni. „Við vinnum þetta algjörlega út frá eigin hugmyndum og hjá okkur hafa eldhúsdúkkurnar gengið einna lengst en við erum farnar að gera róludúkkur, jóla- sveina, trúða og eiginlega hvað sem er og hvað eldhúsgrýlurnar varðar þá var það bara ein af hugmyndunum sem við vorum að vinna með í upphafi en þróað- ist svo út í að verða vinsælasti hluturinn hjá okkur", sögðu þær. Þær leggja áherslu áaðdúkkur þeirra séu margar hannaðar þannig að þær geti bæði verið leikfang og skraut... „þetta er aðallega hugsað sem skraut en trúðarnir og grýlurnar geta einnig verið leikföng", segja þær. í máli þeirra kemur ennfremur fram að þær hafa nú farið út í það að sérhanna dúkkur eftir óskum viðskiptavinanna en þeir munu vera af öllum aldurshóp- um. Fyrir utan dúkkurnar er þar einnig afrakstur annars heimilis- iðnaðar en þar eru skartgripir eftir Björn Andrésson og skraut- gripir eftir Karen Andrésson. erlent yfirlit ■ EF MARKA má skoðana- kannanir mun íhaldsflokkurinn undir forustu Pouls Schlúter forsætisráðherra vinna glæsileg- an sigur í þingkosningunum. sem hafa verið boðaðar 10. janúar næstkomandi. Óvíst er þó. að sigurinn verði til þess að trvggja stjórninni meirihluta á þingi. því að sigurinn virðist einkum verða á kostnað sam- starfsflokkanna í ríkisstjórninni. Fyrsta skoðanakönnunin. sent birtist eftir að kosningarnar voru ákveðnar var í blaðinu Börsen og var niðurstaða hennar á þessa ieið (innan sviga eru úrslit í kosnmgunum 1981.): Sósíaldemókratar 29.9% (32.9%). Róttæki flokkurinn 5.1% (5.1%). íhaidsflokkurinn 29.7% (14.5%). Sósíalski þjóð- arflokkurinn 11.2% (11.3%), Miðdemókratar 4.8% (8.3%). Kristilegi flokkurinn 2.1% (2.3%), Vinstriflokkurinn 7.6% (11.3%) Vinstri Sósíalistar 2.2% (2.6%) Framfaraflokkurinn ■ Kosningaspjöld flokkanna munu setja svip á jólahaldið í Danmörku. Hér sést eitt af kosninga spjöldum sósíaldemókrata. Flokkur Schlúters eflist á kostnað samstarfsflokka Óvíst því, að stjórnin ffái meirihluta ■ Anker Jörgensen og Paul Schlúter (flokkur Glistrups) 5.2% (8.9%). Aörir flokkar eru undir 2%, en til þess að koma að manni, þarf flokkur minnst 2% greiddra atkvæða. Samkvæmt þessari könnun verður ckki verulcgt tap hjá vinstri flokkunum, nema sósíal- demókrötum, sem tapa 3%. Hinn mikli vinningur Ihalds- flokksins, en fylgi hans á aö aukast úr 14.4% í29.7%, virðist felast mest í tapi hinna stjórnar- flokkanna, þ.e. Vinstri flokksins, miðdemókrata og Kristilega flokksins. og svo tapi Framfaraflokksins. Að sjálfsögðu cr niðurstööu umræddrar könnunar tckið mcö varúð, því að margt gctur brcytzt enn, þótt ekki sé langt til kosn- inga. Fréttaskýrendur trúa því tæpast, að þótt sigur íhalds- flokksins verði verulegur, muni hann verða eins mikill og frant- angreind niðurstaða gefur til kynna. Enn láta foringjar Vinstri flokksins í Ijós, að tap flokksins verði minna en skoðanakönnun- in bendir til, en Vinstri flokkur- inn er gamall rótgróinn flokkur, sem hefur stærri kjarna en hinir flokkarnir, að sósíaldemókröt- um undanskildum. Formaður hans, Hcnning Christophersen, er fjármálaráð- herra og á því mikinn þátt í því, sem áunnizt hefur í efnahagsmál- um, en honum hefur ekki tekizt að vera eins í sviðsljósinu og Schlúter. RÍKISSTJÓRN Schlútersféll, þegar vinstri flokkarnir (sósíal- demókratar, Sósíalski þjóðar- flokkurinn og vinstri sósíalistar) felldu fjárlagafrumvarpið, ásamt flokki Glistrups. Stjórnin, sém er minnihlutastjórn hefur oft notið aðstoðar flokks Glistrups, þegar hún hefur þurft á að halda. Einnig hefur hún notið aðstoðar Róttæka flokksins. Bæði sósíaldemókratar