Tíminn - 04.01.1984, Page 6

Tíminn - 04.01.1984, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 ■ Þegar við heyrum nafn Jerry Lewis nefnt, dettur okkur ein- ungis í hug grín og gaman og incdl'ylgjandi kæruleysi. En Jcrry hefur fleiri hliðar, og í Ijós hefur komið, að hann er síður en svo kxrulaus. Þvert á móti hefur hann á sér hlið, sem mörgum er kunnugt um, þó að henni hafi lítið verið flíkað til þessa, en kemur ákaflega á óvart. Allt síðan 1966 hefur Jerry Lewis verið stjórnandi árlegs sjónvarpsþáttar í Bandaríkjun- um til styrktar börnum, sem þjást af sjúkdóminum „Muscular Dystrophy41, en það er ólækn- andi vöðvarýrnun, sem leiðir til dauða. Á þessum árum hafa safnast í þessum sjónvarpsþátt- um meira en 300 milljónir doll- ara. En Jerry lætur ekki þar við sitja. Hann hefur lagt sig gífur- lega fram um að kynnast skjól- stæðingum sínum persónulega, og í kyrrþey hefur hann veitt mörgum þeirra stuðning og trú á lífið, auk þess sem hann hefur lctt lund þcirra. - Á hverju ári hefur Jerry persónulegt samband við 50 til 200 af þessuni börnum segir einn vinur hans. - Það er ekki nóg með að hann gleðji þau með gjöfum og bréfum og símhring- ingum. Hann tekur alltaf á móti símhringingum frá þciin og ef þau láta í Ijós ósk um að hann heimsæki þau, hendir hann öllu frá sér og rýkur af stað. Það liefur iðulega komið fyrir, að þegar þau hafa fundir dauðann nálgast, hafi þau komið boðum til hans um að koma til þeirra og oft hcfur rödd hans verið sú síðasta, sem þau hafa heyrt í þessu lífi. Hann hefur sjálfur sagt við mig: - Það er ógnvekj- andi að finna að endalokin eru sem ískyggilega þótti horfa um, og skömmu síðar hætti liann á síðustu stundu við að fara í skemmtisiglingu, sem hann hafði ráðgert, þegar honum bárust fregnir af öðru barni, sem lá fárveikt á sjúkrahúsi. Holly Schmidt Maurice, sem skreytti veggspjöld félags þess- ara sjúklinga 1968-1969, segir: Mér þykir ákaflega vænt um Jerry vegna þess að ég veit vel hvað hann leggur mikið á sig til að gefa þessum börnum, sem svo sorglega er komið fyrir, von. Eg ætti að vita það, því að ég er eitt þessara barna. Hann hefur oft hringt í mig og fjölskyldu mína á þessum árum til að telja í okkur kjark, og ég ber alltaf gullarm- band með verndargripum, sem hann gaf mér einu sinni. í sama streng tekur Verlene Swift, sem býr í Oregon, en sonur hennar Scotty, var eitt þeirra barna, sem Jerry Lewis tók persónulega að sér. Scotty dó í sumar af völdum sjúkdóms- ins, aðeins 16 ára að aldri. - Jerry var sifellt að hringja og senda Scotty gjafir. Hann gleymdi aldrei afmælisdeginum hans eða jólunum. Hann kom m.a.s. einu sinni hingað til að sitja við hlið Scottys í skrúð- göngu. Og þegar Scotty lá síðah síðustu legu, hringdi Jerry bara til að segja honum, hvað honum þætti vænt um hann. Sjálfur er Jerry lítið fyrir að tala um þennan þátt í lífi sínu. Hann álítur það algerlega sitt einkamál, hvernig hann ver fri- stundum sínum. £n þeir, sem hafa kynnst þessari hlið á honum, eiga engin orð yfir að lýsa aðdáun sinni á honum og segja einfaldlega: - Hann hefur hjarta úr gulli'. ■ Veggspjaldabarn MD 1970- 71 var Scotty Swift. Millihansog Jerry Lewis myndaðist náin og góð vinátta. Scotty dó af völdum sjúkdómsins í sumar. ■ 1968-69 voru það myndir af Holly Schmidt Maurice, sem prýddu veggspjöld MD. Þá var hún 12 ára. ■ Nú er Holly kominn i hjóla- stól. Jerry hefur aldrei sleppt af henni hendinni síðan þau kynntust. nærri, og ef það stendur í mínu valdi að gera þeim þessa stund léttbærari, læt ég ekki á mér standa. Ekki er langt um liðið síöan Jerry þeyttist um miðja nótt til Atlanta í Georgíu til að heim- sækja eitt „barnanna sinna“, JERRY LEWIS ER EKKI ALLUR MRSEM viðtal dagsins Póstur og sími taka í notkun nýja móðursímstöð í Reykjavík: Z' IREYKIAVIKI BRAГ segir Hilmar Ragnarsson, deildarverkfræðingur. ■ „Þessi móðurstöð til- heyrir alveg nýrri kynslóð hjá okkur. Númerin eru 3.000 þó að í rauninni bætist aðeins við 1000 númer í Reykjavík til að byrja með. Við notum hin 2.000 til útskiptinga eins og sagt er - þau verða notuð til að stækka úti á landi,“ sagði Hilmar Ragnarsson, deild- arverkfræðingur tækni- deildar Pósts og síma, en í gær tók stofnunin í notkun nýja 3000 númera móður- stöð í Múlastöðinni í Reykjavík. „Þessi 1000 símanúmer sem bætast við í Reykjavík eru ö!l sex tölustafa og byrja öll á 687... og eru flest á Múlasvæðinu. Mjög fljót- lega, sennilega í febrúar eða mars, munum við setja upp svokallaðar útstöðvar, sem allar munu tengjast þessari móðurstöð, bæði úti á Sel- tjarnarnesi og í Árbæ. Síðar. á árinu, sennilega í júlí ágúst, verða settar upp út- stöðvar í Breiðholti, Kópa- vogi og Hafnarfirði. Þannig að á Reykjavíkursvæðinu verður ekki númeraskortur í bráð,“ sagði Hilmar. Hann sagði ennfremur að í allt ■ Hilmar Raanarsson deildarverkfræðingur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.