Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 9 I. Eldur er bestur með ýta sonum og sólar sýn, heilyndi sitt, ef maður hafa náir, án við löst að lifa. ■ Kæru nemendur, er héðan hverfið í dag með árangur lærdóms og lífssýnar og hlotið hafið vitnisburð þar um frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í lok haustannar 1983, til ykkar mæli ég þakkarorðum og óska ykkur til hamingju á heilladegi. Ég hóf mál mitt á því að vitna í Hávamál, eitt stórbrotnasta listaverk sem skapað hefur verið á Norður- löndum, íslenskt í anda og viðhorfum. Við búum í þessu landi lengi á ári hverju við myrkur og kulda. Það er einmitt þess vegna, sem skáldið telur ylinn og sólina mikilvægustu gæði, forsendu farsældar og hagsældar. En í huga skáldsins er ylurinn og sólin annað og meira en náttúrugæði er veitast, sum árstíðabund- ið, önnur tengd fyrirhyggju og forsjá. Ylurinn og sólin eru skáldinu tákn lífssanninda og hugsjóna. Ylurinn er tákn hjartahlýju, vináttu og opins hugar. Það er sama hugsun og Einar Benedikts- son orðar svo í aldamótakvæði sínu í Hafbliki: Lífsbrautirnar fimm Skólaslitaræda Gudmundar Sveinssonar, skólastjóra Fjölbrautaskólans í Breiðholti, flutt 16. desember s.l. í Bústaðakirkju Að elska, að Finna æðanna slag að æskunni í sálunni hlúa, það bætir oss meinin svo heimurinn hlær svo höllinni bjartar skín kotungsins bær Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking sé hjarta ei með sem undir slær. Megi ylurinn kæru nemendur vera ykkur hvatning að reynast í öllu fullir mannúðar og mildi. Sólarsýn er önnur líking hins alkunna erindis úr Hávamálum. Sá einn hefur sólarsýn, er lætur bjartsýni og víðsýni stjórna lífi sínu og athöfnum öllum. Þótt það kunni að vera rétt sem franski rithöfundurinn André Siegried gerði að einkunnarorðum sínum „Andúðin er árangursríkust til könnunar" má ekki gleyma því sem hann bætti við: „en það er samúðin ein sem veitir sanna þekk- ingu og skilning". í landi þar sem myrkur, tortryggni og átök eiga ríkan styrk og hljómgrunn, þarf sólarsýnin að vera sá grundvöllur er aldrei haggast né bifast. Og einnig hér verða ljóðlínur Einars úr aldamótakvæðinu að innsýn og eggjun: Frelsi og Ijós yfir landsins strendur ei lausung né tálsnörur hálfleiks og prjáls Því menning er eining, sem öllum Ijær hagnað með einstakiingsmenntun, sem heildinni er gagn að. Hver þjóð sem í gæfu og gengi vill búa. á Guð sinn og land sitt skal trúa. Megi sólarsýn verða ykkur vegarnesti sem aldrei þrýtur og geri ykkur að því lánsfólki að um framtíð ykkar megi segja: „Án við löst að lifa.“ II Svo segi í nýútkominni bók, er fjallar um lífsviðhorf fornaldarinnar að þar megi greina fimm lífsbrautir er hægt var að velja á milli. Ein lífsbrautin tók mið af baráttu og stríði. Á þeirri braut hófust stríðshetj- urnar til vegs. Þar voru afrek unnin með því að sanna öðrum mátt sinn, kjark sinn og vígfimi í hvaða mynd sem hún nú birtist. Önnur lífsbrautin var þrædd af þeim er kanna vildu undur og víðáttu hins innra lífs. Það var braut meinlætanna, trúarbaráttunnar. Þar vildu einstakling- amir sýna yfirburði sína í helgum fræðum, hrifnarástandi er veitti himin- sýn, en