og flokkur Glistrups vildu fá fram breytingar á fjárlagafrumvarp- :inu, en Schlúter hafnaði öllum breytingum og lét heldur fella frumvarpið. Hann mun hafa haft hiiðsjón af skoðanakönnunum sem voru honum hliðhollar. Það er óvenjulegur atburður, að stjórnarandstaða felli fjár- lagafrumvarp, þótt hún hafi sitthvað við þaö að athuga. Oft- ast lætur hún sérstöðu sína koma í Ijós með hjásctu. Anker Jörgensen cr talinn hafa ráðið mestu um, að sósíal- demókratar brutu þessa reglu aö sinni og knúðu þannig fram kosningar, því að Schlúter var búinn að lýsa yfir því, að hann myndi rjúfa þingið, ef frumvarp- ið félli. Anker Jörgensen er nokkuð láð þetta, en fyrir honum mun m.a. hafa vakað, að það yrði vatn á myllu Schlúters ef hann fengi fjárlögin samþykkt með því að berja í borðið og knýja það þannig fram. Fylgi Schlúters myndi þá halda áfram að vaxa og þaö gæti orðiö cnn erfiöara að fást við hann síðar. Það væri ckki eftir betra að bíða. Það cr talið heldur vcik staða hjá sósíaldcmókrötum að knýja fram kosningarum cfnahagsmál- in. Almennt virðist það viður- kcnnt, að stjórnin hafi náð cins góöum árangri, cða jafnvel enn mciri árangri í cfnahagsmálum, cn vænta mátti, eins veik og aðstaða hcnnar var. Fyrir stjórn- arflokkana og þó einkum fyrir Schlútcr sé hagstætt, að kosning- arnar snúist um efnahagsmálin. Frá sjónarmiði sósíaldemókr- ata hefði vafalítið verið hagstæð- ara, ef hægt hefði verið að koma því svo fyrir, að kosið yrði um eldflaugamálið svonefnda, þ.e. baráttu sósíaldcmókrata fyrir því, að staðsetningu mcðal- drægra eldflauga yrði frestað í Vestur-Evrópu meöan frekari samningatilraunir yrðu rcyndar. Sú afstaða þeirra virðist hafa fundið hljömgrunn, cinkum hjá yngra fólki. Þetta mál ntun nú hvcrfa í skuggann, og fyrst og frcmst' kosið um cfnahagsmálin. ÞEGAR stjórn Sehlúters kom til valda í byrjun scptember 1982 var hcnni yfirleitt spáð fárra lífdaga. Það þykir næstum ganga kraftavcrki næst, að hún skuli hafa þraukað í 15 mánuöi og náð verulegum árangri í efnahags- tnálum. Þctta cr þakkað því, að Schlúter hcfur sýnt jafnt lagni og cinbcitni eftir því scm við Itefur átt. Hann nautekkisérstaks alits áöur en hann varð forsætisráð- herra.cn þctta virðist nú breytt. Stjórn hans samanstendur af fjórum flokkunt, scm hafa ekki ólíkar skoðanir. Þeir eru því að keppa unt sama fylgið og það gctur torveldað samstarfið. Fram hjá þeim skerjum hefur Schlúter siglt. Heldur tnunu þeir þó vcra óhressir vegna þcss, að Schluter knúði fram kosningar nú. Þeir virðast hafa talið betra, aö rcynt yrði að fresta kosning- um til haustsins. Almenningur virðist telja það árangur af starfi stjórnarinnar, að aukið fjör virðist vera að færast í atvinnulífið á ýmsum sviðum. Þannig hcfur fjárfesting í iönaði aukizt verulega síðustu mánuði og verzlun hefur einnig aukizt. Útflutningur hcfur auk- izt. Vcrulegur sparnaður hefur átt sér stað í ríkisrekstrinum, án þess að verulega hafi dregið úr framlögum til félagsmála. Fjarri fer þó, að hægt sé að segja, að Danir séu komnir yfir erfiðasta hjallann Reiknað er með, að enn haldi skuldir ríkisins áfram að vaxa. Atvinnuleysi hef- ur ekki minnkað, þótt svokölluð- um atvinnutækifæium hafi fjölgað um 14 þús. í tíð stjórnar- innar. Atvinnuleysingjum hefur samt fjölgað um 24 þúsund á sama tíma og eru nú um 280 þúsund. Vinnufriður hefur verið sæmi- legur, því að verkalýðssamtökin hafa gert sér Ijóst, að kaupkröfur og verkföll myndu ekki bæta ástandið. Þórarinn K3 Þórarinsson, ritstjóri, skrifar 19

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.