Tíminn - 04.01.1984, Qupperneq 2
Borgarfulltrúar Framsóknar-
flokksins leggja til ad gert verði
sérstakt átak til endurbóta og
viðhalds eldri húsa í borginni:
Borgarstjórn
samþykki að
verja 500 þús.
kr. til þess
■ Borgarfulltrúar Framsóknarflokks-
ins lögðu fram tillögu á síðasta borgar-
ráðsfundi sem felur í sér að sérstakt átak
verði gert á næsta ári til endurbóta og
viðhalds eldri húsa í borginni en tillagan
hljóðar svo:
„Borgarstjórn samþykkir að beita sér
fyrir að gert verði sérstakt átak á næsta
ári til endurbóta og viðhalds eldri húsa í
borginni og stuðla þar með að betri
nýtingu þeirra og minni hitunarkostnaði.
Til að vinna að þessu verkefni verði
sett á laggirnar samstarfsnefnd scm í eigi
sæti fulltrúar frá hinum ýmsu greinum
byggingariðnaðarins, Húsnæðisstofnun
ríkisins, Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins og Arkitektafélagi íslands.
f>á skal borgarverkfræðingurinn í
Reykjavík eða fulltrúi hans eiga sæti í
nefndinni. Til að vinna að framan-
greindu verkefni samþykkir borgar-
stjórn að verja 500 þús. kr. á árinu 1984.“
í greinargerð með þessari tillögu segir
m.a. að margt virðist benda til þess að
um verulegan samdrátt geti orðið að
ræða í nýsmíði húsa í Reykjavík, eftir-
spurn eftir lóðum sé dræm og þrengra
um fjárhag hjá mörgum en verið hefur á
undanförnum árum.
í Reykjavík býr fjölmenn stétt bygg-
ingariðnaðarmanna og mikils um vert að
ekki komi til atvinnuleysis meðal þeirra
þótt nýbyggingar dragist saman. Til að
koma í veg fyrir það má m.a. leggja
aukna áhersiu á endurbætur og viðhald
eldra húsnæðis í borginni enda víða þörf
á lagfæringum. Mörg af eldri húsum
bæjarins eru illa einangruð og þurfa því
mikið vatn til upphitunar. Ef hægt væri
að minnka vatnsnotkun kæmi það sér vel
fyrir Hitaveituna sem þegar er komin í
þrot með vatnsöflun.
-FRI
Óveður hamlar snjómokstri á
Norðurlandi og Vestfjörðum:
TTVedrið kolvit-
laust og ekkert
hægt að gera”
— segir Bjarni Sigurðsson, hjá
Vegagerðinni á
■ Fram eftir degi í gær var þvílíkt
óveður á Norðurlandi, víðast á Vest-
fjörðum og austur á firöi-, að ekki þótti
eigandi við neinn snjómokstur á þeim
stöðum, að sögn manna hjá Vegagerð
ríkisins. Hins vegar voru helstu vegir á
Vesturlandi og Snæfellsnesi mokaðir i
gær. Veður fór síðan að ganga niður
undir kvöld í gær og var búist við að hægt
yrði að byrja mokstur nyrðra nú með
inorgninum. Aætlaö cr að moka inargar
leiðir í dag.
Óveður hindraði allt flug framan af
degi í gær, en síðdegis rættist úr. Að
sögn Sæmundar Guðvinssonar hjá Flug-
leiðum tókst að flytja lang flesta þeirra
um 1.000 manns cr áttu bókað hjá
félaginu í gær. í gærkvöldi var búist við
að hægt yrði að fljúga 13 ferðir, til allra
áætlunarstaða, en 17 ferðir höfðu verið
fyrirhugaðar. Til Akureyrar var fyrsta
ferð kl. 19 í gærkvöldi og búist við að
hægt yrði að fljúga 3-4 ferðir þangað
seinna um kvöldið.
Akureyri
„Það byrjaði að hvessa og skafa hér
upp úr kl. eitt s.l. nótt og hefur verið
kolvitlaust veður fram eftir degi í dag og
ckkert hægt að gera. Það hefur ekki þýtt
að reyna að moka í dag vegna skafrenn-
ings“, sagði Bjarni Þ Sigurðsson hjá
Vegagerðinni á Akureyri. Sagði hann
allar leiðir út frá Akureyri ófærar. Ekki
taldi hann þó að margir hefðu lent í
erfiðleikum af þessum sökum - flestir
hefðu sjálfsagt reynt að halda sig heima.
