Tíminn - 20.12.1983, Side 4

Tíminn - 20.12.1983, Side 4
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 ■ Minningarkrossinn sem tekinn var af altarinu. mjög ófagmannlega upp og gátu ekki setið á sér að stela messuvíni og hátölur- um og síma. Allt hlutir sem aivörusilfur- þjófar hefðu látið vera. En þeir hafa þekkt silfur frá öðrum málmum. Ragnar Fjalar sagði að þeir prestarnir myndu gefa út lista yfir þá gripi sem stolið var og hverjir gefendurnir hefðu verið svo að þeir fengju vitneskju um sorgleg afdrif menningargjafanna. Er blaðamaður og ljósmyndari voru þarna á ferð í gær voru rannsóknarlög- reglumenn aðstörfum íkirkjunni.gaum- gæfðu öll vegsummerki og leituðu vís- bendinga. -BK Miklum verðmætum stolið er þjófar létu greipar sópa í Hallgrímskirkju um helgina: MÓFARNR SIGU í VAH NIÐURINRKHJSALINN! ■ „Svo virðist sem þjófamir hafi mest- megnis verið að sækjast eftir silfri og verið glúrnir að þekkja hvað var silfur og hvað silfurlíkingar", sagði Ragnar Fjalar Lárusson annar sóknarpresta í Hall- grímskirkju, en aðfaranótt laugardags var brotist inn í Hallgrímskirkju og mörgum verðmætum munum stolið. Stolið var silfurkross af altarinu, úr skrúðhúsi var stolið kaleik og patínu, sem er diskur sem obláturnar eru bomar á við altarisgöngu, askja sem notuð var til þess að geyma obláturnar og einni vínkönnu. Allt eru þetta gjafir sem fólk hefur gefið til kirkjunnar til minningar um látinna ættingja og vora þær allar smíðaðar af Leifi Kaldal. Þá var annarrí vínkönnu stolið. Tæplega 100 sérbikur- um, sem notaðir eru við altarisgöngur. Allt eru þetta verðmætir munir úr silfri. Þá var skorið silfur úr mynd sem hékk á skrifstofu Karls Sigurbjörnssonar sókn- arprests. Ekki afmörkuðu þjófarnir sig algjör- lega við silfurmuni. Þeir stálu sam- byggðu útvarpi og magnara og hátölur- um úr kirkjunni, takkasíma úr skrúð- húsi, og ellefu flöskum af messuvíni. Þjófarnir eða þjófurinn hefur farið inn í sjálft kirkjuskipið sem er í byggingu, én kirkjusalurinn sem nú er notaður, skrif- stofurnar og safnaðarheimilið er allt í undirstöðum turnsins. Inn í þann hluta komust þjófarnir með því að brjóta upp þil á annarri hæð. Brutu svo upp hurð að söngloftinu, sigu í kaðli eða vað í sjálfan kirkjusalinn, brutu síðan upp dyrnar að kirkjusalnum, sem þó voru ólæstar, brutu upp dyr að skrúðhúsi og geymslu, brutu alls ellefu hurðir m.a. að skrifstofu Biblíufélagsins og að skrifstofum sókn- arprestanna, þar sem þeir brutu upp alla hirslur og leituðu, en stálu engu nema silfri úr mynd, brutu síðan upp hurð að safnaðarsal og eldhúsi og hafa síðan væntanlega gengið út um bakdyr. Þjófarnir unnu engin spjöll, utan þau er nauðsynleg voru til þess að þeir kæmust leiðar sinnar, en ekki hafa þeir farið mjög fagmannlega að því að brjóta upp hurðir, því að allar hurðir og dyrastafir eru stórskemmdar eftir egg- vopn og spörk. Það er alls ekki nýtt að brotist sé inn í Hallgrímskirkju. Síðast var brotist þar inn í nóvember og stolið fast að 10 þúsund krónum sem safnast höfðu daginn áður á kirkjudegi. Síðan eru engir peningar geymdir í kirkjunni. Að dómi blaðamanns er rangt að halda því fram að miklir fagmenn hafi verið að verki. T.d. brutu þeir upp hurð sem var ólæst og hefðu því getað sparað sér mikla fyrirhöfn og það að síga niður af söngloftinu. Þá brutu þeir hurðirnar ■ Alls voru ellcfu hurðir brotnar upp og dyraumbúnaðurinn illa Ieikinn. Tímam. GE ■ Sr. Ragnar Fjalar Lárasson sóknarprestur bendir á altarið þar sem silfurkrossinn var. Tímam. GE ÞAÐ SEM QNUM LEYF- IST ER ÖÐRUM BANNAD Hilmar Guðlaugsson formaður bygginganefndar: ANDSTAÐA SKIPULAGS- HÖFUNDAR VEGUR ÞUNGT ■ „Þegar skipulag Seljahverfis var gert var þess sérstaklega getið í skil- málum að kvistir væru ekki leyfðir. Ég hef ætíð verið því hlynntur sjálfur að leyfa fólki að nýta þessi háu ris betur en gert er í dag, en meirihluti bygginga- nefndar hefur, því miður vil ég segja, ekki verið á sömu skoðun,“ sagði Hilmar Guðlaugsson, formaður bygg- inganefndar Reykjavíkur, þcgar blað- ið ræddi við hann um kvistamálið í Bakkaseli. Þegar þetta kom fyrir bygginganefnd reyndi ég að fá því framgengt að bygginganefnd leitaði eftir því við skipulagsnefnd að skilmálum yrði breytt, en því fékk ég ekki framgengt. Nú hefur það gerst að aðilar hafa gert kvisti án leyfis skipulagsyfirvalda og slíkt getur borgin auðvitað ekki þolað.