Tíminn - 03.01.1984, Page 6
Leynifarþeg-
inn ekki vin-
sæll um borð!
■ Þegar skipstjóra nokkrum á
frönskum togara var tilkynnt, að
á skipinu hefði fundist leynifar-
þegi, varð honuni um og ó. En
hann ákvað að gera gott úr
hlutunum, og til þess að þurfa
ekki að snúa til hafnar sagði
hann, að þeir skyldu reyna að
láta leynifarþegann vinna fyrir
sér í túrnuni.
Kn þaö kom heldur betur flatt
upp á skipstjórann, þegar honum
var tilkynnt, - að leynifarþeginn
segðist vera eiginkona hans!.
Svo reyndist þó vera. I’arna var
þá konan hans komin, en hún
gaf upp þá ástæðu fyrir veru
sinni á skipinu, að hún hefði
viljaö ganga úr skugga um það,
að bóndí hennar tæki ekki aðra
konu með sér út á sjó.
Þegar málið skýrðist varð
skipstjóri bara glaður yfir því að
vera búinn að fá konuna til sín,
og þau hjónin lýstu því yfir, að
þau ætluðu að gera veiöifcröina
að nokkurs konar „seinni brúð-
kaupsfcrð".
- En innan 48 klukkustunda
hafði skipshöfnin gert uppreisn.
Skipsverjar sögðu að FrancoLsc
skipstjórafrú væri svo frek, að
hún skipti sér af öllu um borð.
Hún væri hreint út sagt óþol-
andi!
Frúin var send hcim með
fyrsta skipi, sem þeir mættu á
heimleið til hafnar i Frakklandi.
Skfnandi
hugmynd
■ Vísindamenn í Japan hafa
uppfundið aðferð við að „taka
fingraför af dcmöntum“, cins og
segir i fréttatilkynningu þeirru.
Þá á hvcr einasti skínandi dem-
antur að vera þekkjanlegur
aftur, eftir að þessari aðferð
hel'ur vcrið beitt.
Aöferðin er fólgin í því, að
teknar eru Ijósmyndir, sem sýna
nákvæmlega Ijósbrot hvers
deniants, en vísindamcnnirnir
halda því frani, að engir tveir
demantar - þótt þeir líti eins út
- hafi nákvæmlega eins Ijósbrot.
Með þessari aðferð er svo hægt
að halda tölvuskýrslu um mikil-
væga gimsteina, og sanna með
henni að um réttan demant sé að
ræöa, ef einhver slíkur skyldi
glatast og linnast síöan al'tur.
■ Dick Cavett vekur
trúnaðartraust
■ Það er alvcg sama hvað við
höfum mikla sjálfsstjórn og
leggjum hart að okkur við að
virðast vera öðru vísi en við
erum. Við getum ekki dulist,
a.m.k. ekki þeim, sem kunna að
lesa „varamálið“!. Bandarískur
sérfræðingur, sem hefur vinnu
af því að halda fyrirlestra við
háskóla og einnig að kenna lög-
mönnum að „lesa“ út úr fasi
væntanlegra kviðdómenda
hvern mann þeir hafa að geyma,
hefur gert víðtæka úttekt á því
hvaða persónueinkenni fylgja
hverri varategund og þykist hafa
komist að óyggjandi niðurstöðu.
Hér eru nokkur dæmi:
Miðlungsvarir: Ef varirnar eru
hvorki þykkar né þunnar, benda
þær til að viðkomandi sé í góðu
jafnvægi og honum megi treysta.
Dæmi: Larry Hagman, betur
þekktur sem JR!
Þykkar varir: Þær benda til
þess að eigandinn sé gefinn fyrir
alls kyns unaðssemdir, sem lífið
hefur upp á að bjóða, stundum
■ Elvis Presley var
fljótfær og framkvæmdi
án þess að hugsa
■ Jane Fonda er feimin
■ Jerry Lewis er hjartahlýr
VARIRNAR KOMA
UPPIIM OKKUR!
kannski eilítið um of, svo að
liollt geti talist. John Travolta er
nefndur sem dæmigerður.
Þunnar varir: Þær gefa til
kynna, að viðkomandi sé feim-
inn og dulur, hugsi mikið, en sé
lítið gefinn fyrir að trúa öðrum
fyrir. Þetta á við um Jane Fonda.
Misþykkar varir, skakkar,
þegar munnurinn er lokaður:
Þær tilheyra fólki, sem fram-
kvæmir án þess að hugsa, fólki,
sem lætur hverjum degi nægja
sína þjáningu. Eins og Elvis
Presley t.d.
Varir, sem mynda beint, mjótt
strik, þegar þær eru lokaðar: Sá,
sem þær hefur, hefur tamið sér
að leggja vel niður fyrir sér hvert
atriði áður en hann hefst handa
um nokkurn skapaðan hlut, er
sem sagt vel skipulagður og afar
nákvæmur í öllum sínum
gerðum. Varir Reagans forseta
eiga heima í þessum flokki.