forðast að sama skapi alla þá saurgun er mannlegu og menneskjulegu lífi fylgdi. Þeir sem þriðju brautina gengu voru menn 'er eignast vildu töfra er gert gæti þá að því úrvali er ráðið kynnu huldar gátur og opnað öðrum undur sín í veraldlegum eða andlegum afreksverk- um. Fjórða brautin var vegur líknarinnar. Þeir sem þennan veg þræddu leituðust við að gleyma sjálfum sér og eignast að sama skapi skýrari mynd af skorti, örbyrgð, þjáningum annarra. Þeir hlýddu því ákalli sem einnig er að finna í Hávamálum okkar: „Nem hknargaldur, meðan þú lifir“ Fimmti vegurinn var á margan hátt erfiðastur og vandasamastur. Sá var kenndur við þekkingu ogauðmýkt. Þann veg þræddu þeir einir er áttu hvort tveggja í ríkum mæli. En svo undarlegt sem það nú var þá fór þekking og auðmýkt sjaldan saman. Þeir urðu miklu fleiri sem töldu sig búa yfir þekkingu og mikluðust af henni, heldur en hinir sem áttu auðmýkt og álitu sig þess umkomna að boða þekkingu og telja hana sér til ágætis. Þvert á móti, hinir auðmjúku litu á þekkingu sína sem takmarkaða, í molum. Þótt rit það er ég gat um og lýsir viðhorfum fornaldar láti þess hvergi getið beinlínis er engu að síður auðsætt að verið er að lýsa lífsleiðum mannanna á öllum öldum, einnig þeim tíma sem yfir stendur. Það er sannleikur að eiivúg við sækj- um fram og leitum lífi okkar fyllingu svo sem þegar hefur verið lýst. Meðal okkar eiga stríðshetjurnar og baráttumennirnir mikla vegsemd og öðl- ast heiður að unnum svokölluðum „hetjudáðum". Vettvangur þeirra þarf ekki að vera vígvöllur eins og það hugtak er venjulega túlkað og skilið, heldur öruggir reitir hárra sala í meira en einni merkingu. Meðal okkar eiga hrifningamenn trú- ariðkananna einnig sinn virðulega sess. Þeir eru margir hverjir utan sjónmáls hins venjulega manns, en aðrir hafa myndað um sig skjaldborg einlægra tilbiðjenda og öðlast þannig áhrif og mátt sem erfitt getur reynst að meta og gaumgæfa. Þá er það hverjum manni ljóst að á okkar tíma skortir ekki töframenn. Þeir hafa sumir sérhæft sig í því sem kalla mætti hugrænt, sálrænt eða andlegt, eftir því hversu eðlilegast eða ábatavænlegast er talið að túlka afrek þeirra til lausnar á vanda einstaklinga eða samfélags. Aðrir hafa aftur á móti sérhæft sig í því sem kalla mætti hagrænt, vélrænt og vitrænt og er þá miðað við sömu forsend- ur. Afrek þessra töframanna birtist í lausnum á sviði efnahagsmála, hag- ræðingar og stjórnunar. Það var um töframenn samtíðarinnar sem fjölfræð- ingurinn Erich Fromm sagði hin eftir- minnilegu orð: „Hættur fornaldar fólust í því að gera menn að þrælum, hættur samtíðarinnar eru þær að gera okkur að viljalausum vélmennum". Ef til vill ræddi heimspekingurinn Marchall McLuhan um hið sama er hann lét frá sér fara viðvörunina: „Okkur er uppá- lagt að lifa 200 ár á einu ári. Þannig getum við aldrei haft fast land undir fótum“. Svo er Guði fyrir að þakka að líknar- brautin, hin fjórði vegur heillar marga í samtíð okkar. Því miður er ástandið slíkt í veröld okkar á 20. öld að aldrei hafa fleiri jarðarbúar búið við neyð og skort heldur en einmitt nú. Ekkert er okkur samt meirí ráðgáta en einmitt þessi staðreynd. Aðeins 1/5 