“ Aðspurður um hvaða rök væru fyrir því að banna gerð kvista á þessum húsum, sagði Hilmar að skipu- lagshöfundur hefði lagst mjög eindreg- ið gegn því og þótt skipulagsnefnd gæti breytt skipulagsskilmálum með full- tingi borgarráðs og borgarstjórnar hefðu skipulagshöfundar ávallt mikil áhrif á afstöðu manna til þeirra mála. Skipulagshöfundar hefðu í umræddu tilviki fallist á að gerðir yrðu kúlu- gluggar á þökum og að þök væru felld inn, en ekki Ijáð máls á gerð kvista fyrir sitt leyti. „Það er alveg rétt,“ sagði Hilmar, þegar bent var á að Ieyfður hefði verið stór kvistur á húsi við Fljótasel. „Sú samþykkt var gerð í bygginganefnd 1979 með fjórum atkvæðum gegn tveim og ég var því samþykkur þá. En þá sat ekki sama bygginganefnd og nú situr.“ Hilmar sagði að lokum að borgarráð og nú borgarstjórn hefði tekið sína ákvörðun í málinu, en sagðist harma niðurstöðuna, þótt á hinn bóginn mætti ekki horfa framhjá því að viðkomandi einstaklingur hefðu gengið framhjá lögum og reglugerðum borgarinnar á þann hátt að ekki væri hægt við að una. -JGK ■ í fyrri viku var sagt frá því að hér í blaðinu, að tveim íbúum við Bakkasel í Reykjavík hefði verið gert að rífa kvisti sem þeir höfðu komið upp við hús sín án leyfis skipulagsyfirvalda, að viðlögðum dagsektum eftir 15. janúar n.k. Blaða- maður fór á vettvang í gærdag og ræddi við hlutaðeigendur. I Ijós kom að þar er margur kynlegur kvistur í húsum, sumir leyfilegir en vafi leikur á um aðra. íbúi í húsinu nr. 3 við Bakkasel kvaðst hafa fengið leyfi á sínum tíma til að lækka þakið á húsi sínu, þ.e. gera það altan, en upphaflega eru viðkomandi raðhús teiknuð með bröttu þaki án glugga. Hann lenti í erfiðleikum við verkið vegna vatnsleka og tók þá það ráð að gera plasthimin yfir altanið. Þar er kominn til sögunnar kvisturinn um- deildi, sem honum hefur nú verið gert að rífa. Hann kvað kvistinn hafa þá kosti að með honum ykist rými þar sem þakið er lægst, og að auki fá birtu inn á stigaupp- ganginn. Hann kvaðst viðurkenna að athafnir hans hefðu ekki staðist lög, en sagðist hafa álitið að ekki skipti máli hvort hann hefði opið altan á húsi sínu eða yfirbyggt. íbúar í raðhúsalengjunni nr. 7 til 11 við Bakkasel sóttu á sínum tíma sameig- inlega um að fá að byggja kvisti á þök húsa sinna, en fengu synjun. Síðan ítrekuðu þeir umsóknir sínar tvívegis en fengu ekki svör. Kvisturinn sem byggður hefur verið í óleyfi á húsinu nr. 7 er gerður með samþykki íbúa annarra húsa í lengjunni. Þeir sem blaðamaður ræddi við um málið sögðu að það sem þeim sviði mest í sambandi við afgreiðslu borgaryfir- Kvistamálið frá sjónarhóli íbúanna við Bakkasel: þeir að íbúar við Bakkasel hefðu gert ýmsar breytingar á þökum sínum, algeng sjón þar er kúlulaga þakgluggar. Þeir kvötuðu einnig undan því að stórt rými í húsunum nýttist ekki og væri einungis til byrði vegna kyndingarkostnaðar og fasteignagjalda. Það kæmi til af hinum mikla þakhalla, á annarri hliðinni væru 2.5 metrar frá lofti herbergis upp í þak, en hinum megin gengi súðin niður undir ■ Kvistur á raðhúsi við Fljótasel, samþykktur i bygginganefnd 1979. íbúar við Bakkasel telja að sú samþykkt hefði átt að vera fordæmi gagnvart þeim. Tímamynd Róbert valda á málinu væri, að það sem einum leyfðist væri öðrum bannað, ekki væri farið eftir föstum fordæmum. Þannig var leyfður stór kvistur á húsi við Fljótasel, en þar er um að ræða raðhús byggt eftir nákvæmlega sömu teikningu og hin um- deildu hús við Bakkasel. Að auki sögðu gólf. Því vildu íbúarnir fá að lyfta þakinu til að nýta betur gólfpláss húsanna, en að • sögn eins íbúans eru 150-200 rúmmetrar í hverri íbúð ónýtanlegir vegna þakhall- ans, en íbúðirnar væru samtals 700 rúmmmetrar. -JGK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.