Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuveg' 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR & ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 % .1 '^aP^. abriel HÖGGDEYFAR QJvarahIutir sfrS' Hamarshöfða 1 Rifítiorn 86300-- Au^ivsingar 18300- Afgreiðsia ug askrif' fcf >00 - Kvoitísimar 8638/ 86 306 Þriðjudagur 20. desember 1983 KRÓNAN HÆKKAR GAGNVART EVRÓPU- GIALDMHHJUM ■ Gengi sterlingspundsins hefur Ixkkað uin 5,8% gagn- vart íslenskri krónu (úr 43,30 kr. í 40,78 kr.) frá því fast gengi var tekid upp hér eftir gengisfellinguna síöast í maí- mánuði í vor. Svipuð eða nokkru minni lækkun hefur átt sér stað á öllum Evrópugjald- miðlum á þessu tímabili að undanskyldum svissncska frankanum, sem hækkað hefur um 0,2%. Þannig hefur danska krónan Ixkkað um 4,8% (úr 3,01 í 2,87 kr.), norska króna lækkað um 2,6% (úr 3,79 í 3,69 kr.), franski frunkinn lækkað um 5,6% (úr 3,60 í 3,40 kr.), þýska markið lækkað um 3,8% (úr 10,80 í 10,39 kr.) og hollenska flórínan Ixkkað um 3,5%. Mesta lækkunin hef- ur þó orðið á portúgalska gjaldmiðlinum um 20%, líran hefur lækkað um 5,8% og pesetinn um 7,1%. Helsta ástæða þessarar þró- unar er hækkun sem orðið hefur á gengi Bandaríkjadollar á þessum tíma, þar sem gengi krónunnar fylgir honum að nokkru leyti. Dollarinn hefur á þessu tímabili hækkað um 6,3% eða úr 27,02 kr. í maí í 28,73 kr. nú. Japanska jenið hefur einnig hækkað svipað. „Þetta hefur dregið úr verð- hækkunum innanlands. Eins og vafalaust er farið að koma vel í Ijós þá hafa ákaflega litlar breytingar orðið á verðlagi á innfluttum vörum og sumar jafnvel lækkað í verði“, sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar m.a. er við spurðum hann um áhrif þessar- ar þróunar hér innanlands. Þcgar hins vegar sé litið á bæði innflutnings- og útflutningshlið okkar utanríkisviðskipta megi heita að gengið hafi verið óbreytt á þessu 7 mánaða tíma- bili. Vegna kostnaðarhækkana sem urðu hér innanlands í sumar hafa innlendar vörur hins vcgar hækkað töluvert á þessu tímabili og samkepp- nisstaða þeirra gagnvart inn- flutningi þess vegna versnað. -HEI Borgarstjórinn í Reykjavík: — segir Svanhildur Jakobsdóttir söngkona sem dúxaði í íslensku á stúdentsprófi ■ „Jú, það er rétt, ég var víst dúx í íslensku,“ sagði Svanhildur Jakobsdóttir söngkona, hógvær- lega þegar blaðið ræddi við hana í gær en hún var meðal 84 stúdenta sem brautskráðus! úr menntaskólan við Hamrahlíð á laugardaginn var. í MH „Það var aðallega átak að byrja, drífa sig í þetta, síðan gekk þetta eins og í sögu þegar af stað var komið,“ sagði Svan- hildur. Hún stundaði nám á nýmálabraut við öldungadeild skólans. „Ég hef ekkert ákveðið um það hvort ég fer í Háskóla- nám, ég ætla að bíða til haustsins og sjá til.“ Af nýstúdentunum sem braut- skráðust á laugardaginn voru 20 af nýmálabraut, 31 af félags- fræðabraut, 2 af eðlisfræðibraut, 3 af tónlistarbraut og 2 útskrifuð- ust af tveim brautum, eðlis- og náttúrufræðabrautum. 54 nýstú- dentanna eru konur en 30 karlar. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Helga Valfells af eðlis- fræðibraut. JGK ■ Fjárhagsáætlun fyrir Hita- veitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að vatnsverð hækki í byrjun næsta árs um 25% eða í 15 krónur pr. tonn að því er fram kom í ræðu Davíðs Oddssonar borgarstjóra á borgarstjórnar- fundinum á fimmtudaginn. Alls ,er gert ráð fyrir að tekjur Hita- veitunnar á næsta ári hækki um 82% miðað við árið í ár. Ennfremur er gert ráð fyrir að gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hækki 1. febrúar n.k. um 10%. Þá sagði borgar- stjóri að áfangahækkanir á næsta ári á fargjöldum SVR þyrftu að skila sömu tekjum og svarar til 27% hækkunar í ársbyrjun. -JGK Gjaldþrotaskipti á Magasín og eigendum þess: Kröfur nema samtals 12 milljón- um ■ Fyrsti skiptalundur í þrota- búi póstvcrslunarinnar Maga- sín, cftir aö frestur kröfuhafa rann út, var haldinn í síöustu viku. Að sögn Ragnars llall skiptaráðanda cru kröfur í búið á milli 11 og 12 rnilljónir króna. Langstærsti hluti krafnanna eru almcnnar kröfur og sagði Kagnar að þó tækist að konia öllum cignum þrotahúanna í verð næmi upphxðin aðeins á milli 40 og 50% af upphæð almcnnu krafnanna. Um cr að ræða þrjú þrotabú, bú tveggja eigenda og bú fé- lagsins. Stærsta eignin er ein- býtishús í eigu annars eigand- ans og verður það selt eftir áramót. Einnig er unnið að því að selja ótollafgreiddar vöru- sendingar og innbú verslunar- innar. GSH BODAR 10-27% HÆKKIIN HJA ÝMSUM ÞJÓNUSTUSTOFNUNUM Svanhildur Jakobsdóttir fyrir miðju með vcrðlaunin sem hún hlaut fyrir bestan árangur í íslensku. Tímamynd Árni Sxberg „AÐALATAKIÐ VAR AÐ BYRJA“ dropar „Á glaðri stund í elskuvinafagnaði“ ■ Ummæli Sverris Her- mannssonar, iðnaðarráðherra, fyrir nokkrum dögum um stór- felldar uppsagnir hjá Rarík vöktu víða reiði. Meðai annars hefur Starfsmannafélag ríkis- stofnana sent ráðherranum skammarbréf og hefur starfs- fólk Rarik fengið samrit bréfsins. Þar er vitnað til um- mælanna sem ráðherrann hefði látið fulla „á glaðrí stundu í einhverjum elskuvinafagnaði með iðnrekendum“., og hefði samkvæmt Moggafréttum staðið „vonir til að losna mætti við allt að þriðjung starfs- manna Rarík.“í bréfinu segir svo: „Á fundi stjómar Starfs- mannafélags ríkisstofnana í sl. viku var rætt um þennan ótímabæra og smekklausa fréttaflutning og harmar stjórn félagsins að tíðindi af þessu tagi skuli höfð eftir þér. Sér- stök ástæða þykir til, að harma þessi ummæli vegna uppruna þíns, sem skilgetins afkvæmis verkalýðshreyfingarinnar sem vaxið hefur til æðsta embættis, eftir að hafa gegnt forustuhlut- verki um árabil í einum stærstu samtökum launafólks. í Ijósi þessa uppruna þíns, kann vel að vera, að verkafólk og annað launafólk hjá RAR- IK hafi vænst annars eða ann- arskonar viðmóts af þinni hendi, en hótana um uppsagnir og brottrekstur strax í upphafi nýs árs. A.m.k. áttu fyrrver- andi baráttufélagar úr laun- þegahreyfingunni von á öðrum og manneskjulegri kveðjum á hátíð Ijóss og friðar, en raun ber vitni.“ Af bræðrum og stjúpfeðrum ■ DV getur þess um helgina að„ „sá lögreglumannanna þriggja sem rætt hefur verið um að hafi haft sig mest frammi við handtöku Skafta Jónssonar blaðamanns" hafi fengið sér lögmann til að annast réttar- gæslu sína, og sé það Jón Oddsson hrl. I fréttinni er í framhjáhlaupi getið þess að lögmaður Skafta sé bróðirhans, Gestur Jónsson hrl. Þess er hins vegar að engu getið hvernig lögreglumaður- inn er tengdur Jóni Oddssyni, en sá síðarnefndi mun vera stjúpfaðir þess fyrrnefnda. Krummi .. . ...og nú er allt orðið spólvit- laust í verkalýðshreyfing- . unni...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.