Víðar og slappar varir: Þær
gefa til kynna að viðkomandi sé
hjartahlýr, örlátur og hlýlegur í
framkomu, rétt eins og gaman-
leikarinn Jerry Lewis.
„Varalaus“ munnur: Varirnar
eru innfallnar og líta út cins og
skora inn í andlitið, þegar
munnurinn er lokaður. Eigandi
þessa munnsvips er mikill skipu-
leggjandi og vinnusamur með
afbrigðum, auk þess sem hann er
ákaflega traustvekjandi og virð-
ist ekki falla fyrir neinum freist-
ingum. Dick Cavett, sem við
höfum séð bregða fyrir í sjón-
varpinu, er í þessum flokki.
Orlítið framstæðar varir: Sú,
eða sá, sem er þannig úr garði
gerð(ur), er sífellt í leit að viður-
kenningu og athygli, rétt eins og
fullvaxið barn. Joan Collins ber
þessi éinkenni.
Hvad ætla
mennirnir að
gera við
gluggann
minn?
Irmegard Freislabem, sem á
heima nálægt Frankfurt í V-
Þýskalandi, lét mála þessa
skreytingu á húsvegg sinn. Þarna
voru málaðir synir hcnnar tveir,
og látið var líta út fyrir að þeir
væru að taka gluggakarminn af
veggnum. Þegar málarinn hafði
lokið við myndirnaraf piltunum,
þótti móðurinni sem ekki væri
nógu gott að það liti út fyrir að
þeir stæðu í lausu lofti, svo hún
bað málarann að mála lítið sval-
ahandrið á vegginn, og nú voru
ungu mennirnir ekki lengur í
neinni hættu því að nú stóðu þeir
á ímynduðum svölum.
■ Það verður mörgum starsýnt á þessa veggskreytingu af sonum hennar frú Freislaben við stofu-
gluggann hennar.
■ John Travolta er lífs-
nautnamaður
■ Larry Hagman má treysta
■ Reagan forseti er nákvæmur
og athugull
viðtal dagsins
Athyglisverðar breytingar á
hjartanu við megrun:
„HUÐSTŒDAR OG VERÐA
Á HJARTANU VIÐ MIKIÐ
STREÍTUÁLAG“
segir dr. Sigmundur Guðbjarnason,
verðlaunahafi úr heiðursverðlauna-
sjóði Ásu Wright
■ Dr. Sigmundur Guðbjarna-
son, prófessor í lífcfnafærði við
Háskóla íslands hlaut sl. föstu-
dag verðlaun úr heiðursverð-
launasjóði Ásu Wright fyrir
brautryðjendastörf í rannsókn-
um á síarfsemi hjartavóðvans og
orsökum kransæðastífi, P-aut
hann 60 þúsund krónur í verð-
laun auk verðlaunapenings og
heiöursskjals.
„Það sem ég hef verið að
glíma við undanfarin 20 ár er
lífefnafræðilegur grundvöllur
hjartasjúkdóma," sagði dr. Sig-
mundur Guðbjarnason er Tím-
inn spurði hann í hverju rann-
sóknir hans væru helst fólgnar.
„Við höfum glímt við og rann-
sakað hjartaflutninga, ofstækk-
un hjartans og ýmsar þær breyt-
ingar sém eru samfara hjarta-
stíflu og hjartaskemmdum, við
kransæðastíflu," sagði dr. Sig-
mundur.
Dr. Sigmundur sagði
jafnframt: „Það kemur margt
við sögu, bæði hvað skeður þegar
kransæðastíflan á sér stað,
hvernig fer viðgerðin fram og
hvernig er hægt að hafa áhrif á
þessa viðgerð. Er t.d. hægt að
örfa hana og eru ýmsar aðstæður
sem geta tafið hana eða skaðað.
Það hefur ýmislegt komið í Ijós
í þessu sambandi sem gæti haft
hagnýtt gildi.“
Dr. Sigmundur sagði að rann-
sóknir hans og samstarfsmanna
hans hefðu á síðari árum beinst
mikið að því hvað gerðist í
hjartavöðvanum sjálfum áður en
til hjartaáfalls eða kransæða-
stíflu kæmi, svo sem hvort ein-
hverjar breytingar yrðu í hjarta-
vöðva sem gerði það að verkum
að sumir væru viðkvæmari fyrir
áföllum en aðrir, jafnvel þótt
kransæðaþrengslin væru svipuð.
Hann sagði að áhrif ýmissa þátta
á hjartavöðvann sjálfan hefðu
verið hönnuð af þcim, svo sem
eins og áhrif fæðufitu, aldurs og
streitu. Þessar rannsóknir sagði
hann að væru mikið gerðar á
tilraunadýrum, en jafnframt
hefðu hann og samstarfsmenn
■ Sigmundur Guðbjarnason.
i