Tíminn - 04.01.1984, Qupperneq 1
>
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag
FJOLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Miðvikudagur 4. janúar 1984
3. tölublað 68. árgangur
Sidumula 15—Postholf 370Reykjavik—Ritstjorn86300—Augtysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86306
IVOFALDAST ATVIN NULEYSI A
ARINU VEGNA AFLABRESTSINS?
■ „Við erum nú að semja drög að þessum umfangsmiklu og (lóknu reglum,“ sagði Jón Sig- urðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar er Tíminn spurði hann í gær hvernig miðaði störfum nefndar þeirrar sem vinnur að gerð reglna um kvótaskiptingu aflans á vegum sjávarútvegs- ráðuneytisins, en Jón er formað- ur þeirrar nefndar. Jón sagði að tillögurnar væru nokkuð vel á veg komnar í vinnslu hjá nefndinni, en hins vegar væri þetta ekki þannig að fullskapaðir hlutir yrðu lagðir fram, heldur þróðaðist þetta í samtölum og samvinnu á milli manna, auk þes sem hagsmuna- aðilarnir væru að átta sig á því hvað þeir vildu og hvað þeir vildu forðast. Jón var spurður hvort nefndin væri ekkert farin að velta fyrir sér með hvaða hætti helsti rekstrarvandi útgerðarinnar yrði ■ leystur, og sagði hann þá: „Úttekt á fjárhagsstöðu út- gerðarinnar og vonandi ábend- ingar um einhverjar leiðir til að bæta þar úr, tengist auðvitað veiðileyfunum með mjög af- dráttarlausum hætti.“ Jón sagði að síðasti áfanginn í starfi nefndarinnar yrði úttekt á rekstrarskilyrðum og afkomu fyritækjanna og starfsfólks í greininni, bæði sjómanna og vinnufólks. Sagðist hann ekki eiga von á að línurnar þar yrðu orðnar slýrar fyrr en um næstu mánaðamót. Aðspurður um hvort þeir í nefndinni eða Þjóðhagsstofnun hefðu reynt að reikna út eða áætla hversu mikið atvinnuleysi áætlaður aflasamdráttur á þessu ári hefði í för mcð sér, svaraði Jón: „Við höfum ekki sett fram um það neinar spár þar sem hægt er að segja að það standi beinlín- is beint hvað á móti öðru, afla- tonn og atvinnuleysisskrá, en við höfum sett fram þá skoðun að þær horfur sem nú blasa við í heild, boði því miður frekar slaknandi atvinnuástand á árinu 1984 samanborið við árið 1983. Við höfum engar nákvæmar tölur þar um, en við höfum sagt að það sé erfitt að sjá að þessi atvinnuleysistafla sem hefur ver- ið um 1% verði mikið lægri en 2%, en það ber ekki að líta á það sem neina nákvæma forsögn." -AB
Fjármálaráð-
herra tekur upp
nú vinnubrögð
við eftirlit með
fjárlögum:
SÉRSTÖK
EFTIRUTS-
NEFND
FYLGIST MEÐ
FRAMKVÆMD
FJÁRLAGA
■ Greiðsluafkoma ríkissjóðs
við Seðlabanka Islands versnaði
á síðasta ári um 1233 milljónir
króna, samkvæmt frétt ijármáia-
ráðunevtisins og í árslok 1983
voru heildarskuldir ríkissjóðs við
Seðlabankann um 1456 milljónir
króna en voru í upphafi árs 155
milljónir króna. Skuldir ríkis-
sjóðs við Seðlabankann á liðnu
ári jukust því um 1301 milljón
króna.
„Aðalorsök þess að greiðslu-
afkoma ríkissjóðs við Seðla-
bankann á liðnu ári versnaði svo
mjög, eru vitlausar forsendur
við gerð fjárlaga ársins 1983“,
sagði Albert Guðmundsson,
fjármálaráðherra er Tíminn
spurði hann hverjar hann teldi
skýringarnar á auknum greiðslu-
þalla við Seðlabankann vera.
Fjármálaráðherra greindi jafn-
framt frá því að hann gerði sér
vonir til þess að fjárlög þessa árs
■ Jeppabifreið valt á Suðurlandsvegi, rétt fyrir ofan Lögberg, um
klukkan 14.00 í gær. Fjórir voru i bilnum og var ökumaður og farþegi
fluttir á Slysadeild en að sögn lögreglunnar í Köpavogi voru meiðsli
þeirra óveruleg. Ökumaður bilsins mun hafa mist stjórn á honum
vegna hálku á veginum.
— Tímamynd Sverrir.
Nýjar relgurum
almenna
skoðun bifreiða
tóku gildi um
áramót:
■ Nýjar reglur um almenna
skoðum bifreiða tóku gildi um
áramótin. Samkvæmt þeim þarf
Fjórtán þúsund færri
bifreiðar færðar til
skoðunar á þessu ári
væru raunhæfari, en þau fyrir árið í fyrra, þannig að ekki kæmi til svona slysa. Sagði hann í því sambandi að hann hefði sett á laggirnar eftirlitsnefnd, sem myndi fylgjast með framkvæmd fjárlaga og að hann myndi á þriggja mánaða fresti gera Al- þingi grein fyrir stöðu ríkissjóðs. - AB Sjá nánar bls. 3. ekki að færa bifreiðir sem ætlað- ar eru til einkaafnota, og bifhjól, til skoðunar fyrr en á þriðja ári eftir að bifreið eða bifhjólið var skráð nýtt í fyrsta sinn. I ár á þetta því við um bifreiðar sem skráðar voru nýjar 1982 og 1983. í frétt frá dómsmálaráðuneyt- inu segir að þessar reglur miði að því að draga nokkuð úr verkefn- um Bifreiðaeftirlits ríkisins án þess að umferðaröryggi raskist. Þessar reglur leiði til umtalsverðs sparnaðar fyrir ríkissjóð og bif- reiðaeigendur og er talið að bifreiðaskoðunum á árinu fækki um 13-14.000. Þá feli breytingin í sér að bifreiðaeftirlitið ætti að vera betursett til að hafa í ríkara mæli eftirlit með þeim bifreiðum sem ástæða er til að sinna frekar en unnt hefur verið til þessa. í fréttinni segir einnig að þó skylduskoðun sé felld niður á nýlegum bifreiðum hvílir eftir sem áður á eiganda og umráða- manni ábyrgð á því að halda bifreið í fullkomnu lagi. Verða ökumenn almennt að vera við- búnir að sæta skoðun á öku- tækjum sínum hvenær sem er, en samhliða breytingu á almenn- ri skoðun er ætlunin að auka skyndiskoðanir bifreiða. Samkvæmt reglunum sem nú tóku gildi skal árlega færa til skoðunar án tillits til skráningar- árs bifreiðir til annara nota en fólksflutninga, bifreiðir sem flytja mega 8 farþega eða fleiri. leigubifreiðar til mannflutninga, bifreiðir sem ætlaðar cru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns, kennslubifreiðir, lögreglu- sjúka- og björgunarbifreiðir, létt bifhjól og tengi- og festivagna sem eru meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd. - GSH.
' J..