hluti hinna fjögurra miljarða er jörðina gistir nú býr við allsnægtir, hinir 4/5 hlutar jarðarbúa eiga við böl að búa meira eða minna, margir algera neyð líkamlega og and- lega. Hvergi er ákallið háværara en meðal hinna mörgu er hungrið og sjúk- dómarnir þjaka. Það var ekki að ófyrir- synju að Albert Einstein komst svo að orði í riti er hann sendi frá sér árið 1950: „Það sem einkennir okkar tíma er hin mikla fullkomnum í tækni og enn meiri auðlegð fjármálaleg, en að sama skapi alger blinda þegar kemur til markmiða og takmarks". Aldrei hefur hin fimmta leið - þekk- ingarvegurinn verið fjölfarnari og marg- þættari heldur en á þeim tíma sem yfir stendur. Hitt hlýtur því að koma á óvart að aldrei hefur fáfræðin og hleypidóm- arnir átt blómlegri tíð. Eitthvað veldur. Og auðsætt er öllum er sjá vilja og skilja hvað veldur. Það er ekki auðmýktin sem einkennir þekkingarleit samtíðarinnar, heldur miklu fremur hrokinn, yfirlætið. Ekkert virðist stöðva þekkinguna í því að brjóta einföldustu náttúrulögmál, að ekki sé talað um einföldustu siðalögmál. Þeir sem ástunda þekkingu vilja ekki vera þjónar mannkynsins heldur herrar alheimsins. Eru orð fræðimannsins Hannah Arentsekki uggvænlegur vitnis- burður: „Sé spurt um veröld að 50 árum liðnum eða líf einstaklinga að fimm árum liðnum þá hefst svarið alltof oft á orðunum: Því aðeins að veröld sé til eftir 50 ár; því aðeins að líf mitt hafi ekki verið þurrkað út innan fimm ára o.s.frv." Eða þá orð hershöfðingjans Omars Bradleys: „Inn í höfuð okkar skal leynd- ardómur kjarnorkunnar, en úr höfðum okkar viska og góðvild fjallræðunnar.“. III Ég hef rætt um vanda samtíðarinnar á þessari stóru stund í lífi ykkar kæru nemendur, er leggið út í lífið með framsækni og einlægri þrá að skapa betri heim. Margar leiðir blasa við og þær mikilvægastar að mörgu leyti sem búa yfir líkn og þekkingu. Þekkingarleiðin þarf á ungu fólki að halda sem veit að þekking án auðmýktar boðar eyðingu, en auðmýktin ein uppgjöf. Ég veit að öllu viljið þið verða sannir íslendingar með’yl í hjarta og sólarsýn. Ég veit að öll viljið þið verða sannir heimsborgarar er sjá hinn litla heim í ómælisgeimi. Öll viljið þið verða nýtir þegnar að bæta úr böli og forða eyðingu og upplausn. Héðan úr skólanum hverfið þið inn í fögnuð hinna kristnu jóla. En minnist þess að kristin jól eru ofin úr þrem þáttum: Einn þátturinn er norrænn og undir- strikar vetrarsólhvörfin 22. desember, en frá og með þeim degi hækkar sól. í hinum norrænu jólum felst boðskapur árs og friðar. Annar þátturinn er persneskur, hátíð Mítrasdýrkenda er héldu hátíð „hinnar ósigrandi sólar" 25. desember. Frá þeim er komin móðirin og barnið og undur upprisunnar. Þriðji þátturinn er grísk-hebreskur. Frá honum er kominn frelsunrhátíð Lúkasarguðspjalls og holdtekjuhátíð Jóhannesarguðspjalls. Þáttaskil mann- kynssögunnar eiga rætur að rekja til þessa þáttar: „Dýrð í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum". Megi fögnuður jólanna fylgja ykkur, blessun og miskunn vera ykkur ævinlega vernd og skjól. Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er slitið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.