Á Akureyri voru menn í gærkvöldi að
búa sig undir að geta byrjað mokstur
snemma í dag.
„Hann skellti þessu yfir í morgun,
norðaustanátt og snjókomu. Snjór hefur
ekki verið mjög mikill, en aðallcga
dimmviðri sem hamlað hefur för
manna“, sagði viðmælandi okkar hjá
Vegagerðinni á Reyðarfirði. Eystra birti
einnig upp síðdegis og átti að reyna að
aðstoða rútu yfir Fagradal til Egilsstaða,
í sambandi við flug þangað.
-HEI
Fimm bílar fuku út af
á sama vegaspottanum
■ „Það koma alvcg geysilegir byljir á
þessum spotta ef hann er á vissri átt.
Síðan var alveg glcrhált þarna á
veginum" sagði Ingólfur Waagc lög-
regluvarðstjóri á Höfn í Hornafirði í
samtali við Tímann í gær en 5 bílar,
þar á meðal lögreglubíll, fuku út af
veginum á 70-100 metra spotta milli
bæjanna Haga og Dynjanda. Engin
meiðsl urðu á mönnum.
Ingólfur sagði að lögregla hefði farið
manni tii að'stoðar sem missti bíl sinn
út af veginum. Þrátt fyrir að lögreglu-
bíllinn væri járnaður á öllum hjólum
fauk hann út af veginum í einni
hviðunni og valt heilan hring. Bíllinn
var þó ökufær á eftir. Skömmu seinna
fuku þrír bílar til viðbótar út af
veginum á þessurn kafla og var honum
þá lokað þar til veðrið lægði, seinni
partinn í gær.
GSH
Krakkarnir
leika sér í
jólafríinu
■ Fólk á þessum aldri er
hreint ekki að ergja sig yfir
því þótt hann snjói svolítið -
nema að síður sé. Hið lang-
þráða jólafrí er nú að verða
langt komið og bálkestimir sem
margir krakkar á þessum aldri
notuðu frístundirnar til að
safna í og byggja upp í des-
ember þjónuðu tilgangi sínum
með því að brenna til grunna
á gamlárskvöld. Hvað er þá
betra við tímann að gera þessa
síðustu daga áður en skólinn
byrjar á ný heldur en að leika
sér í snjónum. Sumir draga
fram skíðin, aðrir byggja nú
snjóhús og snjókalla og enn
aðrir efna til snjóboltabar-
daga, eða einfaldlega kasta
þeim í þá sem eiga leið
framhjá hinum skotglöðu
köppum.
- Tímamynd Róbert
Þjóðleikhúsið:
RÆÐUR TVO LEIKRITA-
HÖFUNDAíHÁLFT AR
■ Þjóðleikhúsið hefur ráðið rithöfund-
ana Sigurð Pálsson og Nínu Björk Árna-
dóttur til starfa fyrir árið 1984; Sigurð
fyrstu 6 mánuði ársins og Nínu Björk
síðari hluta ársins.
Sigurður Pálsson fæddist árið 1948 á
Skinnastað í N-Þingeyjarsýslu. Eftir
stúdentspróf frá Mcnntaskólanum í
Reykjavík stundaði hann nám í leikhús-
fræðum og bókmenntum við Sorbonne
háskólann í París og lauk þaðan Magist-
crprófi og DEA prófi, þ.e. fyrri hluta
doktorsgráðu. Einnig lauk hann prófi í
kvikmyndaleikstjórn frá CLCF kvik-
myndaskólanum í París. Sigurður hefur
stundað kennslustörf í leikhúsfræðum
ogfengist við leikstjórn, m.a. ísjónvarp-
inu. Sigurður hefur sent frá sér þrjár
Ijóðabækur og samið þrjú leikrit fyrir
Nemendaleikhús Leiklistarskóla
fslands. Þá hefur hann einnig þýtt all-
mörg leikrit eftir franska og spænska
höfunda sem sett hafa verið á svið hér á
landi.
Nína Björk Árnadóttir fæddist árið
1941 að Þóreyjarnúpi í V-Húnavatns-
sýslu. Hún stundaði nám við Leiklistar-
skóla Leikfélags Reykjavíkur og fram-
haldsnám í Danmörku. Nína Björk
hefur unnið margvísleg störf meðfram
ritstörfum en‘ hún hefur sent frá sér 6
Ijóðabækur og 8 leikrit hennar hafa
verið sýnd á sviði og í sjónvarpi. Að auki
hefur hún þýtt skáldsögur, leikrit og ljó.
GSH